Morgunblaðið - 25.03.1966, Side 8

Morgunblaðið - 25.03.1966, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 25. marz 1966 — Fjárskuld- bindingar Framhald af bls. 32 miál fyrir þá, sem binda fé sitt til langs tíma, og hægt ea- að bæta nokkuð úr þörfum iþeirra með hærri vöxtum en vera mundi við stöðugt verðlag, eins og reyndar hefði verið gert und- anfarið. Viðskiptabankarnir telja verð- tryggingu æskilega en segja meginhluta útlána sinna renna til lána til skamms tíma sem ekki sé ætlunin að verði verð- tryggð samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar búast þeir við, að mikið framboð verði á fé inn á verðtryggða reikninga. Verði því vandkvæði á því að ná þeim jöfnuði milli verðtryggðra inn- og útlána, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Einstakir bankar leggja þó mismunandi áherzlu á vandkvæði þessi. Það er álit Seðlabankans, að hér sé gert of mikið úr líklegum tilflutningi sparifjár á bundna reikninga og einkum þó of lítið gert úr möguleiikum bankanna til þess að mæta lánsíjáiþörf við- skiptamanna sinna með verð- tryggðum meðaliöngum lánum. Þá gerir stjórn Seðlabankans einnig eftirfarandi athugasemdir varðandi afstöðu viðskiptabank- anna til þessa máls: „í fyrsta lagi er rétt að banda á það enn einu sinni, að Seðla- bankanum hefur verið frá upp- hafi ljós hifí margvíslegu vanda- mál, er framkvæmd verðtrygg- ingar hlýtur að hafa í för með sér fyrir viðskiptabankanna. Hef- ur þetta sjónarmið einmitt ráðið því, að frumvarpið um verð- tryggingu hefur verið byggt upp sem heildarfrumvarp, svo að hægt yrði að taka upp verð- tryggingu hjá viðskiptabönkun- um smám saman og að því marki, sem reynslan sýndi að væri framkvæmanlegt. Föst á- fevörðun um slík atriði í lögum gæti haft mikla örðugleika í för með sér. í öðru lagi er svo rétt að Jeggja áherzlu á það, að það hlýtu’- ætíð að vera eitt megin- hlutverk Seðlabankans að stuðla að heilbrigðri starfsemi við- skiptabanka og annarra innláns- stofnana. Seðlabankinn hlýtur því að haga framkvæmd verð- tryggingar þannig, að hún hafi ekki í för með sér óeðlilegar truflanir á starfsemi bankakerf- isins eða skipa því fjárhagslega örðugleika. Til þess að tryggja þetta enn fremur hefur það verið ætlun Seðlabankans að gangast fyrir stofnun sérstakrar sam- vinnunefndar, er skipuð yrði full trúum viðskiptabanka og ann- arra innlánsstofnana, er allar ákvarðanir* varðandi framkvæmd verðtryggingar hjá bankakerfinu yrðu bornar undir. Liggur það reyndar í hlutarins eðli, að án slíkrar samvinnu yrði fram- kvæmd verðtryggingar með skipulegum hætti ekki fram- kvæmanleg. í þriðja lagi vill svo banka- Stjórn Seðlabankans taka fram, að hún telur frekari athugun þessara mála milli þinga ástæðu- lausa. Seðlabankinn hefur að undanförnu kynnt sér eftir föngum reynslu annarra þjóða af verðtryggingu, og er frum- varpið byggt upp á grundvelli þeirra upplýsinga, sem þannig liggja fyrir. Þau framkvæmdaratriði, sem leysa þarf úr varðandi verð- tryggingu innan bankakerfisins, verða þar að auki ekki nema að litlu leyti leyst á grundvelli reynslu annarra þjóða, t. d. Finna. Hér verður að byggja fyrst og fremst á athugun á inn- iendum staðháttum og þeirri reynslu, sem fengist af fram- kvæmd' verðtrygginga, eftir því sem tímar liðu. Meginatriðið er, að sú reynsla fáist