Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 19
Föstudagur 20. maf 1966
MORGU NBLAÐIÐ
19
sérstök áhugamál fyrir utan
heimilið?
k
| — Jú, íþróttir hafa alltaf
verið mér mikið áhugamál.
Mér finnst hafa vantað að-
stöð til skautaiðkana að vetr-
! inum, en nú verður starfrsekt
skautavell í Laugardalnum
næsta vetur, og e.t.v. á fleiri
stöðum. Annars hefur að-
J staða til íþróttaiðkana mjög
verið aukin og endurbætt. Ég
get nú ekki að mér gert en
ég mun sakna gömlu sund-
lauganna mikið, þegar þær
verða rifnar, þótt vitaskuld
verði aðstaða öill í nýju laug-
inni miklu betri.
) — Stundið þið hjónin mik-
ið sund?
— Bóndinn fer yfirleitt á
hverjum morgni og ég svona
stundum, þegar hárgreiðslan
leyfir, frúin hlær við. — Ann
ars syntum við bæði 200
metrana í morgun.
j — Hafið þið e.t.v. aðrar
fþróttir á dagskrá?
— Já, ég hef stundað mik-
ið badminton, skautaíþróttir
og verið á skíðum og sömu-,
leiðis fer ég mikið í göngu-
ferðir.
i — Er það nokkuð sérstakt
sem þér vilduð segja í sam-
bandi við skólamálin?
— f>að væri þá helzt að
mér finnst eiginlega ekki
lögð nægileg áherzla á lík-
amsrækt í skólunum. I>að
mætti auka leikfimikennsl-
una. Að vísu eru ekki leik-
fimissalir enn sem komið er
við alla skólana, en t.d. hér
í Laugalækjarskólanum
sækja börnin leikfimi í
Iþróttasalinn á Laugardals-
vellinum og þar er öll að-
staða prýðileg. I>að er ein-
ungis góð gönguferð fyrir
börnin að fara þangað. — Það
væri auðvitað æskilegast að
sérstakir leikfimisalir séu við
skólana og er það vitanlega
það sem koma skal, en ekki
er hægt að gera allt í einu
SigTÍður Guðmunðsdóttir
og betra að bæta sem víðast
úrbrýnustu þörfinni.
— Að lokum frú Sigríður,
er það eitbhvað sem þér vilj-
ið taka fram?
— Ekki annað en ég vildi
gjarnan nota tækifærið til
þess að lýsa ánægju minni
með hverfisfundina, sem
borgarstjórinn okkar gekkst
fy rir að haldnir voru. Ég hefi
aldrei fyrr farið á pólitískan
fund, en ég hafði bæði gam-
an og ánægju af þessum
fundi. Það er áreiðanlega
rétta leiðin að hafa svona
fundi fyrir hvert hverfi fyrir
sig, þar sem rædd eru mál
hverfisins, heldur en allsherj
arfundi, þar sem kemur fjöld
inn úr mörgum hverfum.
Hulda Victorsdóttir
Heimilið er fyrst og
fremst fyrir börnin
— EKKI dettur mér í hug að
kjósa annan flokk en Sjálf-
stæðisflokkinn í komandi
kosningum, sagði frú Huida
Victorsdóttir, verzlunarstjóri
í Skóhúsinu í Bankastræti, er
við hittum hana nýlega að
máli, en hún er einnig þekkt
fyrir söng sinn. — Foreldrar
minir Victor Helgason, kaup
maður og Eygló Gísladóttir,
sem nú eru bæði látin, fylgdu
alla tið Sjálfstæðisflokknum
enda voru þau gagnmerkir
Reykvíkingar. En það er ekki
frá þeim sem við systkinin
höfum okkar „sjálfstæðis-
skoðun". Pabbi og mamma
vildu aldrei láta okkur krakk
ana vita neitt um hvað þau
kysu, þau sögðu alltaf að við
yrðum sjálf að mynda og
móta okkar stjórnmálaskoð-
anir.
— Og af hverju er það nú
einna helzt að fylgir Sjálf-
stæðisflokknum svo eindreg-
ið?
Hulda hlær við þessari
spurningu. — Ég hef nú satt
að segja ekki orðið vör við
þessi vandræði sem talað heí
ur verið um. Mínar dætur,
sem eru 19 og 15 ára, eru mjög
heimakærar. Okkur hjónun-
um finnst að heimilið eigi að
vera fyrir börnin og fyrst við
höfum nóg húsrými hafa dæt-
urnar fullt leyfi til þess að
vera heima með kunningja
sína. Þær eru einnig mjög
spenntar fyrir tónlist og við
eigum margar góðar plötur.
Nú svo höfum við sjónvarp,
sem okkur finnst öllum gam-
an að. Við skulum bara vona
að við fáum að hafa frelsi til
þess að velja á milli Kefla-
víkurstöðvarinnar og Reykja-
víkur þegar þar að kemur. Ef
farið verður að banna send-
ingar frá Keflavík er strax
farið út á hála braut að
skerða persónufrelsi fólks.
— Þú hefur tekið virkan
þátt í félags- og sönglífi borg
arinnar?
— Jú, ég söng þar til ég
fékk illt í hálsinn fyrir
nokkrum árum og hætti þá
alveg að syngja. Um líkt leyti
fór ég að vinna hér í Skóhús-
inu og þá kom það líka að
sjálfu sér að ekki var bægt að
stunda sönginn, vinna úti og
einnig að hugsa um heimilið.
— Ég hefi og verið í Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins í sl.
20 ár, en móðir mín sem er
nú nýlátin, var ritari deildar-
innar í fjöldamörg ár. Ég tók
raunar við ritarastarfinu er
hún var orðin veik og hef
það á hendi sem stendur.
