Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 3
Föstudagur 25. mafT Af O BC "NBLAÐIÐ 3 Á Rej kjavíkurflugvelli í gær. A myndinni s jást m.a. (frá vinstri): Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Birgir Finnsson, forseti Sam einaðs Alþingis, PáU Ásgeir Tryggvason, deild- arstjóri í utanrikisráðuneytinu, Halford-MacLe od, sendiherra Breta, og Filippus prinz. Fyrsta áætBun- arflug lengdu RR-vélar Loftleiða FYRSTA áætlunarflugferð lengdu Rolls Royce-flugvélar Loftleiða, Bjarna Herjólssonar, átti að hefjast frá Luxemburg kl. 23 í gærkvöldi. Flugstjóri á leið- inni til íslands var Olaf Olsen. (Héðan flýgur vélin svo vestur til New York, flugstjóri Smári Karlsson. - Salazar Framhald af bls. 1 sem samtökunum var ætlað. „Við fáum heldur ekki skilið hvernig ætlazt á til þess að Portúgal hafi samvinnu við eitthvert ríki, aðeins vegna þess að það telst vestrænt ríki. Við höfum sam- vinnu við þá, sem eru reiðubúnir til samvinnu við okkur. Þeir, sem eru fjandsamlegir okkur, geta ekki vænzt samvinnu af okk ar hálfu, þótt þeir haldi því fram að sú samvinna væri hinum svo- nefnda frjálsa heimi fyrir beztu“, segir forsætisráðherrann. — Þyrla, sem Framhald af bls 1 350 metra hátt standberg. Á þessum hamri í eyðimörkinni reisti ílerodes konungur, sem ríkti í Gyðingalandi við fæðingu Krists, ótrúlega mikla og íburð- arríka höll. Voru veggir hlaðnir grjóti. Herodes var hræddur um líf sitt, og var þessi hamrahöll at- hvarf hans, ef hætta var á ferð- um. Er Rómverjar lögðu Jerú- salem í rústir, árið sjötíu e. Kr., flýði stórhópur Zellota frá Jerú- salem, og tókst, sennilega með brögðum, að ná Masada, og vörð- ust þar Rómverjum í þrjú ár, eins og frægt er orðið. >á var vörnin orðin vonlaus, og styttu þeir sér allir, um 900 talsins, aldur. Síðar týndist Masada í mörg hundruð ár, og varð þar allt orp- ið eyðimerkursandi. Árið 1838 fann bandarískur pílagrímur þennan fræga stað, og á árunum 1963 til 1965 unnu þúsundir manna að uppgreftri þessara 6tórkostlegu mannvirkja á fjalls- tindinum, og er verkinu enn ekki að fullu lokið. Þessi fornleifagröftur er einn sá merkilegasti í Gyðingalandi, og hefur haft ómetanlegt vísinda- og fornsögulegt gildi. Þykir forsetanum, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, þetta það merkileg- osta, sem hann hefur séð á ferða- laginu til þessa. Þá heimsótti forsetinn _ einnig borgina nýju, Arad, sem fsraels- menn hafa reist í Júdeueyðimörk inni. Þar búa 2000 manns. í kvöld hefur Naschitz, aðal- ræðismaður, og íslandsvinafélag- ið í Tel Aviv kvöldsamsæti til heiðurs forsetanum í Hilton- hótelinu. Utanríkisráðherrann ferðast framvegis með forsetanum, eins og sagt var í fréttaskeyti í gær. í fyrramálið verður farið til Nazaret, skoðaðir helgir staðir og hlýtt á guðsþjónustu í sam- kunduhúsi Tíberías. Þúfum, N-fs., 22. marz: —■ TELJA má harðindaveðráttu hafa verið hér við Djúp um lang an tíma. Snjór er kominn mikill. Víða hefur orðið að ryðja snjó af vegum með jarðýtu, til þess að halda uppi samgöngum, og er það í fyrsta sinn, sem slíkt er gert hér vestanvert við Djúpið. Þetta er harðasti vetur, sem komið hefur nú síðustu áratug- ina. Ekki er enn vitað til þess, að fóðurskortur sé framundan. Kem ur ekki til slíks, nema vorharð- indi verði eftir þennan þunga — Filippus prinz Framhald af bls. 1. urðssyni, lögreglustjóra í Reykjavík, Páli Ásgeiri Tryggvasyni, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, o.fl. Nokkur mannfjöldi var sam- an kominn á flugvellinum. í föruneyti Filippusar her- toga eru meðal annars Bon- ham-Carter, aðmíráll, Thorn- Valdastöðum, 24. marz: — VATNASVÆÐI Laxár, Bugðu og Meðalfellsvatns var fyrir nokkru auglýst til stangaveiði, og var umsóknarfrestur til febrúarloka sl. Höfðu þá borizt 4 tilboð, frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefir verið leigjandi að þessu vatnasvæði undanfarin ár, frá Stangveiðifélagi Hafnarfjarð óir, frá Sumarbústaðaeigendum við Meðalfellsvatn, sem aðeins var miðað við veiði í