Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 31

Morgunblaðið - 25.03.1966, Page 31
Föstudagur 25. marz 1968 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Banaslys Framhald af tols. 32 hjónum, sem búa við Tjarnar- stíg, heim til sín. í»egar hann hafði skilið við hjónin, ók hann syðst út á enda stígsins og sneri bílnum. Sá hann þá í skini bíl- Ijósanna, hvar lítill drengur lá utan við veginn. Virtist honum drengurinn ekki vera með lífs- marki. Hann hélt þegar til húss hjónanna, þar sem lögreglan var tilkvödd. í ljós kom, að þetta var dreng- urinn, sem saknað hafði verið. Var hann dáinn. Hauskúpa hans var moluð, og lágu bílför yfir hana. Mun hann hafa látizt sam- stundis. Frændi drengsins kom út úr húsi sínu þar rétt við slysstaðinn. Kvaðst hann hafa séð dreng- inn lausan við bílinn, áður en hann skildi við hann á horni Lambastaðavegar og Tjarnar- stígs, en þaðan eru um tvö hundruð metrar að staðnum, þar sem lík drengsins fannst. Hjól- förin bentu til þess, að það hafi verið bíll mannsins, sem ók yfir hann. Segist hann hafa snúið bíl sínum við enda götunnar að venju sinni, til þess að leggja honum rétt við umferðinni. og ekki orðið var við neitt athuga- vert. Stígurinn er allur ísi lagður og á glerhálu svelli. f>ykir það lík- leg tilgáta, að drengurinn hafi ekki staðizt freistinguna að láta bílinn draga sig, enda var gott gripfang á bílnum. Hafi hann síðan hangið aftan í bíln- um stíginn á enda, en orðið of seinn að sleppa af einhverjum ástæðum, þegar bílnum var snú- ið, enda ef til vill verið að gæta þess, að hann sæist ekki. Fólk, sem kynni að hafa verið á ferli í námunda við slysstað- inn eftir kl. tíu á miðvikudags- kvöld, er beðið að hafa samband við rannsóknarlögregluna. o • » ■.. 9njoalog > Vestur-Húna- vatnssýslu Staðarbakka í Miðfirði, 24. marz: — SfÐASTLIÐINN þriðjudag gerði hér norðanhríð með snjókomu. Er nú talsverðtir snjór og víða slæm færð á vegum. Fyrir þessa hríð var mjög snjólítið í Miðfirði og Víðidal, en aftur all snjóþungt í Vesturhópi og yzt á Vatnsnesi, og einnig talsvert í Miðfjarðar- dölum. Víða hafa verið mikil óþæg- indi vegna vatnsleysis. Hefur sums staðar orðið að sækja vatn langar leiðir. — Benedikt. — íþróttir Framhald af bls. 30 lauk með sigri Tékka 15—8. Eru þessi úrslit mjög ánægjuleg fyrir Norðmenn, sérstaklega er tillit er tekið til þess að Svíar töpuðu tfyrir Tékkum í leik, sem fram fór í Prag með 20 mörkum gegn 9. Heimsmet og Evrópumet í sundi í LANDSKEPPNI í sundi milli Sovétríkjanna og A-Þýzkalands, sem fram fór í Moskvu, setti rússneskt sundfólk eitt heimsmet og 2 Evrópumet í sundi. Galina Protsumentsjikova, 16 ára skóla- stúlka bætti eigið heimsmet í 200 m bringusundi, um 7/10 úr sek., synti á 2:44.6 mín. Hún er einnig OL-meistari frá Tokíó. í 100 m baksundi setti Victor Mazanov Evrópumet og synti á SO.O sekundum. Og sveit Sovét- í 4x100 m fjórsundi setti Evrópu met .jsynti á 4:00.7. Ófærð við Akureyri AKUREYRI, 24. marz. — Allir vegir eru enn lítt færir eða ó- færir hér í nágrenni bæjarins. Þó hefur verið brotizt á trukk- um með mjólk úr Hrafnagils- staðahreppi og Öngulsstaða- hreppi, og bíll hefur verið að brjótast utan af Svalbarðsströnd síðan í morgun, en ekki vænt- anlegur til bæjarins, fyrr en ein- hvern tima í nótt. Reynt hefur verið í dag að ryðja þjóðveginn norður frá Akureyri með stór- virkum tækjum, og hefur þannig tekizt að gera 15 km spotta sæmi lega akfæran. — S. P. Deilur h]á SAS Stokkhólmi, 24. marz, (NTB) SAMTÖK danskra flugstjóra til- kynntu í dag Karl Nilsson, fram- kvæmdastjóra SAS flugfélagsins með simskeyti að þeir hyggðust leggja niður vinnu hjá félaginu í 24 klukkustundir á laugardag. Segja flugstjórarnir þessa ákvörðun byggða á aðvörun um vinnustöðvun, er SAS sendi frá sér á miðvikudag. í svari sínu við þessari verk- fallsboðun segir stjórn SAS, að einnig aðrir flugstjórar, sem neiti að vinna störf sín með hlið- sjón af aðgerðum dönsku flug- stjóranna, verði strikaðir út af launalistum þann daginn. SAS segir að félagið hafi ekki boðað verkbann. Hinsvegar hafi félagið tilkynnt í gær, að það hyggðist hætta launagreiðslum