Morgunblaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 30
30
MORGU N B LAÐIÐ
Miðvikudagur 20. april 1966
■ ÞROTTAFRETIIR — ............... ..... -.............? ... 1
™MIIIBalMIIIIIMBiaaiMllllllllll""IIIIIMal^^ .... 11 1 ÍITÍÍlimÍÍÍMÉÍÉIiriirBir
Eitt körfuskot réði því hvort ferðin var vel-
heppnuð eður ei
Sígurinn yfir Dönum a þeirra
heimagrund var mikilsverður
LANDSLIÐ ÍSLANDS * körfuknattleik er nú komið heim frí
Norðurlandakeppninni í Kaupmannahöfn, Polar Cup mótinu, einft
tg það nefnist. Liðið hélt utan 7. apríl með flugvél frá Flugfélagv
Íslands og um klukkan sex um kvöldið var liðið búið að hreiðra um
síg í hinni nýju íþróttahöll í Herlev í Kaupmannahöfn þar scix
mótið átti að hefjast daginn eftir, föstudaginn langa. Var síðan
snæddur kvöldverður og að honum loknum höfð létt æfing ti\
þess að kynnast salnum. Eftir æfinguna var gengið til náða á léleg.
um beddum og voru einungis lök og teppi til þess að sofa við en
engir koddar. Var að auki ískuldi í svefnsalnum svo mörgum varð
lítil kvíld að nóttinni.
Morguninn eftir var árbítur
klukkan átta og síðan æfing.
Hvíldust menn síðan fram ab
því að iiðin gengu öll inn í sal-
inn til setningar mótsins. Held-
ux voru tilheyrendur brosmild-
ir undir flutningi þjóðsöngva
hinna fimm þáttökuþjóða, því
skátahljómsveitin sem lék, vaf
ekki starfi sínu vaxin. Að lokinni
athöfninni hófst keppnin. Fyrsft.
leikurinn var milli íslands og
Noregs og lauk honum með sign
íslands 74-39. Strax á eftir léko.
Finnland og Danmörk og sigruða
Finnar í þeirri viðureign með
103 stigum gegn 50. Um kvöldið
léku íslendingar annan leik, þá
við Svía og sígruðu Svíar 85-62
Einnig léku Finnar og Norðmenn
og varð það auðveldur sigur
fyrir Finna 109-39. Eftir þenn-
an dag var íslenzka liðið búið að
ganga sér mjög til húðar og voru
menn að vonum þreyttir. Var
nú hvílst vel og búið undir á-
tökin daginn eftir því þá skyldi
berja á fjendum vorum Dönum.
Á laugardagsmorgun var
höfð létt æfing, og var ekki
laust við að menn hefðu
strengi frá deginum áður.
Klukkan fjögur var mótinu
haldið áfram og lék þá Noreg-
ur og Svíþjóð og töpuðu
Norðmenn enn, nú með 91-37.
Var þá komið að úrslitum er-
indis okkar íslendinganna
við Dani. Var honum sjón-
varpað um Danmörku þvera
og endilanga og hafði verið
mikið um hann skrifað í dönsk
blöð dagana fyrir mótið og
talið að nú væri Dönum mál
að fara að hefna ófaranna
gegn íslendingum tvö undan-
farin Norðurlandamót. Þarf
ekki að fjölyrða um úrslitin
hér það hefur þegar verið
gert í íslenzkum blöðum. En
leiknum lauk með eins stigs
mun fyrir ísland 68-67. eftir
framlengdan leik. Var að
vonum mikil gleði ríkjandi í
búðum íslendinganna eftir
leikinn, því þarna munaði að-
eins einni körfu hvort þessi
landsliðsferð var vel eða illa
heppnuð.
Um kvöldið var sameiginlegt
'hátíðarborðhald, með tilheyr-
andi ræðu'höldum og snakki og
var vel heppnað og skemmtilegt.
Var raðað niður við borðin þann-
ig að þjóðirnar blönduðust sam-
Þorsteinn Hallgrimsson skorar móti Dönum.
an og sannur norrænn andi sveitf
yfir borðum. Fyrir leikinn við
Dani varð það að samkomulagi
að ef við ynnum mættum við
drekka einn sterkan bjór í veizl-
unni og svo einn bjór 1 viðbót
fyrir hver fimm stig sem við hefð
um yfir Dani í leiknum. Reyndar
KR íslandsmeistari í körfubolta
— gaeti gefið síðasta leikinn
A MÁNUDAGSKVÖLD tryggffu
KR-mgar sér þau tvö stig sem
þeir þurftu til þess aff verffa ís-
landsmeistarar í körfuknattleik í
1. deild 1966, meff sigri yfir KFR
106:87. Höfffu KR-ingar unnið
alla sína mótherja áður og þar á
meffal Ármann sem var þeim
hvað skeinuhættastur í mótinu,
og þurftu aðeins tvö stig úr
tveimur siðustu leikjum sínum
til þess aff tryggja sér titilinn.
