Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. Jfiní 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
Sr. Jón Auðuns dómprófastur:
Einhuga þjóð
I>Á ÓRAÐI fyrir því hina fornu
Hebrea, að Grettistökum getur
valdið einhuga þjóð. Hjá þeim
fæddist sú hugmynd, að á þeim
degi, og ekki fyrr, þegar allir
Gyðingar í heimi sneru sér ein-
ihuga til Drottins, væri undur-
samlegra hluta að vænta, stór-
merkja, sem engin öld hefði áður
séð og engin myndi síðar líta.
Mannkynssagan geymir mörg
dæmi þess, hver kraftur býr í
samstilltri þjóð, þótt fámenn
kunni að vera. Og íslenzk saga
6ýnir dæmi þess.
AIXIR EITT! vakti fyrir
mönnum, þegar Alþingi var sett
é Þingvelli, auðvitað á kostn-
að héraðsþinganna, sem mörg-
um voru kær.
AIXIR EITT! vakti fyrir
mönnum 70 árum síðar, þegar
kristni var lögtekin á sama stað.
Til þeirrar samþykktar gengu
margir tregir, ýmist af tryggð við
heiðinn sið eða af hirðuleysi um
nýja siðinn. Ef við slítum lög-
in, slítum við friðinn, — sögðu
vitrir menn, sem vildu vel, og til
að bjarga þjóðareiningu beygðu
sig margir, sem undir niðri var
óljúft mjög að lögleiða kristinn
sið á íslandi. Þetta dæmi fagurr-
ar hollustu við þjóðarhag ætti
íslendingum ekki að hverfa úr
minni.
ALLIR EITT! þetta gullna orð
var gleymt 200 árum síðar, þeg-
ar sundrung var orðin alger í
landinu og íslendingar sjálfir
féllust á banaráðin, sem Hákon
gamli og Skúli jarl brugguðu
frelsi þeirra.
íslendingum ætti aldrei að
ganga það úr minni, að meðan
innanlandsfriður hélzt nokkurn
veginn og vitrir höfðingjar gatu
haldið flokkadráttum í nokkr-
um skefjum, gat fámenn þjóð
varðveitt frelsi sitt og sóma, en
að niðurlægingin hófst þegar
innanlands var friður rofinn.
Innra með þjóðinni bjó hennar
eigin meinsemd en ekki í höllum
Hákonar gamla og Skúla her-
toga.
Dæmi eru í mannkynssögunni,
sem virðast sýna hið gagnstæða
og sanna, að þrátt fyrir innbyrðis
sundurlyndi og ófrið geti þjóð á
háu menningarstigi staðizt.
Það dæmi virðist mega lesa úr
sögu Forn-Grikkja og Ítalíu
miðaldanna. Bæði þessi stór-
miklu menningarlönd voru klof-
in í mörg og sundurlynd borg-
ríki. Þau sköpuðu öll svo göf-
uga siðmenningu, svo lifandi,
gróskumiklar listir, svo merki-
legar nýjungar í stjórnmálum
og hagvisindum, auk háleitrar
heimspeki, að þrátt fyrir ósam-
komulag margra, sjálfstæðra
borgríkja í einu og sama landi
náðu áhrif þeirra langt til ann-
arra landa og þjóða.
Þessi miklu menningarlönd,
Grikkland hið forna og ítalía
miðaldanna virtust ætla að af-
sanna þá kenningu, að hús sem er
sjálfu sér sundurþykkt, fái. ekk:
staðizt. En endalok þessara
miklu menningarríkja beggja
urðu ömurleg staðfesting þess,
að sundruð þjóð stenzt ekki tii
frambúðar.
Þessar staðreyndir minna á
hluti, sem ástæða er til fyrir ís-
lendinga að nema staðar við á
þjóðhátíðardegi sínum. Er ekki
togstreitan í þjóðíélagi okkar
orðin háskasamleg? Stendur hér
ekki stétt gegn stétt, gleymir
þjóðarhag og einblínir á eigin
stundargróða? Og svo eru stjórn-
málamenn og forustumenn hags-
munahópanna að glíma við bráð-
ólman læk, sem við upptök en
ekki ós skal beizla.
Að þjóðhátíðardegi var valinn
fæðingardagur Jóns forseta. Um
það var líklega hvart manns-
barn í landinu sammála. En
fyrst sá dagur var valinn, má
saga frelsisbaráttunnar ekki
gleymast. Þá er ísland snautt, ef
börn þess gerast svo skapfestu-
laus og gleymin. Af stórhuga
sonum og dætrum hófst ísland
úr ánauð margra alda. Af veik-
geðja börnum hlýtur það van-
sæmd og ánauð á ný.
Menn segja að ættjarðarástin
fari þverrandi. Ekki veit ég það.
En hún tjáir sig ekki eins með.
ungu kynslóðinni í dag og hún
tjáði sig með ungri kynslóð á‘
fyrri hluta þessarar aldar og
fyrr. Þá réðu skáldin stefnunni
í miklu rikara mæli en þau gera
í dag. Og stjórnmálabaráttan á
fyrstu tugum aldarinnar kynti *
eldanna, sem glaðast brunnu i
hjörtum fólksins í landinu.
Nöfn þeirra sem stefnunni réðu
eiga ekki að gleymast á gullnum
spjöldum sögunnar einum, held-
ur á lifandi hjörtum til að
minna hvert íslenzkt hjarta á
hluti, sem það má aldrei gleyma.
