Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 19
Föstu<3ag«r 25. marz 1966 morgunblaðið 19 — Viðbrögb Framhald af bls. 14 umleitanir við svissneskt iðn- fyrirtseki um byggingu alúmín- íumverksmiðju, í samráði við Islendinga, sem fengi orku sína úr Þjórsá, og tryggði orkuþörf landsmanna á því svæði og þarfir fyrirtækisins um árabil fram í tímann. Galdurinn er sá, að vatn er látið koma við í túrbínu, áður en það rennur til sjávar, sem greiðir niður verulegan hluta af virkjunarkostnaði með solu á orku til verksmiðjunnar. Auk þess sem orka sú, sem ætluð er landsmönnum, mun stór auka möguleika til aukinnar iðnþró- unar og betri lífskjara á öllum sviðum. Þegar þetta vitnaðist ráku kommúnistar, þjóðvarnarmenn og nokkrir Hanníbalistar upp óp mikið og ætluðu af göflun- um að ganga, og sögðu að nú væri sjálfstæði þjóðarinnar í verulegri hættu. Þessir „verka- lýðssinnuðu“ alþýðusnobbarar reyna að telja öðrum trú um að þeir séu hinir einu sönnu og sjálfkjörnu forustumenn til að verja þjóðfrelsið, eins og þeim ferst það líka hönduglega. Ég held því, að „Aliþýðu- bandalag" Hanníbals verði hald lítið fat til að íklæða þjóð- frelsið, svo að nokkru gagni verði og ekki bólar á vinstri- flokknum, sem hann og Lúðvík lofuðu alþýðunni 1956. Lengi er hann búinn að vera í burðarliðnum. Mikið má hann vera lífseygur og njóta mjúkra handa þeirra ljósmæðra, sem til hafa verið kvaddir eða hefur Einar Olgeirsson tekið að sér læknishjálpina. Ekki minnist Hannibal á „A1 þýðubandalagið“ í viðtali sínu í Frjálsri þjóð nú nýverið. Það var um hálfrar aldar afmæli alþýðusamtakanna og athuga- semdir við forystugreinar stjórnmálaforingj a og kvartan- ir um, að þar sé ekki um auð- ugan garð að gresja. Ég sé heldur ekkert nýtt í viðtali Hannibals, aðeins reynt að styðja sig við alþýðusam- tök, sem einu sinni voru fersk, en eru nú orðin þjökuð af mis- nptkun „pólitíkusa“, sem reyna að halda sér á floti í skjóli þeirra og komust áþreifanlega að því 1. maí síðastliðinn, hvernig komið er málum verka 'lýðsins undir forustu kommún- ista og fylgifiska þeirra, þar sem þeir sáu, að fólk er ekki orðið fúst að ganga um stræti fyrir þá með kröfuspjöld þeirra og úrelta uppfærslu, en stunda síðan „verkalýðsbaráttu sína í formi skrifstofumennskunnar í þægilegu húsnæði, en láta vart sjá sig meðal þess fólks, sem þeir þykjast verg að vinna fyr ir. Hannibal ræðir um það í viðtali sínu, þegar Framsókn- arflokkurinn hafi lagt „íhalds- grillur“ sínar á hilluna geti hann talizt gjaldgengur vinstri flokkur til samstarfs við hin „sósíaldemókratisku öfl í þjóð- félaginu". (Þar á hann við sig og kommúnista). Þá gengi það fólk til samstarfs, sem af „við- bjóði á vinstri sundrungu og sundurlyndi hafi leitað hælis sem pólitískir flóttamenn í Sjálfstæðisflokknum." „Já mikill er andskotinn, þegar hann teygir úr sér“, sagði karl einn forðum. Þannig talar Hannibal, sem er ekkert annað en pólitískur flóttamaður hjá kommúnistum og á náð þeirra og framsóknar sem forseti Alþýðusambands- ins. Það er sjaldan, að maður hefur orðið eins á.breifanlega var við, að maður hýddi sjálf- an sig eins og Hannibal gerir í þessum tilvitnuðu orðum hans. Hann hefur líka dyggilega stundað hinn pólitíska eltiskins leik, sem kommúnistar hafa fal ið honum, og er því meðáibyrg- ur, hvernig komið er vinstri málunum á íslandi, eins og skýrt er frá í þessari grein. Sá sem hugsar, að