Sama kvöld áttust við ÍR og Ár-
mann, einnig í 1. deild, og tókst
ÍR nú aff hefna harma sinna úr
fyrri umferffum mótsins, en þá
vann Ármann þá með einu stigi,
og sigra meff talsverðum mun
69:51. Aff vlsu vantaði Ármann
einn af sínum sterkustu mönn-
um, Hallgrím Gunnarsson, og
veikti þaff liffiff aff mun.
KR — KFR 1. deild 106:87
KR náði frá upphafi tökum á
leiknum og hafði í hálfleik
tryggt sér það forskot sem þeir
síðan héldu út leikinn og nægði
þeim til sigurs. Var staðan í hléi
37:52, og hafði Guttormur átt þar
stærstan þátt í stigaskoruninni.
Það veikti mjög lið KFR að mið-
herji liðsins hinn 207 sentimetra
bái Sigurður Helgason lá veikur
og gat ekki mætt til leiks. Einnig
var ólafi Thorlacius visað af
velli með fimm villur skömmu
fyrir hlé. En hann er aðalupp-
byggjari liðsins og var það enn
til þess að auka á erfiðleika liðs-
ins. í síðari hálfleik jafnaðist
leikurinn heldur og var munur-
inn á liðunum þann tíima ekki
nema fjögur stig 54:50 fyrir KR,
þannig að lokatölurnar urðu
106:87. Beztir hjá KR voru í þess
um leik Guttormur með 21 stig,
og lék hann sérlega vel í fyrri
hálfleik þegar mest reið á, Kol-
beinn með 23 stig og Kristinn
með 24 stig. Hjá KFR skiptust
stigin þannig: Þórir 30 stig, Ein-
ar 28, Marinó og Hörður 8 stig
hvor, Rafn 7, og Ólafur 6. Dóm-
arar í leiknum voru Hlócnsteinn
Sigurðsson og Tómas Zoega.
ÍR — Ármann 1. deild 69:51
Taugaóstyrkur einkenndi leik
beggja liðanna fram eftir fyrri
hálfleik. Eftir tíu mínútur var
staðan aðeins 11:10 fyrir ÍR,
mjög lág stigatala í 1. deild. Var
leikurinn mjög jafn og stóðu
leikar 26:26 í hálfleik. Eftir hlé
ná ÍR-ingar mun betri byrjun og
komust fljótlega í yfirburðastöðu
52:38, var þar- að verki aðallega
Agnar Friðriksson og lék hann
stórglæsilega, hitti mjög vel af
löngu færi og hirti fjölda frá-
kasta. Gerði hann hreinlega út
um leikinn á nokkrum mínútum
og komust Ármenningar aldrei
nálægt ÍR eftir það og juku ÍR-
ingar heldur forskotið þannig að
þegar tímavörður gaf merki var
staðan 69;51, stór en nokkuð
sanngjarn sigur fyrir lR. Ár-
mannsliðið var í þessum 'leik
talsvert langt frá sinni fyrri getu
og náði aldrei þeim leik sem áð-
ur í mótinu. Eini maðurinn sem
sýndi sæmilegan leik var Birgir
Örn og skoraði hann 20 stig. lR-
liðið sýndi að þessu sinni sinn
bezta leik í vetur og mætti til
leiks mjög ákveðið og baráttu-
glatt. Beztir í liðinu voru Agnar
sem skoraði samtals 32 stig og
átti glæsilegan leik og Hólm-
steinn sem skoraði 18 stig og
barðist af mikilli hörku allan
leikinn. Dómarar voru Finnur
Finnsson og Einar Oddson.
kom einnig fram sú tillaga að
liðið fengi að drekka einn kassa
aif bjór fyrir hvert eitt stig yfir
Dani, en faraistjórinn felldi þá
tillögu. Samkvæmt þessum samn
ingum fékk hver maður einn
bjór með matnum og þótti mörg-
um dauft yfir þessu þriggja tíma
borðhaldi. En hvað um það leik
urinn við Finna var hvorguninn
eftir svo ekki var þarna staður
né stund til hátíðarhalda. Lauk
samkomunni um klukkan ellefu
og var gengið til náðar laust eft-
ir miðnætti.
Á sunnudagsmorgni' var ekið
til Bellahöjhallen þar sem fjórir
síðustu leikir mótsins áttu að
fara fram. Léku fyrst Svíar og
Danir og unnu Svíar þann leik
auðveldlega 88-54. Leikur ís-
lands og Finnlands var einnig
ójafn og endaði 92-47 fyrir Finna
Síðar um daginn fór fram úrslita
keppni mótsins. Léku fyrst
Noregur og Danmörk til úrslita
um 4. og 5. sæti, og Svíar og
Finnar til úrslita um 1. og 2.
sæti, en ísland hatfði þegar
tryggt sér 3. sætið með sigri yf-
ir Noregi og Danmörku. Leikur
Dana og Norðmanna endaði með
sigri Dana 74-50 eftir nokkuð
jatfnan leik. í úrslitaleiknum voru
yfirburðir Finna slíkir að etftir
ca. 15 mínútna leik höfðu þeir
gert út um leikinn. en lokatölur
urðu 82-62. Á eftir fór fram verð
launaafhending og mótsslit og
fékk ísland þar sinn þriðja bronz
pening í Polar Cup.