með þeim hætti, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, með því að hefja fram- kvæmd verðtryggingar á tak- mörkuðu sviði peningakerfisins. Á þeirri reynslu yrði síðan ákveðin áframhaldandi þróun málsins í samráði við viðskipta- bankana og sparisjóði." Framsögumaður nefndarálits- ins vék að því, að verðbólgan hefði verið alvarlegasta meinið í íslenzkri efnahagsþróun um aldarfjórðungsskeið, og hefði margþátta ráðum verið breytt til að reyna að stöðva hana. Verð- trygging fjárskuldibindinga hefði oft verið nefnt sem vænlegt til góðs árangurs í þessari baráttu. Hefðu nokkrar tilraunir verið gerðar í þessa átt og mætti þar nefna öflun iánsfjár til ákveð- inna framkvæmda með útgáfu sparistoírteina og á sviði útlána hefði verðtrygging verið tekin upp á vissum lánum húsnæðis- málastjórnar allt frá árinu 1955, og síðan á árinu 1964 væri verð- trygging á öllum lánum þeirrar stofnunar, væri það afleiðingar sérstaks samkomulags milli ríkis stjórnarinnar og verkalýðssam- takanna, í sambandi við lausn kjaradeilu í júni 1964. Síðan hefði málið verið lagt fyrir Aiþingi seint á síðasta þingi, svo að mönnum gæfist gott tækifæri til að kynna séir það milli þingi. Seðlabankinn hefði samið frumvarpið Og lagt mifela vinnu í að kynna sér fram- kvæmdir á þessu sviði í öðrum löndum, og þá reynslu er þar hefði fengizt. Augljóst hefði verið, að marg- vísleg vandamál hlytu að koma upp fyrir viðskiptabankana við framfevæmd verðtryggingar. — Hefði það ráðið því að frum- varpið var haft í formi heildar- frumvarps, þar sem ógerningur hefði verið að setja í upphafi ákvæði í lög um mörg atriði varðandi framkvæmdina , en Gunnar Gíslason mælti í gær fyrir álíti meiri hluta landbún- aðarnefndar neðri-deildar um frumvarpið um skógrækt. Sagði Gunnar að nefnd armenn, að ein- um undantekn- um hefðu orðið sammála um að mæla með sam- þykkt frum- varpsins. Þessi nefndarmaður, legði hinsvegar til, að frum- varpið yrði ekki afgreitt og væri það óvanaleg afgreiðsla, að vilja láta þingmál daga uppi. Framsögumaður gat þess að nefndin hefði sent Búnaðarþingi frumvarpið til umsagnar. Um- sögn þess hefði hinsvegar ekki borizt nefndinni, en komið hefði fram í útvarpi og blöðum að það skoraði á Alþingi að fresta þessu máli, en breyta jarðræktarlög- unum og fella þessi ákvæði inn í þau. Meirihluti nefndarinnar hefði ekki verið þessu samþykk ur og benda mætti á það að fella mætti ákvæði þessa frumvarps inn í jarðræktarlögin seinna, ef þau kæmu til endurskoðunar. Björn Pálsson (F), sem stend- ur að minnihluta áliti, sagði m.a. að ekki bæri að trúa því bók- staflega, sem fram kæmi í grein- argerð frumvarpsins um nota- gildi skjólbelta. Miða yrði við þá aðstöðu, sem hér væri. Ef svo mikill gróði og ávinningur væri af ræktun skjólbelta, sem af væri látið, þyrfti að minnsta kosti ekki að koma til opinberrar styrkveitingar, Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, þakkaði landbúnaðar- nefnd fyrir afgreiðslu málsins. byggja yrði á þeirri reynslu, sem smám saman fengist. Nefndin flutti nokkrar breyt- ingartillögur við írumvarpið, og feæmi m. a. fram í þeim, að ráð yrði fyrir því gert að skipuð verði nefnd fulltrúa viðskipta- bsmkanna og skuli Seðlaibankinn hafa samráð við þá nefnd við notkun heimildar um að taka á móti innstæðum gegn verðtrygg- ingu