Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. apríl 1966
Árni G. Eylands:
Londnóm á Jótlandi
DANMÖRK er lítið land að
flatarmáli, þéttíbýlt og auðvelt
yfirferðar, þótt mörg séu þar
eylöndin og firðir á milli
frænda. Þegar vér leggjum
land undir fót — á hjólum og
með hraða samgöngutaekninnar
— um þetta síræktaða og frjó-
sama land, veitist oss erfitt að
skilja að ekki eru meira en þrír
mannsaldrar síðan danska þjóð
in átti sitt „Ódáðahraun" og
sinn „Sprengisand“, að ég tali
nú ekki um sinn „Svarta-Flóa‘\
Svona var það nú samt.
Raunar er Danmörk tvö lönd
harla ólík um margt. Annars
vegar eyjarnar og Eydanir, Sjá-
land með sínar fögru strendur
og sina beykiskóga, og Láland
með sína djúipfróu mold. —
Hinsvegar Jótland og Jótar,
þangað er ferð hugans heitið í
dag.
TJndarlegt land Jótland með
Himmelbjerget sem verður að
sætta sig við það að Eydanir
gerast svo ósvífnir að reisa
tuina og möstur er seilast hærra
til himins heldur en þetta
haesta fjall Jótlands og Dan-
overkur.
Á ferð um Jótland vefst fyrir
«ss að skilja hvernig hér leit
út fyrir 100 árum, hvað þá ef
skygnzt lengra aftur í aldir.
Vér verðum að spyrja oss
fram til þess að finna bletti og
svæði er sýna oss sanna mynd
hins forna Jótlands, land auðn-
anna og beitilyngsins. Nokkrir
slíkir staðir hafa verið friðaðir
eins og þegar góður búhöldur
íslenzkur skilur eftir vel þýfð-
an blett í túninu sínu þegar
hann sléttar það, til þess að
minna börn sín á hvernig tún-
ið leit út þegar hann tók við
búi. Þetta hafa einstöku góð-
ibændur gert, en alltof fáir þó.
En hvers er að vænta hjá vorri
nýríku þjóð sem eyðilagði Rauð
hólana fyrir 20 árum, sem
sprengi tvo Hestavígshamra í
Skagafirði og reif Skólavörðuna
í höfuðborginni, svo dæmi séu
nefnd, fá af mörgum. — En það
var Jótland. Það vefst fyrir oss
sem vegfarendum að sjá og
skynja hvernig hér leit út áður
fyrr. Að hér voru svo víðlend
eyðisvæði, beitilyngsheiðar, að
þar gátu útileguþjófar og ódáða
menn hafst við í skjóli auðnar-
innar svo að erfiðlega gekk að
koma lögum yfir þá. En annars
staðar bitu sauðir lyngið við
litla kosti, þar sem nú eru vel
ræktuð bændabýli og jafnvel
þorp og borgir.
Og svo voru það „Miklumýr
arnar“ víðlendu, botnlaus fen
og foræði, Store Vildmose norð-
an Limafjarðar, 50 ferkílómetra
avæði, eins og þriðjungur áveitu
svæðisins í Flóanum eins og það
var talið upphaflega. Samíeld
auðn og vegleysa, já svo illfært
að ekki var hættulaust fyrir
ókunnuga að leggja þangað leið
sína, þótt trantaralýður sem
sneyddi hjá lögum og rétti
þekkti sína launstigu um mýr-
arnar. Og Lille Vildmose sunn-
an Limafjarðar, 55 ferkílómetra
mýri sem líkt var ástatt um, eða
álíka svæði eins og allt Skeiða-
áveitunnar var í fyrstu. En þótt
ég líki „Miklumýrunum" józku
við Flóa og Skeið að stærð og
víðlendi, er þess að geta að
Flói og Skeið eru Gosenlönd
sem mýrlendi samanborið við
mýrlendið í þessum „Miklumýr-
um.“
Lengi lágu hinar józku beiti-
lyngsheiðar ósnortnar af búviti
manna og ræktunartækni, og
ennþá lengur lágu „Miklumýr-
ar“ óræstar og ófærar, eða allt
fram á tíma heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri.
Einn er sá aðili er mjög kem
ur við sögu landnámsins á heið-
um Jótlands og allt landnám á
Jótlandi. Sá aðili er Heiðafélagið
danska, Det danske Hedesel-
skab. Þessi félagsskapur er nú
100 ára, stofnað 28. marz 1866.
