Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 20. apríl 1966
jltaQQmiÞItifrife
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr, 5.00 eintakið.
HVER RÆGIR ÓLAF?
UTAN ÚR HEIMI
Efnahagsaistoi Alþýiu-
lýiveldisins Kína
mótast oft af fátækt Kínverja, sem ganga
á bak orða sinna, eða senda gallaðar vörur
Pekingstjórnin kemst nú
æ betur að því, hve tví-
eggjað vopn efnahagsað-
stoð við erlend ríki er.
Einkum og sér í lagi, þeg-
ar slík aðstoð er veitt í
þeim tilgangi að vinna
viðkomandi aðila á band
kommúnista. Þetta hef itr
nýlega komið greinilega í
ljós í Indónesíu og Ghana,
en stjórnir þessara ríkja
hafa að undanförnu sent
heim mestan hluta þeirra
kínversku „sérfræðinga“,
sem Pekingstjómin hafði
sent þeim til aðstoðar.
Það er ástæða til þess að
vekja sérstaka athygli á þess-
ari þróun, vegna gagnrýni
þeirrar, sem stjórn Banda-
ríkjanna og annarra Vestur-
landa hafa sætt — af hálfu
kínverskra kommúnista —
fyrir efnahagsaðstoð við ríki,
sem skammt eru á veg kom-
in.
Hins vegar hefur efnahags-
aðstoð Pekingstjórnarinnar
aldrei verið sambærileg við
þá aðstoð, sem Bandaríkin
eða Vesturlöndin hafa veitt,
og reyndar ekki við þá að-
stoð, sem Sovétríkin hafa
látið öðrum ríkjum í té. Kín-
verjar eru fátæk þjóð, og því
er stjórn hennar skorinn
þröngur stakkur í þessum
efnum. Því hafa loforð og
efndir Pekingstjórnarinnar í
þessum efnum iðulega stang-
azt á.
Flest lönd, sem efnahags-
aðstoð veita, miða hana við
aflögugetu sína og þarfir
þeirra ríkja, sem aðstoð
eiga að fá. Síðan er gengið
frá einstökum atriðum, og
frá þeim skýrt opinberlega.
Hins vegar hefur verið að því
stefnt að halda því leyndu,
hve mikla aðstoð Peking-
stjórnin veitir erlendum aðil-
um. Þá er enn erfiðara að
gera sér grein fyrir, hve að-
stoðin er víðtæk, því að lof-
orð hafa ekki verið efnd,
nema endrum og eins.
Kínverskir leiðtogar gera
sér fulla grein fyrir því, hve
mikið áróðursgildi aðstoð við
erlend ríki hefur. í ræðu
þeirri, sem utanríkisráðherra
Alþýðulýðveldisins Kína,
Chen Yi, flutti 29. september
s.l. ár, og fræg er orðin, lýsti
hann því yfir, að mörg ríki
í Afríku og Asíu væru nú
háð aðstoð Bandaríkjanna.
Hins vegar er efnahagsgeta
Kínverja ekki slík, að þeir
geti keppt við Bandaríkin á
þessu sviði.
Alsír er gott dæmi. Meðan
á stóð hungursneyðinni ]962
sendi Pekingstjórnin þangað
9000 tonn af hveiti, sem hún
hafði keypt frá Kanada. Þeg-
ar kornið barst til Alsír voru
þar þegar fyrir 60.000 tonn
af bandarísku hveiti, sem
Mao Tse-Tung.
stjórn Alsír þurfti ekki að
greiða fyrir, frekar en það,
er kom frá Kína.
Ári síðar veitti Alþýðulýð-
veldið Alsír 50 milljónir dala
lán. Nokkrum vikurn síðar
veittu Sovétríkin Alsír sams
konar lán — en helmingi
hærra.
Erfitt hefur reynzt að
varpa ljósi á, hvers Peking-
stjórnin óskar að komi í stað-
inn fyrir slíkar lánveitingar.
Opinberlega er því haldið
fram af kínverski hálfu, að
engar kvaðir fylgi aðstoðinni,
og sé þannig um hnútana bú-
ið, að viðtakandi veri veit-
anda í engu háður. Hins veg-
ar lýsti forseti Níger, Ham-
ani Diori, því yfir á sl. ári,
að tæknileg aðstoð Alþýðulýð
veldisins væri oft fólgin í
því, að ónýt tæki eða úrelt
væru send. Um beina fjár-
hagsaðstóð sagði hann, að oft
yrði viðtakandi að ábyrgjast
greiðslu, og setja að trygg-
ingu hluta náttúruauðæf-
anna.
