Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 10

Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Fostudagur 25. marz 1960 C’y&f/HOfeU'Os Jónas IVQagnússon, Stardal: Minkafrumvarpið FURÐU mikið ábyrgðarleysi sýniist vera að trúnaðarmenn sem við enum að kjósa til að fara með málefni þjóðarinnar á alþinigi skuli nú leyfa sér að flytja frumvarp um mimkaeldi hér á landi jafnhliða þegar var- ið er úr ríkissjóði stórfé árlega undangengin árafjölda til að eyða villiminkum og refum í landinu, og í því sikyni stofnað embætti til að hafa yfirstjórn um eyðingu minka og refa, og er í alla staði gott um það að segja, og fé því vel varið sem veitt hefir verið í því skyni. Enda hefir náðst furðu góður ár- angur síðan að það komst undir eina stjórn, og munu allir sem hafa komizt í kynni við þann ökaðvald, mimkinn vera þakk- látir fyrir það sem áunnist hefir nú síðustu árin. En þegar þjóðin ver hundruð- um þúsunda ár hivert til að vinna bug á þessu skaðlega dýri sem hefir gert og gerir mörgum sinn- um meira tjón en mönnum hefir komið til hugar áður en það var þekkt hér á landi þá hefði fæstum komið ti'l hugar nú, að nokkur alþrn. fengist til að flytja frumvarp á aiþ. um miaka eldi, og auðvitað innflutniog slíkra dýra í landið. Þar sem þetta harðvítuga og grimma dýr, er jafnvígt á landi, ám og vötn- um, og drepur mörgum sinnum meir en það etur. Sjálfsaigt mistekst þeim eklii útreiikningurinn sem hug hafa á að stofna minkabúskap hvorki stofnkostnað né rekstrar, og út- koman drjúgar tekjur af fé sínu, og auðvitað milljóna gjaideyris- tekjur í þjóðarbúið. En það En það reyndist fgestum, bænd- um og öðrum, nein heillaþúfa þegar farið var út í að ala upp minka og refi til að bæta upp slæman fjárhag minnsta kosti bændanna á kreppuarunum 1934 til 1940, „þá átti að rífa upp gróðan af minkum og refum í milljónavís", eins og eitt sikáld- ið oikkar kvað þá. En milljón- irnar fóru aðra leið en þá var hugsað. Þá flosnaði upp hvert refa og minkabúið af öðru, og allir töpuðu, nema kannske þeir fyrstu sem gátu prángað lífdýr- um inn á hina. Þá sluppu víða út refir og minkar, og meira að segja ekki allt vegna óihappa, sem vissulega geta átt sér stað, og ekki auðvelt að sjá fyrir, heldur beinlínis af völdum ófyrir leitinna manna og þá eigum við ekki síður til nú. Svo þjóðinn hefir orðið að greiða milljónir kr. síðan til að eyða þessu skað- ræðis dýri. Og nú ef við yrðum 9vo ólánssamir að leyfa innflutn ing og eldi þassa rándýrs. Skyldi ekki verða erfitt að koma sönn- unum og ábyrgð á hendur þeirra manna ef eitthvað kynni af van- gá og óhöppum að sleppa út, þegar sama tegund dýra gengur villt um landið. Það fer heldur ek'ki illa á því, þegar ríkissjóður er að veita milljóna fúlgur til laxa og silungsuppeldis sem á að bæta og auðga laxveiðiár og veiðivötn í landinu, og munu flestir kunna að meta og virða þá hugsjón og þekkingu sem þegar er fengin í þeirri uppeld- is grein, og er því fé vel varið sem fram er lagt til þeirra hluta, því uppskeran kem-ur þó hægt þróist fyrstu árin. En við megum ökki við því að láta vi'lliminkinn drepa niður ungviðið í ám, vötn- um, og lækjum, eins og reynslan hefir sýnt og sannað þeim sem veitt hafa því athygli. Flestir þeir sem búið hafa við veiði- vötn og silungsár þekkja múg- dráp þessa vargs, þar sem hann var annars kominn. Ég var einn þeirra sem átti land að veiði- vatni, og bjó við á, eða ár sem mi'kið af smásilungi var í. Eiftir að minkurinn var laus og marg- faldaðist með árunum, var hiann mest með ám og lækjum, sem siluhgur var í, þá var það engin nýlunda að sjá dauða silunga á árböikkum og ísspöngum á vetr um drepinn eftir minkinn. Enda fór það svo eftir nokkur ár, að ekki sást silungspadda lengur í þessum vatns grunnu ám og lækj um. Hér er um mikla alvöru og hættu að ræða öllu vatna l'ífi sem verður að gefa gaum og ekki loka augum fyrir. Það er bannað að veiða vatna fisk um hryggningartímann sem allir skilja og meta nú orðið sem hl-ut eiga að máli, og hefir stundum heyrst sú samliking „að drepa gotsilung sé líkt og farga ánum á vorin“. Svipað er að segja um fuglalíf þar sem þetta dýr er