Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 5
.FösTUÍfagtir 25. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM 1 SUMAR munu íslenzkir skátar flykkjast til HreSa- vatns, en þar er fyrirhugað landsmót skáta frá 25. júlí til 1. ágúst. Þrettán landsmót skáta hafa áður verið haldin, en aðeins eitt í hinu fagra um hverfi Hreðavatns, nánar til- tekið á bökkum Norðurár of- an við Glanna. Á 3. hundrað erlendir skátar hafa þegið boð um að koma á rnótið og eru stærstu hóparnir frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada, og auk þess væntanlega smærri hópar frá Færeyjum og Grænlandi. Undirbúningur að landsmót inu er nú í fullum gangi hjá Það eru fleiri en Morgunstjörnurnar, sem fengið hafa inni að Haliveigarstöðum. Þegar við komum í heimsókn stóðu þar yfir tveir fundir með foreldrum skátanna. Þessi myndar- stúlka heitir Guðrún Kristins dóttir, foringi í „7. hverfinu“. í vesturbænum. Guðrún er einn- ig í stjórn landsmótsins í surnar. mjög fjölbreytt. Skiptast þar á keppnir, leikdr, fræðsíla, þrautir. ferðalög, sýningar og skátamessur, að ógleymdum varðeldunurp. Þegar hefur verið gengið frá föstum dags- skrárliðum, en upp í dags- skrána verður fyllt með efni, sem skátarnir leggja til sjálf- ir. Við hittum að máli Björk Thomsen, foringja Morgun- stjarnanna er þarna voru önn um kafnar við skiltamálun og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. — Hve margar stúlkur eru í þinni sveit, Björk? — Við erum 10 stúlkur á aldrinum 15—16 ára og allar úr vesturbænum. Við höfum verið í þessu ágæta húsnæði nú í mánuð, en það tilheyrir vesturbænum, „sjöunda hverf inu“, eins og við köllum hann á skátamáli. Það standa vonir til þess, að skátar í öllum hverfum fái húsnæði á borð við þetta undir starfsemi sína og fundarhöld, og vonandi verður þess ekki langt að bíða. — Fara allar stúlkurnar úr Landsmót skáta í sumar Söngurinn lengir lífið og eykur afköstin! Hér leikur ein Morg unstjarnan á gítar og hinar syngja með og mála í takt við sönginn. an sitt afmarkaða svæði, sem það á að sjá um. Foreldum og vinum þátttakenda verður leyft að heimsækja þá á mót- ið 31. júlí og 1. ágúst og verða þá sýningar ýmiskonar og margt fleira í gangi. Fjölskyldubúðirnar fyrir foreldra og eldri skáta verða með nokkuð öðru sniði en búð ir skátanna. í fjölskyldubúð- irnar geta foreldrar komið með yngri böm sín og dvalið einn dag eða fleiri, eftir því hvernig á stendur hjá þeim. Þar verður reynt að sjá fyrir ýmisskonar þjónustu fyr ir foreldrana, m.a. er fyrir- hugað að koma upp sérstök- um barnaleikvelli og skipu- leggja þar barnagæzlu. Einn- ig mun verða verzlun í fjöl- skyldubúðunum, sem selur allan nauðsynlegan matvarn- ing fyrir þá, sem þess óska. Allar nánari upplýsingar um fjölskyldulbúðimar hafa verið sendir til allra skáta- félaga. ásamt umsóknareyðu- blöðupi- Dagskrá mótsins verður þinni sveit á landsmótið? — Við förum langflestar og ég held reyndar, að skáta- stúlkur af öllu landinu fjöl- menni á mótið. Mótið verður með nokkuð sérstökum hætti að 'þessu sinni: Hafið verður rammi mótsins og hver tjald- búð ber heiti ákveðins hafs. Þannig heita búðir kvenskát- anna Kyrrahafsbúðir. Sérhver deild velur sér ákveðna eyju í því, sem hún síðan kynnir á viðeigandi hátt. Við stúlkurn- ar völdum okkur t.d. Páska- eyna og sýnum dansa og bún- inga frá þeirri ey. Drengirnir völdu sér Indlandshaf en fjöl- skyldulbúðirnar fá Þanghafið! Erlendu skátarnir eru allir frá löndum við Atlantshafið, svo búast má við að skemmti- atriði þeirra verði í samræmi við það. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma á landsmótið og leggi sitt að mörkum til að gera það sem veglegast og eftirminnilegast, sagði Björk Thomsen skátaforingi að lok- um. skátafélögunum víðsvegar um land og lætur væntanlega enginn skáti sitt eftir liggja til að gera motið sem ánægju- legast. Að minnsta kosti lágu stúlkurnar, sem fréttamenn blaðsins hittu í Hallveigar- stöðum sl. þriðjudag, ekki á liði sínu. f Hallveigarstöðum við Garðastræti, sem lýtur stjórn Kvenréttindafélagsins og Kvenfélagasambandsins, hafa skátastúlkur úr „sjö- unda hverfinu“, sem þœr kalla svo, fengið smekklegt og rúmgott húsnæði undir starf- semi sína. Stúlkurnar, sem við hittum þetta kvöld voru úr sveit, sem kallar sig Morg- unstjörnurnar, og foringi þeirra er Björk Thomsen. Er okkur bar að garði voru þær önnum kafnar við skiltagerð, en skiltin verða á fyrirhug- uðu landsmóti, sett upp til leiðbeiningar mótsgestum. Ingólfur Ármannsson skátafor ingi, sem þarna var staddur tjáði okkur, að á mótssvæðinu yrðu flestar „opinberar stofn- anir“, m.a. símstöð, sjúkra- hjálp, sparisjóður o.fl., en auk þess veitingastaðir og út verður gefið mótsblað, sem kemur út daglega. Ingólfur sagði, að á móts- svæðinu yrðu fjórar tjaldtoúð- ir, ein fyrir kvenskáta, önnur fyr;ir drengjaskáta, sú þriðja fyrir foreldra og eldri skáta og sú fjórða er fyrir foringj- ana. Hvert skátafélag fær síð- Þessar kornungu dömur unnu við kertaljós og mattu varla vera að því að líta upp, meðan Ijósmyndarinn smellti af. — Ljósm. Sv. Þorm. Fjölhæfni er nauðsynleg. Hér sjáum við eina stúlku, og hluta af annarri, vera að bora og mála. Eftir er svo að skreyta spjöldin með táknrænum myndum, áður en þau verða tilbu- in til að hengja upp á landsmótinu í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.