Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1966 Ræðumaður kommún- ista mætti efcki — Fámennur fundur Framsóknar- og kommúnista á Akranesi STUÐNINGSMENN H-listans á Akranesi, en að listanum standa Framsóknarmenn og ikommúnistar, efndu til fundar ffL Bíóhöllinni þar í bæ á föstu- <iagskvöld. Á fundinum voru mættir að- <eins um 180 menn, en salurinn tekur um 400 manns. Aðalnúm- erið á fundinum voru þætflír úr Skugga-Sveini, sem fluttir voru undir leikstjórn Jónasar Árnasonar. Aðalleitðogi H-listamanna, Daníel Ágústínusson, bar m.a. sakir af Framsóknarmönnum 13,42% verðlags- , uppbót á • grunnlaun KAUPGJALDSNEFND h e f u r xeiknað visitölu framfærslukostn aðar í maíbyrjun 1966 og reynd- íst hún vera 191 stig, eða 6 stig- um hærri en í aprílbyrjun, þar af voru 3,8 stig vegna niðurfeli- ingar niðurgreiðslu á verði fisks og smjörlíkis og 1 stig vegna hækkunar á húsnæðislið vísitölu. Kauplagsnefnd hefur reiknað út kaupgreiðsluvísitölu í maí- byrjun og reyndist hún vera 185 stig. Samkvæmt því skal greiða á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst 13,42% verðlagsuppbót á laun og aðrar vísitölubundnar greiðslur. Verðlagsuppbótin reiknast ekki að viðbættri þeirri verðlagS'upp- bót (9,15%), sem gildir á tíma- bilinu marz-maí 1966. heldur mið ast hún við grunnlaun og aðrar grunngreiðslur. um að þeir ætluðu að strika fulltrúa kommúnista, sem er í 2. sæti á listanum. Fundarstjóri, Guðmundur Björnsson (F), kynnti tvisvar aðalræðumann kommúnista á fundinum, Brynjólf Vilhjálms- son, en Brynjólfur mætti ekki til fundarins, en var hins vegar í sólinni akandi fyrir utan fund- arhúsið í góða veðrinu. Skjoldbreið í heyflutningum GUÐJÓN Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar rikisins, tjáði Morgunblaðinu í gær, að snjó- þungt væri enn á Norðurlandi og hefðu því hey- og fóðurbirgðir gengið víða til þurrðar fyrr, en búizt hafi verið við. Þess vegna ætti strandferða- skipið Skjaldbreið m. a. nú um helgina að flytja allt að 20 tonn af heyi, aðallega frá Hvamms- tanga norður á Gjögur, Norður- fjörð og Ingólfsfjörð. Einnig gat Guðjón þess, að óvenjumiklir flutningar hefðu verið hjá strandferðaskipum Skipaútgerðarinnar yfirleitt um margra mánaða skeið að undan- förnu. Hafi skipin mörg oft farið út úr áætlun sökum annríkis og aukaverkefna. Stór millisíld og stórsíld 1 FRÉTT blaðsins um veiði Jóns Kjartanssonar á fyrstu austur af Seley var sagt rangt síldinni 150 sjómílur aust-'suð- frá stærð síldarinnar. Skipið fékk stóra millisíld og stórsíld Apaspil, hin nýja ópera Þorkels Sigurbjörnssonar var frum- flutt í Tjarnarbæ í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Leikendur eru mest megnis börn og unglingar úr Barnamúsikskólanum, en einnig fer Kristin Hallsson þar með stórt hlutverk. Óperan verður endurtekin tvívegis í dag, kl. 14,30 og kl. 17, en aðgöngumiðasala er í Tjarnarbæ í dag frá kl. 1. Hið nýja sildarflutningaskip Síldarverksmiðja rikisics. 52 millj. kr. ríkisábyrgð vegna síldarflutnings- skips o. fl. EINS og skýrt var frá i Morgun- blaðinu í gær hafa Síldarverk- smiðjur ríkisins fest kaup á 3.700 tonna tankskipi til sildarflutn- inga. Verður skipið afhent í Ham borg eða Rotterdam um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir, að það geti hafið sildarflutninga i júlíbyrjun. — Smjörið Framhald af bls. 32. greiða bændum fullt verð fyr- ir framleiðslu s.l. árs. Framleiðsluráði landbúnað- arins var á sl. hausti ljós þessi vandi, sem að landbúnaðin- um kreppir og um áramót s.l. gerði það tillögur til að mæta þessu á eftirfarandi hátt: 1. Reynt yrði að örva smjör neyzlu innanlands með verð- breytingu þannig að smjör yrði lækkað í útslu, en ný- mjólk hækkuð tilsvarandi. 