Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 4

Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 4
4 MORGU NBLAÐIÐ t Föstudacrur 25. marz 1966 ALLTMEÐ IMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Tungufoss 8. apríl* .... foss 15. apríl Tungufoss 25. apríl* HAMBORG: Brúarfoss 29. marz Askja 7. apríl** Dettifoss 19. apríl Askja 29. apríl** ROTTERDAM: Askja 4. apríl** Dettifoss 15. apríl Askja 26. apríl** LEITH: w Gullfoss 8. apríl Gullfoss 29. apríl GAUTABORG: Rannö um 28. marz Fjallfoss 4. apríl** . . i . foss um 15. apríl Fjallfoss 26. apríl** HULL: Bakkafoss 7. apríl** Bakkafoss 20. apríl Tungufoss 29. apríl** LONDON: Bakkafoss 4. apríl Bakkafoss 18. april Tungufoss 27. apríl KAUPM ANNAHÖFN: Katla Gullfoss Gullfoss Fjallfoss NEW YORK: Selfoss Goðafoss Brúarfoss ‘'OSLÓ: Fjallfoss Fjallfoss KRISTIANSANO: ísborg .... foss GDYNIA: Skógafoss KOTKA: Skógafoss VENTSPILS: Lagarfoss 28. marz** 6. apríl 27. apríl um 28. apríl** 6. apríl 12. apríl* 6. maí 5. apríl** 30. apríl 28. marz* um 17. apríl 4. apríl 12. apríl 19. apríl * Skipin losa á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, Isa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. **Skipin losa á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavík. Vinsamlegast athugið, að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áaetlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG fSLANHS B O S C H SPENNUSTILLAR Bweðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. því við, að fyrir löngu minntist hann á það í þessum dálkum, hve algengt væri að flyglar væru útataðir í fingraförum og handsvita, svo að ekki virðist sú ádrepa hafa orðið til mikils gagns. • Hvað er orðið að Helgafellspresta- kalli Egill Sigurðsson biður Velvakanda fyrir eftirfarandi bréf og fyrirspurn: „Ég heyrði í útvarpi og sá í blöðum í haust sagt frá presta skiptum í Stykkishólmspresta- kalli og nú siðast frá innsetn- ingu nýs prests í embættið. Nú vil ég spyrja: Hvað er orðið af Helgafellsprestakalli? Snorri goði mun hafa reist kirkju að Helgafelli um árið 1000 e. K. Hann hefur líklega verið búinn að taka skírn fyrir það ár, það sýna orð hans á Al- þingi, er kristnir og heiðnir deildu um trúmál, og maður kom og sagði jarðeld uppi í Ölfusi, sem stefndi á bæ Þór- odds goða. Heiðnir sögðu það von, að goðin reiddust hinum nýja sið, en Snorri sneri þá af laginu með hinni frægu spurn- ingu: Hverju reiddust goðin, er hraunið brann, það er nú stöndum vér á? Nokkrum árum seinna hafði hann jarðakaup við Guðrúnu Ósvífursdóttur, og þá og síðan hefur kirkja staðið að Helgafelli. Klaustur var þar í kaþólskum sið og mikið skrif- að þar, meðal annars hin fræga Skarðsbók, heyri ég sagt, en hún slapp við bókabrunann. Fyrsti lútherski presturinn þar gerði þrjár brennur af skjölum klaustursins. Hvað skyldu -^»ar hafa farið margir dýrgripir í eldinn? Skammsýnin og trúar- ofstækið riðu þar ekki við ein- teyming. Presturinn sat að Helgafelli, þar til séra Eiríkur Kúld varð prestur þar fyrir 106 árum. Hann bjó fyrst á Þingvöllum í Helgafellsveit og byggði þar stórt timburhús, en reif það sið an og flutti til Stykkishólms. Þar stendur það enn (Gamla próf astshúsið). Síðan hafa Helgafellsprestar búið í Stykkishólmi. Séra As- mundur Guðmundsson, síðar biskup, gaf út predikanir sínar árið 1920 og tileinkaði þær söfnuðunum í Helgafellspresta- kalli. Kirkja hefur staðið um aldir í Bjarnarhöfn semannexía frá Helgafelli. Bænahús voru á bæjum í sveitinni, Svelgsá og Staðarbakka, og máske víðar. Stykkishólmur átti kirkjusókn að Helgafelli, þar til á 9. tugi 19. aldar, að þar var byggð kirkja, og skömmu síðar verð- ur hann sérstakur hreppur. Nú spyr ég: Hvenær var Helgafellsprestakall lagt nið- úr? Vóna ég, að