stofna slík sam- tök með kommúnistum er glat- aður fyrir fram. Ekki bækkar risið á formanni „Alþýðubanda lagsins", að verða nú að skríða inn í blað Bergs Sigurbjörns- sonar, sem er nokkurs konar Mánudagsblað tilgangsleysis- ins, þar sem enginn veit, hvað er upp og hvað er niður. En líkist helzt píramída á hvolfi, þar sem hinn pólitíski snældu- hali frjálsþýðinga stendur uppi og reynir að láta til sín heyra um menn og málefni, sem eng- inn vill lengur á hlýða. Þannig birtist þá sá hluti stjórnarandstöðunnar, sem kommúnistar og fylgifé þeirra hefur til málanna að leggja, sem er neikvæð og slaglaus. Þeir vita líka, að almennings- álitið er að snúast gegn slíkri pólitík og hefur áhrif til góðs á mörgum vígstöðvum. En reyna í fálmi sínu eins og Bakkabræður, að bera sólskyn- ið inn í hinn gluggalausa bæ sinn og grípa upp af götu sinni þau vopn, sem þeir hafa glopr- að úr hendi sér. En allt kemur fyrir ekki, flokksbönd halda ekki lengur, og framtíðin ber í skauti sínu nýjar hugmyndir, sem endurvekja og umskapa um allt þjóðlífið viðbrögð manna í öllu þjóðmálastarfi. Það verður því ekkert hald í því fyrir kommúnistaforkólf- ana að draga virkjunarmál og fyrirhugaða samninga við Sviss lendinga inn í dægurþras til að reyna með þeim hætti að þjóna úreltum stjórnmálamönn um §em hafa sprengt sig á óskynsamlegu tali og oftrú á einræðisstefnur úti í heimi, sem áttu að vera fyrir alþýðuna, en birtist sem harkalegasti ríkis- kapitalismi, sem fáir vilja inn- leiða hér á landi. Það eru furðulegar þær rök semdir Hannibals og kommún- ista annars vegar og framsókn- arforingjanna hins vegar, (það eru víst tvær fjölskyldur enn- þá í nábýli í Tjarnargötunni), að nú sé tækifærið að þoka „vinstri mönnum“ saman í eina fylkingu (það eru þeir sjálfir). Stóriðjumálið sjái fyrir þeirri þróun mála. Hefði þá ekki þurft eina alú- miníumverksmiðju á ári síðan 1956 til að tryggja þá þróun. Oll þau ár hafa foringjar þessara flokka verið að bauka við þau mál, en lítið orðið á- gengt nema ef árangur hefur einhver orðið, er þeir hlupu undan sjálfum sér fyrir jólin 1958. Þegar vinstri stjórnin gafst upp og steyptist fram af brúninni, svo að sá í yljar ráð- herranna á fluginu með kassa undir hendinni, sem hafði inni að halda spánýjan amerískan stélbíl, sem átti að auðvelda þeim að ná saman fylkingum á ný. En erfitt hefur verið að komast upp úr gjánni og hætt við að slegið hafi illilega í vinstrimennskuna á tímabilum. Það er því ekki sennilegt, að andóf þeirra gegn virkjunar- málunum og samningunum við Svisslendinga geti bjargað fall- mönnunum frá 1958 og gert þá upp sem kempur í stjórnmála- baráttu þjóðarinnar, sem hafa engar stefnur í þeim byggðar- lögum, sem þeir eru fulltrúar fyrir aðra en þá að andæfa gegn því, að hægt se að hafa jákvæð áhrif í þá átt að eitt- hvað sé gert á kjörtímabilinu af ótta við að það verði of vin- sælt fyrir ráðandi stjórn. Það er ekki heppilegt fyrir stjórn- arandstæðinga að hengja slitn- ar og úreltar vinstri flíkur sín- ar á alúmínsnagann og reyna að klæða sig í þjóðfrelsisflíkur kommúnista. Slíkur málflutn- ingur missir marks. í leiðara Tímans 2il. janúar sl. er þessi yfirskrift „Á/byrgð- arlausar gyllingar", og því hald ið fram, ef af samningum verði skapi það vantrú á íslenzkt framtak, svo að iðnaður og ann ar atvinnurekstur í landinu bíði við það afhroð mikið. Það sé vissulega hægt að virkja við