Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 17
t Sunnudagur 1S. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 17 Reykjavíkurhöfn. Öðruvísi mér áður brá Mjög ánægjulegt er að sjá og heyra, hversu ýmsir þeirra, sem áður veittust af mestri illkvittni gegn Ólafi Thors, tala nú um hann á allt annan veg. Þá linntu þeir ekki skömmunum um Ólaf, og raunar Sjálfstæðisflokkinn í heild, fyrir það, að sjónarmið og hagsmunir atvinnurekenda væru látin öllu ráða um stefnu flokks- ins. Á þeim árum voru ekki ein- ungis útgerðarmenn og sjómenn, heldur allir þeir, er lutu forystu Ólafs, einu nafni nefndir „Grims- bylýðurinn." Þvílík brígzlyrði í garð forystumanna Sjálfstæðis- flokksins voru raunar engin nýj- ung, því að Jóni Þorlákssyni var áratugum saman lagt það til lasts að hann hefði gerzt svo djarfur að flytja inn sement til landsins. Nú þýtur á annan veg í skjá ill- kvittnis-mannanna. Á því Al- þingi, er lauk ekki alls fyrir löngu, hundsköpimuðu stjórnar- andstæðingar núverandi forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hvað eftir annað fyrir það, að þeir hefðu aldrei nærri neinum at- vinnurekstri komið og þekktu þess vegna ekki til þarfa hans. Það er mál fyrir sig, að þó að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki eigin hagsmuna að gæta í sambandi við tiltekin at- vinnufyrirtæki, þá hafa þeir allir lengi skipað stöður, sem veita mikla yfirsýn um heildarafkomu atvinnuveganna. í hópi Sjálf- stæðismanna á Alþingi eru og ýmsir, sem af eigin raun þekkja allar greinar íslenzks atvinnu- rekstrar, notið hafa og njóta enn öðrum fremur brausts hver inn- an sinnar sérgreinar, eins og val þeirra í ótal trúnaðarstöður sann ar. En sleppum þessu. Fyrir Sjálf- stæðismenn er það staðfesting á því, að þeir sjá yfirleitt betur en andstæðingar þeirra, sú við- urkenning, sem andstæðingarnir nú eftir á veita yfirburðahæfi- leikum Ólafs Thors og játning þeirra á því, að náin kynni af atvinnuháttum sé forsenda góðr- ar stjórnar. Framsóknarmað- uriim má missa sig Þegar til bæjarmálanna kem- ur, breytist að vísu veður í lofti. Þar er í öðru orðinu ráðist að Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra, fyrir að hann sé í hópi umsvifa- mestu atvinnurekenda í bænum og eigi þar margvíslegra hags- muna að gæta. Minna þær ásak- anir óneitanlega mjög á brígzl- yrðin í garð Jóns Þorlákssonar og Ólafs Thors áður fyrri. Á hinn bóginn er svo fjasað um, að elltof margir lögfræðingar skipi efstu sæti Sjálfstæðislistans, og tínt til, að meðal níu efstu sæt- anna séu fimm lögfræðingar. f þeirri upptalningu gleymist, að Geir Hallgrímsson er í hinu orð- inu skammaður fyrir að vera atvinnurekandi, og að frú Auð- ur Auðuns er fjögurra barna móðir, sem stjórnað hefur heim- ili sínu með sæmd, ekki síður en aðrar góðar húsmæður í þessu bæjarfélagi. Og ekki er á það minnzt, að Bragi Hannesson hef- ur alla sína starfsævi unnið fyrir íðnaðinn, og hefur sennilega víð- tækari þekkingu á mólefnum hans heldur en nokkur sá, sem lokið hefur prófi í Iðnskólanum í Reykjavík, að þeim öllum ólöst- uðum. Hinir tveir af níu efstu mönnunum, sem lokið hafa lög- fræðiprófi, þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Styrmir Gunn- •rsson