Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR COSPER______________________________________________________________________________________________________~~~ 39fr- CÖPfNHffilH — Viljið þér leigja hjólburur. heppinn, að þetta var ekki stærri kúla. Hvað var hún stór? —> NSu mm. Luger, svaraði Rod hiklaust. — Mmm, sagði læknirinn. Þær eru ekki nærri eins slæmar á stuttu færi. Hvað eru þeir að tala um? hugsaði ég með sjálfri mér. Mér finnst nú fóturinn á Rod sé að- alatriðið. Ja, þessir karlmenn! — Skotsár eru eftirtektarverð sagði læknirinn, hugsi, á meðan hann gekk vandlega frá fætin- um, svo að það líktist mest mynd í kennsluibók í hjálp í við lögum. — Jæja, þetta lítur nú betur út, hr. Armstrong......... En ég held það væri betra fyrir yður að hafa fataskipti áður en þér fáið yður inni í einhverju gistihúsinu. Og svo hló hann að umíbúðunum á fætinum, og blóð- ugu buxnaskálminni. Við þökkuðum honum inni- lega og fórum svo út úr húsinu, og þernan fylgdi okkur hátíðlega til dyra. Svo gengum við aftur að ljóta Morrisbílnum. — Þú ættir að fara úr þessum rifnu buxum, Rod, sagði ég. — Þetta var alveg rétt, sem lækn- irinn sagði, að þær gætu litið grunsamlega út. — Ég skal gera það. — Ég skal loka augunum á meðan. Þú þarft ekki að setja upp þennan hneykslunarsvip. Svona nú. Ég greip höndunum fyrir andlitið, eins og krakki, sem er að telja í feluleik, meðan Rod seildist aftur í bílinn, til að ná í ferðatöskuna, og finna aðrar buxur til þess að þurfa ekki að líta út eins og særð hetja. — Jæja, þetta er komið í lag, sagði hann svo. Ég tók höndina frá augunum. Allt í einu tók ég eftir þokunni og snuggaði. — Já, sagði Rod um leið og hann laut fram, til að setja bíl- inn í gang. — Ég var að geta mér til um, hvenær þú mundir taka eftir því. Þetta er andstyggi legt, finnst þér ekki? Og fer versnandi. Þetta var satt. Borgin var tek- in að hverfa sjénum okkar. í fyrstunni varð endinn á strætinu ógreinilegur og síðan var eins og húsin til beggja handa, bráðn- uðu og yrðu að engu. Þetta var svartasta þoka, sem ég hafði nokkurn tima komizt í kynni við. Lundúnaþokan var ekkert í samanlburði við þetta. Og þef- urinn var andstyggilegur. — Jæja, við verðum að fá inni einhversstaðar og ná okkur í fleiri blöð, sagði Rod stuttara- lega og mjakaði bílnum af stað. Svo ókum við með hraða snigils ins. Við komum að einu stóru gisti húsi, sem var eldgamalt, en hafði verið gert upp. Það var vel lýst og virtist hreinlegt, en leiðinlegt með afbrigðum. Við gengum inn í drykkju- stofuna og Rod pantaði eitthvað að drekfca. — Guð minn góður, hugsaði ég. Við lítum víst dáfallega út. Við hófðum engan svefn fengið í......ja, hvað' marga daga? Við höfðum ekið um allt England í leiðinlegasta mánuði ársins, og ýmist elt eða verið elt af morð- ingjaflokki. Við höfðum bjargað veslings Firth, en hann var sýni lega dauðveikur. Og það gat hugsazt, að við hefðum drepið eða hjálpað til að drepa eina af þessum ófreskjum, þarna norður á heiðunum. Bráðlega yrðum við elt af lögreglunni. Og ef Firth yrði veikur og jafnvel með óráði hver gæti þá tekið svari okkar? Og til þess að bæta gráu ofan á svart, var ég öll útötuð. Svo