Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐID Fostudagur 20. maí 1066 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílttleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 < iíá RAUDARÁSST(6 31 SÍMi 22022 Volkswagen 1965 og ’66. BIFREiBALEIGAK VECFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. Fjölvibkar skusðgröfus 7 ö L v T R m K í ,i N AVALT TIL REIflU. SÍmi: 40450 aireeipílfici úá^SiMI 33924 Eignist nýja vini Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfasambandi við yður. Gppl. og 150 myndir sendar ókeypis. Correspondence Club Hermes 1 Berlin 11, Box 17, Germany BOSCH SPENNUSTILLAR Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. merkt eða „mæld með augun- um“. Og það sama gildir bvort ökumaður er á 8 metra breiðri eða 14 m breiðri akbraut. Lögin gefa engum færi á að beygja til hægri frá vinstri vegbrún, svo fremi að akbraut- in sé ekki þvi mjórri. ýr Bamatónleikar Á miðvikudaginn var sagt frá því hér í blaðinu, að skemmtilegdr barnatónleik- ar sinfóníuhljómsveitarinnar hefðu verið haldnir í Háskóla- bíói daginn áður — og þar sagði: „Ekki var mjög margt á þessum tónleikum og er það hin mesta synd“. Kennari og faðir hringdi til okkar og sagði, að rétt væri að vekja athygli á því í þessu- sambandi, að efnt væri til barnatónleika og barnaópera sett á svið einmitt í miðjum vorprófum skólanna. Sagðist kennarinn fullviss um það, að barnatónleikar mundu vel sóttir, ekki aðeins eihu sinni — heldur oftar, ef forystu- menn á því sviði gættu þess að geyma ekki tónleikana þar til öll börn væru önnum kaf- in í prófum. Þetta er þörf ábending og vonandí tekst betur til næst. Á Kvenpalli Það var ekki af verra taginu, sem blasti við í póst- kassanum í morgun. Enn einn Tími í viðbót, gratis auðvitað, sem blessaðir Framsóknar- mennirnir skenkja okkur núna mitt í Móðuharðindunum. Ekki minnkaði gleði mín, þegar út úr Tímabunkanum féll blað eitt, og viti menn, þar blöstu við hinar föngulegustu konur. Hjartað tók kipp, ný fegurðar- samkeppni eða hvað? Æ, nei. Ekki var því að heilsa. Þetta var auðvitað enn einn þáttur í viðleitni Framsóknarmanna til að leiða mig og aðra Reykvík- inga í allan sannleikann eftir 50 ára reik okkar í viilu og svima. Að hugsa sér, þessar góðviljuðu konur, sem við blöstu- í nefndu blaði voru þá komnar alla leið hingað í bæ- inn okkar til frelsunar. Svo segja menn, að góðsemdin fari minnkandi í henni veröld. Ég segi nei! Og ekki vantaði þessar góðu konur forystuhæfileik- ana, ó ekki. Sumar þeirra höfðu meir að segja kom- izt í nefndir í Félagi fram- sóknarkvenna í Reykjavík! Hér var þvi ljóst, að forystu- hæfileikar fléttast saman við fórnfýsina. Þegar hér var kom ið sögu var ég orðin svo hug- fangin, að ég tók til við að rifja upp alla umhyggju Fram- sóknar fyrir okkur Reykvík- inga á liðnum árum. Varð mér þá hugsað til framsýni þeirra hér á árunum, þegar þeir fram kvæmdu þingrofið til að forða okkur frá virkjun Sogsins, sællar minningar. Þá rifjaðist einnig upp fyrir mér, hversu þeir hafa ávallt viljað spara okkur það ómak að vera að kjósa allan þennan fjölda Al- þingismanna héðan frá Reykja vík. Minntist ég í því sam- bandi göfugrar réttlætisbar- áttu þeirra við, að tugur Reyk- víkinga skyldi vera jafnoki eins Seyðfirðings, til áhrifa á landsmálin. En þetta er nú kannski misskilningur, því um daginn var víst einhver að tala um að það væri réttlætiskrafa að fjölga í borgarstjórninni? Lamell - Parkett Eikarparkettið sænska er hægt aö iá í 13,15 og 23 mm þykktum, bæði tígla og borð. Kemur pússað og lakkað og er auð- velt að leggja. Einangrar gegn gólfkulda á jarðhæð. Hagstætt verð. Byggir hf. Simi 34069. Hvað um það, ég óska allan Framsóknar-kvenþallinn vel- kominn til höfuðstaðarins. Það fer vel á því, að slíkir kven- kostir skuli fjölmenna svo hingað til „Siberíuþorpsins". Að vísu viljum við Reykvík- ingar ekki koma til þeirra, vegna þess að við ætlum að halda áfram að