Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 17

Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 17
Fostudagur 25. marz 1966 MORCU N B LAÐIÐ 17 Erlend tíði ndi # Erlend tíði ndi IMATO Tíu dögum eftir að De Gaulle, Frakklandsforseti, tilkynnti, að Frakkland myndi framvegis ekki taka þátt í sameiginlegri varnar- stjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, gáfu aðrar bandaíags- þjóðir, 14 að tölu, út yfirlýs- ingu, þar sem lýst var trausti á núverandi skipulag bandalagsins. Yfirlýsingin, sem fáldi um 200 orð, var birt samtímis í höfuð- borgum ríkjanna 14. Þar sagði m.a., að samningur bandalags- ríkjanna, og bandalagið, sem á honum byggðist, væri undirstaða varna ríkjanna. Þótt yfirlýsingin gæfi þannig til kynna viðbrögðin við stefnu- breytingu Frakklandsforseta, þá hafa stjórnir nokkurra ríkjanna 14 kosið að gæta varúðar. Þann- ig má benda á, að fjóra fundi varð að halda, áður en sam- komulag náðist um orðalag yfir- lýsingarinnar. Þá er ekki í henni að finna neina gagnrýni á Frakk land, þrátt fyrir þá einstæðu stefnu, sem ráðamenn landsins hafa u'i tekið upp. Þó hafa öll ríki NATO látið í ljós, opinberlega eða óbeint, and úð á afs'fiðubreytingunni. Var- úðar hefur þó víða gætt, eins og fyrr segir. Flestar ríkisstjórnir Evrópuríkjanna vilja ekki gagn- rýna De Gaulle opinberlega, né gera nokkuð það, sem beinlínis gæti móðgað Frakklandsforseta, og þannig orðið til að stuðla að varanlegum klofningi innan bandalagsins. Það eru fyrst og fremst smærri Evrópuríkin, sem kom- ið hafa fram með harðasta gagn- rýni. Það eru þau, sem öðrum fremur trúa á sameiginlegar her- varnir, og þarfnast þeirra. Þetta kom greinilega í ljós, strax er De Gaulle hafi gefið yfirlýsingu sina. Þá verður að hafa það í huga, að þau 17 ár, sem Atlantshafs- bandalagið hefur starfað, hefur það smám saman orðið þýðing- armikill þáttur í opinberu lífi í Evrópu. Smærri bandalagsríkin hafa borið til þess traust, ekki sízt vegna þess ,að stærri ríkin hafa tekið að sér að koma upp ákaflega kostnaðarsömu varnar- kerfi. Þótt margir stjórnmála- menn hafi af og til látið í það skína, m.a. vegna þjóðernistil- finningar, að vald .Bandaríkj- anna innan bandalagsiní sé of mikið, þá hafa þeir í raun og veru metið meira það öryggi, sem í samstarfinu felst. Nú hefur Frakklandsforseti raskað þeirri ró, sem ríkt hefur. Enginn veit enn, hverjar afleið- ingar ákvörðun hans kann að hafa. Uta n r ík isráðherra Frakka, Couve de Murville, reyndi þó að draga úr ótta manna, í síðustu viku. 1 sjónvarpsiðtali sagði ráð herrann, að þótt De Gaulle vildi ekki taka þátt í sameiginlegri stjórn varnarmála, og óskaði eft- ir, að bandarískar herstöðvar í Frakklandi yrðu lagðar niður, þá táknaði það ekki á neinn hátt, að Frakkland vildi „draga úr vinsamlegum samskiptum við Bandaríkin." Þá sagði Couve de Murville, að ákvörðun Frakklandsforseta stæði ekki í neinu sambandi við fyrirhugaða heimsókn hans til Sovétríkjanna í júní. Sagði ráð- herrann, að væri svo, þá hefði De Gaulle ekki samtímis lýst yfir stuðningi snum við banda- lag Atlantshafsríkja, sem bvert um sig — eða a.m.k. Frakkland ”7 ^efðl full yfirráð yfir sínum eigin her. Þá virtist franska stjómin vilja leggja á það áherzlu í síð- ustu viku, að hún væri nú fús- ari til samstarfs við önnur ríki Efnahagsbandalags Evrópu, eink um um aðild Bretlands að banda laginu, en umræður um hana olli mestum deilum 1963. Á fundi V-Evrópubandalagsins, sem ríki Efnahagsbandalagsins og Bretland eiga aðild að, sagði franski fulltrúinn, Jeati de Broglie, að aðild Bretlands væri æskileg. . Viðbrögðin einkenndust ekki af ánægju einni saman. Utan- ríkisráðherra Hollands, Jospeh Luns, dró ekki dul á vantrúnað sinn, og sagði, að hann væri ekki viss um, hvern skilning leggja skyldi í yfirlýsinguna. Forsætis- ráðherra Bretlands, Harold Wil- son, sagðist „fagna“ yfirlýsing- unni, en var að öðru leyti óá- kveðinn í orðum. Hann vék lítil- lega að skilyrðum þeim, sem