Meðalfells- vatni og frá Oddi Andréssyni á Neðra-Hálsi. Var hann með hæsta tilboðið, eða krónur 950 þúsund. Er gert ráð fyrir að veiðieigendur annist vörzlu og klak samkvæmt tilboði Odds. Nú hafa samningar tekizt við Stangaveiðifélag Reykjavíkur til eins árs með hliðsjón af tilboði Góð aðsókn að sýningu Eiríks Smiths GÓÐ aðsókn hefur verið að málverkasýningu Eiríks Smiths í bogasal Þjóðminjasafnsins, og mörg málverkanna hafa selzt. Sýningunni lýkur nk. sunnudags kvfóld, en hún er opin frá kl. 14 til 22 alla daga. vetur. Stormar hafa oft verið nokkr- ir. Útlit er fyrir, að Ágúst bóndi í Múla hafi misst 22 ær í febrú- ar. Þær finnast ekki enn, þrátt fyrir mikla leit; hefur sennilega hrakið undan veðri á fjallinu, sem er víðáttumikið og liggur nokkuð hátt, en féð var farið að leita á fjallið, þegar það var lát- ið út. Nýlega var gerð rækileg ieit að fé þessu, en án árangurs. Samgöngur á sjó (með Djúp- bátnum) hafa aldrei truflazt. — P. P. ing, yfirlögregiuþjónn við Scotland Yard, Pearce, þjónn hertogans, Hamilton, aðstoð- armaður hans, og ungfrú Wood, einkaritari. Frá flugvellinum ók hertog inn í bíl forsætisráðherra til Ráðherrabústaðarins, þar sem hann gistir meðan á dvöl hans stendur. Síðan fór Filippus prinz til bústaðar brezka sendiherrans, en kl. 20:lð í gærkvöldi snæddi hann kvöld Odds. Skal leigan vera, nálægt því, sem hér segir: 710 þús. í pen ingum, og er það 80 þús. kr. hærra en sl. ár. Veiðieigendur sjái um vörzlu á veiðisvæðinu, en leigutaki greiði þann kostnað. Leigutaki sjái um klak, eins og áður, þó með einhverjum breyt- ingum. Þá skal unnið að undir- búningi að byggingu veiðihúss, fyrir allt að kr. 40 þús., og fell- ur helmingur þeirrar upphæðar til veiðieigenda, ef ekkert verður úr framkvæmdum í ár. Útför Björns P. Blöndols ó Hvnmmstanga 1 GÆR var gerð á Hvammstanga útför Björns P. Blöndals, fyrrum póstafgreiðslumanns þar. Jarð- arförin átti að fara fram á mið- vikudag, en henni var þá frestað um einn dag vegna veðurs og vondrar færðar. Sóknarpresturinn, séra Gísli H. Kolbeins, jarðsöng og gat þess í útfararræðu sinni, að með Bimi væri genginn einn elzti íbúi Hvammstanga. Björn P. Blöndal var fæddur í Reykjavík 21. apríl 1888. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla íslands 1908—1909, varð bréf- hirðingarmaður á Hvammstanga 1913 og póstafgreiðslumaður þair 1914. Því starfi gegndi hann til ársins 1962. Hann gegndi og fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum, var um tírna oddviti í Kirkju- hvammshreppi, hreppstjóri í Hvammstangahreppi og mjög lengi formaður Sparisjóðs V- Hún. Sáttanefndarmaður var hann um langt skeið, safnaðar- fulltrúi og fræðslunefndarfor- maður. Um tima fékkst hann við verzlun. Hann var heiðursfélagi Esperantistafélagsins í Reykja- vík. Kona hans var Rósbjörg Þoar- grímsdóttir. Hún lézt árið 1961. verð í boði forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Þar voru 19 gestir, ráðherrar, brezki sendiherrann og fylgd arlið hertogans. Kl. 9:45 í dag ekur Filippus prins til flugvallarins, og kl. 10 leggur flugvélin af stað áleiðis til Englands í einni lotu. Fylgdarflugvél hertogans og föruneytis hans lenti í Keflavik. Eins og fyrr segir, greiðist leig an fyrir næsta veiðitímabil með kr. 710 þús. í peningum, og er klak og varzla metin á kr. 210 þúsund. Samanlagt verður þetta því krónur 960 þúsund. — St. G. — Kinverjar Framhald af bls 1 sikýri afstöðu Kínverja til ýmissa mála, jafnvel þótt floikkar þessir hafi ekiki tekið afstöðu í deilu Kínverja og Rússa. í svari Kínverja við boðinu um að senda fuiltrúa til Moskvu segir m.a.: „Sovézka þjóðin má vera þess fullviss að jafnskjótt og Sovétríkin ákveða að standa ötullega gegn árásarstefnu heims valdasinna, mun Kína taka stöðu við hlið Sovétríkjanna, og taka þátt í baráttunni gegn sameigin- legum fjandmanni.