Morgunblaðið - 26.04.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.04.1966, Qupperneq 11
MORGU NBLAÐtÐ 11 , Þriðjudsgur 26. april 1966 borgarstjórn í hyggju með fram- kvæmdir fyrir dvalarstaði og skemmtistaði til frístunda fyrir aldursflokka 12 til 16 ára og 16 til 21 árs? , Borgarstjóri: ’ Erfitt er að gefa fullnægjandi svar við þessari spurningu. Það er álit Æskulýðsráðs og skóla- manna, að ekki megi draga þá, sem eru í skólunum burt frá þeim með því að efna til sér- stakra dansleikja fyrir þá. Þessir aðilar hafa einnig lagzt gegn því, að aldurstakmark verði lækkað, þannig að 15 ára ungl- ingar komizt inn á skemmtistaði eins og þann sem við erum stödd í hér. Það er álit skólamanna að halda beri unglingum á skóla- skyldualdri sem mest innan skólanna. Um eldri flokkinn er það að segja, að hann á ekki í mörg hús að venda. Nú á næst- unni munu templarar taka í notkun mikla byggingu og von- umst við til, að þar verði að- staða fyrir þann aldursflokk, sem hér er um að ræða. Þá er Æskulýðsráð með á prjónunum að benda á svæði í nágrenn Reykjavíkur fyrir tjaldstæði og fleira. Gísli Jóhannsson: ' 1. Mega vetraríþróttir vænta aukins stuðnings borgarstjórnar í framtíðinni? 2. Geta væntanlegir neytend- ur, sem von eiga á hitaveitu vænst þess að loforð um leið- beiningar verði framkvæmd á næstunni? 3. Getur borgarstjóri upplýst hvernig samningar við Verk h.f. um framkvæmdir hitaveitu í Smáíbúðahverfi standa? Borgarstjóri: ' 1. Ætlunin er að koma upp skautasvellum víðar um borgina, t. d. í Laugardal eða annars stað- ar, svæði fyrir skíðaíþróttir eru helzt í Árbæjarbrekkunni á sama stað og skíðabrekkan var í gamla daga. 2. Leiðbeiningastarfsemin hef- ur verið rædd nokkuð en skort hefur sérfræðilegar leiðbeining- ar, og erfiðleikar eru á að fram fylgja leiðbeiningunum. Mér er ljóst að hitaveitan í gamla bæn- um kemst ekki í lag, nema húsin á þessum svæðum endurbæti kerfi sín. 3. Þessum framkvæmdum á að verða lokið 1. ágúst eða 1. sept- ember. Óli S. Runólfsson: 1 1. Hvenær er ákveðið að mal- bika og leggja gangstétt á Háa- leitisbraut, svokallaða botn- langa, sem ganga út frá aðal- braut? 2. Hverjir eiga að bera þann aukakostnað og skaða, sem ónógt vatn hjá Hitaveitu Reykjavíkur orsakar, t. d. í þeim íbúðarblokk um við Háaleitisbraut, þar sem borgarverkfræðingur samþykkti reykháfalausar byggingar, og því ekki hægt að grípa til ketils. 3. Það hefur oft komið fyrir að á lóðum þeim, sem borgin út- hlutar til leigutaka eru hús sem eiga að fjarlægjast. Leigutaki héfur þó eigi getað hafið fram- kvæmdir vegna þess að húsið eða húsin mátti ekki fjarlægja. Hvað er því til fyrirstöðu að skipa svo málum að hús þessi séu fjarlægð áður en leigutaki er tilbúinn til framkvæmda? 4. Getur borgarverkfræðingur skyldað lóðaleigutaka til að ganga frá lóð, og fylgt því eftir til árangurs, eftir þeim skilyrð- um sem reglugerð hans segir til um, t. d. um frágang lóða? Borgarstjóri: ! 