Morgunblaðið - 25.03.1966, Side 16

Morgunblaðið - 25.03.1966, Side 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 25. marz 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. • Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. TOLLALÆKKANIR OG AÐILD AÐ FRÍVERZL UNAR- BANDALA GINU píkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyrir allveru- legri lækkun tolla á innflutt- um húsum og húshlutum og ýmsum öðrum efnum til bygginga. Tollur af húsum og húshlutum lækkar úr 50— 60% í 40%, og tollur af inn- réttingum úr 90% í 60%. í ræðu, sem fjármálaráð- herra, Magnús Jónsson, flutti á Alþingi síðastliðinn þriðju- dag ræddi hann tollamálin nokkuð og vék sérstaklega að nokkrum þáttum tollskrár- innar, sem þarfnast lagfær- ingar. Hann sagði, að fyrir- sjáanlegt væri að taka þyrfti allt tollakerfið til rækilegrar athugunar. Það væri vilji rík- isstjórnarinnar að mörkuð yrði heildarstefna í tollamál- um og aðstöðu okkar varð- andi lækkun innflutnings- tolla. í grein, sem dr. Jóhann- es Nordal, bankastjóri Seðla- bankans, ritaði í síðasta hefti Fjármálatíðinda, leggur hann áherzlu á, að eitt mikilvæg- asta verkefni á sviði efna- hags og atvinnumála, sem framundan er, sé að taka tollakerfið í heild til endur- skoðunar. Ríkisstjórnin leggur nú vax andi áherzlu á nauðsyn tolla- lækkana, en sú þróun hefur einmitt verið mjög ör í helztu viðskiptalöndum okkar í Vestur-Evrópu, sérstaklega eftir að Efnahagsbandalagið og Fríverzlunarbandalag Ev- rópu komu til sögunnar. Öll- um hlýtur að vera ljóst, að íslendingar komast ekki hjá því, viðskiptahagsmuna sinna vegna, að fylgja þessari þró- un. Öll ríki Vestur-Evrópu nema ísland og Spánn eru nú í einu eða öðru formi aðilar að Fríverzlunarbandalagi Ev- rópu eða Efnahagsbandalag- inu. — Aðildarríki þessara bandalaga njóta í sívaxandi mæli forréttinda í tollum fram yfir ríki, sem utan þeirra standa. íslendingar njóta nú mun lakari tollakjara við útflutn- ing á sjávarafurðum til EFTA landanna en löndin innan Frí verzlunarbandalagsins. T.d. þurfum við að greiða 10% toll af freðfisk og síldarlýsi á sama tíma og Norðmenn og Danir greiða aðeins 2% toll og losna alveg við hann um næstu áramót. Enn hef- ur þetta ekki komið að veru- legri sök vegna hagstæðrar þróunar útflutningsviðskipta á undanförnum árum, en ljóst er, að að því hlýtur að koma, að þessi tollamismunur verði tilfinnanlegur fyrir útflutn- ings-atvinnuvegi okkar. Þegar rætt er um hugsan- lega aðild íslands að Frí- verzlunarbandalagi Evrópu, fer ekki hjá því, að athygli veki, hversu frændþjóðir okkar á Norðurlöndum eru á einu máli um, að samstarfið innan EFTA hafi orðið þeim til mikils framdráttar. Sér- staklega eru Norðmenn á- nægðir með árangurinn af aðild sinni að EFTA, og eru allir helztu norsku stjórn- málaflokkarnir, þar á meðal SF-flokkurinn norski, sam- mála um það. Viðskipti milli Norðurlandanna innbyrðis hafa aukizt stórlega frá stofn- un EFTA, eða að jafnaði um 15,2% á ári, á sama tíma og útflutningur þeirra til ann- arra viðskiptasvæða hefur að eins aukizt um 7% árlega. Árið 1964 jókst verzlun Norð- urlanda innbyrðis um 19%. Greinilegt hefur verið af Norðurlandaráðsfundum und anfarin ár, að málefni Frí- verzlunarbandalagsins hafa sett æ sterkari svip á þær samkomur, og að þungamiðja norrænnar samvinnu er nú á sviði viðskiptanna, og það innan EFTA . í ítarlegri ræðu, sem Þór- hallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri, flutti á ráðstefnu EFTA fyrir nokkru, ræddi hann um fordæmi íra, sem gert hafa fríverzlunarsamn- ing við Bretland í því skyni að undirbúa írland undir þátt töku í víðtækari fríverzlun Evrópulanda. Telja írar að með þátttöku í slíku sam- starfi séu þeir að treysta efna hagslegt sjálfstæði sitt og styrkja Jrskan iðnað. Öllum þessum staðreynd- um hljótum við íslendingar að veita atþygli um leið og við metum rökin með og móti aðild íslands að EFTA. Og ekki fer hjá því, þegar litið er til hagsmuna sjávarút- vegsins og almennra hags- muna lands og þjóðar, að rökin fyrir aðild íslands að EFTA eru mjög sterk. Greini- legt er hinsvegar, að ef til þess kæmi, yrði að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að að auðvelda innlendum iðn- aði þær breytingar, sem því fylgdu. Og á það hafa allir