Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 23
Miðvíkuaa^ir 20. apríl 1966 MORGU N BLADIÐ 23 t — Handritin Framhald af bls. 1 hafi phð verið ljóst, að það yrði íslenzku þjóðinni kappsmál að endurheimta þessa dýrgripi. Is- lenzkar fornminjar skorti á ís- landi. Það sé ekki ábugaleysi ís- lendinga að kenna, heldur því, að fólk starfi ekki að menningar- málum, þegar það hafi hvorki í sig eða á. Þá sagði Sdhmith, að stjórnmálaástandið hefði verið þannig, fyrstu 200 árin eftir að handritin voru send til Danmerk ur, að litlar líkur hefðu til þess verið, að orðið yrði við beiðni um afhendingu þeirra þá. Hins vegar hefðu óskir um afhend- ingu komið fram um aldamótin, og samkvæmt ósk þings 1907 hefði menntamálaráðuneytið skipað nefnd til að fjalla um málið. I>að athyglisverðasta við starf nefndarinnar hefði verið, að hún hefði viðurkennt, að ráðuneytið væri æðstráðandi um handritin, en háskólinn gegndi aðeins ráðgefandi hlutverki, þannig, að ekki væri hægt að gera til þess kröfu, að óskum hans væri fylgt. En krafan um afhendingu hefði verið borin fram á ný, 1924, hafi verið sett á laggirnar dönsk-íslenzk nefnd, sem í hefðu átt sæti sérfræðing- ar. Sú nefnd hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að háskólaráð ætti að taka ákvörðun í málinu, en háskólaráð hefði talið, að svo væri ekki, og bæri því að halda sig við skoðun nefndarinnar, er skipuð var 1907. Þetta þýddi í raun og veru, að háskólaráðið hefði verið þeirrar skoðunar, að það hefði ekkert að segja í þessu máli, heldur væri ákvörðunarrétt urinn í höndum ráðuneytisins. Fyrir styrjöldina hefðu kröf- urnar um afhendingu verið end- urteknar tvívegis, en þó hefði það fyrst verið að henni lokinni, að þær hefðu fengið einhvern hljómgrunn, og mætti minna á orð forsætisráðherra, Knud Krist ensen, 1946, er hann hefði sagt í hásætisræðu að haldið myndi ófram að leita lausnar á þessu vandamáli. — Sósíaldemókratinn Hans Hedtoft hefði sagt: ,,Ég er ekki í neinum vafa um, að yrði orðið við óskum Islendinga, myndi það verða til þess að auka á vinsamleg samskipti íslands og Danmerkur, sem framvegis á að setja mark sitt á saimstarf þjóð- anna“. Christmas Möller, Bertel Dahlgaard og Paul Holt, sem hver um sig hafði haft sérskoð- anir í stjórnmálum, hefðu verið því fylgjandi, eins og Hedtoft, að ríkisstjórnin skipaði nefnd til að fjalla um málið. Hins vegar hefði Viggo Starcke lagzt gegn því, því að hann hefði verið þeirr ar skoðunar, að álits Kauþmanna hafnarháskóla bæri að leita. 1947 hefði nefndin verið skipuð, og í álitsgerðinni 1951 því haldið fram, að íslendingar hefðu enga lagalega kröfu, en al'lir nefndar- menn verið því samþykkir og fylgjandi að handritin yrðu af- hent, að meira eða minna leyti. Prófessor Bröndum Nielsen hefði verið fylgjandi því, að hluti hand ritanna væri afhentur, þó með þeim fyrirvara. að til kæmi sam- þykki háskólans. Einn nefndar- manna, sem þá hefði verið því fylgjandi, að afhending færi fram, væri því í dag harður andstæðingur hennar, s a g ð i Schmith. „Því hefur virðingin fyrir skipulagsskránni ekki alltaf verið eins mikil og talið er nú rétt, að stjórn landsins beri fyrir henni. 1 hásætisræðu 1951 sagði Erik Eriksen, forsætisráðherra, að það væri ætlun stjórnarinnar að leysa þetta mál með lagasetn- ingu, svo að íslendingum líkaði, en náði aldrei fram að ganga. Hedtoft, forsætisráðherra, endur- tók orðrétt þessa yfirlýsingu 1953, en lagði ári síðar til, að Íslendingar og Danir eignuðu sér handritin í sameiningu, en því höfnuðu íslendingar. 