eru báðir ungir menn, og munu vera þeir einu úr þess- um hópi, sem leggja að nokkru fyrir sig lögfræðistörf. Sá síðar- nefndi lauk raunar prófi einung- is fyrir réttu ári, og hefur síðan •ðallega stundað blaðamerinsku. Sannast að segja, eru það þó ekki hin borgaralegu störf þessara tveggja ungu manna, sem hafa ráðið vali þeirra á lista Sjálf- stæðisflokksins, heldur forysta þeirra í málefnum jafnaldra •inna frá því að þeir voru lcorn- ungir menn í skóla. Óhætt er að segja, að æskulýður Reykjavík- ur hefur fáum ungum mönnum sýnt meiri trúnað, né aðrir frek- ar til hans unnið. til framboðs. En ef einhverjir skyldu hafa beyg af of mörgum lögfræðing- um, er hægurinn hjá að fella efsta mann Framsóknarlistans, lögfræðinginn Einar Ágústsson. Flestir munu sammála um, að þrátt fyrir góða menntun, hafi hann lítið erindi í borgarstjórn vegna þeirrar blindu flokksþjón- ustu, sem hann ætíð hefur gert sig beran að, í skilyrðislausri hlýðni við Eystein Jónsson. Ottast menntunina Annars er það vissulega fróð- legt, að á þessum tímum, þegar allir tala um gildi menntunar, skuli það vera haft á móti fram- bjóðendum, að þeir séu vel menntaðir. Auðvitað sker mennt unin ein aldrei úr. Margvíslegir aðrir hæfileikar ráða því, bæði hvort menn vilja gefa sig að al- mennum málum og hvort þeir hljóta traust annarra til slíkra starfa. Því verður ekki neitað, að eins og er virðist lögfræði- menntun veita víðtækastan und- irbúning til þátttöku í stjórnmál um. Þar kann þó ekki síður að koma til greina að í lögfræði- nám leggja einkum þeir, sem hneigðir eru fyrir slík störf. Víst er, að menntun getur aldrei spillt, þó að eðliskostir ráði úr- slitum. Valtýr Stefánsson og Sig- urður Kristjánsson voru tvímæla laust á sinni tíð á meðal allra fremstu blaðamanna landsins. B.áðir höfðu þeir lokið búfræði- námi en engum kom fyrir þær sakir til hugar að segja að of margir búfræðingar væru í blaða mannastétt. Jón Þorláksson lauk aldrei námi frá iðnskóla, en hann varð fyrsti iðnskólastjóri í Reykjavík og forystumaður ört vaxandi stéttar íslenzkra iðnaðar manna á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Svipað má segja um Helga Hermann Eiríksson. Hann vann ómetanlegt starf i þágu iðn fræðslu og íslenzks iðnaðar í heild, þó að hann væri verk- fræðingur að mennt. Það eru einkenni hins mesta afturhalds- anda, ótrúlegs á sjöunda tug tuttugustu aldar, að það skuli lágt nokkrum til Iasts, að hann hafi hlotið gott undirbúnings- nám. Áður en yfir lýkur eru menn metnir af verkum sínum en ekki námi, en námið auðveld- ar góðum hæfileikum að njóta sín. Gísli Halldórsson er iðnað- armaður að menntun en lærði einnig húsagerðarlist og hún hefur orðið lífsstarf hans. — Ulfar Þórðarson er framúrskar- andi læknir. En báðir njóta þessir menn óvenjulegrar hylli fyrir störf sín í almennings þágu og þá fyrst og fremst æsku- lýðsins. Þá hefur próf. Þórir Þórðar- son, einn lærðasti guðfræðingur landsins, unnið ágætt starf í borgarstjórn og einkum látið sér annt um málefni gamla fölks ins. Fulltrúi launþega Innan Sjálfstæðisflokksins starfa margir ötulir forystumenn í hópi launþega. AUir vinna þeir af einlægni að hagsmunamálum sinna stéttarfélaga. Eftir því, sem lengur hefur liðið, hafa