Morgunblaðið - 20.05.1966, Side 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
t
I
Föstudagur 20. maí 1966
BORGIINilMI
BORGIIMIMI
BORGIIMIMI
GIIMIMf
558 þúsund gestir á sund-
stöðum Reykjavíkur s.l. ár
Fáir munu gera sér grein fyrir
því hve margir Reykvíkingar
iðka sund. Sundstaðina þrjá í
Reykjavík sóttu á s-1. ári 558.645
manns. Það er næstmesta aðsókn
sem orðið hefur. 1964 komu 10
þúsund fleiri, en það ár var
algjör metaðsókn að sundstöð'un-
um.
Samkvaemt þessari tölu verður
meðalaðsókn að sundstöðunum
þremur daglega alla daga ársins
sem opið er, 1619 manns.
Flestir komu í Sundhö>llina
1965 eða rúmlega 200 þús. manns.
Rúmlega 190 þús. komu í Sund-
laugarnar gömlu, og um 160 þús.
komu í Vesturbæjarlaugina og
sækir hún stöðugt á, þótt þar
skorti mjög tilfinnanlega betri
búningsklefaaðstöðu.
í áðurnefndum tölum eru skóla
börn meðtalin nema þeir, sem
læra í Austurbæjarskólanum og
Breiðagerðisskólanum, en þeir
hafa sér sundlaugar.
Reykjavíkurborg greiðir mik-
inn halla af rekstri sundstað-
anna. 1962 var sá halli 2 millj.
296 þús. kr.
Árið 1963, 3 millj. 267 þús.
Árið 1964, 3 millj. 12 þús.
Hallinn 1965 verður mun meiri,
þar sem kostnaður hækkaði mik-
ið en aðgangseyrir var óbreytt-
ur frá 1964.
Reiknað hefur verið út að
kostnaður við hverja baðferð
Reykvíkings árið 1964 var kr.
13,65. Að jafnaði borguðu Reyk-
víkingar í aðgangseyri að sund-
stöðunum kr. 5,33 fyrir hvert bað
svo Reykjavíkurborg greiðir rúm
ar 8 kr. með hverri baðferð.
Árið 1968 verður hafizt handa
um byggingu nýrra bað- og bún-
ingsklefa við Sundlaug Vestur-
bæjar og því verki lokið á árinu
1968. Er það mjög nauðsynlegt,
því að á góðviðrisdögum annar
laugin hvegi nærri þeirri að-
sókn sem að henni er og mynd-
ast langar biðraðir.
Hins vegar er það mjög á-
nægjulegt að þeim fer stöðugt
fjölgandi, sem gert hafa »ér að
venju að byrja daginn með baði
og sundspretti í einhverri hinna
þriggja sundlauga okkar. Það er
góður vani, menn koma hressir
og glaði til vinnu og betur undir
starfið búnir.
íþróttamannvirkin, sem byggð hafa
verið í Rvík, sæmdu stdrþjóðum
íþróttaleikvangurinn í Laugardal
• Borgin styrkir og byggingastarf félaga
• Stefnt er að samvinnu skóla og félaga
• Mikilsverður stuðningur við rekstur félagssvœða
A SÍÐUSTU árum hefur
meira fé verið varið til bygg-
ingar íþróttamannvirkja í
Reykjavík, til styrktar íþrótta
félögunum í Reykjavík og til
útivistarsvæða en nokkru
sinni fyrr. Gerð hefur verið
áætlun um byggingu nýrra
íþróttamannvirkja á næstu
fjórum árum og á að verja til
þeirra um 60 millj.kr., auk
þess fjár sem borgin leggur
til íþróttamannvirkjaskóla.
Til að fræðast um hvað efst
er á baugi í íþróttamálum höfuð
staðarins snerum við okkur til
Stefáns Kristjánssonar, sem í
nóvember s. 1. var skipaður
íþróttaful'ltrúi Reykjavíkurborg-
ar. Stefán er fyrsti íþrótta-
fulltrúi Reykjavíkur, en áður
höfðu starfað sem íþróttaráðu-
nautar Reykjavíkur þeir Bene-
dikt Jakobsson Og Benedikt
Waage.
Stefán er kunnur íþróttamað-
ur, var um árabil einn bezti skíða
maður landsins og er nú, auk
starfs síns, formaður Skíðasam-
bands íslands.
Skipulag iþróttamálanna.
Við spurðum Stefán fyrst um
skipulagningu íþróttamála hjá
Reykjavíkurborg, og Stefán svar-
aði:
— íþróttaráð Reykjavíkur fer
f umboði borgarstjórnar með
stjórn íþróttamála í Reykjavík.