— Og nú selur þú borgur-
unum skó?
— Já, þ.e.a.s. aðallega
yngstu borgurunum. Við höf-
um nær eingöngu verzlað
með barnaskó, ég held að
segja megi að þetta sé stærsta
barnaskóbúð borgarinnar,
sagði frú Hulda að lokum.
Sjáum eftir Gróu
úr borgarstjórn
EFTIR að hafa lent í hálf-
gerðum ógöngum komumst
við loks að Baugsveg 29, þar
sem frú Regína Benediktsdótt
ir býr ásamt manni sínum,
Baldri Jónssyni, íþróttavallar
stjóra.
— Það má eiginlega segja
að það sé hálfófært hingað til
ykkar, frú Regína. Hvað er
eiginlega verið að gera?
— Já, þetta er heilmikil
ófærð, en við erum nú svo af-
skaplega þakklát fyrir, að
verið er að malbika göturnar
hér í kring. Að vísu verður
Baugsvegurinn ekki tekinn að
þessu sinni, en það verður
vonandi fljótlega. Sömuleiðis
vonumst við til þess að fá
hitaveitu sem fyrst.
— Nú eru kosningarnar á
næsta leiti. Eruð þér ánægð-
ar með núverandi stjórn borg
armálanna?
— Já, svo sannarlega. Mér
finnst reglulega ánægjulegt
að sjá hve borgin er orðin
falleg. Ég er alin upp á Bók-
hlöðustígnum og man vel eft-
ir því þegar ekki var mikið
gert til þess að fegra borg-
ina. Það hafa orðið ótrúlega
miklar breytingar til góðs á
undanförnum árum.
— Hafið þér starfað eití-
hvað að félagsmálum?
— Já, ég hef starfað í
kvennadeild Slysavarnafélags
ins og finnst mér samstarfið'
við þær ágætu konur sem þar
starfa mjög ánægjulegt. Sér-
staklega vil ég minnast á frú
Gróu Pétursdóttir, sem mér
finnst mikill. söknuður að
missa úr borgarstjórninni.
Annars kynntist ég frú Gróu
þegar ég var barn.
— Segið mér, frú Regína,
Regina Benediktsdóttir
hvert sækja börnin hér I
hverfinu skóla?
— Þau sækja Miðbæjar-
barnaskólann.
— Er það ekki slæmt, þar
sem þetta er töluverð vega-
lengd?
— Ekki er það nú, því börn
in fá strætisvagnapeninga og
ferðir vagnanna eru hingað á
y2 tíma fresti. Annars eru
Framhald á bls. 20
Hver skólabygging ann-
arri stœrri rís at grunni
— Þegar maður hefur
fylgst með því á undanförn-
um árum hve mikið og vel
hefur verið unnið að margvís
legum framkvæmdum hér í
borginni er það næg sönnun
þess að það er eina rétta leið
in að fylgja þeim flokki. Mér
finnst að framfarirnar hafi
verið sérlega örar nú á síð-
ustu árum og þarf hreint ekki
að líta langt aftur í tímann
til þess að komast að raun
um það, Vil ég sérstaklega
minnast á betri götur og fegr
un borgarinnar.
— Eruð þið hjónin komin í
nýja íbúð?
— Já, við keypum 6 her-
bergja íbúð, tilbúna undir tré
verk að Meistaravöllum 7,
fyrir um það bil 2Vt ári. Það
er í nýju hverfi sem er að
rísa við Kaplaskjólsveginn og
býr þar sægur af ungu fólki,
sem getur komið eigin þaki
yfir höfuðið vegna þess, að
það fær góð lán frá húsnæðis
málastjórninni.
— Hvernig gengur þér að
ala dætur þínar upp í þess-
um „skemmtanasnauða bæ
fyrir unglinga?“
EIN af konunum á framhoðs
lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavik er frú Sigurlaug
Bjarnadóttir að Rauðalæk 20.
Sigurlaug er kennari við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
og hefur því góða aðstöðu til
að fylgjast með fræðslu- og
uppeldismálum borgarinnar.
Við fórum á fund frú Sigur-
laugar og hér á eftir fara
hennar orð:
— Það er margt og mikið
talað um að gerbreyta þurfi
fræðslu- og skólakerfi okkar
— þar sé helzt allt orðið úr-
elt og ónothæft, það þurfi að
bylta því öllu við og fá nýtt
í stað þess gamla. Þannig
tala að minnsta kosti þeir,
sem róttækastir eru á þessu
sviði. Svo eru aðrir, sem hæg
ar vilja fara í sakirnar og
ganga út frá því sem gefnum
hlut, að margt sé nýtilegt i
Sigurlaug Bjarnadóttir
því gamla og að fara beri að
með fullri gát, þegar farið er
út í verulegar breytingar í
þessum efnum. Ég er i hópi
þeirra siðarnefndu, og tel að
við endurskoðun á núverandi
skólakerfi — sem vafalaust
er nauðsynleg vegna stór-
breyttra þjóðfélags- og menn
ingarhátta, þá sé það mikil-
vægt að reynt sé að byggja
sem mest á okkar eigin heima
fengnu reynslu í þessum efn-
um. Auðvitað ér rétt og sjálf-
sagt að hyggja hér að reynslu
annarra þjóða, og þá helzt
þeirra, sem standa okkur
næst hvað snertir skapgerð,
atvinnuhætti og menningu.
En ég held að við íslending-
ar hljótum að hafa hér sér-
stöðu um margt, sem of langt
mál yrði að fara út í hér, —
og að við verðum að haga
okkur eftir því.
— Hverjar eru helztu nýj-
ungar í skólamálum að undan
förnu?
Framhakl á bls. 21.