Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 14
14
MORCU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. aprfl 1966
Rafn Magnússon
Sjötugur í dag:
Sigurður Grímsson
matsveinn
F. 4. sept. 1931, d. 10. apríl 1966.
í DAG er til moldar borinn
Rafn Magnússon, matsveinn á
togaranum I>ormóði goða, sem
drukknaði með sviplegum hættj
í Reykjanesröst á páskadags-
morgun, þegar hann var á heim-
leið frá Þýzkalandi. Fjórum dög
um síðar fundu fiskimenn hinn
látna á reki átta mílur út af
Sandgerði. Er það fjölskyldu
hans og öðrum ástvinum hugg-
un í sárum harmi að mega
fylgja honum til hinztu hvíldar
við hlið föður síns, sem lézt
fyrir tæpum sjö árum.
Rafn Magnússon var fædd
ur 4. september 1931 að Kirkju
landi við Laugarnesveg og sleif
barnsskónum í Laugarnesinu og
Kleppsholtinu. Foreldrar hans
voru Aðalheiður J. Lárusdóttir
og Magnús Jónsson frá Selalæk
og var hann yngstur fjögu.ri'a
barna þeirra hjóna. Þegar Rafn
var á þriðja ári veiktist móðir
hans af berklum sem drógu hana
til dauða þremur árum síðar.
Tók móðursystir hans, Anna
Lárusdóttir, þá við heimilinu og
gekk þeim systkinum í móður
stað, enda giftist hún Magnúsi
og ól honurn níu böm.
Rafn ólst upp við afar kröpp
kjör á fátæku og barnmörgu
heimili, þar sem hann varð
snemma að leggja hönd á plóg-
inn og hjálpa föður sínum og
eldri bræðrum tveimur við öfl-
un brýnustu lífsnauðsynja. Um
skólagöngu var ekki að ræða um
fram barnaskóla, enda mun hug-
ur Rafns ekki hafa staðið til
bóklegra mennta, þó hann væri
prýðilega greindur og sérlega
næmur á tungumál. Hann stund-
aði ýmis algeng störf, var á
síldveiðum, vann á Keflavíkur-
flugvelli og afgreiddi í verzl-
unum, m.a. kjötverzlunum Tóm-
asar Jónssonar og Sláturfélags
Suðurlands. Árið 1959 réðst
hann til Bæjarútgerðar Reykja-
víkur og var æ síðan matsveinn
á Þormóði goða.
Árið 1950 kynntist Rafn eftir-
lifandi konu sinni, Svanfríði
Benediktsdóttur, og stofnuðu
þau brátt heimili. Framan af
voru kjör þeirra mjög erfið; þau
urðu að gera sér að góðu hrör-
legan bragga inni á Laugarnes-
tanga. En með mikilli elju og
hjálp góðra manna tókst þeim
að eignast eigin húsnæði að Ás-
garði 143, þangað sem þau fluttu
1959 og bjuggu sér fallegt og
indælt heimili. Eignuðust þau
sex mannvænleg börn sem eru
á aldrinum 3 til 14 ára, og á
elzta barnið að fermast á sunnu-
daginn. Auk þess ólu þau upp
dóttur Svanfríðar, sem nú er 18
ára, og var samband hennar við
stjúpa sinn sérlega náið og inni-
légt.
Rafn var einstakléga um-
hyggjusamur og ástríkur heim-
ilisfaðir, skyldurækinn í starfi og
hvers manns hugljúfi í viðkynn-
ingu. Mun einkar fátítt að hitta
fyrir meðal Íslendinga jafn um-
talsgóðan mann og hann var.
Hann þoldi ekki að heyra öðrum
hallmælt og gat alltaf fundið
þeim eitthvað til ágætis eða af-
bötunar sem urðu fyrir illu um-
tali. Umburðarlyndi hans og
skilningur á mannlegum kjörum
var ávöxtúr mikillar lífsreynslu.
Hversdagslega var hann dulur og
hlédrægur, en í hópi góðra vina
var hann skemmtilegur og bjó
yfir kímni sem yljaði, en særði
engan.
Rafn átti að mörgu leyti erf-
iða ævi, var veikbyggðúr í
bernsku og heilsuveill, en hann
virtist vaxa og eflast við hverja
raun, og mun það mál allra sem
til þekktu, að hann hafi horft
fram á bjartari daga, þegar
börnin fóru að komast á legg og
grynnka tók á skuldunum.
Fráfall hans var sviplegt og
óskiljanlegt. Hann var á leið
heim í frí til að eyða páskahá-
tíðinni með fjölskyldunni og
vera við fermingu elztu dóttur
sinnar. Þeim, sem eftir standa
höggdofa yfir þessari grimmu
ráðstöfun forlaganna, er það
harmábót, að áfram lifir minn-
ing um vammlausan drengskap-
armann sem aldrei lágði illt til
neins og hagaði lífi sínu í sam-
ræmi við regluna gullvægu sem
Kristur innrætti lærisveinum
sínum.