Frakkland hefur viljað setja fyr- ir aðild Bretlands, og sagði: „Fá- um við hæfilegan stuðning, mun- um við reyna að semja um aðild — en við munum bera höfuðið hátt, ekki krjúpa á kné“. Hins vegar mun brezka stjórn- in ekki vilja deila opinberlega við De Gaulle um málefni Atl- antshafsbandalagsins, vegna ótta við, að V-Þýzkaland fái meiri hlutdeild í yfirstjórn herja bandalagsins, í kjölfar ákvörð- unar Frakklands. í fréttum frá Washington hermir, að bandaríska stjórnin hafi i/i til athugunar nýskipan Atlantshafsbandalagsins, sem geri ráð fyrir, að V-Þýzkaland taki sæti það, sem Frakkland hafði eitt sinn, við hlið Bret- lands og Bandaríkjanna. Þessar fregnir hafa þó ekki verið tekn- ar alvarlega í höfuðborgum Evrópu. Hins vegar munu marg- ir stjórnmálamenn í álfunni þeirrar skoðunar, að afstaða Frakklands kunni í raun og veru að tákna, að V-Þýzkaland verði, er fram í sækir, mesta herveldi á meginlandinu, og helzta banda lagsríki Bandaríkjanna. Flestir Evrópumenn myndu telja slíka þróun óæskilega, eink um Norðurlöndin og Benelux- löndin, og um stundarsakir a.m. k., margir V-Þjóðverjar. „Þýzkalandsvandamálið“ var mesta vandarhálið, sem rikin 14 áttu við að glíma, er þau sömdu yfirlýsinguna í síðustu viku. Þegar allt kemur til alls, þá er Frakkland eina ríkið, sem stað- ið getur jafnfætis V-Þýzkalandi. Engin hinna V-Evrópuríkjanna kæra sig um að glíma viö það ein síns liðs. Ky og Búdd- istarnir EFTIR deilu, sem staðið hafa um nokkurt skeið, virðist ró vera að færast yfir í stjórnmálum S-Viet nam á ný. Fyrr í múnuðinum hætti Nguy en Cao Ky, flugmarskálkur og forsætisráðherra, starfi sínu og völdum, er hann lét til skarar skríða gegn Nguyen Chanh Thi, hershöfðingja, sem farið hefur með mikil völd innan hersins. Leiðtogar Búddatrúarmanna í S-Vietnam reyndu þegar að hag nýta sér ástand það, sem fylgdi í kjölfarið. Helzta stefnumál þeirra virtist vera full yfirráð yf ir skipun í æðstu embætti, en það var einnig helzta stefnumál þeirra, er stjórn Ngo Din Diem var steypt 1963. Svo hefur einnig verið, hverju sinni, sem stjórn- arskipti hafa orðið. (Sjö bylting ar og byltingartilraunir hafa átt sér stað í S-Vietnam, síðan Diein fór frá völdum). Ef leiðtogar Búddatrúarmanna höfðu haldið fram kröfum sínum um skeið, lýstu þeir því loks yfir, að þeir hefðu aldrei „krafizt“ þess, að herstjórnin í landinu færi frá völdum, aðeins „bent á“, að rétt væri, að hún segði af sér. Þá sögðu þeir, að fyrir „sak- ir samheldni“, myndu þeir enn sýna biðlund. Vandræðin hófust, er Ky lýsti því yfir, 10. marz, að Thi, hers- höfðingi, hefði verið sviptur tign sinni og setu í ráði þeirra 10 hershöfðingja, sem mestu ráða í landinu. Margir voru á þeirri skoðun, er kunnugt varð um skipun Ky, að hann hefði farið rétt að, og hefði hann ekki annars átt úr- kosta. Thi var sennilega valda- mesti einstaklingur 10 manna ráðsins. Hins vegar var hann helzti fulltrúi þeirra, sem haldið hafa fram rétti einstakra héraða til sjálfsstjórnar, og verið hafa stjórninni í Saigon Þrándur í götu. Thi hafði sínar eigin hugmynd ir um, hvenær hann skyldi hlýða skipunum ríkisstjórnarinnar, og hvenær ekki. Þótt ekki hafi á því fengizt staðfesting, þá er haft eftir áreið anlegum heimildum, að banda- rískir sendimenn í S-Vietnam hafi algerlega verið á bandi Ky, og talið ráðstöfun hans skynsam lega og eðlilega. Hægt var þó að segja fyrir, að til einhverra vandræða myndi koma. Nær allir opinberir starfs- menn í fimm helztu norðurhéruð um landsins, hafa á einn eða ann an hátt verið undir stjórn Thi, hershöfðingja, og sumir hverjir staðið í þakkarskuld við hann. Nokkrir urðu jafnvel hræddir um, að þeim yrði „sagt upp“, eins og hershöfðingjanum. Því var það, að nokkrir helztu fylgismenn hans í Danang efndu til „almennra“ mótmæla gegn á- kvörðun stjórnarinnar í Saigon. Hins vegar varð ástandið fyrst alvarlegt, er Búddistar létu mál- ið til sín taka. Leiðtogar þeirra komu saman til fundar í Saigon, og gerðu ályktun þess