og lána út samsvarandi fé auk jafnvirðis eigin fjár með verðtryggingu. Með iþessari breyt ingu væri því tryggt að fullt samráð yrði haft við viðskipta- bankanna um þessa framfevæmd. Með frumvarpi þessu yrði skapaður grundvöllur til áfram- haldandi aðgerða á sviði verð- trygginga og ;þá væri eiimig gert ráð fyrir því, að innan ramma þess yrðu möguleikar til sam- ræmdra aðgerða, sem væru nauð synlegt, ef von ætti að verða til þess að árangur yrði af. Sam- þykkt frumvarps þessa gæti því orðið þýðingarmikið vopn í þeirri viðleitni að tryggja verð- gildi peninga. Einar Ágústsson (F) mælti fyrir áliti minni hluta fjárhags- nefndar, en auk hans standa þeir Sfeúli Guðmundsson og Lúðvík Jósefsson að því. Telja þeir að frumvarpið hafi ekki fengið nógu rækilega athugun og leggja til að það verði afgreitt með svo hljóð- andi röæstuddri dagskrá: Þar sem deildin telur nauðsynlegt, að þetta mikilsverða mál fái rækilegri athugun en þegar hefur farið fram og að löggjöf um verðtryggingu, ef sett verður, feli í sér skýrari ákvæði um reglur þær, sem farið skuli eftir við framfevæmd laganna, og í trausti þess, að ríkisstjórnin skipi fimm manna nefnd, fjóra eftir tilnefnmgu þingflokkanna og einn án tilnefningar, til að athuga málið og gera tillögur um það fyrir næsta^þing, tekur deild in fyrir næsta málið á dagskrá. Tók ráðherra undir það, að ekki hefði verið rétt að fresta af- greiðslu málsins og fella það inn í jarðræktarlögin. Frumvarp þetta, ef að lögum yrði, gæti ýtt undir marga menn um að hefja ræktun skjólbelta, en þau væru ræktuð víða í hinum norðlægu löndum, og þá helzt þar sem viðkvæmur gróður ætti erfitt uppdráttar. Sá gróði, sem leiddi af ræktun skjólbelta kæmi hins- vegar ekki fram fyrr en þau væru komin upp og farin að njóta sín og framlög af hálfu rík isins til þessara framkvæmda og nýjungar gæti orðið til þess að ýta undir að framkvæmdir hæf- ust. Það væri ekki rétt sem kom- ið hefði fram, að ísland væri ekki skógræktarland. Til þess að sjá að svo væri þyrftu menn ein ungis að ferðast um landið og sjá hverju Skógrækt ríkisins hefði áorkað. Björn Pálsson tók aftur til máls en síðan var frumvarpið sam- þykkt til þriðju umræðu. Jónas G. Rafnar mælti í gær fyrir nefndaráliti iðnaðarnefndar neðri deildar um stjórnarfrum- varpið um Iðnlánasjóð, en það frumvarp kom til fyrstu um- ræðu í sl. viku. Sagði framsögu- maður m.a. í ræðu sinni, að á undanförnum árum hefðu stofnlánasjóðir atvinnuveganna mjög eflzt og bæri þar einkum að nefna sjáv- arútvegsins og landbúnaðar. — Nokkru öðru máli hefði gegnt með iðnaðinn, sem þó hefði ver- Framhald á bls. 25 , x Onnur þingmáB Lítið einbýlishús Tiil sölu er lítið einibýlishús, steinsteypt á eignarlóð í gamia bænum. Hentugt fyr- ir einhleyping. Laust strax. Einbýlishús um 170 ferm. á tveim hæð- um við Efstasund. Stór bíl- skúr. Girt lóð. Laust strax. Einbýlishús fullgert um 140 ferm. við Lyngbrekku í Kópavogi. Bil skúrsréttur. Lóðin ófrágeng in. 2ja til 6 herb. íbúðir víðsvegar í borginni og nágrenni. i smiðum 2ja til 6 herb. íbúðir. Seljast tilbúnar undir tréverk. i Málflufnings og . I fasteignasfofa i ■ Agnar Gústafsson, hrl. 1 A Björn Pétursson ■ fastcignaviðskipti fl ^fl Austurslræti 14. M Simar 22870 — 21750. B lltan skrifstofutima: JjS ■ 35155 — 33267. Til sölu m.a. 3ja herb. efri hæð við Njáls- götu. Sérinngangur, sérhita veita. Væg útborgun. 