Heiðafélagið er enn starfkndi
og í fullu fjöri, það er því síð-
ur en svo undarlegt þótt félag
þetta minnist 100 ára starfsemi
sinnar með myndarlegu afmælis-
riti. Slíkt rit er nú komið út og
liggur hér á borðinu hjá mér.
Og þetta er ekkert smárit, 498
bls. bók í stóru broti, eða álíka
broti eins og Straumsvíkur-frum
varpið sem nú er í huga og
höndum maígra.
Afmælisritið nefnist: Det ind-
vundne Danmark. Það er tekið
saman og ritað af manni er nefn-
ist' Fridler Skniibbeltrang, hann
er dr. phil. að menntun og lekt-
or að starfi, en annars veit ég
eigi deili á höfundinum. Stjórn
Heiðafélagsins hrósar í formáls-
orðum happi yfir því að hafa
fengið Skrubbeltrang til þess að
skrá sögu félagsins. Hér er ber-
sýnilega enginn meðalmaður að
verki. Ennfremur getur stjórnin
þess í formálanum að fenginn
verði þjóðhagsfræðingur til þess
að leysa það verkefni af hendi,
að reikna út bæði hin beinu og
óbeinu áhrif Heiðafélagsins á
danskan ^ þjóðarhag á umliðnum
árum. Áhrifin af skógræktar-
starfseminni á heiðunum, svo og
af annarri ræktunarstarfsemi
félagsins, og þeirra mörgu handa
sem það hefir vakið til starfa á
þessu sviði. Mér skilst því að
þessi bók sem út er komin sé
fyrra bindi af tveimur, eða ef
til vill fyrsta bindi aí þremur
(?). Hún nær ekki nema til árs-
ins 1914, heimsstýrjaldarinnar
fyrri.
Þessi mikla bók, sem ég vil
nefna á íslenzku Landnám í
tre slægtled. Kbhn. 1958. Og
síðast en ekki sízt:
L. Mylius Erichsen: Den
jydske hede för og nú. Kbhn.
1903. Þessa ágætu bók sem er
520 bls. í stóru broti, keypti ég
á uppboði 1938. Sjá má að bók-
in er komin úr búi P. Nielsen
verzlunarstjóra á Eyrarbakka
því á hana er ritað: Til Factor
P. Nielsen til minde om hans
jemstavn fra J. A. Lefolii Somm
eren 1904. Það gefur bókinni
nokkuð aukið gildi að Nielsen
hefir ritað í hana her og þar
smáathugasemdir og þýðingar
við józk orð bæði í bundnu máli
og óbundnu.
Að nefna þessar bækur er ef
til vill útúrdúr, en það er fljót-
sagt að lestur bókarinnar Land-
nám í Danmörku hefði senni-
lega orðið böglað roð fyrir
brjósti mínu ef lestur hinna
nefndu bóka hefði ekki áður
komið til.
Skrubbeltrang skiptir bók
sinni í þessa meginkafla:
I. Landnám fyrir 1866. (Land-
vinning för 1866). II. Málefni
heiðanna verða að veruleika.
(Hedesagens gennembrud). III.
Dalgas-tímabilið. (Dalgas-period
en). IV. Umbrotatímar 1894-
1914).
Þar við bætist heimildaskrá,
nafnaskrá og málefna, allt mjög
ýtarlegt.
Hér vantar sem sagt ennþá
söguna um tímabilið 1914-1966
og um leið heildartölur um það
sem unnist hefir alls á 100 ár-
um. Það býður því annars tíma
að segja frá því.
í fyrsta kaflanum er, svo sem
sjá má af fyrirsögn hans, litið
aftur í tímann. Vér skulum einn-
að flytja inn 10.000 þýzka land-
nema á 10 næstu árum. Kóngur
gleypti við þessu og fleiri hundr-
uð fjölskyldur voru ginntar til
þess að koma til Danmerkur og
setjast að sem landnemar á heið
unum. Þessum landnemum var
lofað margvíslegri aðstoð og fríð
indum og þó að margt færi mið-
ur en lofað var, kostaði þessi
tilraun konungsfjárhirzluna vafa
laust drjúgan skilding. En þeir
sem dýrast gjald urðu að greiða
voru hinir þýzku landnemar og
skyldulið þeirra. Þetta fólk hafði
yfirgefið herjað land eftir átök-
in í 30 ára stríðinu, á heiðun-
um beið þess hörð og vonlaus
barátta. Margir flýðu þaðan aft-
ur en aðrir þraukuðu, enda kom
ust hvergi. Ættir þeirra búa enn
á þessum slóðum. Sagan um hina
þýzku landnámsmenn „kartöflu-
Þjóðverjana“, eins og þeir voru
kallaðir, er oss íslendingum fróð
leg til skilnings á því hvað hefði
beðið íslenzkra manna á Alhed-
en, ef tillagan um að setja þá
þar niður upp úr Móðuharðind-
unum hefði orðið að alvöru.
