Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. apríl 1966
ISLENZKUR
IÐNAÐUR
Á SÍÐUSTU árum og áratug-
um hefur risið upp hér á
landi umfangsmikill hús-
gagnaiðnaður, og ber hinn
mikli fjöldi húsgagnaverzl-
ana í Reykjavík glöggt vitni
um það, en allt fram til síð-
asta árs hefur innflutningur
á húsgögnum verið bannaður,
og einu húsgögnin, sem hér
hafa verið á boðstólum, hafa
því verið innlend framleiðsla.
Eitt elzta fyrirtæki í þessari
grein er Kristján Siggeirsson
hf., en það fyrirtæki var
stofnað 14. ágúst 1919, sem
Hin nýja húsgagnaverksmiðja Kristjáns Siggeirssonar hf. er fullkomlega hagrædd verksmiðja og hver þáttur hennar vand-
lega skipulagður fyrirfram. Verksmiðja þessi er talin standast ströngustu kröfur, sem gerðar eru til slíkra verksmiðja er-
lendis og t.d. fyllilega sambærileg við nýtízkulegustu húsgagnaverksmiðjur í Sviþjóð. *
Fullkomin og hagrædd húsgagnaverksmiðja
— Byggð upp og skipu-
lögð skv. ströngustu
kröfum —
Rætt við forráðamenn Kristjáns
Siggeirssonar hf.
húsgagnaverzlun, og var þá
aðallega verzlað með innflutt
húsgögn, en einnig fór fram
nokkur samsetning á húsgögn
um.
Kristján Siggeirsson hf.
hefur síðan vaxið og dafnað,
og er nú ein stærsta húsgagna
verzlun landsins, jafnframt
því sem fyrirtækið rekur full-
komnustu húsgagnaverk-
smiðju, sem starfrækt er hér
á landi. Verksmiðja þessi er
ein af örfáum verksmiðjum
hér á landi, sem undirbúnar
hafa verið fyrirfram og byggð
ar með nútímasniði, hagræð-
ingu og ákvæðisvinnu komið
á, svo að talið er, að hún
standist fyllilega samanburð
við nýtízkulegustu verksmiðj
ur á í^rðurlöndum.
Morgunblaðið átti fyrir nokkru
samtal við stofnanda fyrirtækis-
ins, Kristján Siggeirsson, og son
hans, Hjalta Geir, húsgagnaarki-
tekt, um starfsemi fyrirtækisins
almennt hér á landi. Kristján
skýrði okkur svo frá, að fljótlega
eftir að fyrirtækið var stofnað
hafi gætt erfiðleika í innflutn-
ingi, og þá hafi verkstæði verið
sett á stofn, fyrst í smáum stíl
en stækkaði síðan eftir hendi.
Þar kom að algjört bann var sett
á innflutning húsgagna 1922, og
hefur það verið alla tíð síðan,
þar til nýléga. Húsgagnafram-
leiðslan byrjaði í skúrum bak
við gamla húsið að Laugavegi 13.
Síðan var byggt hús 1937 að
Smiðjustíg 6 fyrir framleiðslu-
starfsemina og aftur var byggt
við Smiðjustíg 1942. Starfs-
mönnum fjölgaði og við höfðum
meira umleikis en áður og höfð-
um brátt ekki undan við fram-
leiðsluna.
Þannig gekk þetta fram til
ársins 1952, en þá kom Hjalti
Geir heim frá námi. Hann hafði
lært húsgagnasmíði hjá fyrirtæk-
inu og stundaði síðan síðan nám
í húsgagnaarkitektúr í Sviss og
Svíþjóð.
Þegar hann kom til starfa við
fyrirtækið kom hann með nýj-
ungar í útliti húsgagna. Síðan
hefur þetta al'lt verið á fram-
farabraut. Við reynum að fylgj-
ast með öllum nýjungum í gerð
húsgagna, og höfum ævinlega
haft það að grundvallaratriði að
framleiða og selja.einungis vand-
aða vöru. Frá 1952 hefur starf-
semi fyrirtækisins aukizt jafnt
og þétt — 1955 byggðum við
verzlunar- og skrifstofuhús að
Laugavegi 13, og nokkru síðar
fórum við að leita hófanna eftir
lóð fyrir iðnaðarhúsnæði, þar
sem hægt væri að koma upp full
kominni og hagræddri húsgagna-
verksmiðju.
