Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 27
Fostuðagur 20. maí 1966 MORGUNBLADID 27 Bílar á kiördeai ^ ^ . r Hdril%il 1*|VI HV1|I ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru eindregið hvattir til þess að láta skrá bifreiðar sínar nú þegar Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—22 alia virka daga. Símar 15411 og 17103. Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins. ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a — Kosinaður Framhald af bls. 28. neytinu. Þótt hlustunarskilyrði væru erfið, tókst honum þó að gefa konungi nokkuð nákvæma greinargerð um það, sem þar fór fram. Auk Gunnlaugs munu aðeins 5 aðrir íslendingar hafa starfað í utanríkisþjónustu Dana, þeir Lárus Jóhannesson, um stuttan tíma, Stefán Þorvarðsson, Pétur Benediktsson, Agnar Klemenz Jónsson og Henrik Sv. Björnsson. Verksvið borgarritara En við víkjum nú samtalinu að hinu umfangsmikla starfi borgarritara. Borgarritari gegnir störfum borgarstjóra í fjarveru hans, þ. e. hann er varaborgar- stjóri Reykjavíkur, og ennfremur getur borgarstjóri falið honum meðferð tiltekinna málaflokka. Undir borgarritara heyra, í fyrsta lagi, dagleg stjórn á fjármálum borgarinnar og yfirumsjón með skrifstofum hennar, þar með þeirrar innheimtu, sem ekki er í höndum Gjaldheimtunnar, sem er sjálfstæð stofnun. í öðru lagi borgargjaldkeri, borgarbók- ari, hagsýsluskrifstofa, félags- málastjórn, framkvæmdastjórn sjúkrahúsnefndar, Innkaupastofn un, Strætisvagnar Reykjavíkur, Bæjarútgerð Reykjavíkur. Enn- fremur fer borgarritari með öll fasteignamál, lóðasamninga, út- hlutun lóða. starfsmannahald og kjarasamninga. Hann er stjórn- arformaður Innkaupastofnunar borgarinnar og á sæti í sparn- aðarnefnd, sem undirbýr fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, en hún er unnin sameiginlega af borgarritara, skrifstofustjóra, borgarverkfræðingi og borgar- endurskoðanda. Undirbúningur fjárhagsáætlunar Við spyrjum borgarritara fyrst um starfsemi sparnaðarnefndar, og hann segir: „Sparnaðamefnd undirbýr fjár hagsáætlun Reykjavíkurborgar. Það starf er aðallega unnið í október og nóvember. Við fáum upplýsingar frá forstöðumönnum stofnana og skrifstofa borgarinn- or, og á grundvelli þeirra, er fjárhagsáætlunin unnin og borg- arráð gefur sér líka góðan tíma til þess að fjalia um fjárhags- áætlunina. Yfirleitt tekur það tvo mánuði frá því að undirbún- ingur er hafinn, og þar til fjár- hagsáætlunin er fullgerð. Þá göngum við borgarendurskoðandi ásamt borgarbókara einnig frá Reikningi borgarinnar, en hann er lagður fram og afgreiddur í júní. Skrifstofuhald í skrifstofu borgarstjóra starfa nú um 29 manns, og hefur ekki verið fjölgað fólki hér síðan 1962. Á árinu 1963 störfuðu hér 36 menn, en ástæðan fyrir því, að við höfum komizt af með svo íá'tt fólk er sú, að við höfum gott starfslið, og ennfremur höfum við borgarbókhald, þótt það sjái ustu. T. d. stárfa einungis 7 menn við obrgarbókhald, þótt það sjái einnig um bókhald annarra stofn anna, nema Hafnarinnar, Hita- veitunnar, Strætisvagnanna og BÚR, sem hafa sitt