1961 tilkynnti Pekingstjórn-
in, að hún hefði fært stjórn
Kenya að gjöf 1 milljón sterl-
ingspunda, og veitt henni að
auki lán að upphæð 5 millj-
ónir punda. Ár leið, þar til
gjöfin barst, og lánið var
aldrei veitt. Frá því var skýrt
á þingi Kenya, að lánið „virt-
ist vera fólgið í gæðalitlum
vörum, sem ekki var hægt að
selja, eða þá vörur, sem nóg
væri til af í Kenya, og fram-
leiddar þar í stórum stíl“.
Þá má minna á gjöf, sem
Pekingstjórnin ætlaði að færa
Kambódíu, trésmíðaverk-
smiðju. Loka varð verksmiðj-
unni, vegna þess, að fram-
leiðsla hennar varð dýrari en
aðfluttar sams konar vörur.
Nepal hefur beðið eftir um-
saminni aðstoð í stórum stíl
síðan 1956, en til þessa hafa
Kínverjar ekkl reist þar í
landinu nema eina skóverk-
smiðju.
Tanzania hefur tekið við að-
stoð frá Alþýðulýðveldinu,
en lítið hefur þó verið unnið
að undirtliningi lagningar
járnbrautarinnar frá Tanzan-
ia til Zambíu, þótt mikið
hafi verjð rætt um væntan-
lega aðstoð á því sviði.
Hins vegar hefur Peking-
stjórnin unnið að því að ljúka
ýmsum umsömdum fram-
kvæmdum erlendis, þótt því
hafi ekki alltaf verið haldið
á lofti, að undanförnu, er þó
hjúkrunarlið til allmargra
landa.
Undanfarið hefur mikið
verið rætt um aðstoð Kín-
verja við Pakistan, en þar er
nær eingöngu um hernaðar-
aðstoð að ræða. Þá hefur N-
Vietnam, eins og kunnugt er,
fengið mikla aðstoð frá Al-
þýðulýðveldinu. Sá þáttur að-
stoðarinnar við N-Vietnam,
sem mest hefur verið haldið
á lofti að undanförnu, er þó
plastverksmiðja, sem nýlega
var reist í Hanoi.
(Observer- allur réttur áskil-
inn).
f7ramsóknarmálgagnið er í
* uppnámi vegna þess, að iðn
aðarmálaráðherra og Morg-
unblaðið hafa sýnt fram á
með óhrekjanlegum stað-
reyndum, að prófessor Ólafur
Jóhannesson hefur lengi átt
þess kost að láta í ljós álit
sitt á álsamningunum og sér-
staklega gerðardómsákvæð-
um þeirra.
Sú staðreynd, að ritstjórar
Framsóknarmálgagnsins hafa
'algjörlpga komizt úr jafn-
vægi við þessar upplýsingar
er augljós af eftirfarandi til-
vitnun í forustugrein blaðs-
ins síðastliðinn sunnudag. En
þar segir:
„Ólafur Jóhannesson mun
ekki tapa vegna þessara
árása, heldur mun rógsher-
ferð gegn honum auka traust
hans og álit. Svona hefur
fhaldið jafnan ofsótt alla þá,
sem það hefur talið sér erfið-
asta. Þegar rökin hefur þrot-
ið hefur verið gripið til ró'gs-
ins. Rógsherferðin gegn Ólafi
Jóhannessyni staðfestir betur
en nokkuð annað, að íhaldið
treystir sér ekki til að verja
álsamningana með rökum.“
Þarna tekst Framsóknar-
málgagninu svo vel upp, að
■ í þessari stuttu tilvitnun
kemur orðið rógsherferð fyr-
ir í hverri einustu setningu,
að einni undantekinni, þar
sem um ofsókn er talað.
En ástæða er til að spyrja,
hver rægir prófessor Ólaf Jó-
hannesson? Vissulega er það
hvorki Morgunblaðið né ráðr
herra, sem hafa gert það eitt
að sýna fram á með rökum
og staðreyndum, að hinn
ágæti stjórnlagafræðingur,
sem situr á Alþingi fyrir
Framsóknarflokkinn hefur á
hinum ýmsu stigum málsins
átt þess kost að segja álit sitt
- á álsamningunum, og þar á
meðal á gerðardómsákvæðun
um. Morgunblaðið hefur einn
ig sagt, að það vilji ekki ætla
prófessor Ólafi Jóhannessyni
það, að hann hefði ekki gert
athugasemd við gerðardóms-
ákvæðin á þessum ýmsu stig-
um málsins, þegar hann átti
kost á, ef hann hefði talið þá,
að þau væru „niðurlægjandi"
fyrir hina íslenzku þjóð. En
hins vegar hefur verið bent
á, að sú staðreynd, að prófess-
orinn gerði enga athugasemd
við þessi gerðardómsákvæði
’fyrr, bendi eindregið til þess,
að hann hafi ekkert athuga-
vert séð við þau. Þetta er
kjarni þess, sem Morgunblað-
ið hefur sagt um afskipti pró-
fessors Ólafs Jóhannessonar
af málinu, og verður engan
veginn sagt, að hér sé um
róg eða rógsherferð að ræða.