búið að taka sér stöðu, það sjást ekiki andahjón með unga sína á ám né tjörnum em áður Var mikið af, svo var það gjörsamlega horfið, sömu sögu er að segja um varplöndin þar sem þetta illvíga rándýr er kom- ið. Margir muna enn þegar þetta drápþyrsta dýr komst í hænsna og aðrar alifuglahjarðir í hús- um inni og drap svo tugum skipti á einni nóttu, þó orðið sé sjald- gæfara nú, þar sem menn haia öruggari hús fyrir alifugla sína, og hitt að þessum vargi hefur fækkað nú síðustu árin a.m.k. í Kj ósarsýslu. Mér finnst næsta furðulegt hvað við erum gleymnir og ósam- kvæmir sjálfum okkur og höf- um að manni virtist lítið lært. Við flytjum inn „merði og refi“, sem verða þjóð okkar ti'l óbætan legs tjóns og óláns sem enn er ekki séð fyrir endan á. Var það þá nokkur vorkunn, þar sem þá var lítil eða engin þekkinig og en minni reynsla fengin á þetta grimma drápsólgna láðs og lag- ardýri. Því er það nokkurt um- hugsunarefni, að það skuli vera til meðal ábyrgðarmanna og það innan alþ. sem styðja með lögum að slíkur búskapur varði í annað sinn stofnaður hér á lanidi. Það sýnist vera að þeir menn sem þurfa að ávaxta fé sitt gætu stofrÆð þjóðhollari at- vinnufyrirtæki en þau sem þjóð- in verður að verja milljónum kr. til að útrýma. Ég hygg að flest- ir bændur um byggðir landsins mundu verða þakklátir ef þetta minkafrumvarp sem nú liggur fyrir alþingi fengi skaplega og skikkanlegt andlát. 23. marz 1966. Jónas Magnússon. Ferðariivélar Vandaðar, sterkbyggðar og léttar Olympia ferðaritvélar, ómissandi förunautur. — Olympia til heimilis og skóla- notkunar. Heildsölubirgðir: ÓLAFUR GÍSLASON & co hf Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370. i| Levi Eshkol, forsætisráðherra ísraels, heilsar forseta fslands við komuna, en Radish Luz, handhafi forsetavaldsins í fjarveru forseta ísraels, og forseta þingsins, fylgist með. Að baki þeirra er Yehuda Gaulan, siðameistari fsraels. Frá móttökuathöfninni í flugvallarbyggingunni. Á myndinni sést hvar Kadish Luz, handhafi for- setavalds, bíður forseta íslands velkominn til ísrels, en við hlið hans stendur Ásgeir Ásgeirsson, forseti. Ásamt þeim eru á myndinni, talið frá vinstri: Levi Eshkol, forsætisráðherra, Emil Jóns- son, utanríkisráðherra, og utanríkisráðherra ísrels, Aba Eban. á þeim tíma heimsækja Jerúsal- em og kanna þekkta sögustaði þar, ennfremur leggja blómsveig og gróðkursetja tré á Herzlfjall- inu. Forsetinn fer frá ísrael 30. marz. Forsetinn í ísrael á móti honum á flugvellinum, Kadish Luz, handhafi forseta- valds, en Zalman Shazar, forseti fsraels, dvelst í opinberri heim- sókn erlendis, og Levi Eshkol, forsætisráðherra, og Abba Eban, utanríkisráðherra. Var forsetan- um fagnað við komuna með 21 fallbyssuskoti og flugvélar úr ísraelska flughernum flugu yfir flugvellinum í heiðursskyni. — Forsetinn kannaði heiðursvörð- inn, en þar sem mikil úrkoma var, hröðuðu gestirnir og mót- tökunefndin sér inn í flugvallar- bygginguna, þar sem hin opin- bera móttökuathöfn fór fram. Á þriðjudag sl. skoðaði svo forestinn Tel-Aviv og heimsótti staðina Sharr Hanegev og Ash- kelon, þar sem uppgröftur var skoðaður o. fl. Á miðvikudag heimsótti forsetinn samvinnu- bændaþorpið Kfar Vitkin, og síð- ar skoðaði hann, Beit Shearim, hinar fornu katakombur Gyð- inga. Þá heimsótti hann einnig borgina Cesareu við hafið og skoðaði þar forn mannvirki. Og í gær flaug svo forsetinn til Messadah, og ýmsir sögustaðir kannaðir þar. f dag mun forset- inn dveljast í Nazaret og skoða borgina, og á morgun fer hann til Galileuvatns. Á mánudag hefst svo hin raun- verulega opinbera heimsókn for- setans i ísrael, sem lýkur svo þriðjudaginn 29. marz. Mun hann E I N S og kunnugt er, kom for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, og fylgdarlið hans til ísraels sl. sunnudag, og tóku þar Snyrfi og hárgreiðslustolu vantar gott húsnæði 40—70 ferm. í eða sem næst miðborginni. Tilboð merkt: „Snyrtilegt húsnæði — 8733“ sendist Mbl. fyrir 5. apríl n.k. Fermingarúr í mifclti úrvali IVIodel 466 Úrsmiðir Björn & Ingvar Laugavegi 25 Box 204 — Sími 14606.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.