gera borgina að eftirsóknarverðum stað fyrir þær og aðra að búa L Og á meðan svo er mun okkur áreiðanlega ekki skorta áfram flutning siikra frelsis- englá hingað, mér og öðrum „Grimsby-Iýð“ til sáluhjálpar. Með kveðju og hræðri þökk. Keykvikingur. ■ýr í umferðinni í fyrradag birtum við fyrri hluta bréfs frá „gömlum lögregluþjóni“. Hér kemur síðari hlutinn: „Þess ber að gæta, sé kyrr- stætt ökutæki eða önnur hindr un í veginum,, (t. d. við vinstri vegarbrún), að aka ekki án aðgæzlu til hliðar og í veg fyrir þann, sem er á ferð til hægri, nema hann eða þeir séu viðbúnir að rýma. Öll breyting á akstursstefnu verður að hafa verið gefin til kynna áður en beygt er og það má ekki beygja, nema öruggt sé vegna umferðar til hliðar og umferð- ar, sem á eftir kemur. Það verður ávallt að gæta þess, ef breyta á um stefnu á akbraut- inni, hvort heldur er til hægri eða vinstri og hvort heldur öku maður ætlar að skipta um akrein, leggja ökutæki sínu í götuna, aka inn í stæði, eða aka til hliðar mn í hliðargötu við gatnamót, — 1.) gefa stefnu merki, 2.) að doka við þangað til hann fær tækifæri til að sveigja. Ef ökumaður ætlar að beygja til hliðar á akbrautinni, þannig að hann ætlar að yfir- gefa akbrautina, verður hann, ef hann ætlar að beygja til vinstri, 1.) að vera kominn að vinstri vegbrún nokkru áður en hann beygir og ef hann ætlar að beygja til hægri. 2.) að vera kominn með ökutæki sitt að miðlínu nokkru áður en hann kemur að gatnamótun- um hvort sem miðlínan er Qg hér kemur svo hin marg umtalaða 46. grein umferðar- laganna. Ökumaður skal að- gæta vandlegá, áður en hann beygir, að unnt sé að gera það án hættu fyrir þá, sem á effir koma. Ökutæki, sem stefna til vinstri á vegamótum, skal í hæfilegri fjarlægð frá þeim ekið út á vinstri brún akbraut- ar. Ef beygja á til hægri skal, ef aðstæður leyfa, ekið að mið línu vegar, eða, ef um ein- stefnuakstur er að ræða, yfir að hægri brún akbrautar. Nú eru tvær eða fleiri akreinar, fyrir sömu akstursstefnu á vegi, og skal þá ökumaður í tæka tið, áður en komið er að vegamótum, færa ökutækið á þá rein, sem heppilegust er, miðað við fyrirhugaða aksturs stefnu. Þegar komið er á vegamót og beygt til vinstri, ber að aka eins nálægt vinstri brún ak- brautar og unnt er. Þegar beygt er til hægri, skal ökutæki þegar komið er yfir vegamót, vera vinstra megin (á vinstri helming) á akbraut þeirri, sem ekið er inn á. Þetta gildir þó ekki um akstur inn á einstefnu akbraut (þar er enginn akstur á móti). Ekki má taka beygju til hægri, fyrr en nálæg öku- tækg sem á móti koma, hafa farið fram hjá. Ekki má snúa ökutæki á vegi eða aka þeim aftur á bak, nema unnt sé að gera það án áhættu eða óþæginda fyrir aðra um- ferð. Þannig hljóðar greinin sú, en þú verður að lesa hana aftur áður en þú skilur hana að fullu. Og svo að lokum þetta til þeirra sem Kalda því fram, að ekki megi aka í röðum í" eina átt, nema eftir merktum akreinum. Það er aðeins fram úr aksturinn sem er varhuga- verðari, sérstaklega, fram úr vinstra megin. En um það er að segja, að þegar sá sem ekur hægra megin hefur gefið merki um að hann ætli að aka útaí akbrautinni til hægri, eða ætl- ar greinilega að haldá sig hægra megin í brautinni, þá á að vera öruggt að aka fram með honum vinstra megin, ef rými er til þess, hvort er á akbraut eða við gatnamót. Gamall Iögreglnþjónn“. Námskeið fyrir unglinga, er lokið hafa barnaprófi, verða haldin í júní og ágústmánuði í Laugarnesskóla, Melaskóla og Réttarholtsskóla. Hvert námskeið stendur í 4 vikur. Kennt verður 4—5 stundir á dag, fimm daga vikunnar. Kennd verður matargerð, framreiðsla, ræsting, meðferð og hirðing fatnaðar, híbýlafræði, vöruþekking o. fl. Sund verður á hverjum morgni kl. 8—9. Námskeiðsgjald verður kr. 1000,00 á þátt takanda. Nánari upplýsingar og innritun á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur dagana 23.—27. maí n.k. kl. 2—4. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.