Við hófum svo framkvæmdir
við hina nýju verksmiðju vorið
1963, og byggingu hennar lauk í
desember 1964. Verksmiðjuhúsið
er 2130 fermetrar að flatarmáli
á tvéimur hæðum.
Hjalti Geir skýrir okkur síðan
frá uppbyggii.gu hinnar full-
komnu húsgagnaverksmiðju
Kristján Siggeirssonar hf. Hann
segir:
„Við fengum sænskt hagræð-
ingarfyrirtæki til þess að endur-
skipuleggja framleiðsluaðferðir.
Hingað komu menn að utan og
við fórum sjálfir út. Þeir rann-
sökuðu framleiðsluna eins og hún
var, og þann vélakost sem við
höfðum. Þá athuguðu þeir einnig
þá gerð af húsgögnum, sem hér
var framleidd og einnig markaðs
horfur — hvað markaður væri
stór hér á landi. Þeir gerðu enn-
fremur framleiðsluáætlun, sem
miðuð var við þann ramma sem
við vildum starfa innan. Á þeim
grundvel'li fengum við tillögur
frá þeim um hina nýju verk-
smiðju. Allt var sem sagt undir-
búið og rannsakað nákvæmlega
fyrirfram og síðan var verk-
smiðjan byggð á grundvelli nið-
urstöðu þeirra rannsókna, og
vélakostur keyptur sem byggði
á þeim. Við fluttum sem sagt inn
í alveg nýja verksmiðju, sem
hafði verið fullkomlega hag-
rædd fyrirfram. Verksmiðjan er
alveg eftir sænskri fyrirmynd og
sænskur maður, sem hér var við
niðursetningu á vélum, lét þau
orð falla, að hún standist fylli-
lega samanburð við nýjar hús-
gagnaverksmiðjur á Norðurlönd-
um. Þá höfum við einnig lagt á-
herzlu á að koma á ákvæðisvinnu
fyrirkomulagi í verksmiðjunni
og fylgir því mikil og kostnaðar-
söm vinna að útfæra þetta frá
byrjun til enda.
í hagræddri verksmiðju á borð
við þá, sem hér er um að ræða
eru starfsaðferðir að sjálfsögðu
gjörbreyttar, og þess vegna þarf
að sundurgreina hvert einasta
stig framleiðslunnar til þess að
koma á ákvæðisvinnukerfi“.
Við spyrjum þá feðga, Kristján
og.Hjalta Geir nú um það, hvern
ig samkeppnisaðstaða innlendra
húsgagna sé við hinn aukna inn-
flutning á erlendum húsgögnum,
sem nýlega er til kominn. Þeir
segja að eftir 40 ára innflutnings
höft verða innlendir framleið-
endur að fá tíma til að aðlagast
breyttum aðstæðum og reglum
sem settar eru verður að fram-
fylgja, en á árinu 1965 var ákv"eð
ið að veita innflutning á hús-
gögnum frá Vesturlöndum fyrir
4 milljónum króna, en sú upp-
hæð tvöfaldaðist án vitundar
framleiðenda.
Hinsvegar hefur samkeppnin
milli ínnlendra framleiðenda
verið mikil og hörð ,og m.a. kom-
ið fram í stöðugum niðurboðum
á greiðsluskilmálum á húsgögn-
um. Engar ákveðnar reglur eru
hér á landi um slíka greiðslu-
skilmála, en það tíðkast mjög er-
lendis, t.d. í Danmörku og Bret-
Framhald á bls. 19
Kristján Siggeirsson, stofnandi fyrirtækisins, og sonur hans,
Hjalti Geir Kristjánsson, sem teiknar öll húsgögn fyrirtækis-
ins.