eigið bókhald. Við færum t. d. altt bókhald fyr- ir Vatnsveituna og Rafmagns- veituna. Ég þekki eltki margar skrifstofur sem komast af með jafn fáa starfsmenn miðað við magn og gæði vinnu. Til skamms tíma höfum við greitt vikulaun til verkamanna þannig að þeim hefur verið greitt í peningum, en nú höfum við lagt það fyrirkomulag niður, nú greiðum við öllum í ávísunum, nema þeim fáu starfsflokkum sem hafa óskað þess að fá greitt í peningum. Að þessu er vinnu- sparnaður og hagkvæmi." Mér er einnig falið að fylgjast með fjármálum borgarstofnana, og sjá um að þær haldi sig innan marka fjárhagsáætlunarinnar. 1 heild hefur fjárhagsáætlun og reikningur borgarinnar verið í fullu samræmi undanfarin ár, stundum aðeins yfir, stundum aðeins undir. En þetta má sjá á reikningum Reykjavíkurborgar undanfarin ár. Kostnaður við heildarstjórn Reykjavíkurborgar hefur farið lækkandi. Hann var í kringum 5%% af heildarrekstr- argjöldum 1959, en á sl. ári benda bráðabirgðatölur til þess að hann verði um 4%. Við gerum mánaðarlegan reikningsjöfnuð svo að við getum séð, hvernig f j á r m á 1 borgarinnar standa hverju sinni.“ Innkaupastofnunin Þá spyrjum við borgarritara um starfsemi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og hann segir: „Innkaupastofnunin sér um stærstu vöruinnkaup og gengur frá tilboðum og samningum um stærstu verkefni. Ég hef ekki orðið var við, að hún sé óvinsæl meðal kaupmanna og innflytj- enda. Hún starfar þannig, að hún býður vörur út, og yfirleitt eru kaupin gerð á þann hátt, að Inn- kaupastofnunin kaupir í gegnum umboðsmenn hérlendis og flytur vörurnar inn sjálf. Vörusala Inn- kaupastofnunarinnar hefur verið að aukast undanfaiún ár, 1960 var vörusalan 29 milljónir króna, en sl. ár var hún 126 milljónir. Innkaupastofnunin seliur fyrir- tækjum og stofnunum Reykja- víkurborgar, og leggur mjög lágt gjald á vöruna. Ennfremur vinn- ur Innkaupastofnunin að stöðlun einstakra vörutegunda, sem borg in notar. Þá sér hún. um útboð í verklegar framkvæmdir og annast samningagerð. Verksamn- ingar sem gerðir voru á vegum Innkaupastofnunarinnar á sl. ári, námu 112 milljónum króna.“ Sem dæmi um þá hagkvæmni sem orðið hefur af rekstri Inn- kaupastofnunarinnar nefnir borg arritari hjólbarðakaup fyrir S.V.R. og stærri vörubíla. „Vegna útboðs á þessari vöru er verðið til fyrrnefndra aðila 30% undir útsöluverði í borginni. Hjólbarði sem kostaði 1960 5.800 krónur í innkaupi, kostar nú fyrir Reykja víkurborg um 3000 krónur. Ann- að dæmi má nefna um skólahús- Myndin sýnir hvað unnið er að malbikun Fjarðargötunnar í Hafnarfirði í fyrradag. Var því verki að mestu lokið þann dag, og núna næstu daga verður hafizt handa um malbikun Reykja- víkurvegar. Kemur malbikun beggja þessara gatna til með að greiða mjög um alla umferð í miðbænum í Hafnarfirði. Fjarðargatan var lögð á þessu kjörtímabili, og er hún hið mesta mannvirki. Léttir hún mjög allri umferð af Strandgötunni í sumar er og í ráði að setja olíumöl á Norðurbraut. I byrjun þessa kjörtímabils voru malbikaðar og steyptar götur í Hafnarfirði 1620 metrar, en eru nú 3820 metrar. Hafa því verið malbikaðir 2200 lengdarmetrar á þessu kjörtímabili, eða meira en helmingur, en allar malbikaðar götur í Hafnarfirði námu í byrjun kjörtímabiisins. gögn, sem boðin eru út til inn- lendra verkstæða. Eitt slíkt sett kostaði 1960 1300 krónur 1963 kostaði það 970 krónur, og þrátt fyrir verðhækkanir fsest það nú fyrir 1300 krónur. Ennfremur má nefn?i það, að Innkaupastofnunin hefur boðið út asfalt til gatna- gerðar. 