Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. maí 1966 MORGU NB LAÐIÐ 3 „Vonumst til að DAS verði fullbyggt að ári“ Rætt við Pétur Sigurðsson, formann Sjómannadagsráðs — Verkefni okkar, sem að Sjómannadeginum stöndum er fyrst og fremst að sjá um Sjómannadaginn og þá starf- semi, sem um hann hefur skapazt. Á Sjómannadaginn sjálfan sjáum við um hátíða- höld og skemmtanir, svo og fjáröflun, en það hefur verið eitt ai meginverkefnum Sjó- mannadagsins frá fyrstu tíð. i»að er Pétur Sigurðsson, sem mælir svo, er við innt- um hann frétta í tilefni Sjó- mannadagsins, en Pétur er eins og kunnugt er formaður Sjómannadagsróðs, sem kos- ið er af fulltrúum stéttarfé- laga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Og Pétur heldur áfram: — Mjög snemma var ákveð- ið að byggja Dvalarheimili aldraðra sjómanna og er bygg ing þess nú komin svo langt á veg, að við erum farnir að að eygja lokatakmarkið, þ.e.a.s, að síðasta áfanga þess verði lokið. Vonumst við til, að unnt verði að taka hann í notkun á Sjómannadeginum að ári, en þá eru samtökin einmitt 30 ára. Er heimilið verður fulltoyggt mun það taka um 350 manns. Til þessa, hefur allt okkar fjármagn far ið í þetta. í fjáröfluninni höfum við notið stuðnings Happdrættis DAS, en fyrstu 9 árin rann allur ágóði þess til uppbygg- i«gar Hrafnistu. Nú renna til heimilisins um 60% af ágóð- anum, en 40% renna í Bygg- ingarsjóðs aldraðs fólks, sem er í vörzlu Tryggingarstofn- unar ríkisins. Þegar bygg- ingu Hrafnistu verður lokið komum við til með að skulda allmiklar upphæðir, en okk- ur mun takast að greiða þær skulélir upp að fullu á næstu 6—8 árum. — Hvar hefur tekizt að fá lán til þessara framkvæmda? — Lán hafa fengizt fyrir* sérstaka velvild Lífeyrissjóðs togarasjómanna og undir- manna á farskipum. — Hvað um önnur verkefni í framtíðinni? — Á síðustu árum höfum við rekið sumardvalarheim- ili fyrir munaðarlaus og fá- tæk sjómannsbörn á aldrinum Pétur Sigurðsson frá 4—7 ára og vegna gífur- legrar eftirspurnar þá hefur komið fram mikill vilji á að hagræða þessu starfi og koma á fót sumarbúðum fyrir drengi á aldrinum 8—12 ára. Hefur verið talað um, að þetta yrði gert á jörð, sem Sjómannadagurinn á í Gríms nesi, en ekki hefur enn verið unnt að koma þessu í fram- kvæmd vegna fjárskorts og annarra verkefna. bá má nefna, að ótbyggð eru smáhýsi fyrir aldrað fólk á lóð Hrafnistu, en þau hafa verið fyrirhuguð frá byrjun. Einnig verður mikið átak að ganga frá lóð heimilisins, en meðal okkar er fullur skiln- ingur á að ganga þannig frá henni, að hún geti orðið bæði heimilinu og bæjarfélaginu til sóma, m.a. með því að prýða hana iistaverkum. Við höfum fullan hug á, þegar okkur vex fiskur um brygg, að styðja sambærileg samtök út um land, sem áhuga hafa á að koma upp heimilum fyrir aldraða sjó- menn og konur þeirra. Einn- ig hefur sú hugmýnd verið rædd í röðum sjómanna, að vegna sérstöðu í starfi þeirra þyrfti sjómannastéttin að eignast eigið orflofsheimili og fleira hefur verið rætt um sem framtíðarverkefni. — Hvað um stjórn og skip- an Sjómannadagsins? — Öll stéttarfélög sjó- manna í Reykjavík og Hafn- arfirði, bæði yfir- og undir- manna, kjósa fulltrúa í Sjó- mannadagsráð, en þar eiga nú sæti 32 fulltrúar. Aðal- fundur er æðsta vald samtak- anna. Hann kýs 5 manna fram kvæmdastjórn, sem fer með yfirstjórn Sjómannadagsins- og fyrirtækja hans. Dagleg- um rekstri Hrafnistu og Laugarársbíós stjórnar sér- stakur framkvæmdarstjóri, Auðunn Hermannsson með aðstoð húsmóður og yfir- hjúkrunarkonu Hráfnistu, frú Astríðar Hannesson. Happdrætti DAS stjórnar Baldvin Jónsson, fram- kvæmdarstjóri, en sumar- dvalarheimilinu og