einkennilega sem það kann að láta í eyrum, þá var þokan eini sólskinsbletturinn, og hún var á sinn hátt töfrandi. Ég horfði á hana síast inn í skenkistofuna, sem var blá- og rauðmáluð og með silkifóðruð- um stólum. Og hún hékk eins og einhver dula í ljótu gluggatjöld- unum. Ég leit á hendurnar á mér. Þær voru bókstaflega svart ar. Rod talaði ekki við mig, en hafði náð sér í annað blað og var að leita í því. — Er nokkuð um hana? spurði ég. — Nei. Firth hlýtur að hafa misskilið þetta einhvernveginn. Ég drakk vodka, sem Rod sagði, að við gætum haft svo gott af, og horfði á hann á með- an, og hann var lítið hreinni en □----------------------------n 28 □----------------------------□ ég. Hvað ég kannaðist vel við andlitið á honum, með háu efri vörina, ofurlítið klofna. Kinn- beinin voru falleg. Ég hefði gjarna viljað teikna þau og svo hárið, sem vildi vera hrokkið, en var stuttklippt. Ég var þreytt .....hversvegna var ég að hugsa um þetta? Allt í einu leit hann upp og á mig. Mér fannst eins og mér hefði verið fleygt ofan í baðker með sjóðandi vatni í. Hann skildi allt. Ég gat bein- línis séð það gerast. Það var eins og allt hefði breytzt í sambandi okkar. En hann sagði þó aðeins rólega: — Ég er búinn að finna hana. — Hvar? Hvemig? Ég gleymdi alveg, hvernig hjartað í mér hamaðist, þegar Rod benti á einn dálkinn í blað inu. Þetta var sjónvarpsdálkur- inn og þar var mynd af Pru- denoe Caxton sem „ræðumanni kvöldsins." — Hún á að koma fram í kvöld. Þá hlýtur hún að vera komin í sjónvarpsstöðina. Við skulum fara. — Hvenær á hún að tala? spurði ég og reyndi að vera ró- leg. Þessi tilfinning hjá mér virt ist ekki ætla að yfirgefa mig, enda þótt svo hefði átt að vera. Við vorum að komast í eitt þess- ara ævintýra, sem koma í blöð- unum undir fyrirsögninni: „Tvö lenda í ævintýri." — Það er ekki fyrr en hálf ellefu. — Þá er verið að æfa núna. Við höfum kappnógan tíma. Get um við fengið bað? spurði ég. — Er það svo slæmt? — Hefurðu kannski ekki séð okkur? Ég benti að speglinum. Hann var bak við skenkiiborðið á bak við allar fiöskurnar. And- litin á okkur sjálfum störðu á okkur, útötuð eftir þokuna. Þok an hafið skriðið niður eftir gluggatjöldunum eins og ein- hver ófreskja. Hálsinn á mér var skrítinn. Hann var næstum svartur. Rod hló og hjálpaði mér niður af háa stólnum. Rod var laginn, þar sem gisti hús voru annars vegar og hon- um hafði tekizt að útvega okkur herbergi með baði. Kannski hafði þokan hrakið alla gestina burt. Ég lá lengi í baðinu og naut þess og skemmti mér við að horfa á svarta hringinn, sem kom innan í kerið við vatns- borðið. Þegar ég var orðin þurr og heit, leitaði ég í fötunum mínum, sem ég hafði fleygt ein- hvem veginn, þar á meðal var kjóllinn minn frá Goldenhurst, sem var í rennilástösku. Ég fann jerseykjól, sem kruklaðist ekki og fór í hann og hellti jrfir mig nógu miklu ilmvatni. Þá var bar ið að dyrum hjá mér. — Kom inn. Rod hafði einnig tekið lita- skiptum. Nú var hann aftur orð inn eins og snotur, fölleitur froskur. Hárið á honum gljáði. Skyrtan hans var tandurhrein, enda þótt ég gæti ekki skilið, hvernig hún gæti verið það. Hann gekk til mín og leit á mig