En þá er eftir að svara
þeirri spurningu, hver það er,
sem rægt hefur prófessor
Ólaf Jóhannesson, ef einhver
hefur gert það. Og víst er
það kaldhæðnislegt, að róg-
berarnir eru þeir einir, sem
halda því fram, að gerðar-
dómsákvæðin, sem prófessor-
inn hafði undir höndum, án
þess að gera við þau athuga-
semdir, séu nánast landráða-
samningur. Tíminn verður
sjálfur að svara því, hverjir
þessir menn séu.
JÚLÍANA
SVEINSDÓTTIR
TIMeð Júlíönu Sveinsdóttur
er horfinn sterkur og sér-
stæður persónuleiki og mikill
listamaður. Enda þótt hún
væri víðsýnn heimsborgari í
list sinni bar hún þó jafnan
sterkan svip af heimahögum.
Atvikin höguðu því þannig að
hún var lengstum búsett í
Danmörku og var þar frægur
og vinsæll listamaður, bæði
fyrir málverk sín og listvefn-
að. í Danmörku var henni
sýndur margvíslegur sómi,
var boðin þátttaka í merkum
listsýningum og kjörin í
stjórn ágætustu listastofnana.
Júlíana Sveinsdóttir var
skapföst kona, en hógvær og
yfirlætislaus. Hún var traust-
ur vinur vina sinna, heil og
sterk í lífi sínu og list.
Júlíana Sveinsdóttir er lát-
in, en list hennar og minn-
ing mun lifa langt fram um
aldirnar. íslenzka þjóðin
þakkar henni, allir þeir sem
kynntust list hennar, hinum
mildu fögru litum og línum
muna hana og virða.
IÐNAÐUR í SÖKN
CJíðastliðinn laugardag birt-
^ ist athyglisvert viðtal í
Morgunblaðinu við Gunnar
Friðriksson, forstjóra sápu-
gerðarinnar Frigg, um fram-
leiðslu og innflutning á til-
búnum hreinlætisvörum. í
viðtali þessu segir Gunnar
Friðriksson, að fram til 1952
hafi ströng innflutningshöft
verið á hreinlætisvörum, en á
því ári hafi samtímis verið
gefinn frjáls innflutningur á
tilbúnum hreinlætisvörum,
þ.e. sápum og þvottaefnum,
svo og hráefnum til þessarar
framleiðslu.
íslenzki hreinlætisvöruiðn-
aðurinn var ekki undir þenn-
an frjálsa innflutning búinn,
og varð það til þess að fram-
leiðsla hjá innlendu fyrir-
tækjunum drógst verulega
saman. Þær þurftu því að
byrja aftur frá grunni og
koma með endurbætta fram-
leiðsluvöru unna úr miklu
betri hráefnum en völ hafði
verið á meðan innflutnings-
höftin voru í gildi.
Innflutningur úr tilbúnum
hreinlætisvörum nær há-
marki árið 1956, en þá voru
flutt inn 555 tonn, en fram-
leidd í landinu 336 tonn. Upp
frá því fór innflutningur stöð
ugt minnkandi, en innlend
framleiðsla óx að sama skapi.
Árið 1961 var innfiutningur
kominn niður í 280 tonn, en
innlenda framleiðslan upp í
541 tonn. Vorið 1963 var inn-
flutningur í lágmarki með
197 tonn, en innlenda fram-
leiðslan nam 634 tonnum.
Af þessum tölum má sjá, að
innlendir framleiðendur á
hreinlætisvörum hafa brugð-
izt við breyttum markaðsað-
stæðum af framsýni og dugn-
aði, komið rekstri verksmiðja
sinna á nýjan grundvöll með
betri framleiðsluvörum, og
árangurinn hefur ekki látið á
sér standa, þeir hafa gert
meira en að halda í við er-
lenda samkeppni, þeir hafa
náð mestúm hluta af markaði
fyrir hreinlætisvörur úr
höndum erlendra framleið-
enda. Er þetta gott dæmi um
það, hvernig innlendur iðnað-
ur getur tryggt tilveru sína,
ef rétt er á haldið.