Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1966 jr BÍLALEIGAN FERÐ SÍAfl 3 4406 SENDU M LITLA hílaleigun Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1209 og 1300. Sími 14970 i RAUÐARÁRSTÍG 3t SÍMI 22022 SÍM' 3-11-60 mnum Volkswagen 1965 og '66. MAGIMUSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun sími 40381 BIFREtDALEIGAK VECFERD Grettisgötu 10. Simi 14113. FjQlvirkar skurðgröfur I K ---- •*>* ÁVALT TIL REIÐU. N Simi: 40450 Væntanleg sending af ]j ósas tillingar tækj um. Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, L.ágmúla 9. Sími 38820. B O S C H Háspennukefli Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9* — Sínu 38820. ■Jr Sjómannadagur Og þá er kominn sjó- mannadagur. Vonandi verða veðurguðirnír mildir svo að börnin geti verið léttklædd og stakkasundsmennirnir kvefist ekki. En látið ekki börnin fara fáklædd að heiman, ef veðrið er ekki eins og það getur verið bezt á vordegi. ÍT Bitnir bréfberar Skýrslur eru yfirleitt gagniegar, þótt ekki sé gott að láta stjórnast um of af skýrsf- um og línuritum. En skýrslur geta líka verið skemmtilegar — og Bandaríkjamenn eru frægir fyrir skýrslugerðir um allt milli himins og jarðar. I>ótt þar sé að finna eitt og annað, sem ýmsir mundu segja, að hefði lítið hagnýtt gildi — fremur til skemmtunar — fer vart hjá því, að „statistik" yfir ólíklegustu hluti og þjóðfélags- þætti geti einhvers staðar kom ið að gagni. Ég rakst á samsafn af nokkr- um skemmtilegum niðurstöðum skýrslugerðarmanna, þegar ég var að fletta New York Times á dögunum — og það er bezt að leyfa ykkur að heyra hvað þeir segja þarna vestra: Konan er hinn raunveru- legi húsbóndi í einni fjölskyldu af hverjum tíu. (Það gæti verið verra). Hver Bandaríkjamaður fer með 470 pund af pappír í súg- inn á hverju ári. Bandaríkjamenn strá 1,500 — fimmtán hundruð — tonnum af svörtum pipar yfir matinn sinn á mánuði hverjum. (Þetta eru hálfgerðir pdparsveinar). í fjögurra manna fjölskyldu þvær húsmóðirin að jafnaði 45,000 — fjörtíu og fimm þús- und — diska á ári. (Engin furða þótt þær vilji láta bús- bóndann í uppvaskið). Sjö þúsund bréfloerar eru bitnir af hundum á hverju 12 mánaða tímabili — til jafnað- ar. (Af hverju banna þeir ekki bréfberana — eins og við hundana?) Hver fjölskylda brýtur að meðaltali níu diska á ári (og þá er allt meðtalið, líka það sem fólk kastar) •fr Borgarspítali Á hverjum degi segja btöðin frá nýjungum og nýjum áföngum. Nú hefur Borgar- spítalinn verið tekinn í notkun og er ánægjulegt, að starfsemi skuli hafin í þessari byggingu, sem svo lengi hefur verið i smíðum. Þetta er stórhýsi, sem ekki aðeins stækkar borgina, heldur markar tilkoma þess nýjan áfanga í heilbrigðismál- um Reykjavíkur og landsins í heild. Annað markvert gerist nú, þegar Borgarspítalinn er tek- inn í notkun. Nýtt land er numið, nýr borgarhluti, sem hingað til hefur í rauninni ekki verið til nema á pappírnum, ef svo mætti segja. -k Slökkvistöð Slökkviliðið flytur nú líka í ný húsakynni og kveður gömlu bækistöðina við Tjarn- argötu. Einhver sagði, að þessi nýja slökkvistöð væri búin slíkum þægindum, að slökkvi- liðsmenn mundu sennilega ekki fást til þess að fara heim til sín á milli vakta. Margir minnast þess, er kviknaði í kommahúsinu við Tjarnargötu fyrir nokkrum ár- um — og húsvörðurinn, nafn- togaður kommúnisti, hljóp fram hjá slökkvistöðinni — alla leið niður á lögreglustöð til