Hinn aldni Húnvetningur sá ára-
tugagamlan draum rætast 17. júní
Carl Sæmundsen stórkaupmaður afhenti Alþingi
Jóns Sigurðssonar-húsið á þjóðhátíðardaginn
Þar sem þér, herra stór-
kaupmaður stefnið að þessu
markmiði með því að afhenda
Alþingi þessa veglegu gjöf er
mér það sérstök ánægja að
veita henni móttöku og færa
yður þakkir Alþingis fyrir
þann stórhug og drengskap,
sem þér sýnið rneð því að
hrynda þessari hugsjón yðar
í framkvæmd.
Að lokum skal ég aðeins
kunnugt að ó-
þarft er að 'jt**
rekja það hér. / ..
Húsið sem i
hann bjó í um %
áratuga skeið .-O -
því mikils- .
er
-'♦ ■
vert mennin.g- ^ '
arverðmæti. . ’r, ■ -<■A- &■*£*?' ■, -jy:
Margir Is- C M3E*. s.*.%*■*•***
Iendingar sem
í Kaupmanna-
höfn dvöidust SZ
á þeim árum
'
hvarf. Þar hef-'' UT- -
ur marg verið áv-.--<!*>
rætt, sem til1
heilla hefur . *'
. -■ '
t
// ', ■... ,,. . /
■ r,, ,,, , , . , ,
horft fyrir ís-
lenzku þjóðina.
Þar hefur einn
ig verið stuðl- ‘
að að auknum .jZ/,
manndómi ým- * /*
issa af landsins ' • j
beztu sonum.
Þó nokkuð sé
um liðið síðan
Jón Sigurðsson forseti bjó síð-
ast í þessu húsi, er samt æski-
legt ef hægt er á verðugan
hátt, að varðveita það og nota
.,^ ■, ■■- ...
* ' ’< -1 _
ALDRAÐUR fslendingur, sem
í kyrrþey hefur unnið að því
hugðarefni sínu að gefa íslend
ingum hús það, er Jón Sigurðs
son forseti- átti heima í, og
starfaði, gekk sjálfur endan-
lega frá afhendingunni í Al-
þingishúsinu í gær á þjóð-
hátíðardaginn. Þessi dugmikli
maður er Carl Sæmundsen frá
Blönduósi, stórkaupmaður í
Kaupmannahöfn. í nafni Al-
þings, sem nú er eigandi að
húsi Jóns Sigurðssonar, veitti
Sigurður Óli Ólason forseti
Efri deildar, stórgjöf þessari
viðtöku, en auk hans voru við
athöfnina alþingismennirnir
Benedikt Gröndal varaforseti
Neðri deildar og Sigurður Ingi
mundarson, svo og skrifstofu-
stjórf Allþingis, Friðjón Sig-
urðsson.
Carl Sæmundsen kom hing-
að til lands að kvöldi hins
16. júní í þeim eina tilgangi
að afhenda Alþingi Jóns Sig-
gade 12 í Kaupmannahöfn að
gade 12 í Kaupmannahöfn að
gjöf, en í vetur er leið vitnað-
ist opinberlega um þessi
áform Carls.
Klukkan var því sem næst
12 á hádegi á þjóðhátíðardag-
inn er athöfnin fór fram í svo
kölluðu ráðherraherber.gi í A1
þingishúsinu. Með Carli kom
frá Kaupmannahöfn landsrétt
arlögmaðurinn B. Husted And
ersen, sem jafnframt er aðal-
ræðismaður fyrir Austurríki
í Kaupmannahöfn.
í anddyri- Alþingis var tek-
ið á móti þeim félöugm og
síðan gengið beint til ráðherra
herbergisins, þar sem at-höfn-
in fór fram. Carl Sæmund-
sen lagði þar á borðið möppu
með öllum gögnum málinu
viðkomandi, m.a. afsal og veð-
bókarvottorð, um að ekkert
hvíli á eigninni. Síðan dró
hann upp penna og undirrit-
aði sjálft gjafabréfið, sem síð-
an var vottað af Andersen lög
manni ,og firænda Carls, Pétri
Sæmundsen bankastjóra Iðn-
aðsrbankans.
Sigurður Ó’li ólason veitti
bréfinu móttöku fyrir hönd
Alþingis og mælti hann þá til
Carls þessi orð:
„Nafn Jóns Sigurðssonar er Aið undirskrift gjafabréfsins. — Frá vinstri eru: Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al-
nátengt sögu íslands. Hann þingis, Sigurður Ingimundars on, alþm., Sigurður Óli Ólason, forseti Ed. Carl Sæmundsen,
var brautryðjandinn í frelsis-stórkaupmaður, B. Husted-Andersen, landsréttarlögmaður, Fétur Sæmundsen, bankastjóri
baráttunni og er það svo al- og Benedikt Gröndal, varaforseti N.d. Ljósmyndir: Ingimundur Magnússon.
Gjafabréfið sjálft.
þannig, að það verði til að
heiðra minningu brautryðjand
ans og stuðla að því að efla
manndóm landsins sona og
auka hróður íslands.
Er afhending gjafabréfsins hafði farið fram var gengið út
að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
geta þess ’ að kostað mun
kapps um, að markmiði því
sem að er stefnt með þessari
veglegu gjöf yðar, verði sem
fyrst náð og á þann hátt að
til heilla megi verða fyrir
land og þjóð“.
Carl Sæmundsen svaraði um
hæl og kvaðst hrærður í huga
Framhald á bls. 11.
Sigurður Óli þakkar Carli,
Sæmundsen.
JT