Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 31
Sunnaflagur 15. mai 1966 31 MORCUNBLAÐIÐ Slökkviliðsbifreiðarnar á leið frá gömlu stöðinni til hinnar nýju, aka yfir Tjarnarbrú. — Slökkvistöðin Framhaid af bls. 1 eignir í nágrannasveitarfélögun- um. Vegna hlutfallslega lítilla brunatjóna, er ég leyfi mér að staðhæfa að stafi af góðu.m brunavörnum og vasklegri fram- göngu slökkviliðs að miklu leyti, mun Húsatryggingasjóður væntanlega nema um 32 millj. kr. um sl. áramót. Hefur sjóður- inn reynzt þess megnugur, að meðaliðgjaldataxtar hafa lækk- að, úr sjóðnum hefur verið unnt að lána fé til Hitaveitu, og ætlast er til að sjóðurinn standi undir byggingarkostanði þessarar veg- legu nýju slökkvistöðvar. Þessar staðreyndir er rétt að nefna, þegar menn gera sér grein fyrir, hve mikilvægt starf slökkviliðið vinnur og hvernig 3það hefur innt starfið af hönd- um. En þótt miklir fjármunir séu I veði, eins og fram hefur verið talið, eru mannslífin dýrmætust, — og björgunarstarf slökkviliðs- ins við eldsvoða og sjúkraflutn- inga hefur einnig verið leyst af hendi af fórnfýsi, ósérhlífni og dugnaði. Starf slökkviliðsins er eins og etörf ýmissa annarra þjóðfélags- stétta lítt lofað, ef liðið stendur í stöðu sinni, þótt aðfinnslur og gagnrýni heyrist fljótt, ef eitt- hvað fer aflaga. Starf slökkviliðsins krefst og sérstakrar þolinmæði, að slaka aldrei á kröfunum um kunnáttu og árvekni, þótt langt líði á milli útkalla, því að á næsta augna- bliki getur lífshamingja og eigur manna oltið á starfi liðsins. Ég vil því á þessum tímamót- um þakka f.h. borgarstjórnar öllum þeim sem að brunavörn- um hafa unnið á vegum Reykja- víkurborgar og gegnt hafa starfi sínu með þeirri prýði, sem raun ber vitni um. í starfi og á löngum tíma hafa stór og mikil skörð verið höggvin í slökkvilið og við leiðum hugann til fallinna frumherja með virðingu og þakk læti, en fordæmi þeirra hefur vísað eftirmönnum veginn. Við þessi þáttaskil í dag, þeg- ®r nú fullkominn slökkvistöð er tekin í notkun, er sérstök óstæða til að minnast þeirra slökkviliðs stjóranna Péturs Ingimundar- sonar og Jóns Sigurðssonar. Vandamenn Péturs Ingimundar- sonar hafa gefið málverk af honum, og Brunavarðafélagið hefur látið gera málverk af Jóni Sigurðssyni. Þessum málverk- um, sem þeir hafa gert listmál- ararnir Ásgeir Bjarnþórsson og Halldór Pétursson, hefur verið komið fyrir á veglegum stað í byggingunni eins og gestir munu sjá. Ég þakka þessar kær- komnii gjafir. Þess skal sérstaklega getið, að bygging þessarar slökkvistöðv- ar var hjartans mál Jóns heitins Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra, og hvíldi allur undirbúningur á hans herðum og samstarfs- manna hans, en hann féll frá um aldur fram um það leyti, sem byggingarframkvæmdir hófust. Að lokum vil ég þakka öllum, sem að byggingunni hafa starf- að, slökkviliðsstjóra Valgarð Thoroddsen, sem með dugnaði hefur leitt framkvæmdir, bygg- ingardeild borgarinnar, arki- tektunum Einari Sveinssyni og Sigurjóni Sveinssyni, bygginga- meisturunum, sem tóku að sér framkvæmdir í heild, þeim Magnúsi Árnasyni og Magnúsi K. Jónssyni, og öllum starfs- mönnum, sem unnið hafa að byggingunni og öðrum sem hlut eiga að máli, en í því efni mun sem oftar sannast, að raun verði lofi betri. Að svo mæltu bið ég slökkvi- liðsstjóra, Valgarð Thoroddssn, að taka við þessum glæsilegu mannvirkjum til afnota fyr’r slökkvilið og brunavarnir borg- arinnar og nágrannasveitarfé- félaga og óska ég honum og starfsliði öllu til hamingju með bætt starfsskilyrði, sem við von- um að verði öllum Reykvíking- um og nágrönnum þeirra til nytsemdar. geymsla 441 mJ að gólfmáli og 2250 m3 að rúmmáli. Hún er ætluð fyrir 6 slökkvibifreiðar. Þarna verða þó aðeins hafðar slökkvibifreiðar, því ætla verður einnig rúm fyrir 3 sjúkrabifreið ar. Annað húsið er starfsmanna- skrifstofu- og stjórnunarbygging Hús þetta er tvær hæðir og kjall ari. Gólfflötur hverrar hæðar er 476 m2, en rúmmál byggingar- innar 4000 