“ En að nafn- inu til eru Kina og Sovétríkin bundin 30 ára vinarsáttmála, gerðum 1950, þar sem ríkin skuld binda sig einnig til að veita gagn kvæma aðstoð verði á annað ráð izt. Þetta er í fyrsta skipti, sem Kínverjar setja skilyrði fyrir að stoð við Sovétrikin, yrði á þau ráðizt, segja stjórnmálafréttarit- arar í Peking. En' þeir benda einnig á að setninguna megi skilja svo að henni sé beint til Bandaríkjanna, og eigi að vera áminning run að Kína og Sovét- ríkin séu enn aðilar að vináttu- samningum, þrátt fyrir allar deii ur. Varðandi hugsanlegar breyt- ingar á Æðsta ráðinu í Moskvu, er uppi orðrómur þar í borg um mikinn undirbúning. Telja sum- ir jafnvel að um valdabaráttu sé að ræða miili Leonids Brezhn- evs, aðalritara flokksins og Alexander Sheljepins, vararit- ara. En sennilegt er talið að tveir elztu fulltrúarnir í ráðinu, þeir Anastas Mikoyan og Niko- lai M. Shvernik, verði látnir víkja úr sætum sínum. Mikoy- an er 71 árs og býr við vanheilsu en Shvernik er 78 ára. Vetrarhörkur við Djúp Stcmgveiðifélag Reykiavík- ur leigir Laxá í Kgós stakstTíívar Er þetta múgsefjun? Steindór Steindórsson, yfir- kennari við Menntaskólann á Akureyri ritar forustugrein í síð- asta hefti af „Heima er bezt“ undir þessari fyrirsögn. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Eitt af mörgu, sem furðu vek-~ ur í fari vor íslendinga er, hversu miklar umræður og hat rammlegar ger- ast hér oft um lítilsverða hluti, meðan þagað er yfir hinum raun veruleg vanda- málum. Eitt þeirra mála, sem margræddast verður um nú er Steindór hið svonefnda Keflavíkursjónvarp. Fátt hefur gerzt furðulegra í því efni en undirskriftasöfnun yfir 600 há- skólastúdenta um að krefjast banns við því, a.m.k. jafn skjótt og íslenzkt sjónvarp tekur til starfa. Öll þessi læti fyrr'og síð^ ar um það, að fólk á suðvestur- horni landsins geti notað sér að- stöðu sína til að horfa á erlent sjónvarp, er furðulegt fýrirbæri, og helzt gætum vér haldið, að hér væri komin af stað einhvers konar múgsefjunaralda." „Ekki skal skilja orð mín svo að ég telji Keflavíkursjónvarp- ið sérlega æskilegt, en hinsvegar tel ég allan þann málarekstur, sem út af því er gerður, van- hugsaðan og þeir góðu menn- ingarfrömuðir ættu að skjóta geiri sínum í aðra átt, þar sem þörfin væri meiri. Mikið er rætt um þá hættu, sem þjóðerni voru og menningu stafi af því, sem sjónvarpið send ir frá Keflavík, og til þess að herða á því, hvílík vanvirða það sé að horfa á erlent sjónvarp. Gegn því má spyrja, er vanvirða að hlýða á erlendar útvarpsstöðv ar, eða er oss vanvirða að því að horfa á sjónvarp frá gervi- tunglum þegar það verður kom- ið í fullan gang? Ég held þær5*' spurningar þurfi ekki svar.“ Menningarleg og þjóðernisleg hætta Greinarhöfundur heldur síðan áfram: „En þá er það hin menningar- lega og þjóðernislega hætta. Ein af mörgum afleiðingum alda- langrar einangrunar vorrar er ótti við erlend áhrif. En ef vér lítum á sögu vora kemur fram, að svo má kalla, að reisn is- lenzkrar menningar hafi lengst- um farið saman við aukin sam- skipti við erlendar þjóðir eins og eðlilegt er. Menning er ekki ein- angrað fyrirbæri smáþjóðar, nema hún nærist á alþjóðlegum straumum. Og hvað sem hver segir, hefur aldrei verið meiri gróska í íslenzkri menningu en nú, þrátt fyrir Keflavíkursjón- varp og annað það sem á oss herjar.“ „En þetta er þó ekki aðal- atriðið í málinu. Mergur málsins er, hvort menning vor sé svo þollítil, eða vér svo vanmegnug- ir að henni verði ekki haldið uppi nema með bönnum. Þeir sem svo hyggja eru á villigötum. Heimurinn verður ekki siðbætt- ur með bönnum, menningarleg hætta verður ekki lokuð úti, þótt skyggt verði á Keflavík. Hin eina barátta, sem að gagni kemur eru jákvæð störf. í hópi hinna 600 háskólastúdenta er vissulega mik ið af blómanum úr íslenzkri æsku. Þessir ungu menn mundu vinna þjóð sinni miklu meira gagn, og ná meiri árangri með því að taka sig saman um að gefa þjóðinni einhver verðmæti, sem gerðu hana afhuga Keflavíkur- sjónvarpinu, eða a.m.k. kepptu við það um hugi þjóðarinnar. Þá væri tekin upp drengileg bar- átta, sem vér bærum virðingu fyrir“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.