aðalum- boðinu hér í Reykjavík stjórn in sjálf. Ágóði Laugarársbíós renn- ur til styrktar daglegum rekstri heimilisins að Hrafn- istu. — Hvað viltu segja að lok- um? — Ég vænti þess, að al- menningur taki vel undir þá fjáröflun, sem við efnum til á Sjómannadaginn og að lok- um vil ég senda öllum sjó- mönnum og velunnurum dags ins beztu kveður og árnaðar- óskir. Símaverkfræð- ingar gera verk- foll 1 Finnlandi Helsingfors, 14. maí — NTB: — CM 800 tæknimenn við finnsku póst- og símaþjónustuna fóru í verkfall á laugardag, til að krefjast hærri launa. Verk- fall þetta mun hafa lamandi á- hrif á símaþjónustuna innan- lands og einnig við útlönd. Tals- maður símaþjónustunnar hefur tilkynnt, að reynt verði eftir fremsta megni að halda opnu hinum svokölluðu „heitu“ lín- um milli Moskvu og Washing- ton. Sáttasemjari ríkisins, Keijo Liinamaa, gerði síðustu tilraun á laugardagsmorgu til að sætta deiluaðila, en það mistókst. For- ráðamenn Póst- og símaþjón- ustunnar samþykktu tillögu sáttasemjarans, en fulltrúar simastarfsmanna vísuðu henni á bug. Sr. Jon Auðuns, dompróf.: Zsigmandy tónleikar XJM þessar mundir eru hér á ferð tveir kunnir listamenn frá Þýzkalandi, þau hjónin Denes Zsigmondy, er spilar á fiðlu, og Annelise Nissen-Zsigmondy, er spilar á píanó. Koma þau hjónin hingað frá Kanada, þar sem þau héldu hljómleika, en áður höfðu þau haldið hljómleika í mörgum löndum í ýmsum álfum. Fer mikið orð af fiðluleikaranum og hlaut hann þegar á unga aldri viðurkenningu fyrir leik sinn, m. a. í Schloss Weikersheim á alþjóðlegu móti. Hann hefur verið einleikari með mörgum al- kunnum hljómsveitum, m. a. Wiener Symphoniker, Múnchner Philharoniker, útvarpshljómsveit Kaupmannahöfn, 14. maí — NTB. RÚMENSK sendinefnd kom á föstudag til Kaupmannahafn- ar. Mun hún dvelja í Dan- mörku í átta daga í boði danska þingsins og ferðast til ýmissa borga og bæja. um í Wien, Zúrich, Múnchen, Stuttgart, Frankfurt, Baden- Baden, Rias. Denes og Anneliese Zsigmondy halda hljómleika í Austurbæjar- bíói n.k. þriðjudag á vegum Vaknið í DAG er almennur bænadagur isl. þjóðkirkjunnar, og höfuð- bænarefni dagsins að þessu sinni á að vera: TRÚARVAKNING. Ekki er hennar vamþörf, en hver á að vekja, hverjir að vakna? „Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: VAKIГ (Mark. 13.). En sá sem vekur aðra, þarf sjálfur að vera vakandi. Vakir kirkjan á verðinum, eða sofum við þjónar hennar. Gegnum -við vök'umannsskyldunni, eða þylj- um við marklítið mál, hálfsöf- andi óijósa drauma liðinnar næt- ur og vitum ekki að morguninn er kominn? Ert þú rólegur, þegar þú horf- ir fram á veg kristni og kirkju? Það er ég ekki, enda verið „bannsunginn“ á kirkjufundi af lærðum og leikum og marg- hneykslað grandvarar og góðar manneskjur sem er alveg eins mikil alvara með kristindóminn og mér. Hvað ber hið ókomma í skauti? Um það er auðvelt að spyrja en erfitt að spá. Mun framtíðarkyn- slóðin fylla þær kirkjur, sem hálfvolg nútímakynslóð er að byggja í dag? Gott vinnur hún, en hversvegna sækir hún ekki guðshúsin, sem hún reisir? Mér ætti það ekki síður að vera ljóst en öðrum, hver vandi er þeim á höndum, sem bera — Sjómannadag- urinn Framhald af bls. 1 Gísli Konráðsson, framkv. stj. c. Fulltrúi sjómanna, hr. Páll Guðmundsson skipstjóri d. Afhending heiðursmerkja Sjómannadagsins, hr. Pét ur Sigurðsson, alþm. form. Sjómannadagsráðs. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á milli ávarpa. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Páll P. Pálsson. 15.30 Hátíðagestum boðið að skoða Hrafnistu. 