Morgunblaðið - 25.03.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.03.1966, Qupperneq 28
28 MORGUNBLADID 1 Fostucíagur 25. marz 1960 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Húsið var gamalt en vel hald- ið og stóð spölkorn frá götunni, með grasbletti og garði kring um, og virtist fornlegt en skraut- legt. Við hringdum bjöllunni og gömul ráðskona, sem átti vel við húsið, kom til dyra. Hún var gild vaxin, rjóð, blátt áfram í klæða- burði en dálítið „fín með sig“, sagði Steve, þegar Rod sagði nöfn okkar. Mér datt í bug, að hún mundi skilja okkur eftir á tröppunum, eins og krakka, sem sníkja á föstunni, en hún bauð okkur inn, skildi okkur eftir í forsalnum, þar sem við gláptum á nokkur olíumálverk, góð, forn leg húsgögn og einn af þessum stólum, sem þjónarnir sváfu í fyr ir tvö hundruð árum. Hann var fóðraður grænu leðri og með látúnsblómum til skrauts. — Hr. Firth vill tala við ykk- ur, sagði hiún þegar hún kom aftur. Svo fór hún með okkur eftir ganginum. John Firth stóð upp þegar við komum inn, og heilsaði okkur. Röddin í honum, létt og ó- persónuleg var okkur Steve vel kunn. Mikið var ég oft búin að heyra hana. Og samt vissi ég furðu lítið um þennan roskna, snotra mann, sem tók í höndina á mér. — Ég fékk skilalboðin frá yður í dag, hr. Armstrong. Mér skilst þér þekkja kunningja minn, Pat- rick Alwyn. En ég er hræddur um, að mér sé ekki vel ljóst, hversvegna þér eruð hingað kom inn. — Það var vel gert af yður að vilja taka á móti okkur, sagði Rod. — Við höfum fyrir tilvilj- un dottið ofan á nokkuð einkenni legt, sem við teljum, að þér þurf ið að vita. Ef okkur ekki skjátl- ast, eruð þér í talsverðri hættu. — Hættu? Hann var jafn kurteis og áður. — Verið svo góður að útskýra það nánar. Rod sagði alla söguna í sem stytztu máli, og byrjaði á flug- miðanum, sem festist á rúðuna hjá mér, og endaði á fráfalli Romfords. Við Steve horfðum bæði á andlit ráðherrans, meðan á sögunni stóð. D----------------------------□ 11 —*—-------------------------□ Þetta var andlitssvipur hug- sjónamanns. Andlitið var þunn- leitt óg fölt og líkast því, sem húðin væri of þröng á höfuðið. Það var hálfhlægilegt, að svona margir skyldu eiga velferð sína undir manni, se mvar ekki meiri bógur en svona, og hniginn á efri aidur. Hann sat kyrr með- an Rod talaði, og lauk máli sínu á þessum orðum: — Ég veit að þetta hljómar eins og lygasaga, en svona er það nú bara. Við þrjú getum verið til vitnis um, að þetta gerðist. — Já, já, það var alveg rétt af ykkur að koma, sagði Firth, eins og viðutan. Hann var djúpt hugsi. Loksins stóð hann upp og sagði: — Jæja.......Hann gat rétt mun að nöfnin okkar, þakkaði okkur innilega, tók símann og náði í beint samband við Scotland Yard. Meðan hann var með sím- ann, sendi hann okkur uppörv- andi bros. En ég vissi vel og hin líka, að hann gerði þetta eingöngu af kurteisi við okkur. Það var eins konar ýkt kurteisi. Hann hafði beinlínis ekki skilið, auk held- ur trúað á það, sem við vorum . að segja honum. Þetta var rétt á borð við venjulegt hótanabréf, en í þetta sinn afhent af heiðar- legu fólki, sem hélt sig fara rétt að. Þegar hann náði sambandi við Scotland Yard, endurtók hann sögu okkar og bað lögregluna að hafa tal af okkur. Við stóðum þarna eins og skóla krakkar, sem bíða eftir því, að kennarinn tali. — Wrexford lávarður ætlar að veita ykkur viðtal í kvöld. Hefð- uð þið nokkuð á móti því að aka til London og segja honum nákvæmlega það, sem þið hafið sagt mér? Þessi skólakrakkamynd hvarf samstundis úr