þeir allir sannfærzt um, að í mál- efnum launþega er ekki til holl- ari ráðgjafi né gjörkunnugri að- stæðum í launþegasamtökunum sem heild, en Gunnar Helgason. Andstæðingarnir rægja Gunnar með því, að hann sé ekki sjálfur úr hópi neins stéttarfélags. Vel má það vera. En hversu margir eru það nú orðið af trúnaðar- mönnum í stéttarfélögum, sem sjálfir leggja hönd að verki í raun og veru? Hvað er langt síðan forystumenn Dagsbrúnar hættu að vinna verkamanna- vinnu, og hvað um forystumenn Alþýðusambands íslands? Svona mætti lengi telja. Á þetta er ekki minnst til þess að gera þessa menn tortryggilega. Starfsskipt- ingin nú á dögum með hinum fjölbreyttu verkefnum, sem sí og æ krefjast úrlausnar, gerir það óhjákvæmilegt, að sérstakir trún aðarmenn sinni félagsmálum. — Sjálfstæðisflokkurinn er sterk- asta stjórnmálaaflið á íslandi. Sá maður, sem inann flokksins öðrum fremur héfur áratugum saman sinnt verkalýðsmálum, hefur þess vegna í þeim efnum hlotið dýrmætari reynslu en flest ir aðrir. Einmitt vegna þess, að flokkurinn er flokkur allra stétta, þar sem menn tala sám- án af fullri hreinskilni, meta réttmæti hagsmuna og skoðana hvers annars, og reyna í ítrustu lög að samræma sjónarmiðin, þá fær sá, sem að þessu vinnur, ó- metanlega reynslu. Þess vegna óskuðu launþegar innan flokks- ins eindregið eftir því, að Gunn- ar Helgason yrði sérstakur full- trúi þeirra þetta kjörtímabil borgarstjórnar Reykjavíkur, Reykjavík höfuð- stolt Sjálfstæðis- manna Andstæðingar láta stundum svo sem Sjálfstæðismenn vilji dylja það, að þeir hafi farið með stjórn í Reykjavík, og D-listinn sé listi Sjálfstæðisflokksins. Af mörgu furðulegu, sem hinir mál- efnasnauðu menn halda fram, er þetta furðulegast. Hvert einasta mannsbarn, sem nasaþef hefur af stjórnmálum, veit, að frá stofn- un sinni hefur Sjálfstæðisflokk- urinn farið með stjórn Reykja- víkurborgar. Þáverandi meiri- hluti bæjarstjórnar Reykjavíkur var strax í upphafi ein styrk- asta stoð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur og fátt frem- ur talið sér til ágætis, en hina samfelldu stjórn á borgarmál- efnum Reykvíkinga. í Reykjavík hefur flokkurinn hlotið mest at- kvæðamagn, jafnt við sveita- stjórnarkosningar sem við kosn- ingar til Alþingis. Úti á landi hefur flokkurinn stöðugt hlotið ámæli andstæðinganna fyrir það að vera fyrst og fremst flokkur Reykvíkinga. Hér í borginni er hamrað á því, að flokkurinn hafi verið alltof lengi við völd. Borg- arstjórnarmeirihlutinn er í hug- um manna naér óaðskiljanlegur frá Sjálfstæðisflokknum. Hin heilbrigða sameining 'einstakl- ingsframtaks og samtakamáttar til heilla jafnt fyrir hvern ein- stakan og heildina, þessi raun- góða sameining, sem er megin- styrkur Sjálfstæðisflokksins, hef- ur hvergi á íslandi notið sín bet- ur en í Reykjavík, enda hvergi fengið meiri stórvirkjun áorkað. Rétt stefna ræður úrslitum Sjálfstæðismenn hafa í senn átt ágætum forystumönnum á að skipa, og þeir borið gæfu til að fylgja réttri stefnu í þjóðmálum. Að sjálfsögðu eru margir góðir menn í öðrum flokkum. Eu sum- ir hafa beinlínis látið illt af sér leiða af því, að þeir hafa villzt af réttri braut, orðið áttavilltir og haldið í þveröfuga átt, enda ekki áttað sig á