Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. aprfl 1966
MORGUNBIADID
17
„Enginn flygill er of stór
fyrir Ashkenazy" Ema gím*
VLADIMIR Ashkenazy var
fyrir skömmu í Bandaríkj-
unum, þar sem hann hélt m.
a. einleikstónleika í Carn-
egie Hall og lék einnig með
New York Philharmonic.
Eins og ávallt áður fékk
Ashkenazy góðar viðtökur
og frábæra dóma. Því þykir
okkur rétt að birta hér á síð-
unni það sem vikublaðið
„Time Magazine“ hafði að
segja um Ashkenazy og leik
hans.
„Þessi furðuvera sem gekk
inn á sviðið, var sambland af
Woody Allen, Charlie Chaplin
og spörfugli. Hann kinkar kolli
til áheyrenda, sveiflar sér kring
um hljóðfærið, ypptir • öxluim
lítillega, hlammar sér á píanó-
stólinn og andvarpar. „Ég veit
ekki hvort ég á heldur að
hlæja eða gráta“ sagði kona
nokkur við sessunaut sinn.
Skömmu síðar vissi hún það.
Þegar Vladimir Ashkenazy leik
ur, er engum manni hlátur í
huga. Sumir fella fögur tár, en
aðrir hrópa „Bravó!“ og
„Encore!“
Hvað sem fólk kann að hafa
heyrt um þennan 28 ára gamla
spörfugl, munu fáir við fyrstu
Framhald á bls. 25
Vladimir Ashkenazy og Þórunn kona hans.
Julie Christie fékk Úskars-
verðlaun fyrir „Dariing"
fyrsta aðalhlutverk sitt i kvikmynd
ÞÆR fregnir bárust hingað frá
Kaliforníu í gærmorgun að
b r e z k a kvikmyndaleikkonan
Julie Christie hefði hlotið Ósk-
arsverðlaun fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Darling" sem
John Schlesinger stjórnaði.
Julie Christie hefur átt flest-
um stallsystrum sínum skjótari
ibraut upp á himin frægðarinn-
ar. Frumraun hennar á hvíta
tjaldinu var í aukahlutverki í
kvikmyndinni „Billy Liar“. í>á
kom hún fram í tíu mínútur —
og hlaut fyrir þær viðtökur að
Schlesinger fékk hana til þess
nokkru síðar — eftir miklar
fortölur þó, því Julie leizt illa
á að leika slíka þokkadís — að
leika „Darling“, sem hún hefur
nú fengið fyrir hin eftirsóttu
Óskarsverðlaun.
Annar leikstjóri, David Mc-
Lean, sá Mka Julie í „Billy
Liar“ og réði hana umsvifalaust
til að leika hlutverk Löru í
kvikmyndinni „Dr. Zhivago“
sem einnig kom mjög til álits
við Óskarsverðlaunaveitinguna,
sem bezta kvikmynd ársins og
um þessar mundÍT er franski
kvikrftyndastjórinn Francois
Truffaut (sem kunnur er af
myndum sínum „Les quatre
cents coups“ og „Jules et Jim“)
að taka kvikmynd í London
með Julie Christie í aðalhlut-
verki. Sú kvikmynd heitir
„Fahrenheit 451“ og er gerð
eftir sögu Ray Bradburys.
Óskarsverð-
launin 1966
LEE Marvin fékk Óskars-
verðlaunin fyrir beztan leik
karlmanns, fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Cat Ballou“.
Fyrir beztan leik í aukahlut-
verkum hlutu Óskarsverð-
laun þau Shelley Winters í
kvikmyndinni „A Patch of
Blue“ og Martin Balriz í
kvikmyndinni „A Thousand
Clowns“.
„The Sound of Music“ var
kjörin bezta kvikmynd árs-
ins en aðrar myndir sem til
greina komu voru „Dr.
Zhivago“, „A Thousand
Clowns“ og „A S'hip of
Fools“-
Julie Christie
Örjasæter áttræður
FIMMTÍU og átta ár eru nú
liðin síðan ungur piltur úr Guð
brandsdal, Tore Örjasæter,
kvaddi sér hljóðs á skáldaþingi
með dálitiu ljóðakveri, „Ættar-
arv“. Þetta var ekki sérlega
athyglisvert ljóðakver, áhrifin
frá Aasen, Garborg og Vinie
voru auðsæ og spilltu fyrir
tungutaki skáldpiltsins unga,
engu síður en Guðbrandsdals-
mállýzkan hans. En tveimur ár-
um síðar' kom út eftir hann
önnur ljóðabók, „I dalom“ er
tók af allan efa um að piltur
gæti ort og er þriðja bókin,
„Gudbrand Langleite“ kom út,
var Örjasæter orðinn fastur í
skáldasessi. í þeirri bók eru
mörg beztu ljóða Örjasæters,
þar á meðal „Elgurinn", sem
margir telja eitt bezta ljóð ort
á norska tungu á þessari öld.