huga mínum. lýú fannst mér við vera eins og for- vitið skemmtiferðafólk í Wasr hington, sem værum að skrafa saman inni í vinnustofu einhverr ar þjóðhetju. Við þökkuðum hon um og svo var okkur fylgt út og við fórum aftur upp í bílinn. — Hann trúir ekki einu orði, sagði Steve. — Ekki einu sinasta orði. ViS ókum hratt til London aft- ur, beint á móti stríðum umferð- arstraumum, og þegar við kom- um til Scotland Yard, lögðum við bílnum á stæði, sem merkt var lögreglunni einni. Steve hafði gaman af þessu og eins hinu, að eiga að fara að tala við Wrexford lávarð. Steve var ekk- ert illa við lögregluna, enda þótt hann hefði oft rifizt við hana út af bílastæði, og ég vissi, að honum þótti það skemmtileg til- breyting að láta fylgja sér eftir teppalögðum gangi, með snoð- klipptan og kurteisan lögreglu- liðþjálfa fyrir fylgdarmann, sem leiddi okkur inn til lögreglu- stjórans með ennþá meiri hátíð- leik en við höfðum fyrirhitt heima hjá Firth. Lögreglustjórinn leit út eins og skrípamynd af hertoganum af Wellington. Hann heilsaði okk- ur með handabandi og bauð okk ur sæti, en leit mig um leið miklu vanþóknunarauga. — Ég var líka með í þessu, sagði ég og brá fyrir mig beztu auglýsingaröddinni minni. Hann leit á mig ennþá hvass- ar en áður, og ég iðraðist eftir framhleypni mína. Steve sagði: — Segðu söguna, Rod. Þú ert okkar gagnorðastur. Rod endurtók söguna. Wrex- ford hlustaði með meiri athygli en ráðherrann hafði gert, og horfði þungbúnum augum á Rod meðan hann talaði. Ég fann, að ég rak neglurnar á kaf í lófana, eins og ég geri hjá tannlæknin- um. Áreiðanlega myndi hann þekkja sannleikann, þegar hann var borinn jafn skilmerkilega á borð fyrir hann og Rod gerði. Þar var engu orði ofaukið. Þegar Rod hafði lokið máli sínu, tók Wrexford innanhússím ann og bað um einhvern að nafni Palmer, og sagði við hann: — Ég hef handa þér verk að vinna, nú tafarlaust. — Ég er hræddur um, að það verði að vera lögregluibíll, sagði Palmer, þegar Steve bauð honum far. Það er bezt fyrir ykkur að sitja afturí. — Já, en....... — Því miður, herra. — Þá skulum við vona, að ein hverjir leigubílar séu til í Isling ton. — Auðvitað ökum við ykkur heim og komum bílnum ykkar þangað líka, sagði Palmer, og röddin var guðrækileg og hneyksluð. Rod og Steve hlógu, en það kom Palmer ekkert út úr jafnvæginu, því að hann brosti bara eins og lögreglumenn gera við sína óþægu krakka, almenn- ing. Ég varð að játa, að Palmer var allra laglegasti maður og meðan við ókum til Islington í hinum lítt áberandi en hræðilega hraðskreiða lögregluvagni, var ég að velta því fyrir mér, hversu margir réðu fólk 1 þjónustu sána, eftir útliti fremur en hæfileik- um. En kannski hefði Palmer líka hæiileika til að bera, auk út litsins. Hver vissi það? Að minnsta kosti hafði hann þykkt hár, og ólívugrænan yfirlit, sem féll vel við hárið. Það mundi ekki gera til þó að hann væri dá- lítið heimskur. Islington var ennþá eyðilegra nú en það hafði verið fyrra kvöldið. Búðir voru lokaðar en einn eða tveir gluggar báru birtu út í þokuna. Bíóið, sem við fór- um framhjá, gaf einhvernveginn til kynna, að þar væru svo sem fjórir áhorfendur inni, þrátt fyr- ir myndina úti fyrir, sem sýndi unga stúlku, elta af tveimur blóð sugum . Palmer sagði eklinum, þögul- um manni með andlit eins og úr gömlu leðri, að stanza við lög- reglustöðina. — Ég ætla að vita, hvað þeir hafa handa okkur, sagði hann og steig út úr bílnum. Hann kom aftur eftir nokkrar sekúndur og áður en Rod og Steve gátu kveikt í vindlinum sínum. —. Þetta