þess að ná í hjálp. Út af fyrir sig er það gott, að menn hafa fundið aðrar leiðir til þess að kalla í slökkviliðið en að hlaupa sjálfir á slökkvi- stöðina, því nú lengist spott- inn — ekki sízt fyrir þá, sem búa við Tjarnargötu. — Ann- ars mun slökkviliðið hafa tekið það upp fyrir alllöngu að hafa slökkviliðsbíl til taks vestur í bæ og mun það halda því áfram — að sjálfsögðu. Sundlaug í Laugardal Þriðja mannvirkið verður bráðlega tekið í notkun, sund- laugin í Laugardal. Ég var að skoða loftmynd, sem Ó1 K. M. tók í vikunni og fór ekki milli mála, að þetta er mikil laug. Þegar ég hef ekið þarna fram hjá hef ég aldrei komið auga á laugina sjálfa fyrir spýtna- drasli og moldarhaugum. Fólk þarf að komast á loft til þess að virða hana fyrir sér og átta sig á stærðinni. Annars vérða moldarhaugarnir sjálfsagt fjarlægðir áður en farið vérð- Ur að synda. Þetta verður glæsilegt mannvirki. "fr Kosningar Nú líður að kosningum og er ekki laust við að fólk sé að komast í kosningaskap. Fyrir nokkru var drepið á það hér í dálkunum, að Ríkishandbók- in gæfi góðar upplýsingar um kosningarnar — og er ekki úr vegi að benda fólki á það nú, þegar það fer að líta í kring um sig í leit að handhægum upplýsingum, að i Ríkishand- bókinni eru mjög greinargóð- ar upplýsingar um bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavik, atkvæðatölur, nöfn kjörinna bæjarfulltrúa o. s. frv. í mörg- um undanförnum kosningum. "k Verður vinsælt Milli tvö og þrjú hundruð manns munu skipaðir í undir- kjörstjórnir á kjörstöðum i Reykjavík við þessar kosning- ar. Þeir útvöldu £á skipunar- bréf sitt væntanlega í pósti von bráðar. Þetta er þegn- skylduvinnu, sem hefur ekki verið ákaflega vinsæl meðal útvaldra, þótt ýmsir hafi gam- an af að sitja í kjördeild og fylgjast með samborgurum sínum, þegar þeir koma að kjósa. Hingað til hefur þetta verið ólaunað starf, en ég var að frétta, að nú mundi eiga að launa dagsverkið með þús- und krónum. Ekki hafa allir meiri dagstekjur svo að þegn- skylduvinnuna leysa nú fleiri af hendi með glöðu geði. "k Suðurnesjavegur Suðurneskjamaður skrif- ar okkur eftirfarandi: „Kæri Velvakandi! Má ég biðja þig fyrir eftir- farandi línur í þínum víðlesnu dálkum: Sú undarlega málvenja virð- ist nú vera að ryðja sér til rúms, að nefna hinn nýja, steypta veg til Suðumesja: Keflavikurveg, rétt eins og Keflavík sé eina byggðarlagið á Suðurnesjum, sem nýtur þessa mesta vegamannvirkis á Islandi. Því fer þó fjarri, því eins og allir vita eru á Suðurnesjum mörg byggðarlög. Skulu þau talin hér í röð suður eftir strandlengjunni: Vatnsleysiu- strönd, Vogar, Njarðvíkur. Innri og Ytri, Keflavík, Leira, Garður Miðnes, Hafnir og Grindavík. Allir þessir staðir njóta vit- anlega Suðurnesjavegar og þvl hin mesta fjarstæða að kenna hann við Kéflavík eina enda þótt stór staður sé. Það er því einlæg tilmæli mín að þessi vegur fái að halda sinu rétta heiti — Suðumesjavegur. Gömlum tíma gleymum sízt, — gott má enginn spara. Suðurnesjaveginn vist vilja allir fara. Suðurnesjamaður“. Til sölu glæsileg 5 herbergja íbúðarhæð á Seltjarnamesi. Bílskúrsréttur. Eignarlóð. Teikningar á skrifstof- unni. FASTEIGNASALAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 36 Símar 23987 og 20625. KARLMANNASKÓR frá Frakklandi. Mjög fallegt úrval tekið upp í fyrramálið — Vortízkan Skóbúð Austurbœjar LAUGAVEGI 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.