Tengdamóðir Rafns, Jóna P.
Sigurðardóttir, hafði sérstakt dá-
læti á þessum eina tengdasyni
sínum. Hún hafði dvalizt hjá
dóttur sinni um skeið til lækn-
inga hér fyrir sunnan, og varð
henni ákaflega mikið um fregn-
ina á páskadag. Má vera að harm-
ur hennar hafi átt einhvern þátt
í því, að viku seinna, aðfaranótt
mánudags, kvaddi hún þennan
heim. Hún lézt í svefni af hjarta-
hilun. Má segja að mikið sé lagt
á hina ungu konu, Svanfríði
Benediktsdóttur, sem á einni
viku verður að sjá á bak ást-
kærum eiginmanni og elskaðri
móður. Megi Guð veita henni
styrk og huggun í þeirri miklu
raun, og sömuleiðis börnunum
ungu sem svo snemma verða að
bergja af beiskum bikari mann-
lífsins.
_ Eb.
MIÐVIKUDAGINN fyrir páska
átti Anton, frændi minn, á
Höfða sjötugsafmæli. Ég man,
eins og það hefði gerzt í gær,
þegar ég var að sniglast kring-
um þennan snÖfurlega, unga
mann, þar sem hann skáraði
flötinn á Hofi. Þar mátti líta
þann, sem kunni snilldartök á
amboðum gamla tímans og beitti
þeim jafnt af einstakri lagni og
orku. Afköst Antons voru ó-
venjuleg að hverju starfi sem
hann gekk, og þau falia mér ekki
úr minni. Síðan eru mörg ár. Þau
laumast svona framhjá, og áður
en varir erum við stödd hjá
merkjasteini.
Anton er fæddur og uppalinn á
Hrauni í Sléttuhlíð. Missti hann
föður sinn um fermingaraldur af
slysförum. Tvístraðist þá stór syst
kinahópur. Fór Anton þá að
Brimnesi í Viðvíkursveit og
dvaldist þar til fullorðinsára.
Tók hann snemma að sjá fyrir
sér .sjálifur sem venja var til
og varð brátt annálaður dugn-
aðarmaður og hraustmenni.
Hann fékk ágætrar konu, Stein-
unnar Guðmundsdóttur frá
Höfða á Höfðaströnd. Hafa þau
hjón nú búið á Höfða um þrjá-
tíu ára skeið góðu búi. Börn
þeirra eru þrjú. Guðrún, hús-
freyja í Lyngholti í Skagafirði,
Friðrik, bóndi á Höfða og Þóra,
húsifreyja í Hafnarfirði.
Anton á Höfða er einn þeirra
manna, sem alltaf hlýtur að verða
sarmferðamönnunum minnisstæð-
ur. Ber rnargt til þess. Maður-
inn er svipmikill og vörpulegur,
þó að langvarandi sjúkleiki hafi
á seinni árum beygt hann nokk-
uð og hann sé nú ekki eins létt-
ur upp á fótinn og áður var.
Hann er einhver glaðværasti
I og fyndnasti maður sem ég
í DAG 20. apríl er Sigurður
Grímsson, borgarfógeti 70 ára.
Sigurður er í hópi þekktustu
samtíðarmanna og hefur um
langt árabil verið lesendum
Morgunblaðsins að góðu kunn-
ur fyrir skrif sín í blaðið, eink-
um um leiklist og kvikmyndir.
Smekkvísi og ást á bókmennt-
um er Sigurði í blóð borin, og
kom hvort tveggja vel í ljós
þegar hann gaf út sína fyrstu
og einu ljóðabók Við langelda,
1922.
Sigurður Grímsson er fæddur
á ísafirði 20. apríl 1896, sonur
hjónanna Gríms cand. theol.
skólastjóra og prests Jóns-
sonar á Gilsbakka og konu
hans Ingveldar Guðmunds-
dóttur, prests í Arnar-
bæli. Sigurður varð stúdent í
hef þekkt. Enginn á léttara með
að korna öðrum í gott skap með
glensi og gamni og skapa í kring
um sig hugarbirtu, sem öllum
fellur í geð. Aldrei hittist Anton
öðru vísi en glaður og reifur.
Höifði er í þjóðbraut, og margir
eru þeir orðnir, sem hafa heim-
sótt bóndann þar síðustu ára-
tugina, enda er gestrisni þeirra
hjóna viðbrugðið, en þar á lika
Steinunn, sú góða og elskulega
kona, sinn hlut að máli. Öliu.n
er tekið með sama hlýleik og
gleði, og rausnarsemi í veitingum
er einstök. Mikilla vinsælda hafa
þau Höfðahjón aflað sér meðal
nágrannanna fyrr og síðar og
er það að vonum. Enginn er
hjálpfúsari né fljótari til hjálp-
ar en þau hjón, og hafa þess
margir notið.