2. Að heimilað yrði, að á meðan framleiðsla mjólkur eykst meir en söluaukningu innanlands nemur, að leggja innflutningsgjald á er-lent kjarnfóður. Gjald þetta gæti orðið til að draga úr kjarn- fóðurnotkun til mjólkurfram- leiðslu, sem bændur fá lítið eða ekkert verð fyrir umfram vinnslukostnað og á þann hátt minnkað framleiðsluna, og jafnframt fengist á þann hátt fé til að jafna halla af útflutn ingi mjólkurvara á milli fram leiðenda, eða til að greiða fyrir breytingu í framleiðslu- háttum frá mjólkurfram- leiðslu til kjötframleiðslu. Hvorugt þessara úrræða hefur fengizt samþykkt. f ný samþykktum lögum frá Alþingi um breytingar á framleiðsluráðslögunum er hinsvegar veitt heimild til að innheimta innvigtunargjald af mjólk, sem kemur til mjólkur- búanna og nota það fé til að jafna halla af útflutningi mjólkurvara. Framleiðsluráð hefur gert áætlun um hve uppbótaþörfin muni verða mikil á þessu ári og telur að hún muni verða auk útflutningsbóta ríkissjóðs, (sem áætlaðar eru kr. 220 millj. á þessu ári) kr. 100 — 120 milljónir, þar af vegna í gær undirritaði forseti fs- lands bráðabirgðalög vegna kaup anna og eru þau svohljóðandi: „Fjármálaráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að setja bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán fyrir Síldarverk- smiðjur ríkisins til kaupa á skipi minnkandi smjörbirgða allt að 40 milljónir króna. Framleiðsluráð ákvað á fundi sínum 7. þ.m. að mæta þessu með því að taka 50 aura innvigtunargjald af állri mjólk, sem kemur til mjólk- urbúanna frá 1. maí s.l. og að innheimta 50 aura til viðbótar yfir sumarmánuðina, enda lækki útborgun til bænda sem gjöldunum nemur. Ennfrem- ur ákvað það að hækka verð- miðlunargjald af neyzlumjólk úr 24 aurum í 30 aura á lítra. Áætlað er að þessi fjáröfl- un gefi í tekjur, miðað við heilt ár, ca. 80 millj. króna. Þá ákvað Framleiðsluráð að selja smjör á niðursettu verði þ. e. kr. 65.00 pr. kg. um óákveðinn tíma. Er það gert til að sjá hvort auka megi með þessu sölu þessarar sgætu vöru í landinu. Þar sem fyrrgreindar tillögur Fram- leiðsluráðs frá því um áramót fengust ekki framkvæmdar, verður ekki hjá því komizt að gera þessar ráðstafanir. Framleiðsluráð væntir þess, að bændum verði af þessu ljóst, að aukin framleiðsla mjólkur til vinnslu er, eins og nú standa sakir, þeim sjálf- um mjög óhagkvæm. Þess er vænzt, að þessar ráð stafanir, sem að verulegu leyti eru vegna söluerfiðleika smjörsins, verði aðeins til bráðabirgða, á meðan fram- leiðslan samlagast markaðs- aðstæðunum, og að takast megi að selja þær smjörbirgð- ir sem safnazt hafa og sigrast á þeim erfiðleikum sem nú eru. Framleiðsluráð landbúnaðarins." til síldarflutninga á hafnir norð- anlands svo og til endurbóta á löndunartækjum verksmiðjanna o. fl. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að takast á hendur sjálfskuldar- ábyrgð á láni að upphæð allt að 52 milljón krónur, eða jafnvirðí þess í erlendri mynt, sem Síld- arverksmiðjur ríkisins munu taka til kaupa á síldarflutninga- skipi og til endurbóta á löndun- artækjum o. fl. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi". — Möskvastærð Framhald af bls 1 mánuði n.k. til að ræða þetta atriði, því mjög mikilvægt er talið að koma á samræmdu eftir- liti.“ Þá sagði Davíð Ólafsson: „Við teljum það verulegan ávinning, að samkomulag náðist um aukningu möskvastærðarinn- ar, þótt ekki hafi fengizt sam- þykkt tillaga okkar um enn meiri Davíð Ólafsson. aukningu. En það er ekki þar með sagt, að tillaga okkar nái ekki samþykki síðar. Enda verð- ur haldið áfram að vinna að þessum málum innan nefndarinn ar. En hafa verður í huga, að árangurinn byggist á því, sem unnt er að ná samkomulagi um á hverjum tíma.“ Forseti Alþjóðanefndarinnar um fiskveiðar á Norð-Austur Atlantshafl hefur 3 sl. ár verið Skotinn Aglen. Á Edinborgarfundinum var Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri kosinn forseti nefndarinnar fyrir næstu 3 árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.