þeir, sem mælt hafa með þátt /ÉíT YUf'fjW A22Z/M 25,000 íbúar í einu háhýsi Húsið á að verða 340 metrum hærra en Esjan ROBERT Gabriel heitir irkitekt einn í Vestur- Berlín, sem hefur háar hug myndir. Hann vill nefni- lega byggja háhýsi úr stáli og léttum málmum, þar sem 25 þúsund manns eiga að búa og starfa. Gabriel hefur lengi gengið með þessa hugmynd sína, en nú sé fyrsta áfanganum náð. Hann hefur nú fengið vilyrði fyrir lóð undir þetta risa- vaxna hús sitt í bænum Mich- elbach í Taunushéraði, skammt frá Frankfurt. Þar hefur bæjarstjórnin lýst því yfir að hún hafi áhuga á hug- myndinni. Þar er það aðeins sóknarpresturinn, sem and- mælir ,en hann segir hug- myndina brot gegn sköpun- arsögunni. Hér sjást stærðarhlutföllin milli Eiffelturnsins, Empire State byggingarinnar og hugmyndar Gabriels töku íslands í EFTA einnig lagt ríka áherzlu. Þórhallur Ásgeirsson benti á það í ræðu sinni, að menn hlytu að velta því fyrir sér, hvort hagsmunum okkar væri bezt þjónað með því, að ísland stæði eitt Vestur- Evrópulanda, ásamt Spáni, utan markaðsbandalaganna, og hvort íslenzka þjóðin væri fús til að sætta sig við verri lífskjör og minni framfarir en nágrannaþjóðir hennar. Greinilegt er, að spurningin um aðild íslands að Fríverzl- unarbandalaginu er orðin mjög knýjandi, og þess vegna er hyggilegt, að landsmenn allir geri sér sem bezta grein fyrir öllum málavöxtum og að umræður um þetta mál einkennist fyrst og fremst af skynsamlegu mati á hagsmun Ef úr hugmyndinni verður, og hús Gabriels reist í Mich- elbach, mun stórhýsið verða 370 metrum hærra en hæsta fjall Taunushéraðs. Turninn verður 30 metrar í þvermál og 1250 metra hár með 356 íbúðarhæðum. Til samanburð- ar má geta þess að Eiffel- turninn í París er 318 metr- ar, en Empire State bygging- in í New York 381 metri. Heima hjá sér hefur Gabri- el fjögurra metra hátt líkan af háhýsinu fyrirhugaða. Og þegar góðir gestir koma í heimsókn er hann því fegn- astur að fá að útskýra hús- ið. Fyrst kemur áttatíu metra há bygging umhverfis aðal turninn, þar sem ætlunin er að verði verzlanir, skólar, kirkjur, kvikmyndahús og leikhús. En í sjálfum turnin- um verða átta þúsund íbúðir, hver um sig 100 fermetrar. Til að auðvelda íbúum ferð- ir um húsið eru þar 114 hrað- gengar lyftur og fjöldi vél- knúinna stiga. Og eigin vind- rafstöð á að sjá íbúum fyrir allri orku. • Gabríel bendir á að efstu hæðirnar verði ofar skýjum, og því mjög sólríkar. Telur hann mjög ákjósanlegt fyrir bæjaryfirvöldin að koma þar Robert Gabriel arkitekt við líkanið af háhýsinu upp nokkurs konar sólbaðs- stöð fyrir aðkomugesti, og reiknar með 10 þúsund gest- um á dag. Gæti þá bæjar- stjórnin krafið þessa dags- gesti um sérstakt gjald fyr- ir heimsóknina, og haft drjúg- ar tekjur af. Ekki er ákveðið hvað íbúð- irnar muni kosta í háhýsinu. En Gabriel reiknar með að lægsta verð á 100 fermetra íbúð verði 100 þúsund mörk, eða rúmlega ein milljón kr. En verðið hækkað eftir því sem ofar dregur. um þjóðarheildarinnar en ekki pólitískri tækifæris- mennsku. „BATNANDI MANNI.........." Cjálfsagt hafa menn ekki bú- ^ izt við því, að til þess kæmi, að Einar Olgeirsson léti í ljós sérstakan ugg yfir því, að Atlantshafsbandalag- ið liði undir lok. Af málflutn- ingi þessa kommúnistaleið- toga í nær tvo áratugi, mætti þvert á móti ætla, að hann mundi fagna þeirri stund. Nú er hins vegar komið í ljós, að svo er ekki. Við umræður á Alþingi síð- astliðinn miðvikudag sagði Einar Olgeirsson, að hann hefði alltaf verið andvígur aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, en hann óttaðist nú, að annað verra kynni að taka við ef það liði undir lok, og að Bandaríkin mundu þá gera tilraun til að ná ís- landi sérstaklega undir sig. Um þessi ummæli verður ekki annað sagt en að batn- andi manni er bezt að lifa. SL. laugardagskvöld var 3000 krónum stolið úr bát, sem iá í Keflavíkurhöfn. Féll strax grun. ur á einn skipverja þessa báts og handtók Keflavíkurlögreglan hann um nóttina, þá ölvaðan. Var maðurinn settur í gæzlu- varðhald og látinn sofa úr sér vímuna. Daginn eftir neitaði hann að hafa stolið peningun- um og brá fyrir sig minnisleysí. I gærdag játaði hann loks á sig sökina en var búinn að eyða öllu fénu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.