þar sem ég sat við snyrtilborðið og var að bursta stutta, raka hár ið á mér (iþví að ég hafði þvegið það í baðinu). Hann lyfti hendi. — Rautt hár er fallegt. — Sumir karlmenn hata það. — Þú lítur nú út líkast því sem karlmenn hötuðu þig, sagði hann og lagði frá sér vindling- inn svo að reykurinn úr hon- um stóð eins og hvirfilvindur upp í loftið, sem var hátt uppi og dökkleitt. — Komdu hérna.......... Ég sneri mér og stóð upp og hann vafði mig örmum og tók að kyssa mig. Já, þetta var það sem ég hafði verið að hugsa um. Og ekki langað til, þótt ótrúlegt væri. Þessi tvö, sem voru að leita að ævintýrinu, voru nú á einhverjum friðar- stað. En þetta var líka ævintýri, 'þótt annarskonar væri. Ég lagði armana utan um hann og þrýsti honum að mér, skjálfandi, og Rod þrýsti mér svo fast að sér, að ég hélt að öll rifin í mér ætluðu að brotna. Þetta var öðruvísi en að kyssa nokkurn annan mann. Það var svo langdregið. Kossarnir hans voru eins og leitandi. Og ákafir og gáfu mikil loforð, en hræddu mig um leið. — Þú ert falleg kona, sagði hann, og það var rétt eins og hann segði það nauð ugur. Hann hörfaði undan, horfði á mig og andlitið var ná- fölt, rétt eins og það, sem hann sá, hræddi hann. En svo setti hann upp ógeðssvip, haliaði sér að mér og tók að kyssa mig aftur. Hún er skrítin, þessi ást. Lík ist mest bardaga. Það var rétt eins og við værum að fljúgast á, þegar við vorum að kyssast, rétt eins og við hötuðum hvort ann- að. Við þutum þarna fram og aftur og héldum hvort utan um annað, eins og í örvæntingu. Það var eins og öll bein í mér yrðu að brjóski, og ég svitnaði. Loksins greip Rod báðum höndum um kinnarnar á mér og kyssti mig enn, en þá hætti hann allt í einu. Hann hopaði á hæl. Við vorum bæði eins og lafmóð. Einn vöðvi titraði enn í and- litnu á honum, en andlitið var eins og í þoku. — Virginia....... — Mmmm! Ég átti bágt með að standa kyrr. Hvað hann var fallegur, fölur, hávaxinn, gildur eins og hnefaleikamaður, krafta- legur en þó grannur. — Virginia. Mig langar til að segja þér nokkuð, en svo verðum við að fara. Ég greip burstann og fór að laga á mér hárið. Ég skalf enn, en þó var nokkuð tekið að draga úr skjálítanum. Þetta var þó kostur á ástinni. Hún hélt ekki áfram að gera mann vitlausan, eins og mér hafði verið sagt, að eiturlyi gerðu. Með dálítilli ein beittni var hægt að losna við hana. Nú var ekki annað eftir en einhver dejrfð, sem sópaðist yfir mig, líkust þokunni úti fyrir glugganum. Rod hafði setzt á rúmið og greip nú hendur mínar og sneri mér að sér. Andlitið á mér var sæmilega rólegt. Gat ég komizt aftur til þessa félaga, sem ég bar virðingu fyrir, og sem ég missti á einhvern dularfullan hátt um leið og hann tók mig I fang sér? — Virginia. Vertu ekki með Hvítar drengjaskyrtur Teryiene-buxur í úrvali Aðalstræti 9. Símd 1®860. Laugaveg 31. Sími 12815 STULKUR Þetta vandaða og fallega skrifborð er líka snyrtiborð. Biðjið um P16/snyrti-/skrifborð. % Laugavegi 26. UIU pr Stangaveiðifélag Reykjavíkur ifFii Félagsmenn munið að sækja veiðileyfin í dag (Síðasti dagur). Eftir 20. apríl verða ósótt leyfi úthlutuð öðrum. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.