17.00 Kappróður í Reykja- víkurhöfn. Konur úr Kvd. S.V.f. selja Sjómannadagskaffi í Slysá- varnahúsinu á Grandagarði frá kl. 14.00. Ágóðinn af kaffi sölunni rennur til sumardval- ar barna frá bágstöddum sjó mannaheimilum. þýzka sendiráðsins í Reykjavík og menningarfélagsins Germanía. Flytja þau þar 1 .sónötu Béla Bartóks, er höfundur samdi á ungum aldri og talið er erfitt til fiutnings, G-dúr fiðlusónötu W. A. Mozarts, eitt vinsælasta verk sinnar tegundar og eitt fyrsta verk hans og að lokum D-moll fiðlusónötu Johannesar Brahms, op. 108. vakið uppi málefni kristninnar 1 dag. Við höfum notað of ódýrar að- ferðir. Vandinn venður ekki leyst ur með máttvana guðræknishjali, sem fáir einir, mjög fáir taka nokkurt mark á. Menn hafa leitað ú Sannarlega. Frjálslynda guðfræðin, sem mjög var dýrkuð upp úr alda- mótunum síðustu, þokaði fyrir bölsýnni guðfræði tveggja „eftir- stríðs-ára“. Frjálsiynda guðfræð- in vakti mikla hreyfingu. En guðfræðin, sem komið hefir í hennar stað, hefir naumast gert það, hvað þá að hún hafi valdið vakningu. Því er guðfræðin nú að reyna nýjar leiðir, en þeim hefir ekki tekizt að vekja nokkra vindhviðu á lognsæ trú- arlífsins í heimi mótmælenda. Og menn hafa reynt nýjar kirkjulegar leiðir. Víða um lönd mótmælenda eru menn að færa kirkjusiðina, messusiðina, aftur í eidgama.lt form, meðan róm- verska kirkjan er að leysa sig úr fjötrum þeirra forma og með^ stóru átaki nú eftir Vatíkans- þingið. í brezku biskupakirkj- unni gætir meiri og meiri gagn- rýni á þessi gömlu form. Ég las nýlega þessi orð eftir djarfan, brezkan klerk: „Ég er að koma frá hátíðarguðsþj ónustu í minni anglo-kaþólsku kirkju. Allan messutímann ónáðaði mig þessi hugsun: Geturðu hugsað þér Krist syngja þessa messu, klædd an í allt þetta dót, þessar silki- kápur og kjóla? Mun ekki fram- tíðin fleygja mörgu þessu á burt? Þeir eru nokkuð margir, sem sammála eru hinum brezka presti eru um það, að úr þessari átt sé ákaflega hæpið að vœnta vakningar. í næst síðasta tfcö. Kirkjuritsins er skörugleg og ágæt predikun eftir séra Garðar Þorsteinsson prófast ,sem sýnir það m. a. í hverjar ógöngur há- kirkjustefnan er að leiða kirkju og kristni Svílþjóðar. Þar birtist „vakningin“ einkum 1 því, að fólk streymir unnvörpum frá kirkjunni og í sértrúarflokkana. 3Er sú stefna æskileg? Við biðjum um vakningu, endurfæðingu íslenzkrar kristni til meiri trúar Og hreinni siða. Vissulega esr þeirrar vakningar þörf. Gildi sumra þeirra vakninga, sem orðið hafa innan kristninn- ar, var vafasamt, og stundum vel það. En hvað um það. Vakning hefir aldrei orðið, nmea þegar talað var máli, sem samtíðin skildi. Ég hefi oft óskað þess, að heyra nútímatúlkun fyrir nú- tímakynslóð á hinum ódauðlega trúararfi. Þessvegna hafði ég mikla gleði af Ijóðabókinni, sem síðast kom "" mér í hendur: Fagur er dalur. Þungamiðja þeirrar bókar er Ijóðaflokkurinn: Sálmar á atórn- öld. Þar er túlkuð lifandi trú á fersku nútímamáli, með nútíma- bragarháttum — eða bragleysu, það skiptir mig engu. Davíð kon- ungur sló hörpu sína og söng Drottni „nýjan söng“. Hver kyn- slóð á að „syngja Drottni nýjan söng“. Hún verður hjáróma, ef hún syngur hálfs hugar gamalt söngl, sem hún skilur naumast sjálf. Þá getur guðsdýrkunin, háleitasta athöfn mannssálarinn- ar, hæglega orðið að leikaraskap. Vöknum, lærðir og leikir, klerkar og safnaðarfólk, vöknum og vökum svo á verðinum um eilíf verðmæti kristindómsins. Ef við glötum þeim, glötum við því, sem enginn getur bætt okkur aftur. Um þetta stendur þú ábyrgur gagnvart sjálfum (þér og sam- tíð þinni. Og þó enmþá fremur gagnvart kynslóðinni, sem erfir landið eftir þig. „Það, sem ég segi, segi ég öll- um: VAKIГ! (Mark. 13.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.