til þeirra, sem neita að inna af höndum störf sín, og jafnframt segja þeim mönnum upp starfi. Á laugardag eiga aðeins 90 af 260 félögum dönsku flugstjóra- samtakanna að mæta til vinnu. Moskvu, 24. marz (AP) Chalfont lávarður, atfvopn- unarmálaráðherra Bretlands kom til Moskvu í dag þar sem hann ræðir við sovézka leið- toga um afvopnunarmál og huganlegt bann við frekari dreifingu kjarnorkuvopna. Leikritin „Hrólfur" og „Á rúms jó“, hafa nú verið sýnd 17 sinn- um í Lindarbæ við góða aðsókn. Leikritin verða aðeins sýnd þrisvar sinnum ennþá og verður næsta sýning á sunnudagskvöld- Myndin er af Þóru Friðriksdóttu r og Bessa Bjarnasyni i hlut- verkum sinum í Hrólfi. VEGNA ritdeilna, sem við undirritaðir áttum í og lauk með greinum, sem birtust í Morgun- blaðinu hinn 10. júní 1965, tök- um' við fram eftirfarandi 1) Ég, Gunnar Bjarnason, tek aftur þau orð mín að Sigurður frá ,Brún hafi markað sér eða látið marka folöld, sem hann átti ekki. Eftir nánari athugun mála- vaxta hef ég komist að raun um að þetta hefur reynzt sannara, en það sem áður var sagt. 2) Ég, Sigurður frá Brún, lýsi yfir því, að ummæli mín um ranga verðlagningu Gunnars Bjarnasonar á tilteknum hesti er ekki á rökum reist og leiðrétt- ast þau því hér með. 3) Með þessari yfirlýsingu okkar höfum við, fyrir meðal- göngu sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sætzt á að niður falla frekari málaferli okk- ar í millum vegna fyrrgreindra blaðadeilna. Borgarnesi, 17. 3. 1966 Gunnar Bjarnason. Sigurður Jónsson frá Brún, BRÚÐKAUP OG KOSNINGAR. Haag, 24. marz (NTB) S veitarstj órnarkosriingar fóru fram í Hollandi á þriðju- daginn, og er nú ljóst að öfga- flokkar til hægri og vinstri hafa unnið mjög á, en stjórn- arflokkarnir tapað. Er talið að óánægja vegna brúðkaups krónprinsessunnar fyrr í mán uðinum hafi haft talsverð áhrif á kosningaúrslitin. Vb. Guðbjörg GK 220 á strandstaö í gærmorgun. — (Ljósm:. Ingi Jensen). Bátur strandar við Sandgerði Skipverjar sáu ekki innsiglingarmerki Loðfiu- og þorskafli Skagabáta Akranesi, 24. marz: — 8.068 TUNNUR af loðnu bárust hingað í morgun. Höfðu bátarn- ir veitt loðnuna vestur við Jök- ul, þrír þeirra undan Bervíkinni (Beruvík). Fimm lönduðu, Höfr- ungur III. var aflahæstur með 2.650 tunnur. Þá Jörundur II. með 2.600 tunnur, Haraldur 1.850 tunnur, Þorsteinn RE 508 tunn- ur og Reykjaborg 460 tunnur. Á leið sinni heim sáu sjómenn loðnu á mið.unum 15 sjómílur út af Akranesi. Reykjavorg og Þor steinn RE fengu báðir loðnuna hér langt inni í Faxaflóa, en hin- ir undan Jökli. Fimm þorskanetabátar komu inn í gær og höfð aflað hér í flóanum samtals tæp 120 tonn. Aflahæstur var Höfrungur I. með 37,5 tonn, þá Ólafur Sigurðs- son með 30,6 tonn, Keilir 18,6 tonn, Rán 16 tonn og Ver 15,5 tonn. Þrettán stiga brunagaddur var hér seint í gærkvöldi. — Oddur. Fermingargjafir: Vindsængur Svefnpokar Útivistartöskur. Tjöld Ljósmyndavélar. Sjónaukar. V eiðistangasett. — Póstsendum. Laugavegi 13 sakir sólbirtu Sandgerði, 24. marz: — KL. UM tíu í morgun, þegar vb Guðbjörg GK 220 var að koma úr róðri, strandaði hún vestan við innsiglinguna í höfninni hér. Fór báturinn töluvert vestan við álinn, sem siglt er eftir. Hálf- fallinn sjó var (hálfútfallið). — Óhappið vildi til í miklu og sterku sólskini, svo að skipverj- ar sáu ekki innsiglingarmerkið af þeim sökum. Báturinn lagðist á hliðina og lá þannig, þangað til hann losnaði aftur um kl. 4, þegar fallið var að. Ekkert tjón varð á mönnum og líklega ekk- ert á bátnum. — Vb. Guðbjörg er 205 tonna bátur. Um fimmtán tonn af fiski voru um borð. Bátar eru ekki komnir að, nema vb Jón Oddsson af Breiða- fjarðarmiðum með um 35 tonn. — P. Ó. P. — Deilt um Framhald af bls. 2 hjá þeim sátu einnig ekkjur og mæður fallinna flugmanna. Starfighter-flugvélin, sem V- Þjóðverjar nota, er teiknuð í Bandaríkjunum, og þaulreynd þar, en smíðuð í Vestur-Þýzka- landi. Hafa nokkrir gagnrýnend- ur haldið því fram að þotan væri búin allt of þungum tækj- um til að henta við evrópskar, og þá sérstaklega vestur-þýzkar aðstæður. Yfirlýsing ATHCGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.