Aumur var hlutur íslenzkra
bænda á 18. öld þótt aldrei yrðu
þeir ánauðugir sem kallað var.
En víst stappaði það riærri
ánauð og þrælahaldi þegar marg
ir hinna minni bænda voru svo
snauðir og úrræðalausir að þ»ir
áttu ekki „pott á hlóðum“, ekk-
ert til að sjóða matinn í. Áttu
bókstaflega um það að velja að
éta hrátt eða taka pott á leigu
frá þeim sem ríkari voru, gegn
ærnu gjaldi. Víða komu þá Hall
gerði bitlingar er það var eitt
af ráðum efnamanna til þess að
auðgast betur, að leigja hinum
örsnauðu potta og katla til mat-
arsuðu. Slíkt var eigi sjaldgæft.
En líklega var þó hlutur hinna
ánauðugu dönsku bænda jafn
verri. Að minnsta kosti var það
mikil gæfa þjóð vorri að bænda
ánauð að dönskum hætti komst
aldrei á hér á landi.
Árið 1769 er Hið konunglega
danska landbúnaðarfélag stofn-
að. Árið 1786 er skipuð nefnd
manna í Danmörku til þess að
gera tillögur um búnaðarmál.
Aðalárangur af starfi nefndar-
innar varð löggjöf um afnám átt-
hagabandsins og bændaánauðar
innar í Danmörku árið 1788.
Þetta eru hin miklu tímamót í
sögu danskra bænda og land
búnaðar. Það roðar fyrir nýjum
degi. Gott er að minnast þess að
Forsíðuteikning tímaritsins.
Fyrri grein
Danmörku, er saga Heiðafélags-
ins á tímabilinu 1866-1914, sögð
á mjög greinagóðan og viðamik-
inn hátt. Raunar svo að hún
verður ofviða flestum lesendum
íslenzkum nema þeir hafi allgott
yfirlit yfir danska búnaðarsögu.
Og fjarri fer því að ég telji mig
hafa aðstöðu til þess að ritdæma
bókina, get aðeins sagt frá henni
í fáum dráttum og heldur af
vanmætti. Hefði alls ekki lagt
út í að skrifa grein þessa ef eigi
væri tvennt sem dálítið ýtti und
ir. Annað; góðar minningar frá
ferðum um józku heiðarnar og
heimsóknum þar, þó alltof fáum.
Hitt: kynni mín af landnáminu
á heiðunum fengin við lestur
góðra bóka um það efni. Ég vil
nefna þær helztu:
C. Nyrop: Det danske Hede-
selskab 1866-1916, það er 50 ára
afmælisrit félagsins.
Hedebruget. Et J uibilæum-
skrift 1906-1931.
Vildmosearbeidet, (IHeiri
höf.) Khibn. 1945. Það er rit gef-
ið út sem minngarrit um 25 ára
ræktunarframkvæmdir í Store
Vildmose.
H. P. Hansen: Hedebönder i
ig líta til liðinna stunda, til þess
er Móðuharðindin dundu yfir
þjóð vora og voru nær búin að
afmá hana, bæði sökum þess hve
voðalegt áfall Skaftáreldar voru,
en eigi síður fyrir þær sakir hve
aðþrengd þjóðin þá var af ein-
okun og illri stjórn. Öll könn-
umst vér við söguna um að þá
hafi komið til orða að flytja þær
40 þúsund hræður sem eftir
tórðu, til Danmerkur og setja
þær niður á józku heiðunum. Ef
til vill er sagan sönn, aðrir telja
að svo sé ekki, en hún hefir
orðið oss minnisstæð. Hún er að
minnsta kosti reim af þeirri
miklu húð sem Danakóngar þá
voru að elta, að stofna til land-
náms á hinum auðu og nær ó-
byggðu heiðalöndum. Hinar ótrú
legustu hugmyndir voru uppi
um þá hluti. Og það var ekki
látið sitja við orðin tóm. Sögu-
frægust er hin mikla tilraun að
setja niður þýzka landnáms-
menn frá hinum sólvörmu Rín-
arlöndum á heiðasvæðinu Alhe
den (á milli Herning og Vilborg-
ar). Einn af „ráðgjöfum" Dana-
konungs, þýzkur hagfræðingur
kom fram með þá tillögu 1768,
íslenzkur maður — Jón Eiríks-
son — átti sæti í nefnd þessari
og átti mikinn og góðan hlut að
máli. Áttu „drjúgan þátt“ í því
að „átthagabandið var leyst“ —
„með viturlegum tillögum sin-
um“. Þetta er vitnisburður Chr,
D. F. Reventlow greifa og ráð-
herra um leið og hann biður
börnum Jóns og barnabörnum
blessunar Guðs „fyrir þær sak-
ir“. En Reventlow greifi var
raunar nemandi Jóns Eiríksson-
ar og mátti því gerst vita um
vitsmuni Jóns, þekkingu og
mannkosti.