Anton hefur nú um hríð dval-
izt hér sunnanlands ásamt konu
sinni og hélt hér afmæli sitt.
Ekki væsir um hann hjá dóttur
sinní og tengdasyni, en þó mun
nú hugurinn vera farinn að leita
fast norður í Skaga.fjörðinn, heim
að Höifða, en sá staður heíur
jafnan verið Antoni kær. Þassi
fáu orð eftir dúk og disk aiga
að vera þakklætisvottur fynr
órofa tryggð og vináttu Antons
og fjölskyldu hans við mig,
æskuheimilið mitt á Hofi og
fólkið mitt þar. Ég vona, að
vorið fylgi honum norður, milt
og bjart, og megi hann sjálfur
halda áfram að bera samferða-
mönnunum gleði og gamanmál
eins og hann heíur lengi gert.
Andrés Björnsson.
Reykjavík 1917 og tók lögfræði-
próf frá Háskóla íslands 1924.
Lengst af hefur hann starfað við
lögfræðistörf, fyrst sem fulltrúi
lögmannsins í Reykjavík, síðan
fulltrúi borgarfógeta, og nú síð-
ustu árin verið borgarfógeti f
Reykjavík. Dugnaður og glögg-
skyggni hafa einkennt líögfræði-
störf Sigurðar Grímssonar, og
má fullyrða að hann hafi verið
farsæll dómari.
Eins og áður er getið, hefur
Morgunblaðið notið starfskrafta
Sigurðar Grímssonar síðustu
áratugi, lesendum blaðsins til
ánægju og fróðleiks. Sigurður
er fyrsti fastráðni leiklistar-
gagnrýnandi við dagblað hér á
landi og hefur um árabil unnið
brautryðjandastarf í þessari
grein.
Hugur Sigurðar hefur lengst-
um beinzt að ritstörfum. Hanra
var fyrst blaðamaður við Þjóð-
stefnu Einars skálds Benedikts-
sonar á menntaskólaárum sín-
um, 1916-T7 og við ritstjórn Al-
þýðublaðsins vann hann eitt ár,
1925-’26.
Sigurður Grímsson hefur feng-
izt við margvísleg ritstörf og
verið auk þessa all afkastamikill
þýðari, snúið t.d. mörgum leik-
ritum á íslenzka tungu, Kaup-
manninum í Feneyjum eftir
Shakespeare og ritað um skáld-
ið framan við þýðinguna og
Draumleik Augusts Strindbergs.
Sigurður Grímsson dvelst er-
lendis á afmæli sínu ásamt
konu sinni, frú Láru Jónsdóttur.
Morgunblaðið sendir þeim
hjónum hugheilar afmælisóskir í
tilefni dagsins, og veit að það
mælir fyrir munn fjölda lesenda
sinna, þegar það þakkar Sigurði
Grímssyni fyrir margvísleg störf
hans í þágu blaðsins, og -þá fyrst
og síðast langan og farsælan fer-
il sem leiklistargágnrýnandi.
Slík gagnrýni í dagblöðum er
vandasamt starf og oft og einatt
vanþakklátt, en óhætt er að
fullyrða, að Sigurður hafi leyst
það af hendi af skyldurækni,
samvizkusemi og drengskap.
Ratn Magnússon
Bróðurkveðja
Já, tregt er þeim tungu að hræra
sem trúðu því meðan þú varst hér
að lífið mundi að lokum
þér launa tryggð þína og drengskap.
En heimtan úr helgreipum Ægis
við horfðum á ná þinn og skildum
að æðrulaus hefðirðu haldið
á hinztu mið þessa jarðlífs.
Þá störðum við orðvana útá
svo iðublátt sólstafað hafið
í von um að knörr þinn kæmi
úr kröppum leiknum við dauðann.
En hvenær mun knörr þinn koma
úr kvikunni miklu að landi,
þú holli og hreinlyndi vinur
og hugprúði drengur í raunum?
Sigurður A. Magnússon.
Piltur óskast
Óska eftir reglusömum pilti til afgreiðslu
starfa nú þegar eða um mánaðamótin.
Upplýsingar á staðnum ekki í síma.
ÁLFHEIMABÚÐIN
Álfheimum 4.
GI uggatjal daefni
fyrirliggjandi Dralon efni 160 cm breið.
8. Ármann IUagnússon
heildverzlun
Hverfisgötu 76 — Sími 16737.
Anfon Jónsson á
Höfða sjötugur