Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 32

Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 32
Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins btelmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Rak 55 sjómílur sL viku — kemur líklega að landinu í dag, ef áttin breytist ekki FLUGVÉL Landhelgisgæzl- unnar fór í ískönnunarflug í gær, og eru horfur heldur ískyggilegar, ef vindátt breyt- ist ekki þeim mun fyrr. tsjaðarinn var í gær 34 sjó- mílur norður af Horni, 30 sjó- mílur norður af Grímsey og 28 sjómilur NNV af Rauða- núpi. Þaðan liggja ísmörkin til norðausturs. Syðsti hluti íssins er fremur gisin, eins og fram kemur á uppdrættinum, sem fylgir þessum línum. tsbreiðan hefur færzt mjög mikið nær iandi, síðan flogið var í ískönnunarflug fyrir um það bil viku, en þá var ísjaðarinn 65 sjómilur frá Horni og um 85 sjómílur norð ur af Grimsey. Hefur ísinn því rekið allt upp í 55 sjóruíl ur á þessum tima. tsinn undan Rauðanúpi virt ist á hraðri hreyfingu suðaust ur eftir. Búizt var við því í gærkvöldi, að isinn yrði kom- inn að Hraunhafnartanga í morgun, ef hann héldi áfram með sömu ferð og þá var á honum. Fer nú eftir vindátt- inni, hvort isinn leggst upp að landinu. IA' Atla ára drengur bíður bana í bílslysi HÖRMULEGT slys varö á mið- vikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags, er átta ára gamall drengur varð fyrir bifreið á Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi og beið bana. Óvíst er um atvik zlyssins, en liklegt þykir, að hann hafi hangið aftan í bil og orðið undir honum, án þess að bíl- stjórinn yrði þess var. Drengurinn hét Jón Helgi Líndal Arnarson, fæddur 30. sept. 1957, til heimilis á Klöpp á Seltjarnarnesi. Hann fór á mið- vikudagskvöld í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr á Minni- Bakka, vestar á nesinu. Þaðan fór hann milli kl. 22 og 23, og ók ömmubróðir hans honum á- leiðis heim í bifreið sinni. Þegar bíJlinn kom að gatnamótum Lambastaðavegar og Tjarnar- stígs, nam frændi drengsins stað- ar og hleypti honum út, en það- an var stutt fyrir drenginn að fara heim til sín. Ók maðurinn síðan inn Tjarnarstíg, sem er lokaður í annan endann, og allt suður á enda stígsins, þar sem hann sneri bílnum og lagði hon- um síðan fyrir framan hús sitt, sem er þar við Tjarnarstíg, skammt frá götuendanum. Þegar leið á kvöldið og fram á nótt, án þess að drengurinn kæmi heím, var iögregJan látin vita um hvarf hans. Gerði það móðir hans, sem býr á Klöpp. Kl. rúmlega hálfþrjú var danskur sendiráðsmaður að aka Framhald á bls. 31 Myndin var tekin við komu forseta Islands til Israels og sést hvar forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, og handhafi forsetavalds, Kad- ich Luz, ásamt Emil Jónssyni, utanríkisráðherra (lengst til vinstri) kanna heiðursvörðinn á flugvellinum. 