virðist vera einfalt mál, sagði hann. — Þetta hús er tal- ið vera manntómt — ég á við þetta, sem þið fóruð í. Eigandinn er suður á Spáni. Hann er vín- kaupmaður og er þar í verzlun- arerindum. Þeim tókst á stöðinni að útvega mér lyklana. Við frum aftur framhjá hlið- inu, yfir ána og inn á gamla torgið. Ég var tekin að gerast óróleg. Ég greip í handlegginn á Steve, og hann kreisti mig ofur lítið. Við stigum út úr bílnum þegjandi og gengum að húsinu, en nú fórum við eftir grasigrón- inni brautinni og framdyrameg- in. Húsið var þögult og eyðilegt þarna í þokunni, gluggar allir dimmir, og útidyrahurðin, sem hafði orðið fyrir veðrum og vind um, var orðin grá og málningar- laus. — Þetta lítur heldur eyðilega út, sagði Palmer. Svo stakk hann lyklinum í skráagatið, sneii honum' og við gengum inn. Og allt í einu áttaði ég mig. Dimm- an, rakinn og dauðaþögnin —■ allt talaði þetta sínu máli. Og það gerði líka þessi tilfinning, sem fólk fær og sagt getur til um, hvort nokkur lifandi vera sé í nánd við það eða ekki. — Þessa leið, sagði Steve utan úr myrkrinu, sem geislinn frá vasaljósi Palmers klauf. — Ef við snúum til vinstri, komum við inn í skrifstofuna. Palmer hratt upp hurðinnL Við stóðum inni í stofunni þar sem skjöldurinn var yfir arnin- um. Þar var niðdimmt. — Ekkert ljós, sagði rödd Palmers í myrkrinu og beitti vasaljósi og Rod kveikti á kveikj aranum sinum. í daufu birtunni frá þessum ljósatækjum gátum við séð um stofuna. Skrifborðið, síminn, ljósin — allt horfið. Stofan var á kafi í ryki, gólfið bert, ekkert fyrir gluggunum. Það var eins og þarna hefði ekki mannvera komið í hundrað ár. 4. kafli. — Þetta getur ekki átt sér stað, æpti Steve bálvondur. —. Vitanlega voru þeir hérna inni. Hvernig hefði ég átt að þekkja þessa andskotans kompu ef ég hefði aldrei komið hérna áður? Þessi veggskjöldur var þarna áð- ur. Ég sá hann með eigin augum. — Það gerði ég líka, sagði ég. Palmer lét ljósið leika um her- bergið. — Því miðjur, herra minn, hefur ykkur skjátlast. Það hlýtur að hafa verið eitthvert hús hérna í nágrenninu. Það er fullt af svona húsum bæði í Isl- ington og Canonbury. — Hlífið 'þér mér við Lundúna korti fyrir skólakrakka! — Það er nú samt hægðarleik- ur að villast hér á nágrenninu, sagði lögreglumaðurinn góðlát- lega. — Ekki get ég fengið hús- leitarskipun fyrir allt nágrennið, eða finnst yður það? Nú, hann er þá ekki aðeins lag- legur, heldur er hann líka fastur fyrir, hugsaði ég með mér. Nú, jæja. Ég get ekki láð honum það. ALLTAF FJOLGAR > VOLKSWAGEN □ Hér a 1andi er Volkswagen fvímælalaust vinsælasfi, eftirsóttasti og mest seldi bíll- inn, enda er hann vandaður og sígildur bíll, en ekkert tizkufyrirbæri. Volkswagen er því örugg fjórfesting og í hærra end- ursöluverði en nokkur annar bíll. Volkswagen 1300 er með 50 ha. vél. Vélin er loftkæld — Aukin afköst um 8.5 hö., ekki með yfirstillingu, heldur hefur slagrúmið verið aukið. Vélin er „flöt“ 4ra-strokka — komið fyrir tveim- ur og tveimur, gegnt hver öðrum í ló- réttu plani. — Hljóðari og þýðari gang- ur, minna vélarslit og því meiri ending. Hún er sterk, örugg og endingargóð. Gírkassinn er al-samstilltur, 4ra hraða. Gírskiptibúnaður vel staðsettur. Auð- veldur og hórnókvæmur í notkun, þann- ig að orka vélarinnar nýtist að fullu. Gírkassinn er ein af óstæðunum fyrir því hve auðvelt og ónægjulegt er að aka Volkswagen. Komið, skoðið og reynið Volkswager.. Simi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA HL Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.