1. Ég geri ráð fyrir að átt sé við götur sem liggja frá húsun- um sem eru byggð vestan Háa- leitisbrautar. Reynt verður að leggja gahgstéttir svo langt sem framkvæmdir leyfa, en gatan ekki malbikuð fyrr en 1968. 2. Hér verður að fara eftir atvikum hverju sinni. Ég hefi ekki heyrt verulegar kvartanir um hitaskort á þessu svæði, en um bótaskyldu hlýtur að fara eftir öUum málavöxtum. 3. Við kjósum að úthluta ekki slíkum lóðum fyrr en búið er að fjarlægja húsið. Ýmsir hafa hinsvegar sagt að þeir vildú fá lóð enda þótt mannvirki standi á henni. Höfum við þá fallizt á það, en ekki skuldbundið okkur um fjarlægingartíma. 4. Þetta hefur verið mikið vandamál, þar sem nægilega ströng skilyrði hafa ekki verið í úthlutunarskilmálum. Nú eru langtum strangari skilyrði, þannig að gengið verður eftir þessu innan ákveðins frests. Gunnar Petersen: Stendur til að svæðið norðan Hraunsbæjar verði verksmiðju og iðnaðársvæði?, Borgarstjóri: Ætlunin er að þar verði um að ræða léttan og hreinlegan iðnað, en svæði fyrir annan og þyngri iðnað á Árbæjarhöfðan- um. Gunnar Petersen: 1. Hvenær er áætlað, að unnt verði að ljúka við fyrsta áfanga barnaskóla í Árbæjarhverfi? 2. Er ætlunin að íbúar Ár- bæjarhverfis verði símalausar, eða hvað verður gert í þessu efni? 3. Hvenær verður Rofabær lagður niður sem Suðurlands- vegur? 4. Hvenær hverfur háspennu- línan niður í jörðina? 5. Hvernig verður með áætlun strætisvagna í Árbæjarhverfi? Borgarstjóri: 1. Ætlunin er að bjóða út fyrsta áfanga á næstunni, og verð ur hér um tólf kennslustofur að ræða. Vonast er til að hluti þeirra verði tekinn í notkun í haust. 2. Af borgaryf irvalda hálfu hef ur verið úthlutað lóð fyrir sím- stöð, og get ég ekki meira um þetta atriði sagt. 3. Þetta á að gerast í sumar. 4. Um þetta veit ég ekki og varlegast að nefna engan tíma. 5. Eftir því sem hverfið bygg- ist upp verður ferðum fjölgað. Valgerður Guðmundsdóttir: Staðsetning bílasímastöðvar við Réttarholtsveg alveg við íbúðarhús er til óþæginda og leið inda sem verður ekki unað við. Borgarstjóri: Tek þetta sem ábendingu sem sérstaklega verður rannsökuð. Borgarstjóri tekur á móti fundargestum að Hótel Sögu í gærkvöldi. unnt verður að nota sundlaugina frekar. Birgir Frímannsson: Forstjóri Verks h.f. gaf eftir- farandi skýringu á framkvæmd- um hitaveitu í Smáíbúðarhverfi. Samningar hafa ekki verið und- irritaðir um hitaveitufram- kvæmdir í Smáibúðarhverfi. Til boð var gert 7. júní sl. en ekki var hægt að hefja verkið um mánaðamótin septemiber-októ- ber. Djúpstæður ágreiningur er við verkfræðinga hitaveitunnar. Samkv. okkar reynslu er betra að leggja hitaveituna í miðja götu og mundi sparast við það töluvert fé, og ekki er hætta á eyðileggingu ýmissa lagna sem í gangstéttum eru. