Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ i Sunnudagúr 15. maí 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU — Ég kannast svo sem heldur ekki neitt við þetta, sagði Steve. — Ég hef hingað til alltaf átt við lögfræðing 1 París — eða að minnsta kosti hefur minn lög- fræðingur gert það — en það framgengur af þessu bréfi, að þið Tom 'hafið hafizt við á þessu skemmtiskipi einhversstaðar við Miðjarðarhafsströndina. — En hvað þá um húsið okk- ar? Steve yppti öxlum. — Ég er nú álíka ófróður um það og þér. Heimilisfangið, sem ég sendi bréfið til, hafði ég fengið hjá lögfræðingnum mínum. Hann veik nú aftur að bréfinu. — Að minnsta kosti minnist hr. Renier alls ekkert á bróður minn, en segir, að þegar þér eruð orðin ferðafær, muni hann koma og fara með yður til Frakklands aftur. Hann hefur líka sent yður peninga, fyrir nauðsynlegum út- gjöldum — en það er annars bezt, að þér lesið bréfið sjálf. Þér eruð sjálfsagt sterkari í frönskunni en ég. — Ef ég hef nokkumtíma kunnað nokkuð í frönsku, þá virðist það hafa gleymzt með öllu hinu, sagði ég. En ég hafði þó ekki gleymt nöfnunum á rós- unum, hugsaði ég með sjálfri mér, og datt í hug um leið, hve minnið mitt gæti verið dutti- ungafullt. Ég tók nú við bréfinu hjá Steve. Þ-að var vélritað á örk, með ofurlitlu bláu flaggi og s/s Afródíte í hausnum, og þar var einnig teikning af Venus, þar sem hún stígur upp úr öldunum. Ég leit á efni bréfsins, og það var eins og Steve hafði sagt. Hr. Renier lauk því með ham- ingjuóskum til mín og undir stóð Y. með miklum sveiflum, sem hefur sjálfsagt átt að vera skammstöfun fyrir Yves. Ég var að minnsta kosti feg- in að fá peningana. Mér hafði dottið í hug, að þessi tuttugu pimd, sem ég hafði mundu ekki duga mér mikið fyrir heimferð- inni til Frakklands. En hvers- vegna hafði Tom, maðurinn minn, ekki skrifað sjálfur? Ég ýtti þeirri ráðgátu frá mér aft- ur. Hugurinn var of fullur af ráðgátum fyrir. — Sögðuð þér honum, að ég hefði misst minnið? spurði ég Steve. — Eigið þér við Tom? Ég sagði honum alla söguna — hvernig þér fundust, og um meiðslin yðar ...... Þessi Ren- ier skipstjóri virðist vita það út í æsar, svo að Tom hlýtur að hafa sýnt honum bréfið. □----------------------------n 9 □----------------------------□ — En Tom hefur bara ekki skrifað, sagði ég. — Og Renier skipstjóri nefnir hann ekki einu sinni á nafn í bréfinu sinu. Kannski er honum alveg sama um mig. Ég fékk Steve bréfið aftur. — Mér þætti bara gam- an að vita, hvenær ég verð ferða fær. Læknirinn segir mér, að ef ég fari aftur til Frakklands og komist í kunnugt umhverfi, sé hugsanlegt, að minnið komi aft- ur. Steve leit undan. — Við verð- um að spyrja lækninn að þessu, næst þegar hann kemur, sagði hann, — og þá get ég skrifað þessum Renier skipstjóra, eða kannski vilduð þér skrifa hon- um sjá'lf? — Já, sagði ég, og svo sneri ég frá þessu leiða umtalsefni, og bætti við: — Eruð þér að fara út í hesthúsin? Má ég koma þangað með yður? — Ef þér viljið. Steve virtist ekkert hrifinn. — Ein hryssan mín er köstuð, og ég ætla að at- huga, hvað henni líður. ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN ® ER 5 MAISIIMA BÍLL ® ER FJÖLSKYLDUBÍLL ® KOSTAR 151.600,- Nœsta sending af Volkswagen 1300 vœntanleg á mánudag, er uppseld Tökum á móti pöntunum til at - greiðslu um nœstu mánaðamót. Sirni 21240 HEKLA hf Lau<j<tvr’ji 170 17 2 — Það er kominn tími til að þessi aurapúki fái sér stærra sjón- varp. — Ó, ég hefði svo gaman af að sjá folaldið! Hvað er það gam- alt? — Svo sem tveggja daga. Það fæddist meðan ég var í London. Hundurinn hoppaði á hælun- um á okkur, er við gengum út úr rósagarðinum og