Búrfell 70 þús. KW og fá lán til þess erlendis frá, því að formaður Framsóknarflokksins hafi lýst því yfir á Alþingi, og það eru rökin. Jón Árnason, bankastjóri, vildi byggja innistæðu íslend- inga, sem mynduðust hér á stríðsárunum, í erlenda banka og bíða með ýmsar fram- kvæmdir á árunum 1944—1946, og var hann þá bankastjóri Landsbankans. Nú skýtur hon- um upp í Tímanum með svip- aða afstöðu. Annar maður í Búnaðarbank anum ráðlagði í grein, sem hann skrifaði bændum að bíða með byggingar um sinn og at- hafna sig í moldarkofunum, þar til efnahagsástand batnaði. Eysteinn og allur Framsóknar- flokkurinn tók undir þessa hag- fræði í þá daga. Á þeim árum voru sett nýbyggða-, bygginga- og ræktunarlöggjöf landbúnað- arins, sem mörkuðu sporin áfram, þó að oft væri steini velt í götu af skammsýnum ráðsmönnum bankans. í stuttu máli höfðu nefndir aðilar ekki trú á islenzku fram taki í þá daga og hefðu verið valdir að því að tefja fyrir eðlilegri fólksfjölgun í land- inu, ef þeirra stefna hefði ráð. ið. Enn skýtur þetta skammsýn- isvald upp kollinum, nema nú eru foringjar sósíalista með í förinni, sem eru búnir að missa þann sóknarmátt, sem þeir höfðu í þá daga og voru við- mælandi, á meðan samstarf vesturveldanna og Rússa hélzt í stríðinu og fyrst eftir það. En þegar sundur slitnaði og Stalín fór að taka til hendinni og skipa málum í þeim ríkjum, sem Rauði herinn náði í stríðs- lokin, þá lokuðust öll skilning- arvit þeirra, nema í austurátt og hafa síðan verið, eins og á útleið í stjórnmálabaráttunni, vegna oftrúar þeirra á hið austræna einræðis.skipulag. Flokkar, sem lengi eru búnir að vera aðhaldslausir, og hafa smám saman sigið saman i sjálfum sér, en í leiðinni tryggt sér handfestu í þeim félagssam- tökum, sem þeir hafa þróazt með. Enda auðvitað á því að nota þá aðstöðu til að reyna að halda sér á floti, eins lengi og stætt er. En það kemur úr hörðustu átt, ef Framsóknarflokkurinn ætlar að standa með kommún- istum æpandi á torgum og gatnamótum og halda annarri eins endaleysu fram, að ef sam- ið verði um byggingu einnar alúminverksmiðju, sem fær ör- lítið brot af því vatnsafli, sem bíður hér óbeizlað í landinu, þá hætti menn að stunda sjávar- útveg, landbúnað og iðnað í landi hér. Það hefur engin sldk verksmiðja verið hér á landi til þessa d'g ekki hefur bólað á því í þessu kjördæmi, að þeir flokkar hefðu unnið að iðn- þróun í fjórðungnum. Síldin hefur að vísu framkallað slíkt. En hvorki sú virkjun, sem hér var reist 60 kílómetrum oÆar en átti að vera, þannig að vatnið, sem safnazt í Lagarfljót renn- ur en óbeizlað til sjávar. Þá hugsaði Eysteinn meira um „bissnis“ sinn í samstjórn- inni við „íhaldið“, sem ævin- lega er slæmt, ef einhver hinna flokkanna þriggja einhverra hluta vegna verður útundan og fær ekki að vinna með því. Á' dögum nýsköpunarstjórn- arinnar ávarpaði Einar Olgeirs- son Ólaf Thors ævinlega, herra Ólafur. Þá voru ekki birtar skrípamyndir af honum í Þjóð- viljanum. Nú talar Einar um, að margir beztu menn framsóknar hafi tekið réttari pól í hæðina með því að vera á móti samningun- um við Svisslendinga. Komm- únistar sjá, að ef við brjótum aí okkur aldanna skurn og för- um inn á nýjar leiðir af fram- sýni og einurð, sem skapar hraðari iðnþróun á öllum svið- um, þá dettur botninn úr hinni úreltu pólitík þeirra flokka, sem trúðu á, að kröfugerð þeirra, sem mest er sýndar- mennska sé