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að deila á þessar framkvæmdir. Ég beini því til borgarstjóra hvort hugs- anlegt sé að þessi ágreiningur sé ekki okkur að kenna? Borgarstjóri: Fyrir liggur útíboð og í sam- ræmi við það samþykkt til- boð frá Verk h.f. Samning- ur er þar með kominn á. óhollustu og óþrifnaðar, þar sem skolp frá húsum rennur í hann og vil ég spyrja hvort ekki megi vænta úrbóta á þessu máli, þar sem börn sækja mjög til leiks við læk þennan? Borgarstjóri: Hér er um að ræða hús við Blesugróf sem eiga að hverfa, og nýja ræsið nær því ekki til. Ekki er um annað að ræða en endurbæta rotþrær húsanna, og notast við þær þar til húsin hverfa. Guðmundur Hansson: Þegar Ásgarðshverfið var byggt var á skipulagsuppdrætti gert ráð fyrir barnaleikvelli í hverfinu. Nú eru risin hús á leikvallarsvæðinu nema smávöll ur er á afgangssvæði. Spurning- in er, hvenær kemur barna leik- völlur í hverfið, sem takmarkast af Bústaðavegi, Réttarholtsvegi, Sogavegi og Tunguvegi? Borgarstjóri: Ég hygg að komi hann ekki í sumar, verði >það næsta sumar. Jón Þórðarson kom með eftir- farandi ábendingu: Líkanið af hinu nýja skipulagi miðbæjarins er til sýnis á fundum borgarstjóra og þefur vakið mikla athygli. Jón Stefánsson: Hvað líður bílskúrum við hús- in í Bústaðahverfi, hvenær get- um við vænzt þess að úr rætist? Borgarstjóri: Þessu hef ég þegár svarað. Jóhann Jónsson: 1. Hvaða framkvæmdir eru fyr irhugaðar á þessu ári í Blesu- gróf samkv. nýsamþykktu skipu lagi? 2. Verða þær fólgnar í gatna- gerð eða undirbúningi heildar- skipulags hverfisins? Borgarstjóri: Við teljum að heildarskipu- lag hverfisins liggi nokkuð lijóst fyrir, þannig að hverfið verður hluti af Fossvogshverfi. Fram- lenging Sogavegar mun tengja þetta hverfi Fossvogi sem safn- gata. Þegar fram líða stundir tel ég að Blesugróf verði eitt af skemmtilegustu hverfum borgar innar. Þórir Davíðsson: Er að vænta sundkennslu í Breiðagerðisskólanum í sumar? Borgarstjóri: Já, og rannsakað verður hvort Staðið hafa yfir samning- ar um að skipta upprunalegu út- boði þannig, að Verk h.f. ynni aðeins í Bústaðahverfi. Samn- ingar hafa þegar verið undirrit- aðir. Mig skortir sérfræðilega kunnáttu til þes að segja til um hitaveitu í miðjum götum, en ráðunautar hitaveitunnar hall- ast að lögnum í gangstéttir. Það getur valdið erfiðleikum og nokkurri aðgæzlu af hálfu Verk taka, en er auðveldara að gera við ef nauðsyn krefur. Nokkur töf varð á að framkvæmdir hæf ust af fjárhagsástæðum. Gert var ráð fyrir að hitaveituframkvæmd irnar mundu kosta um 245 millj ónir króna, og hafa aðeins bæzt við 55 milljónir og 50 milljónir í aukakostnað vegna nýrra fram kvæmda, sem ekki voru á upp- haflegri áætlun eða um 100 millj ónir. Nokkurn tíma tók að koma skulda'bréfum í peninga, en það tókst á síðastliðnu hausti. Sigurvin Hannibalsson: Ég vil benda á að lækur sá sem rennur vestan við íbúðar- svæðið í Blesugróf er mjög til > „Athugað verði næst þegar Elliðaárnar verði leigðar út, að Æskulýðsráð fái þær til ráðstöf- unar til afnota eingöngu fyrir æskufólk til veiða. Valtýr Guðmundsson: Mig langar til að vita hvað borgarstj óri hugsar sér með sma húsin við Suðurlandsbraut? Borgarstjóri: Þetta eru hús, sem ekki hafa lóðarréttindi. Borgarsjóður hef- ur smátt og smátt keypt þau fyrir helming matsverðs. Guðjón Tómasson: Ég þakka borgarstjóra þá við- leitni að skapa nánara samband við borgarana, og ber fram eftir farandi spurningar: 1. Er hægt að rykbinda Stóra gerði og Hvassaleiti öðru visi en með vatni? 