'Tf- StF Skya/S«0A: V:o-0*/JO Itzs&f'isrto**. I landið óðfluga en benti á ýmsa annmarka, er vörðuðu. starfsemi viðskipta- bankanna. Landsbankinn og Út- ve.gsbankinin teldu einnig að málið hefði ekki fengið fullnægj- andi athugun, og gerðu það aff tillögum sínum, að það yrði at- hugað milli þinga af sérstakri nefnd. Þiá hefði dr. Jóhannes Nordal ’bankastjóri Seðlabankans komið á fund nefndarinnar og rætt við hana um einstök atriði frum- varpsins. I framhaldi þeirra við- ræðna og í tilefni umsaigna við- skipta.bankanna hefði banka- stjórn Seðlabankans sent nefnd- inni greinargerð, þar sem hún egirði nánar grein fyrir þeim at- riðum sem viðskiptaibankarnir teldu, að helzt gæti valdið vand- ræðum við framkvæmd máisins. Kæmi m. a. eftirfarandi fram í þeiirri greinargerð. Með verðtryggingu fjárskuld- ibindinga til langs tíma á að vera unnt að ná verulegum ávinningi, án þess að lagt sé út í hið geysi- lega umstang, kostnað o^g óvissu, er fylgja mundi almennri verð- tryggingu. Verðlagsóvissan er og hvergi nærri eins mikið vanda- Framhald á bls. 8 — Hffikilsvert spor í baráttu gegn verðbólgunui f GÆR kom sfjórnarfrumvarpið um verð tryggingu fjárskuld- bindinga til 2. umræðu í neðri deild, en það frumvarp var lagt frám og kom til 1. umræðu snemma í vetur. Davíð Ólafsson mælti fyrir nefndar áliti meiri hluta fjár- hagsnefndar. Gat hann þess, að fjárhagsnefnd hefði sent frum- varpið til umsagnar Seðlabamk- ans og viðskiptabankanna og Sparisjóðs Reykjavikur og ná- grennis. Umsagnir hefðu borizt frá Seðlabanka íslands, Iðnaðar- banka ísiands, Verzlunarbanika fslands, Landsbanka fslands og Útvegsbanka íslands. Undirtektir bankanna hefðu orðið þær, að Seðlabankinn hefði mæit eindreg ið með -samþykkt þess. Iðnaðar- bankinin og Verzlunarbankinn hefðu lýst yfir stuðninigi við meginstefnu og tilgangi frum- varpsins, Eandsbankinn tæki ekki afstöðu til frumvarpsins í heiid, heldur aðeins til þeirra ákvæða þess, sem snertu starf- semi viðskiptabankanna og Út- vegsbankinm lýsti yfir stuðningi við megintilgang frumvarpsins, Fjárskuldbindingar verfti verðtryggðar Nýtt flugfélag um Is- land yfir Atlantshaf Bandaríska félagið „Overseas National Airways" tekur upp leiguflug um ísland 1. júní til 30. september Washington, 23. marz (AP) FLUGMÁLASTJÓRN Banda- ríkjanna heimilaði á miðviku- dag flugfélaginu Overseas Nat- ional Airways að taka upp leigu- flug yfir Atlantshafið með far- þega á tímatoilinu 1. júní til 30. september n.k. Má flugfélagið fljúga miili 48 ríkja Bandaríkj- anna( ekki Aiaska eða Hawaii) og „Grænlands, íslands, Azor- eyja, Evrópu, Afríku og Asíu, allt austur til Indlands, að því með- töldu“. Söiustjóri flugfélagsins, Worth Thornton, sagði, að þegar hefðu verið pantaðar hjá féiaginu 248 ferðir yfir Atlantshafið með alls 45.500 fanþega, Qg að 40% far- þeganna væru af evrópskum upp runa. Sagði hann ennfremur, að hinn 1. júní mundi flugféiagið hafa til umráða tvær nýjar far- þegaþotur af gerðinni DC-81F, en til kaupanna hefir félagið varið 19 milijónum dollara. Blaðið hafði samband við Agn- ar Kofoed Hansen, fiugmáia- stjóra varðandi þessa frétt, og kvað hann í gildi loftferðasamn- ing miili íslands og Bandaríkj- anna. Sagði Agnar, að frá ísiandi væru 11 flug til Bandaríkjanna á viku hverri yfir sumarmánuð- ina. Á móti því kæmi einungis eitt flug á viku hingað af hálfu bandarísks flugfélags. Væri Overseas National Airways því fulikomlega ’frjálst að fljúga hingað þó fyrr hefði verið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.