3ja herb. rúmgóð kjallaraíbúð við Barðavog. Sérinngang- ur; sérhiti. Tvöfalt gler. Ræktuð og girt lóð. Ailir veðréttir lausir. 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunteig. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Langholtsveg. Sérhitaveita. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Álfheima. Tvöfalt gler. — Harðviðarhurðir. Glæsileg 4ra herb. íbúð á 4. hæð í nýlegu steinhúsi í Vesturborginni. Eitt her- bergi fylgir í risi. Sérhita- veita. Tvöfalt gler. Harðvið arinnréttingar. Teppi á stof um og skála. 4ra herb. kjallaraíbúð við Silfurteig. 5 herb. íbúðarhæð við Sól- heima. 6 herb. íbúðarhæð við Sól- heima. Fokhelt Raðhús við Kaplasfejólsveg. Einbýlishús á Seltjarnarnesi. Raðhús á Flötunum, Garða- hreppi. Einbýlishús við Aratún, Silfur túni. Skipa- & fasfeignasalan kirkjuhvoli Simar: 14916 og 13842 Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3. LOGI GUÐBRANDSSON héraðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. Málflutningsskrifstoía BIRGIR ISL. GUNNARSSON Lækjargötu 6 B. — II. hæð íbúbir og hús til solu 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Vífilsgötu. 2ja herb. falleg risíbúð, um 80 ferm. í nýlegu húsi við Ránargötu. 2ja herb. jarðhæð við Álf- heima. 2ja herb. ódýr rishæð við Hrísateig. Útborgun 200 þús. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Hagamel. 3ja herb. íbúð á 3. hæð við Sólheima. 3ja herb. íbúð á 4. hæð í 7 ára gömlu húsi við Hverfis- götu. 1. veðr. laus. 3ja herb. jarðhæð við Úthlíð. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Hringbraut. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Bergþórugötu. Útb. 300 þús. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Borgargerði. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Drápuhlíð. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Stóragerði. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Háteigsveg, ásamt bílskúr. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Samtún. 4ra herb. íbúð í smiðum, á 1. hæð við Kleppsveg. 4ra herb. nýtízku jarðhæð, alveg sér, við Unnarbraut. 5 herb. íbúð á 3. hæð við Ásgarð. 5 herb. íbúð á 3. hæð við Bogahlíð. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Rauðalæk. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Álf- hólsveg. Falleg íbúð. 5 herb. nýtízku íbúð við Háa leitisbraut. Einbýlishús við Lyngbrekfeu, Hrauntungu, Hlégerði, — Mánabraut, Aratún, Faxa- tún, Breiðás, Álfhólsveg, — Kópavogsbraut, Nýbýlaveg og víðar. Vasrn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson Hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Fnsteignakjör 7/7 sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir við Þórsgötu. Nýstandsettar. 3ja herb. kjallaraíbúð við Karfavog, í góðu ástandi. 4ra herb. hæð við Kapla- skjólsveg. 4ra herb. íbúðarhæð við Soga- veg. Lítil útborgun. 5 herb. nýleg íbúð við Skipa- sund. 6 herb. íbúðarhæð við Kárs- nesbraut, fullgerð. Sérinn- gangur. Bílsikúr. Höfum kaupendur að íbúöum í Reykjavík og nágrenni. GÍSLI G- ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L- BJARNASON fasteignaviðskipti Hverfisgata 18. Sími 14150 og 14160. Fjaðrir, f jaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.