2. Er hægt að koma íþrótta- svæði fyrir stálpuð börn á Golf vellinum gamla. Ekki er nein að staða fyrjr börn til útivistar á þessu svæði? Ég þakka svo borg arstjóra góða stjórn og kem jafn framt á framfæri óskum íbúa Stóragerðis. Borgarstjóri: Ég vil þakka vinsamleg orð og mun stuðla að rykbindingu með öðru efni en vatni í Stóragerði og Hvassaleiti. 2. Mér hefur borizt orðsend- ing frá Kvenfélagi Grensássókn ar á sama veg. Skipulag er ekki fullfrágengið á þessu svæði, og getur mjög komið til greina að skapa aðstöðu til útivistar. Otto Michelsen: Um Fossvogsskipulagið var efnt til Norðurlandasamkeppni. Hversvegna var ekki byggt eftir þeim uppdráttum, sem hlutu 1. og 2. verðlaun, heldur öðrum uppdráttum, sem ekki fengu verðlaun. 1 núverandi skipulagi hefur verið breytt innkeyrslu- götum £rá fyrri tillögu arki- tekta þannig að þær vísa nú meira til vesturs. Þetta þýðir lengri keyrslu eftir Bústaðavegi. Nú byggir borgari samkv. öll- um leyfum yfirvalda. í ljós kem ur að við lagningu varanlegrar götu að ekki er hægt að nota t.d. bílskúr vegna breyttrar götu- hæðar. A) Hver ber ábyrgðina? B) Hver greiðir? Borgarstjóri: Borgarstjóm fékk þá Gunn- laug Halldórsson og Manfreð Vilhjálmsson til að annast skipu lag Fossvogshverfis. Arkitektarn ir sem hlut eiga að máli sendu inn uppdrætti sem voru keyptir þegar verðlaunasamkeppnin fór fram 1961-1902. Verðlaunaupp- drœttir eru verðlaunaðir, ekki endilega fyrir það hvað fram- kvæmanlegt er. Það var sam- hljóða álit dómnefndar, að ekki bæri að byggja eftir neinum uppdrætti sem verðlaun fékk, heldur fá arkitekta til þess að taka málið upp og taka hug- myndir úr þeim uppdráttum sem inn komu. 2. Athuga þarf öll atvik máls áður en skorið er úr skaðabóta- skyldu af þessum orsökum. Hannes Þ. Sigurðsson: Hvenær er gert ráð fyrir því að Rauðagerði verði malbikað, og er gert ráð fyrir þvi að nú- verandi tenging þess við Miklu- braut haldist í framtiðinni? Borgarstjóri: Ekki er gert ráð fyrir að nú- verandi tenging Rauðagerðis haldist. Rauðagerði verður mal- bikað snemma á næsta ári eða í byrjun ársins 1968. Jón Hannesson: Hvenær er hugmyndin að standsetja autt svæði, sem af- markast af Rauðagerði, Sogavegi og Borgargerði? Borgarstjóri: Ekki er búið að támasetja þessa framkvæmd. Óskar Magnússon: Hvað líður skipulagningu á því svæði norðan Hamarsgerði, sem ætlað var — og er vonandi enn — til bílskúra fyrir ibúa götunnar? Borgarstjóri: Ég treysti mér ekki til að full yrða hvenær það skipulag liggur fyrir, en mun kynna mér málið. Fleiri fyrirspurnir bárust ekki, og þakkaði 'borgarstjóri öllum þeim, sem fundinn sóttu j svo og fyrirspyrjendum og lét Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.