1960 kostaði tonnið af því fob 1686 krónur, en asfaltið í ár kostar 1120 krónur tonnið. Fleiri slík dæmi má nefna, segir borg- arritari“, og er af þeim ljóst, að Innkaupastofnunin er Reykja- víkurborg mjög hagkvæm." Borg arritari er stjórnarformaður Inn- kaupastofnunarinnar en með- stjórnendur eru úr hópi borgar- fulltrúa, og segir borgarritari að mjög góð samvinna sé í stjórn- inni. Tekjurnar koma inn siðari hluta ársins Við ræðum nú um fjármál Rvíkurborgar, og segir Gunnlaug ur Pétursson að Reykjavíkurborg eins og öðrum sveitarfélögum sé nauðsynlegt að fá rekstrarlán, þar sem langmestur hluti tekna þessara aðila innheimtist þrjá síðustu mánuði ársins. „Það er augljóslega bagalegt fyrir Reykja vík og önnur sveitarfélög, að ein- mitt fyrri hluta ársins, sem er aðalframkvæmdatímabilið koma minnstar tekjur inn. Síðan Gjald heimtan tók til starfa ,hefur þetta komizt í betra horf. Inn- heimtan hefur alltaf verið að batna ár frá ári. Samt sem áður er það staðreynd, að fyrri helm- ing ársins fáum við ekki inn nema um 25% af áætlunarupp- hæð útsvara og aðstöðugjalda. Þetta skapar auðvitað erfiðleika í rekstri borgarinnar. Auðvitað þarf Reykjavíkurborg að fá rekstrarlán, sem hægt er að greiða síðari hluta ársins. En allt hefur þetta þó staðið til bóta, og kemur j>ar til ný tækni, betri fyrirgreiðsla ríkisvaldsins eftir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tók til starfa og við fórum að fá framlög úr vegasjóði til gatna- gerðar. Það sem raunverulega bjargar fjármálum okkar fyrri hluta ársins er sú staðreynd, að 90% af fasteignagjöldunum koma inn á því tímabili." Borgarritari víkur síðan að tveimur miklum hagsmunamál- um Reykjavíkurborgar. Hann segir, að Reykjavíkurborg hafi komizt að góðum samningum þegar borgin varð helmingsaði'li að Búrfellsvirkjun, og voru allir borgarfulltrúar sammála um, að þar hafi verið um góða samninga að ræða fyrir Reykjavíkurborg. Þá bendir horgarritari á, að það ætti að vera óhætt fyrir Reykja- vík að taka erlend lán til hinna arðbæru framkvæmda hitaveit- unnar sem þarf meira fjármagn til sinna framkvæmda. Stefnan er sú að fyrirtæki borgarinnar standi undir sér sjálf, og geti lagt fram eðlilegt fjármagn til framkvæmda, en það þarf að gera þeim kleift að fá hagkvæm stofnlán, segir borgarritari. Fasteignakaup Við víkjum þá talinu að kaup- um borgarinnar á fasteignum, og segir borgarritari, að Reykjavik- urborg hafi keypt nokkrar fast- eignir í borginni að undanförnu, Fríkirkjuveg 11, gamla Iðnskóla- húsið við Vonarstræti og Búnað- arfélagshúsið. Borgarsjóður hef- ur ekki áhuga á kaupurn fast- eigna, nema vegna skipulags, segir