Framkvæmd Dananna á mótinu
var í alla staði til mikillar fyrir-
myndar. Var öll tímasetning
mjög nákvæm og aðbúnaður all-
ur mjög góður. Var það einkar
þægilegt fyrir þátttakendur að
sofa og matast í sama húsi og
keppt er, því þá er komist hjá
ölium flutningum á milli og
þeim óþægindum og amstri sem
því fylgir. Eini gallinn sem
fannst á aðbúnaði var að rúm-
stæðin og rúmfatnaður var ekkx
eins og best hefði verið á kosið,
en etf til vill er ekki hægt að
fara frám á algera fullkomnun i
aðstöðu og aðbúnaði. Húsið sem
keppt var í er alveg nýtt atf nál-
inni ,hetfur ekki einu sinni verið
formlega vígt. og er þannig úr
garði gert að til fyrirmyndar er.
Það var mjög stórt og bjart og
í því var fyllilega löglegt keppnis
góltf og talsvert áhortfendapláss.
Tveir veitingasalir voru í húsinu.
Mjög stór pláss fyrir skrifstofur,
og fjöldinn af búningsklefum,
böðum, gufuiböðum. áhalda-
geymslum o.fl. Þrátt fyrir allarx
glæsileikann og full'komleikann
var verð hússinns ekki nema
u.þ.b. fimm milljónir danskra
króna, eða 30 millj. íslenzkar.
Er ekki að efa að íslenzkir for-
ystumenn íþróttamála geta margt
lært atf dönskum í þessum efn-
um og einkum í því að Danir
bruðla ekki, þeir gera vel, fall-
egt. og sterkt, en það er þeim
ekkert kappmál að þekja allt
með harðviði og hnausþykkum
teppum, þeir hafa nefnilega upp-
dagað þann sannleika að íþrótt-
irnar eflast ekki hætishót þótt
íþróttatforystan haldi fundi sina
í harðviðarhöllum, í mjúkum
stólum. Og geta íþróttamannanna
er s'ú sama hvort sem þakið í
íþróttahúsinu er klætt harðviði
eða sést í einangrunina bera.
Allar þátttökuþjóðirnar, utan
Noregur, lögðu með sér dómara
á þetta Norðurlandamót. Frá
Finnlandi var Arvu Jantunen,
Frá Svíþjóð Oscar Petterson,
Frá íslandi Guðjón Magnússon
og fré gestgjöfunum Dönum
voru þeir Viggo Bertram og Dan
Cristensen. Allir eru þessir menn
góðir dómarar. en fram úr skör-
uðu þó Dan Cristensen fyrir
ákveðni og réttláta dóma og
Jantunen, hinn finnski, sem var
sérstaklega réttsýnn og róandi
dómari. Er vonadi að fulltrúi ís-
lezkra dómara á mótinu geti nú
miðlað kollegum s>ínum hér
heima atf þeirri reynzlu og lær-
dómi sem hann hlaut í ferðinni.
Jafnhliða mótinu var haldinn
fundur í Körfuknattleiksráði
Norðurlanda. Fundinn sátu atf
hálfu íslands, Bogi Þorsteinsson,
formaður KKÍ og Jón Eysteins-
son formaður landsliðsnefndar
KKÍ. Voru ýmis sameiginleg
hagsmunamál Norðurlandanna
rædd á þessum fundi. Var um
það rætt hvort stækka ætti Polar
Cup keppnina í sex landa keppni
en þá fengi keppnin viðurkenn-
ingu sem undanrás í Evrópumeist
arakeppninni, þar sem tvö lið
fengju að halda átfram. Var á-
kveðið að blanda Polar Cup ekki
í það stríð, því hætt væri á að
sjarminn færi af keppninni ef
taka yrði hvaða lið sem er inn f
mótið, t.d. Rússa. Ákveðið var að
Polar Cup fari fram í Reykjavík
1968 og Noregi 1970. Ýmis fleiri
mál voru rædd á fundum ráðs-
ins, var boðið til námskeiða fyr-
ir dómara og unglinga bæði i
Svíþjóð og Finnlandi, og verður
það rætt nánar síðar. Bogi Þor-
steinsson var kjörinn formaður
ráðsins næstu tvö ár, og Magnús
Björnsson ritari þess fyrir sama
tímabil.
Geta hinna fimm þátttökuliða
í þessu móti var mjög ámóta því
sem við bjuggumst við fyrir-
fram.
Finnland reyndist, eins hin
trvö mótin, langsterkast. Þeir
hafa á að skipa mjög ungu en
Framhald á næstu síðu