1957 kom að nýju fram ósk af hálfu ís- lendinga, að þessu sihni um, að sett yrði á laggirnar nefnd sér- fræðinga, sem báðir aðilar ættu aðild að. Stjórnin lagði þetta fyr- ir flokkana í utanríkismálanefnd, en Vinstriflokkurinn og íhalds- flokkurinn höfnuðu hugmynd- inni, eins og fyrr. íhaldsmenn sögðu, að þeir óskuðu ekki eftir dansk-íslenzkri nefnd, og ætti að taka málið upp, yrði það að ger- ast með tillögu stjórnarinnar. Þvínæst ræddu forsætisráðherr- ann og utanríkisráðherrann við íslenzka ráðherra, og í kjölfar þeirra umræðna kom lagafrum- varpið og samningsuppkastið, sem nú hefur hlotið tvöfalt sam- þykki“. Síðan sagði Schmith: „Það hlýtur að vera þungt á metunum, Bróðir íraksforseta kjörinn eftirmaður hans i embætti Bagdad, 18. april, NTB, AP. ABDEL Rahman Aref, yfirmað iir herráðsins í Irak og eldri bróðir Arefs forseta, þess er fórst í flugslysi s.l. miðvikudag var kjörinn til forseta eftir bróð- ur sinn seint á laugardagskvöld, átta stundum eftir að forsetinn hafði verið jarðsettur, og sór embættiseiða sína degi síðar. Jarðarför Abdul Salem Arefs forseta fór fram með mikilli viðhöfn og voru viðstaddir hana fulltrúar flestra landa Mjiham- eðstrúarmanna, svo og úr öðrum iöndum Araba og fleiri landa bæði austan úr heimi og af Vesturlöndum. Var forsetinn jarðsettur í Sheik Fari mosk- unni, sem er nokkurn spjöl ut- an við höfuðborgina. Mikill imannf |51di var á götunum og áttu lögreglumenn erfitt með að halda uppi aga. Abdel Rahman Aref, hinn nýi forseti, var skipaður yfirmaður herráðs lands síns 1963. Hann er nokkru eldri en forsetinn fyrr verandi, bróðir hans, hermaður í húð og hár og hefur lítil sem engin afskipti haft af stjórnmál- um til þessa. Hann er sagður maður vel liðinn bæði af her- mönnum sínum og óbreyttum borgurum og var kjöri hans vel tekið það vitað er. Forsætisráðherra íraks, Abdel Raham al-Bazzaz, sem gegnt hafði forsetastörfum unz Aref eldri var kjörinn eftirmaður bróður síns, afhenti lausnar- beiðni sína á sunnudag, en var beðinn um að veita stjórninni forstöðu enn um sinn, unzt ný stjórn kæmist á laggirnar. Aref forseti hefur tilkynnt að hann muni ekki gegna embætti nema skamma hríð, eitt ár eða svo, unz fram fari þingkosning- ar í landinu og samin verði ný stjórnarskrá í stað þeirrar sem gerð var til bráðabirgða 1964. Hann kvaðst og myndu fyigja sömu stefnu og bróðir hans áður um öll mikilsverð mál. Rahman al-Bazzaz, sem gegnt forstöðu enn um sinn. Prjónastofan Sólin — Frumsýning í KVÖLD verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á leikriti Hall- dórs Laxness, Prjónastofunni Sól in, en i dag eru liðin 16 ár frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Þetta er fjórða leikritið, sem frumflutt er í Þjóðleikhús- inu eftir Laxness, en hin voru sem kunnugt er: íslandsklukkan, Silfurtunglið og Strompleikur. Leikendur í Prjónastofunni eru 14, auk sjö þokkadísa og aukaleikara. Leikstjóri er Bald- vin Halldórsson, en leikmyndir eru gerðar af Gunnari Bjarna- syni. Myndin er af Helgu Valtýsdótt ur og Jóni Sigurbjörnssyni í hlutverkum sínum. þegar taka skal afstöðu til þess, hvort lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, að þau hafa hlot ið samþykki með yfirgnæfandi meirihluta, án þess að hreinar flokkslínur kæmu fram“. Þá sagði Schmith, að að baki lögunum byggi ósk um að koma til móts við Islendinga, svo að lögin gætu haft í för með sér, að endi yrði bundinn á deilur um handritin. Deilurnar hefðu sýnt, að biturð einkenndi þelta mal, og það væri í allra hag, að henni yrði rutt úr vegi. Kæmi þar einn ig til greina norrænt samstarf, sem allir vildu efla. Enginn vafi væri á því, að slikt samstarf væri í þágu almennings. Hæstaréttarlögmaðurinn ræddi síðan nánar afstöðu legáts Árna Magnússonar til ríkisvaldsins. Sagðist hann hafa margar á- stæður til að halda því fram, að legatið sé ríkisstofnun. Sú breyt ing skipulagsskrárinnar, sem gerð hafi verið 1850. hafi verkað þannig á 5. grein, að þar hafi þá verið kveðið svo á, að mennta málaráðuneytið færi með æðstu völd út á við, og því gæti hann sagt, með því að vísa til