ms. Þessum tveimur byggingum er að fuilu lokið. Þriðja byggingin er fyrir verk- stæði vegna bifreiða og slökkvi- búnaðar, svo og geymsla á slökkvibifreiðum. Ennfremur er þar í kjallara, sérstaklega styrkt, væntanleg stjórnstöð almanna varna fyrir borgina. Bygging þessi er ein hæð og kjallari, gólflötur hverrar hæðar 526 m2, en rúmmál hennar alls 4052 ms Byggingu þessari er ekki að fullu lokið, en gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hana notkun á þessu sumri. Brunasímakerfi I Tilhögun á brunasíma- og að Nýja sima- og aðvörunarkerfið 1 stað núverandi brunaboða verða settir upp um 100 neyðar- símar víðs vegar á brunavarnar- svæðinu. Símar þessir verða fyr- ir tilkynningar um bruna eða slys, en geta jafnframt verið not- aðir til annarrar þjónustu opin- berra stofnana. Samband er beint við stjórnborð slökkvistöðv ar, merkjagjöf og talsamband. — Við útkall slökkviliðsmanna á heimilum þeirra, verður í stað núverandi bjalla, gefin aðvörun um síma þeirra, en þessa síma má tengja beint við stjórnborð stöðvarinnar, þegar nauðsyn ber til. Hjálparbeiðni um neyðarsíma erður tekin á segulband og því hægt að endurtaka hana, ef ó- ljós hefur verið. Útaksturshurðurft bifreiða- geymslu er stjórnað frá stjórn- borði, en einnig er hægt að gera það frá'tengihnöppum við hverj- ar dyr eða á venjulegan hátt. Rafbúnaður stimplar inn tima- setningu við útakstur um hverj- ar dyr bifreiðageymslu. í stjórn- klefa er búnaður til að taka við sjálfvirkri aðvörun um bruna í byggingum, þar sem eldnæmis- kerfi verða sett upp, svo sem í skólum, sjúkrahúsum, stórum verksmiðjubyggingum o. fl. — Stöðvunarmerki á umferð við Reykjanesbraut verður sjálfvirkt stjórnað við útkall. Auk þess verður hátalara- og ljósmerkjakerfi um alla stöðvar- bygginguna, talstöðvarþjónusta við bifreiðir stöðvarinnar o. fl. Kerfi þetta, sem hér hefur ver- ið lýst, verður ekki að fullu tekið í notkun nú, vegna seinkunar á afgreiðslu nokkurs hluta búnað- ar, en bráðabirgðatilhögun er nú á höfð, eftir samráð við hið sænska fyrirtæki, sem smíðar tækin. Setningu þessa búnaðar hafa annazt starfsmenn bæjarsímans og Gunnar Guðmunc’.sson raf- virki. Kostnaður Áætlað er, að stöðin fullbúin, ásamt öllum búnaði, muni kosta nálægt 30 millj. kr. Kostnaður allur hefur verið greiddur af Húsatryggingum Reykjavíkur- borgar. Næstu áfangar Stöð þessi verður nú fullbyggð þannig að ekki er gert ráð fyrir stækkun hennar síðar. Hins veg- ar er gert ráð fyrir, að næstu á fangar verði mjög litlar hverfis- stöðvar, sem stjórnað verði frá þessari aðalstöð. Það, ásamt eiíd- urnýjun á bifreiðakosti stöðvar- innar, verða verkefnin á næstu árum, þegar þessari stóru og fjár freku framkvæmd er lokið. Geir Hallgrímsson borgarstjóri ásamt Gunnari Sigurðssyni, varaslökkviliðsstjóra og Valgarð Thoroddsen slökkviliðsstjóra t.h. við gömlu slökkvistöðina áður en lagt er af stað þaðan í siðasta skipti. Nýja stöðin Valgarð Thoroddsen slökkvi- liðsstjóri skýrði frá fyrirkomu- lagi nýju stöðvarinnar. Byggingin er teiknuð af húsa- meistara borgarinnar Einari Sveinssyni og þáverandi aðstoð- armanni hans Sigurjóni Sveins- syni húsameistara, í samráði við Jón heitinn Sigurðsson slökkvi- liðsstjóra, varðandi tilhögun og skipulag húsanna, en hahn lézt um svipað leyti, sem framkvæmd ir skyldu hefjast. Byrjað var að grafa fyrir grunni í janúar 1964. Stöðin er 3 hús, tengd saman með stuttum göngum. Fyrsta húsið er bifreiða- vörunarkerfi stöðvarinnar er gerð í samvinnu milli núverandi slökkviliðsstjóra, bæjarsímans og bæjarsímastjóra. Búnaður er framleiddur hjá sænska fyrir tækinu L. M. Ericson, sem var lægst bjóðandi eftir útboð, en það fyrirtæki annast einnig ráð leggingar um nánari útfærslu. Það kerfi, sem nú verður tekið upp, má telja hið fjórða í röð inni, sem notað hefur verið í höfuðborginni. Hið fyrsta voru lúðrar, annað morse-kerfið, hið þriðja Siemens & Halsbe kerfi, sem sett var upp árið 1937 í stöðinni við Tjarnargötu, en það kerfi er nú svo úr