gegn um dyr, sem voru á húshliðinni. — Hvað er hundu'rinn gamall og hvað heitir hann? — Níu mánaða, sagði Steve. — Það á að heita svo, að hann sé vaninn, en hann er nú hjálf- gerður bjáni samt. Hann heitir Bruno. — Hann er fallegur, sagði ég. Við gengum hægt, og Steve reyndi að fara ekki fram úr mér. Hann var með keyri í hend- inni, sem hann smellti út í loftið, eins og utan við sig, og raulaði einhvarn lagstúf í hálfum hljóð- um. Nú var ég feiminn, eftir að hafa verið svona framhleypin áður, þegar ég var að troða mér upp á hann, og samfylgd minni, og einnig setti ég fyrir mig það, sem síðast hafði gerzt í málum mínum. Höfðum við Tom rifizt? Var ég kannski bara að strjúka frá honum? Ég óskaði, að Steve vildi segja hug sinn allan um málið, í stað þess að vera svona hlutlaus og kærulaus. Ég komst að því, að hesthúsin voru ekki eins gömul og húsið. Þau • höfðu verið endurbyggð á síðasta áratug fyrri aldar, og báru með sér ríkidæmi þess tíma. Þau voru geysistór með mislitum hellum í gólfinu, og fallegum hellulögðum húsa- garði. Flestir hestarnir voru úti, en stóðhesturinn stóð þarna söðl aður, tilbúinn fyrir húábónda sinn, og hryssan og folaldið, sem ég var komin til að sjá, voru einnig inni. Folaldið var frá- bærlega fallegt, Ijósjarpt á lit eins og móðirin og með ljósara tagl og fax. Það stóð þarna ó- styrkt á beinunum og leit á okk- ur spyrjandi augnaráði. Ég gaf frá mér allskonar frá- leitustu gæluhljóð, sem hægt er að gera við ungviði, hverrar tegundar sem er. Ég elti Steve inn í hesthúsið og gat ekki stillt mig um að snerta folaldið, bæði mjúka hálsinn og granirnar, sem voru enn mýkri. Steve gældi eitthvað við hryssuna, sem kumraði til hans og bjóst sýnilega við einhverju sælgæti. Hann renndi höndum kunnáttu- samlega um hana, til að sann- færast um, að allt væri í lagi með hana. Við gengum svo aftur út í húsagarðinn, þar sem roskinn hestahirðir hélt í stóðhestinn. Steve kynnti okkur. — Þetta er hr. Bromley, sem lítur eftir hest unum fyrir mig .... Þetta er frú Gerard, mágkona mín. Hann hélt áfram: — Ég held við verðum að setja hana Zeno- biu út í dag, og lofa folaldinu að skondra svolítið um og liðka sig. Hvað finnst þér? — Mér var einmitt að detta þetta sama í hug, sagði Brom- ley, og það var sterkur írskur hreimur í röddinni. Hann rétti Steve taumana á hestinum. — Það er fínt veður í dag. Steve steig fimlega á bak hest- inum og leit niður til okkar. — Ég verð svo sem klukkutíma burtu. — Ég vildi, að ég mætti koma líka. Ég gat ekki leynt löngun- inni í röd,dinni. Steve leit beint á mig. — Kunnið þér að sitja á hesti? Munið þér eftir því? — Ég þykist viss um, að ég kunni það .... er þetta ekki skrítið? En kannski er það vit- leysa í mér .... að mig sé bara að dreyma? — Við verðum að prófa það síðar, sagði Steve, — þegar yður er alveg batnað. Ég held ekki, að þér hefðuð gott af því, svona strax, en hinsvegar þurfum við alltaf að hafa einhvern til að liðka hestana með mér, ekki satt, Brom? — Jú, vissulega. — Hversvegna sýnirðu ekki henni frú Gerard héma í kring, Brom? sagði Steve. — Sýndu henni reiðtýgjasalinn og öll verðlaunin, sem þú hefur feng- ið. Svo sneri hann hestinum, en Broms skondraði á undan, og þeir hurfu niður eftir braut- inni. Getum nú aftur afgreitt Plastbréfabindin margeftirspurðu Stærðir: 32 x 27,5 cm 23 x 27,5 cm 17 x 27,5 cm Hreinlegri, skrautlegri og r margfalt endingarbetri en nokkur pappabindi. Fjölbreyttasta og vandaðasta framleiðsla landsins á skrifstofubókum úr plasti. MIÍLALtNDLR Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. Ármúla 16 símar 38400 og 38450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.