nokkrum til liðs. Óttinn við virkjun Þjórsár og samningurinn við Svisslend- inga stafar af því, að stjórnar- andstöðuflokkarnir eru hrædd- ir við, að þessi pólitíski áróður missi marks í landinu. Þeir vilja því stöðva þá fram- kvæmd fram yfir næstu kosn- ingar í von um að hljóta ein- hver atkvæði út á þá afstöðu. En skeyta því engu, þó að ís- lendingar hafi fyrirgert áliti sinu úti við. Svona eru vinnu- brögð flokka orðin. Hver vill styðja að slíku? Það hefur ekki verið mikið lán fyrir stjórnmálaþróun hér á landi, hvernig kommúnistar hafa getað tælt til sín fólk, þeg- •ar þeim hefur legið á til að rétta sig af eftir áföll, sem þeir hafa fengið af daðri sínu við erlent vald. 1938 véluðu þeir Héðinn Valdimarsson með all- miklu liði til samstarfs við sig, sem endaði með algjörum svik- um og undirferli í hans garð. 1956 hljóp Hannibal Valdimars- son í snærið hjá þeim með eitt- hvað með sér og 1963 var síðan þjóðvarnarbrotið tekið með í fylkinguna. Nú er komið að formanni Framsóknarflokksins, sem byrjaði með boði honum til handa að heimsækja Búlga- ríu, sem hann þáði. En það er undanfari þess að ná betri tök- um á honum. Enda lá vel á prelátum kommúnista, þegar Eysteinn hafði lýst hinu góða samstarfi bændaflokksins og kommúnista í Búlgaríu! En Eysteinn er bara ekki nógu vel að sér um þessi mál. Hann gáði ekki að því, að hinir raunveru- legu forystumenn bændaflokks ins eru fyrir löngu komnir und- ir torfuna og flokkurinn i þeirri mynd, áður en kommúnistar hrifsuðu völdin, ekki við lýði. Það, sém Eysteinn hélt, að væri samstarf, er ekkert annað en nokkurs konar „alþýðubanda- lag“, eins og hér á landi. Það er óhugnanlegt, ef Ey- steinn Jónsson verður næsta fórnarlamb kommúnista, eins og að er stefnt með fagurgala þeirra og háttalagi öllu. Hann hefði átti að heyra Einar Ol- geirsson lýsa Framsóknar- flokknum á þingi sósialista 1960. Einar hélt ræðu mikla á því þingi og gat þess, að möguleik- ar væru að setja upp iðnfyrir- tæki, sem innu úr rússneskri olíu, sem yrði vitanlega undir stjórn kommúnista. Hann spurði þingheim, hvort"nokkur væri hér inni (þ.e. í Tjarnar- götunni), sem gæti kennt sér að vinna með Framsóknar- mönnum og svaraði sjálfum sér, að hingað til hefði það ekki verið hægt nema hafa hnífinn í hendinni og snöruna um háls- inn. Nú hefur Einar Olgeirsson komið snörunni um hálsinn á Eysteini Jónssyni, formanni Framsóknarflokksins vegna hinnar fáránlegu afstöðu, sem hann hefur tekið og skýrt er frá hér að framan. Honum ætti þó að vera kunn hin. pólitísku örlög, sem Héðinn Valdimars- son hlaut í samskiptum hans við kommúnista og nú vofa yfir þeim Hannibal Valdimarssyni, Alfreð Gíslasyni og Gils Guð- mundssyni, sem kommúnistar hafa gert sér gagnlega svo lengi sem þeirra er þörf, og varð Finnboga- Rút að fótakefli þrátt fyrir yfirburði hans og færni fram yfir alla aðra, sem reynt hafa samstarf við þá. — Það eru því aðvörunarorð mín til Eysteins Jónssonar, að hann bjargi sér og flokki sínum und- an hinum rauða loga kommún- ismans, sem engum þyrmir öðr- um en þeim, sem ætlað er að verma sér við hann. Einar Ö. Björnsson. Aðventkirkjan Æskulýðs- samkoma í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir. Sísalpappi VENJULEGUE. ^ m/PLASTÞYNNU. m/ALUMINlUM. Shriistofur okkar eru fluttar að Hótúni 4a (Verzlunin NÓATÚN). Steypustöð B. I\f. Vallá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.