efnis, að allir „hershöfðingjar ættu að hverfa til fyrri starfa“, þ.e. sinna hermálum eingöngu, en ekki stjórn ríkisins. Fólst í yfir- lýsingunni, að nýja stjórn ætti að mynda. Degi síðar komu um 10.000 manns saman við aðalstöðvar Búddista í Saigon. Þar var fólk- inu tjáð, að það skyldi vera „reiðubúið“. Enn var því lýst yfir, að hershöfðingjar ættu ekki að koma nærri stjórnmál- um. Þannig var Thi enn á ný haf- inn til skýjanna, þótt ferli hans ætti raunverulega að vera lokið. Loks varð ástandið svo alvar- Á HAUSTI komandi munu vænt anlega koma á innlendan mark- að snyrtivörur og fegrunarlyf frá fyrirtæki Esteé Lauder í Bandaríkjunum. Snyrtivörur þessa fyrirtækis hafa á skömm- um tíma lagt undir sig snyrti- vörumarkað Bandaríkjanna og eru nú að ryðja sér til rúms í Evrópu og víðar. Umboðsmaður Esteé Lauder í Sviþjóð er nú staddur hér á landi til viðræðna við forráðamenn Hyls h.f., en það fyrirtæki mun væntanlega flytja inn snyrtivörur þessar. I viðtali við fréttámenn sagði hinn sænski umboðsmaður, Björje NystrÖm að nafni, að legt, að ekki var um annað að ræða fyrir hershöfðingjana, sem eftir sátu í 10 manna ráðinu, en leita til Thi sjálfs, og vísa til þjóð hollustu hans. Var hann beðinn um að stöðva óeirðirnar. Hann brást vel við, og stóð sig betur en nokkurn hefði grunað. Hann ferðaðist um þau héruð, þar sem hann hafði not- ið mestra vinsælda, og hvatti fólk til að hugsa um heildar- hagsmuni þjóðarinnar, en ekki „einstaka menn“. Hins vegar gætti þó stundum vafasamrar kímni í ummælum hans. Þannig hafði þvi verið borið við, er honum var vikið frá, að hann þjáðist af sjúkdómi í nefi. Um sjúkdóminn sagði Thi, að hann hefði þurft að láta „lagfæra á sér neíið, vegna þess að daunn væri í lofti í S-Vietnam þessa dagana. Stjórnmálafréttaritarar, sem fylgdust með ferðalagi og ræðu- höldum Thi, segja þó, að frammi stöðunni sé helzt að líkja við þáð, að Cæsar hefði sjálfur fengið að halda yfir sér líkræðuna. Sl. laugardag efndu Búddistar til annars fundar í aðalstöðvum sínum í Saigon. Þeir héldu því þar að vísu fram, að herstjórn í landinu væri ekki til góðs. Hins vegar drógu þeir nú úr kröfum sínum, og sögðust ekki hafa sett fram „beinar kröfur“, aðeins komið með tilmæli, að því er varðaði myndun nýrrar stjórn- ar. Þá var tekið fram, að Ky, forsætisráðherra, og aðrir æðstu menn, hefðu heitið því að „fara að óskum fólksins". Hvað var það, sem olli þess- ari skyndilegu afstöðubreytingu Búddista? Enginn veit með vissu, en sumar heimildir herma, að Ky hafi heitið leiðtogum Búddisia því, að hann myndi beita sér fyrir því, að reynt yrði að hraða myndun stjórnar, í sam ræmi við óskir almennings. Óvíst er með öllu, hve víðtæk loforð Ky kunna að hafa verið, en vitað er, að hann sagði við leiðtoga Búddista, að hann væri reiðubúinn til að láta þegar í stað af embætti forsætisráðherra, ef þeir vildu sjálfir bera ábyrgð á því ástandi, sem ríkja myndi á eftir. Þessi yfirlýsing mun hafa komið þeim í opna skjöldu. Ky er sjálfur sagður því fylgj andi, að kjörin stjórn taki völd- in í landinu, en ágreiningur rík ir milli hans og Búddista um, hvenær slík stjórn skuli taka völdin. Því lítur út fyrir, að Ky muni verða áfram við völd, en það verður ekki fyrr en stjórn, sem nýtur fylgis meirihluta landsmanna, tekur við völdum, að deilur þær, sem nú ríkja inn- anlands, falla niður. Esteé Lauder hefði hafið fram- lei&slu sína á snyrtivörum í Bandaríkj unum fyrir 18 árum, og á þessum skamma tíma lagt undir sig markaðinn fyrir þess- ar vörur þar í landi. Á evrópsk- um markaði njóta snyrtivörun- ar mikillar hylli og vinna stöð- ugt á, að sögn Börje Nyström. Fyrirtækið framleiðir allar þær snyrtivörur, sem völ er á og gildir það jafnt fyrir karlmenn sem kvenfólk. Er sala þessara snyrtivara hefst hérlendis næst- komandi haust mun danskur fegrunarsérfræðingur veita leið- sögn um nolKun þeirra. Ný tegund snyrtivara á innlendum markaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.