örjasæter hefur aldrei átt
við að stríða þann efa um köll-
un sína sem hrjáð hefur ótal
mörg skáld önnur. En hann
hefur átt það til að villast af
leið og er þar m. a. til marks,
að er út kom þyngsta og óað-
gengilegasta ljóðasafn hans
1925, „Skiringsgangen“, sögðu
margir: „Nei, nú er Örjasæter
orðinn ólesandi með öllu“. Og
tæpast verður sagt með sanni
að Örjasæter hafi verið í hópi
vinsælustu skálda á þessum ár-
um.
En í þessum „þungu“ verk-
um skáldsins er að finna lykil-
inn að síðari verkum hans, sem
öll eru borin uppi af bjargfastri
trú á „sigur lífsins“. Tore Örja
Tore 0rjasæter
sæter er margslunginn maður
og erfitt að lesa í hug hans.
Hann hefur m. a. til að bera
mikla kímnigáfu og sjálfs-
hæðni, sem fleytt hefur honum
yfir ýmsa hjalla ævinnar og
kemur ljóslega fram í mörgum
ferðasögum hans sem helzt er
að jafna til Mark Twain að
þessu leyti.
Örjasæter hefur verið vel
fagnað á þessu afmæli sínu og
margur sómi sýndur. En verk
hans eru ekki lesin sem skyldi,
hvorki í Noregi né utan hans
og væri vel að afmæli hans
minnti menn á að glugga í þau.
(Endursagt úr Dag og Tid).
Y vonne Loriod
Yvonne Loriod
YVONNE Loriod er unnendum
nútímalistar að góðu kunn.
Þótt hún sé þekktust fyrir flutn
ing á tónverkum framúrstefnu-
manna eins og Oliviers Messia-
en og Pierre Boulez, þá er það
ekki á allra vitorði að hún er
afar fjölhæfur píanóleikari!
Hún hefur leikið verk eldri tón
skálda inn á fjölmargar plötur
og er þar helzt að nefna verk
eftir Bach, Mozart, Chopin og
Schuman. Hún hefur sömuleið-
is leikið inn á plötur öll píanó-
verk landa sinna Messiaens og
Boulez.
Loriod fæddist í Houilles,
skammt fyrir utan París árið
1924. Tónlistarnám stundaði
hún í Konservatoríinu í Paris,
þar sem hún hlaut fyrstu verð-
laun, ekki aðeins fyrir einleik,
heldur einnig fyrir hljómfræði,
pólýfónískan leik, undirleik
kammertónlist og tónverkaút-
skýringar. í dag á hún sæti í
dómnefnd Konservatorísins.
Yvonne Loriod var undrabarn.
Þegar hún var 14 ára voru á
verkefnaskrá hennar hinar 48
prelúdíur og fúgur eftir Bach,
allir píanókonsertar Mozarts,
Beethoven píanósónöturnar, og
hvert einasta píanóverk eftir
Chopin og Schuman. Vel af sér
vikið af 14 ára stúlku.
Er árin liðu fór Loriod æ
meir að helga sig franskri tón-
list. Til að byrja með voru það
verk Debussys og Ravels, en
síðar sneri hún sér að nútíma-
tónlistinni. Loriod hefur undra-
vert tónminni og fara af. því
margar sögur. Fyrir skömmu
lék nú í sömu vikunni píanó-
konserta þeirra Bartoks og
Schönbergs og sömuleiðis öll
píanóverkin eftir Messiaen, Bou
lez og Jolivet.
Þegar hún fyrst lék píanó-
sónötu eftir Boulez í London
studdist hún þó við nóturnar,
— en afsakar sig með því
að hún hefði aðeins haft nót-
urnar í eina viku.
Fyrir tveimur árum giftist
Loriod franska meistaranum
Messiaen, en hjónabandinu var
haldið leyndu um nokkurt
skeið.