borgarritari. Að 1 lokum segir Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, að sér hafi fallið þetta starf vel hingað til, það sé bæði skemmtilegt og fjölbreytt. — Framboðslisti Framhald af bls. 28. víkursvæðinu og stórlækkar raf- orkuverðfð. En verst hefur þó Eysteinn Jónsson leikið þær stofnanir, sem hann hefur alræðisvald yfir, sjálft Sambandið, þar sem stöðn- un ríkir og stórfelldir erfiðleik- ar, vegna þess að framkvæmda- stjórarnir fá ekkert að gera af viti fyrir ofríki Eysteins Jóns- sonar og Tímans, sem lesendur munu árei'ðanlega sammála um að sé lélegt og afturhaldssamt blað, að ógleymdum kjánaskapn- um, sem frambjóðendur Ey- steins leggja til. Patreksfjarðar- bátar með 4.798 tonn Patreksfirði, 19. maí. AFLI bátanna hér var góður á vetrarvertiðinni, þótt hann væri heldur minni en í fyrra. Sjö bátar lönduðu hér, þar af tveir litljr, sem réru aðeins síð- ustu daga vertíðarinnar. Heild- arafli bátanna varð 4.798 tonn. Afli einstakra báta varð þann- ig: Jón Þórðarson 1086 tonn, Helga Guðmundsdóttir 1004 tonn Dofri 937 tonn, Þrymur 852 tonn, Sæborg 637 tonn, Svanur 153 tonn og Sæborg II. 129 tonn. — Trausti. Am BYGGINGARMALIN OG UNGA FÓLKIÐ. Hinir mörgu smáflokk ar í Hafnarfirði telja sig bera ungt fólk mjög fyrir brjósti í sambandi við byggingarmál. Þó kallaði einn ræðumaður hús- byggjendur og íbúa í hinu nýja hverfi við Álfaslóð „braskara úr Reykjavík". Aldrei hefur þó ver ið jafnmikið um lóðaveitingar og á þessu kjörtímabili og aldrei jafn miklar lóðaúthlutanir í undirbúningi og nú. En hver er þá hin raunveru- legu afstaða litlu flokkanna þriggja? Á þeim tíma, þegar Árni Gunn laugsson var ráðunautur Krist- jáns Andréssonar og Jóns Pálma sonar í andróðrinum í bæjar- stjórn, sömdu þessir aðilar stór merka tillögu, sem Kristján var svo látinn flytja í bæjarstjórn og Jón Pálmason studdi með ráðum og dáð. Tillaga þessi fól það í sér, að skipa 5 manna nefnd til að bremsa hraðann í uppbyggingu bæjarins. M.ö.o koma í veg fyrir að fólk gæti fengið lóðir til að byggja yfir sig og halda þannig sem hæstu verði á íbúðarhúsnæði Má furðulegt telja, að Jón Pálmason og Krist- ján Andrésson skyldu láta hafa sig til slíkra hluta. Sjálfstæðismenn hafa ávalt haft þróttmikla forystu í hús- næðismálunum og bezt hefur farnazt í þeim málum undir stjórn þeirra. Svo mun enn reyn ast. Allir eitt fyrir unga fólkið x-D. HIN MIKLA ÞÖGN. í útvarps- umræðunum um bæjarmál Hafn arfjarðar skoraði Eggert ísaks- son á Árna Gunnlaugsson að skýra frá þeim tillögum, sem hann hr/ði haft til bjargar Bæjarútgerðinni kjörtimabilið 1958—19S2, en þá átti Árni sæti í bæjarstjórn. Árni svaraði engu og minntist ekki meira á Bæjar- útgerðina Er það skiljanlegt, því Árni átti engin ráð til að leysa úr vanda Bæjarútgerðar- innar, né annarra bæjarmála eins og bezt kom fram í umræð- um hans og annarra ilokks- manna hans. Þeir eiga aðeins óánægjuna með sjálfa sig og til- veruna og hver á eftir öðrum sungu þeir óánægjunni lof og dýrð og vildu öllu fyrir hana fórna. nsimir7 AFRAM ofluga uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.