biskupsskrif- stofan eða aðrir réttir aðiljar veiti mér svar. — Egill Sigurðsson". Svar við þessari spurningu verður að sjálfsögðu birt í þess um dálkum. • Kámugur konzert- ílygill o. fl. um hljómleikahald Maður, sem sækir að jafnaði tónleika hér í borg, kvartar undan því, að konzert- flyglar og jafnvel fleiri hljóð- faeri séu ekki nógu vel hirt. Hann segist fyrir skömmu hafa sótt hljómleika, sem haldnir voru á vegum Tónlistarfélags- ins í Austurbæjarbíói, þar sem heimsþekktur píanóleikari kom fram. Hljóðfærið hafði sums staðar verið spegilfægt, svo að glampaði á það, en hliðin, sem sneri fremst að áheyrendum, hafi verið alsett fingrafara- kámi og öðrum óhreindum, svo að það truflaði jafnvel salar- gesti í því að njóta slaghörpu- leiksins. Sennilega hafi flygill- inn verið gljáfægður fyrir tón- leikana, en svo hafi láðzt að strjúka honum, eftir að flutn- ingaverkamennirnir höfðu kom ið honum á sinn stað á sviðinu. — Svona kæruleysi eigi ekki að þola, segir maðurinn í bréfi sínu, og bætir því við, að í vet- ur hafi færzt í vöxt hávaði á hljómleikum, — hóstar, ræsk- ingar og pappírsskrjálf, en ann- ars hafi verið búið að venja fólk nokkurn veginn af því. Sé leitt til þess að vita, ef þetta ætli nú að fara að taka sig upp að nýju. Kvefað fólk eigi ekki að sækja tónleika. Að lokum brýnir hann fyrir hljómleika- gestum, að börn eigi þeir ekki að hafa með sér á konzerta. Þau eigi af eðlilegum ástæðum erfitt með að sitja grafkyrr og þegja, heldur séu þau á ein- lægu iði allan tímann, hvísl- andi að foreldrum sínum og jafnvel flissandi að tilburðum stjórnenda eða einleikara. — Velvakandi getur bætt • Dr. Bjarni Sæ- mundsson og síldin „Jón í Götu“ sendir Vel- vakanda bréf, sem ber yfir- skriftina: „Þetta sagði hann“, Bréfið er svona: „Flestum mönnum skemmti- legri var dr. Bjarni Sæmunds- son, og skemmtilegt var allt, sem hann skrifaði. Ég saknaði hans mjög við fráfall hans, og svo mun hafa verið um flesta þá, er kynni höfðu af honum. Vitaskuld er slíkt ekki annað en vitleysa, en aldri tekst mér að losna við þá tilfinningu, að hann sé eini fiskifræðingurinn, sem við höfum átt. Og í þann aldarfjórðung, sem liðinn er frá láti hans, hafa vitanlega nýjar rannsóknir leitt margt það í ljós, er hann gat ekki hafa þekkt. Oft er það gott, sem gamlir kveða. Og nokkurum árum fyrir dauða sinn, og því lík- lega fyrir um það bil þremur áratugum, sagði hann eitt sinn við mig: „Allir okkar fiskstofn- ar ganga til þurrðar — nema síldin; það verður seint hægt að vinna á henni“. Þessi orð hins gætna og fróða manns hafa lengi verið mér íhugunar- efni. Og ég hygg, að, því miður, hljóti hann að hafa haft rétt fyrir sér. En hvað mundi hann segja um síldina núna? Ekki óraði hann fyrir því, að unnt yrði að sjá hana á hafsbotni, elta hana yzt út í höf og ausa henni þar upp. í hans tíð var engan farið að dreyma um slíkt. — Jón í Götu“. Guðmundur og Ágúst Vöruflutningar Akranes, Reykjavík. Afgreiðsla Reykjavík Verzlunarsambandið sími 38566. Akranes sími 2217 heimasímar 1373 og 1186. Til kaups eða leigu Vörugeymsla og íbúðarhúsnæði óskast. Vöru- geymsla um 300 ferm., íbúðarhúsnæði fyrir 2 eða 3 fjölskyldur. Húsnæði þetta þarf ekki að vera allt á sama stað. Tilboð óskast merkt: „0125 — 9576“ leggist á afgr. Mbl. íbúð óskast 3ja herb. íbúð óskast til leigu á góðum stað í Reykjavík. Há leiga í boði og mikil fyrirfram- greiðsla, aðeins tvennt í heimili (fullorðið). Tilboð óskast send blaðinu fyrir 30. þ.m. merkt: „Leiga — 8470“. Lokað Höfum lokað á laugardögum fyrst um sinn. Gler og listar hf Dugguvogi 23. — Sími 36645. Vantar háseta á netabát í Keflavík. Upplýsingar í síma 1200. Sendisveinn óskast á ritstjórn blaðsins. — Vinnutími kl. 1—6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.