þessa, að ákvörðun í handritamálinu sé eingöngu í höndum ráðuneytis- ins. Þá sagðist Schmith ekki vera hrifinn af formsatrið- um, og því skyldu andstæðing- arnir hafa fullan rétt til þess að leggja sjónarmið sín undir dóm. Hins vegar lagði hann áherzlu á, ætti stofnunin ekkert skylt við i veita hafi átt framvegis, og ætl einkastoínanir. Þá sagði hann til gang stofnunarinnar vera að vinna í þágu ríkisins, þ.e. að vinna að vísindum, og gefa út bækur á grundvelli handritanna. Ekki væri um að ræða hagsmuni danskra vísindamanna eingöngu, heldur vísindanna í heild, og í því sambandi yrði að minna á, hver staðið hafi undir kostnaði við vísindastörfin. Snemma hafi konungur lagt til fé, og nú standi ríkið undir öllum kostnaði. Eign ir legatsins í dag séu aðeins 'um d. kr. 100.000 (nafnvirði) í skuldabréfum, sem séu aðeins 60.000 króna virði. Þá hafi rikið lagt Árnasafni til um d. kr. 975.000 á síðustu 10 árum. Skipu lagsskráin hafi orðið til á ein- kennilegan hátt, fyrir milligöngu aðir hafi verið íslenzkum sbúd- entum, séu nú veittir á annan hátt. Hafi nefndin gert þessar breytingar á þeim grundvelli, að slíkt væri í anda Árna Magnús- sonar, hefði hann lifað. Sé hins vegar þessi forsenda fyrir af- hendingu höfð í frammi, sé henni hafnað. S<ðan ræddi hæstaréttarlög- maðurinn eignaréttinn og sagði, að nefndin hefði tvisvar sinn- um látið í ljós þá skoðun, a»ð háskólinn ætti handritin. Um það deili hins vegar engir, að háskólinn sé ríkiseign, og ráðu- neytið hans æðsta yfirvald. Ekki geti verið um að ræða eignar- nám, í hæsta lagi sé fallið frá eignarréttinum. Um grein 73 í stjórnarskránni, eignarnáms- greinina, sagði hæstaréttarlög- manna, og í uppkasti þeirra hafi ! maðurinn, að þar væri kveðið á ekki verið ráð fyrir því gert, að það væri einkastofnunin sjálf, sem skipulagsskrána gerði, held- ur konungur. Allt bendi til, að forráðamenn hafi sjálfir gert skrána. Það sé viðurkennt, að skipulagsskrár, sem gerðar séu fyrir milligöngu manna, njóti ekki sömu verndar gegn breyt- ingum eins og skipulagsskrár, sem til eru orðnar fyrir beinar aðgerðir réttra yfirvalda. Þá benti Schmith á, að skipu- lagsskráin hafi mörgum sinn- um verið brotin af nefnd- inni. — Sjálf hafi nefndin fyrr á timum mælt með afhend- ingu, m.a. 1817, til Mecklenburg og Schwerin, tveir skrifarar, að nefndarmenn hefðu verið til- | sem gert hafa verið ráð fyrir í nefndir af yfirvöldum nú, bæði skránni, hafi verið látnir víkja, í Danmörku og á íslandi. Því og tveir vísindastyrkir, sem um eignarréttindi, en réttindi háskólans væru ekki slík, held- ur réttindi til stjórnar. Rétt- indi nefndarinnar væru þvi næsta lítil, og næðu þau alls ekki til laysafjár. Sá, sem eng- an rétt hefði til ráðstöfunar lausafjármuna, hgfði ekki þann rétt, sem heimilaði frjálst val í meðferð safnsins, og þau ákaf lega takmörkuðu réttindi, sem þá væru eftir, nytu því ekki verndar. Eignarrétturinn væri því ráðuneytisins, jafnvel þótt safnið væri í tveimur hlutum, og hluti þess væri geymdur á fslandi. Hvorki væri verið að taka nokkuð frá háskólanum né nefndinni, aðeins væri um að ræða takmörkun á því sem stjórna skyldi. Handritin þjón- uðu sama tilgangi, hvort sem þau væru í Kaupmannahöfn eða á íslandi. Loks vék Schmith að því, hvort þjóðþingið hefði verið af- vegaleitt eða blekkt, eins og Christrup, hæstaréttarlögmaður vék að í gær. Sagði Schmith, að slíkt hefði ekki átt sér stað. Lög in hefðu ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Al- mannaheill, eignarnám og bæt- ur væru orð, sem þá hefðu oft heyrzt í þingsölunum. Frá jarðarför íraksforseta. Hinn nýkjörni forseti, Abdul Rahman Aref, er yzt til hægri á mynd- inni, forsætisráöherrann, Abdul Rahman al-Bazzaz fyrir miðju, Aref á hægri hönd. i'rúiolunarh.nngar H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.