sér gengið að leggja verður niður að fullu. Barnotónleikor Sinfóníunnnr SINFóNÍUHLJÓMSVEIT ísla.nds efnir til barnatónleika í Há.skóla- bíói þriðjudaginn 17. maí kl. 3 Stjórnandi er Igor Buketoff og kj’nnir verður Rúrik Haraldsson, leikari. Á þessum tónleikum verður fhitt og kynnt tónlist við barna hæfi og má þar nefna Leikfangasinfóníuna, sem talið er að Josef Haydn hafi samið, en fullsannað þykir að verkið sé eftir Leopold Mozart, föður Wolf jangsAmadeus Mozart. í þessu verki er leikið á margs- konar barnahljóðfæri og munu nemer.dur úr Tónlistarskólanum leika á þau hljóðfæri með hljóm- sveitinni. Sinfóníuhljómsveitin hefur mikin áhuga á að halda tónleika fyrir yngstu hlustendurna og eru þessir tónleikar miðaðir við hæfi barna á aldrinum 5 til 12 ára. Barnatónleikar þeir sem hljóm- sveitin flutti á sl. ári voru fjö.1- sóttir og féllu í góðan jarðveg hjá hinum ungu hlustendum. Hljómsveitarstjórinn Igor Buke toff, sem stjórnar þessum tón- leikum hefur mikla reynslu í að stjórna barnatónleikum og á ár- unum 1948—’53 var hann ráðinn til að stjórna barnatónleikum Fílharmoníuhljómsveitar New York borgar fyrir börn á aldrin- tun 4 til 9 ára og 9 til 16 ára. AS lifa á óánægjunni. Árni Gunnlaugsson fyrrver- andi bæjarfulltrúi og aðalbar- áttumaðurinn fyrir samstarfi Al- þýðuflokksins og kommúnista á -sínum tíma varð óánægður við flokk sinn af því að hann samdi við Sjálfstæðisflokkinn u.m stjórn bæjarmála í Hafnarfirði. Nú datt Árna það snjallræði í hug, hvort ekki væri hægt að lifa á óánægjunni og stofnaði pólitískan flokk, vinstri fiokk. Með elju og dugnaöi lókst Árna að fá liðstyrk til að koma saman lista og bjóða fram við næstu bæjarstjórnarkosningar. En óánægjan er ekki eins haldgóð til flokksmyndunar og Árni reiknaði með. Nú er kom- in upp svo mikil óánægja inn- an flokks Árna að hver höndin er upp á móti annarri og menn eru farnir að segja sig úr flokkn um. Er nú eftir að vita, hvort alvarlega sýður upp úr fyrir eða eftir kjördag. Grímunni kastað. Þegar Alþýðubandalagsmenn settu hinn sanntrúaða kommún- ista Kristján Andrésson út úr efsta sæti listans, og völdu Hjörleif Gunnarsson í hans stað héldu ýmsir að um nokkra stefnubreytingu væri að ræða. En nú hefur Hjörleifur kastað grímunni og skrifar í blað sitt Vegamót í Hafnarfirði grein, sem er full af staðleysum, of- stæki og andúð á því fólki, sem veitir Sjálfstæðisflokknum brautargengi. Virðist hann vera að keppa við vin sinn og póli- tískan samherja Árna Gunn- laugsson um það, hvor lengra geti gengið í óhróðri um Sjálf- stæðisfólk. Gegn glundroðanum Hafnfirðingum þykir vænt um bæinn sinn og þeir hafa oft borið kinnroða fyrir það, hve mörgu er ábótavant í bænum. Síðan 1926 og allt til 1962 hefur Alþýðuflokkurinn farið með völd í bænum, lengst af einn en síðustu kjörtímabilin í sam- starfi við kommúnista. í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum misstu þessir flokkar meirihluta aðstöðu og Sjálfstæðisflokkur- inn tók forystuna í bæjarmál- um. Á þessu stutta tímabili hafa verið gerð stórátök í fjölmörg- um framfaramálum, enda hef- ur samstarf núverandi meiri- hlutaflokka verið mjög málefna legt. Nú vinna litlu flokkarnir að því að koma á glundroða- að meira eða minna leyti upp- byggingarstarf þessa kjörtíma- bils. Efling Sjálfstæðisflokksins er eina leiðin gegn glundroðan- um. Allir eitt fyrir Hafnarfjörð. X D. — Gemini Framhald af bls. 1 íslenzkum tíma. Áætlað er að Gemini 9 verði í 70 klst, og 40 mínútur á lofti. Eins og áður segir munu geimfararnir elta Agena eldflaugina uppi og á það að gerast á mettíma, að því er talsmaður bandarísku geim- ferðastofnunarinnar tilkynnti á laugardag. Crenan mun ferðast klukkustund og m.a. fara yfir utan geimfarsins í tvær og hálfa á Agena eldflaugina. Þegar geimfararnir verða búnir að tengja geimfarið við eldflaugina munu þeir setja aðalhreyfil eld- flaugarinnar í gang og stjórna þannig báðum farartækjunum um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.