íþróttaráðið er skipað 5 mönn-
uim, 3 kosnum af borgarstjórn og
2 tilnefndum af Í.B.R. Núverandi
formaður íþróttaráðs er Gísli
Halldórsson arkitekt. Hlutverk
ráðsins er að vinna að eflingu
iþróttastarfs í Reykjavík og hafa
.samvinnu við al'la aðila, sem um
slík mál fjalla. Ráðið á að vera
borgaryfirvöldunum til ráðuneyt
is, eftir því sem þau óska, varð-
andi íþróttamál, t.d. fjárveitingu
til íþróttamála, staðsetningu
nýrra íþróttamannvirkja, hafa
umsjón með íþróttamannvirkjum
er borgin á eða hefur styrkt (und
anþegin þar eru íþróttamann-
fulltrúa Reykjavíkurborgar.
— Hvert er höfuðverkefni
íþróttaráðs nú?
— Nú höfum við verið að
vinna að framkvæmdaáætlun
fyrir byggingar ílþróttamann-
virkja fyrir næstu 4 ár. Hefur
hún verið tekin inn í heildar-
hluta þess fjármagns, sem veitt
hefur verið til íþróttamála á
undanförnum árum. Þó í engu
hafi verið kvikað frá þeirri reglu
að Reykjavíkurborg styrkti upp-
byggingarstarf og mannvirkja-
gerð hinna einstöku íþróttafélaga
um 30% af kostnaði, þá hefur
komið í ljós að félögin rísa ekki
lengur undir uppbyggingarstarfi
með þá styrkupphæð. .Yfirvöld-
um íþróttamála í Reykjavík er
því ljóst að í þessum efnum verð
ur að fara inn á nýjar brautir, og
auka stuðninginn við félögin, sem
Hinn nýi og glæsilegi salur í Réttarholtsskóla.
virki skóla), gera tillögur til
borgarráðs um starfsreglur hinna
ýmsu mannvirkja, standa fyrir
íþróttanámskeiðum fyrir ófélags-
bundna æsku o.fl.
Fræðslustjórinn í Reykjavík er
framkvæmdastjóri Iþróttaráðs,
en sér við hlið hefur hann íþrótta
framkvæmdaáætlun borgarinnar
fyrir þessi ár. Samkvæmt áætlun
inni á að ljúka við sýninga- og
íþróttahúsið svo og að fullgera
1. áfanga við sundlaugina í Laug
ardal í ár. Er áætlað að þetta
kosti 13 millj. kr.
Mikið og stórt átak.
Þessi mannvirki í Laugardal,
ásamt leikvanginum eru gífur-
legt átak. Þættu þau raunar stór
verkefni hjá stærri þjóðum, hvað
þá hjá einu litlu bæjarfélagi. Þau
hafa að vonum „gleypt“ mestan
standa í stórátökum í uppbygg-
ingarstarfinu. Er mér óhætt að
fullyrða segir Stefán, að átak
verður gert í þessu máli, þegar
hinum stóru og nauðsynlegu
framkvæmdum, sem nú standa
yfir í Laugardal er lokið.
Stúkubygging á Laugardalsvell
Á árunum 1967 og 1968 verðu
meginverkefnið að ljúka vi
stúkubyggingiu á Laugardalsvel]
inum. Áformað er að hafizt verf
handa síðla sumars 1967, þ.e. ei
ir að öl'lum aðalleikjum er lok
Stefán Kristjánsson
ið á vellinum, en ljúka hennl
snemma árs 1968 áður en leik-
timabilið hefst. Verður á þennan
hátt hægt að sameina tveggja
ára fjárveitingu, samtals 13 miilj.
kr., vinna verkið óslitið og trufla
ekki aðsókn að kappleikjum á
vellinum. Á þessum árum er
áætlað að verja 3 millj. til ann-
arra framkvæmda í Laugardal,
auk þess sem gert er ráð fyrir
að veita 3 mil'lj. kr. til bygging-
ar malarvallar í Laugardal árið
1969. Þegar þarna er komið er
hinni dýrari mannvirkjagerð í
Laugardal langt komið í bili og
það ár því áætlað að veita 4
millj. kr. til nýrra iþróttcisvæða
á öðrum stöðum í bænum, og
verða þá samkv. áætliuninni alls
veittar 7 millj. kr. til nýrra
íþróttasvæða á þessum 4 árum.
Samvinna íþróttafélaga
og skóla.
— Er ekki hafið samstarf
Iþróttafélaga og skó'la um íþrótta
mannvirki?
— Jú, við höfum undirbúið
og erum komnir áleiðis með að
stofna til samvinnu milli íþrótta-
félaga og skóla um notkun í-
þróttamannvirkja. Og persónu-
lega vil ég leggja áherzlu á, að
það sé rétt stefna. Hún er hag-
stæð fyrir bæjarfélagið, og kem-
ur skólum og félögum að fullum
notum. Á síðari árum hefur ætíð
verið gert ráð fyrir því í skipu-
lagi að íþróttavöllurinn í hverf-