eftir hverju bar að keppa. Aðrir hafa gert minna gagn en skyldi af því, að þeir hafa ekki ratað réttu leiðina, þótt markmiðin hafi í raun og veru verið hin sömu og hjá Sjálfstæð- ismönnum. Hinu hafa Sjálfstæðismenn aldrei haldið fram, að þeir væru alvitrir. Það er mannlegt að skjátlast. En manndómurinn lýs- ir sér þá í því, að menn kunni að bera ráð sín saman, taka leið- beiningum annarra og hafa að lokum það sem réttara reynist. Sjálfstæðismenn hafa engar hand járnareglur í sínum flokkslögum. Þeir þurfa ekki á neinni kúgun að halda til þess að fylkja sér í einni heild um góð mál. í þeirra hópi eru málin rökrædd fram og aftur, bæði meðal þing- manna og borgarfulltrúa, áður en ákvarðanir eru teknar um þau efni, sem þessir trúnaðar- menn eiga að ráða til lykta. Þeir kunna að meta gildi samheldn- innar og slaka hver til fyrir öðr- um, ef svo ber undir. Án þess að kunna þvílíka samvinnu, hefði flokknum verið ógerlegt að stjórna Reykjavík með þeim hætti, sem raun ber vitni, eða veita þá forystu í þjóðmálum, sem aðrir flokkar öfunda Sjálf- stæðismenn af. Þetta hefur tek- izt af því að allir hafa sömu sannfæringu’ í grundvallaratrið- um og víðsýni ásamt þolgæði, til þess að eyða minni háttar ágrein ingi. Ef um grundvallarmun er að ræða, þá eiga menn ekki saman í flokki. Þá er eðlilegt 5 leiðir skilji. Alvöruorð frá fimm Framsóknarmenn fylgja kenn- ingu formanns síns, þeirri, að skoðanamunur, jafnvel í grund- vallaratriðum, skipti ekki máli, einungis ef menn vilji samein- ast um að efla Framsóknarflokk- inn til valda. Þessi kenning kann að láta vel í eyrum þeirra, sem haldnir eru blindri valdalöngun. En til lengdar gerir hún þann flokk, sem þessu fylgir, að við- undri. Engum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins kom til hugar að skerast úr leik um samþykkt ál- samningsins eða byggingu kísil- gúrverksmiðju við Mývatn. Eftir að menn höfðu rækilega kynnt sér allar aðstæður urðu þeir sjálfir sannfærðir um það án nokkurra flokksfyrirskipana eða ytri þvingunar, að þessar fram- kvæmdir bæri að styðja. Fram- sóknarflokkurinn fór öðruvísi að. Þrátt fyrir allt talið um frelsi til sérskoðana, voru þar gerðar flokkssamþykktir um andstöðu við bæði málin. Engu að síður skárust tveir úr leik og sátu hjá við atkvæðagreiðslu um álsamn- inginn. Þar entist kjarkurinn ekki til að fylgja eigin sannfær- ingu til stuðnings við hið mikla mál. Þegar þrír bættust í hópinn í kísilgúrmálinu, þá þorðu allir fimm að greiða atkvæði með framgangi þess. Þetta gerðist sömu dagana og velættaður, gáf- aður, en dálítið ofstækisfullur Þingeyingur, sem kunnugir segja eitt hundrað árum á eftir tíman- um í afstöðu sinni til nytsamra nýjunga, skrifaði grein, er birt- ist í Tímanum hinn 12. maí, þar sem hann segir m.a.: „Neytið vitsmuna ykkar og viljastyrks! Varið fulltrúa ykk- ar við glapræðinu — — —. Ábyrgð ykkar er þung, ef þið þegið og þvoið hendur ykkar. Eitt alvöruorð frá traustum flokksmanni, er nú lýsir van- þóknun, vantrausti og fráhvarfi, er þungt á vogaskálinni, vegur miklu meir en snjöll rökföst á- deila andstæðings, hvort heldur hún birtist í ræðu eða riti.“ REYKJAVÍKURBRÉF -^ Laugard. 14. maí ^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.