En fleira varð að koma til svo
að verulega réttist hlutur bænda
og landbúnaðar í Danaveldi.
Bændur þurftu að eignast ábýlis-
jarðir sínar. Að því var brátt
stefnt með löggjöf og öðrum að-
gerðum. Margbýli og sambýli á
jörðum með flókinni teiga-
skiptingu lands bæði ræktaðs og
óræktaðs, hafði verið mikill .
meinvaldur allra ræktunarum-
bóta. Einnig þessari hindrun var
rutt úr vegi nær um sama leyti
og átthagabandið var leyst af
bændum. Má líka rekja þá um-
bót til starfa nefndarinnar sem
skipuð var 1786. Verður aldrei
ofsögum sagt af því hve mikið
og margt þarft og gott leiddi af
því er bændum var gert fært að
fá sameignarlandi og teigum
skipt þannig að hver fékk sitt
land hreint og klárt til eignar og
umráða. Hér skipti svo gjörsam-
lega um eftir því sem landa-
skiptunum miðaði áfram, að það
sem áður var ógerlegt og von-
laust varð nú auðvelt og kallaði
á kraftana til starfa og umbóta.
Hinir kúguðu bændur risu úr
kútnum og fólu að rækta land,
áuka við sig og jafnvel að planta
skóg. Ástand landbúnaðarins
hafði verið slæmt og nú þurfti
mikils með. Víða herjaði upp-
'blástur, víðar en á vesturströnd
Jótlands, jafnvel á Norður-Sjá-
landi. Og skógarnir höfðu eyðst
svo að miklu munaði. Um mik-
inn hluta Jótlands voru þeir
gjöreyddir, annars staðar var að-
eins um lítilf jörlegar skógar-
leyfar að ræða, en leyfar fornra
eikarskóga bentu til þess sem
eitt sinn hafði verið og hugsan-
legt var að gæti orðið enn á ný,
þótt það væri síður en svo að
menn væru sammála um þá
hluti. Hér valt á ýmsu. Sumir
töldu heiðalöndin á Jótlandi til
einskis annars nýtileg en að
rækta þar skóg. Vildu jafnvel
láta leggja þýzka landnámið á
Alheden í eyði, þar hafði fólkið
lengi búið við skarðan hlut. L-ík
legast væri að rækta þar skóg.
Aðrir töldu alhliða búnaðar-
land það er koma ætti.
Frá þessu öllu og mörgu fleira
segir lektor Skrubbeltrang í
fyrsta hluta hinnar miklu bókar
sinnar um Landnám í Danmörku.
Þar er skráður snar þáttur hinn-
ar miklu og merkilegu búnaðar-
sögu Dana, stórfróðlegur til
lestrar öllum þeim sem halda
af eðlilegum ástæðum (?), að
Danmörk hafi alla tið verið eitt
búnaðar-gnægtaborð þar sem
allt flóði í rjóma og hunangi.
Þannig líða árin og áratugirn-
ir allt fram að 1864. Mikil fram-
sókn er ekki órofin. Kreppur
steðjuðu að en liðu hjá, ófriður
þjáði fólkið og stundum stjórnar-
farsleg óáran, en öllu miðaði þó
áleiðis, nýræktarlöndin stækk-
uðu, skógar greru.
Suður á Ítalíu, í borginni
Livorno er ungur Dani af frönsk
um ættum að vaxa úr grasi.
Enrico Mylius Dalgas, maðurinn
sem átti eftir að verða trúboði
og postuli Heiðanna. Faðir
Heiðafélagsins, sem nú er 100
ára.
„Paa Stormænd har vi ringe
Raad,
men evigt Dalgas Navn og Daad
lyser vort Folk í Möde“.
Okkur vanfar mann
til afgreiðslustarfa.
Gleriðjan sf.
Skólavörðustíg 46.
Til sölu
Volkswagen sendibifreið með stöðvarplássi.
Upplýsingar í síma 14111 á kvöldin.