Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 21
f Sunnudagur Í9. Júní 1966 21 MORGUNBLAÐIÐ Landsspítaiinn fær lækningatæki að gjöf Kiwanisklúbburinn Hekla gefur tæki sem lækkar likamshitann '( LAUGARDAGINN 11. júní sl. var Landsspítala íslands afhent að gjöf nýtt lækningatæki, hið (yrsta sem hingað kerruur slíkra tækja, og er það tæki til að lækka líkamsfhita sjúiklinga, ekki sízt slysasjúklinga, þegar uim ar að ræða aðgerðir á heila, útlimum og í brj óstholi. Það er Kiwanisklúbburinn Hekla sem tækið gefur og er þetta fyrsta verk klúbbsins í þáigu sjúkrahúss- og læknamála, en áður hefur hann einkum lát- jð til sín taka almenn mannúð- ar- og menninganmál. Viðstaddir afhendingu tækis- Ins á laugardag voru ýmsir Kiwanisbræður hérlendir og full trúi alþjóðahrey’fingarinnar, Harold Himbaugh og hafði Arnór Hjálmarsson, formaður Kiwanis klúbbsins Heklu orð fyrir þeim. Rakti hann starfsemd klúbbsins íitá stofnun hans fyrir tilstilli Binars A. Jónssonar, sem nú er umdæmisstjóri Kiwanishreyf- ingarinnar á Norðurlöndum og ekýrði frá framkvæmdum á veg- uim hans þann tíma sem hann hefur starfað. Klúbburinn hef- ur t.d. afhent ýmsurn barna- heknilum, s.s. djagheimili van- gefinna að Lyngási, barnaheim- ilinu að Silungapolli og upp- tökuheimilinu að Kumibaravogi, yaranleg leikföng og leiktæki og gefið börnum þeim er á heim ilunum dveljast ýmsar gjafir aðr ar, sumargjafir og jólagjafir. >á hefur klúbburinn sent jólaglaðn ing til fjölda heimila og ein- staklinga í Reykjavík og meðal síðustu verkefna hans var að mála húsin í Engey. Kiwanishreyfingin var stofnuð 1 Detroit í Bandaríkjunum fyrir liðlega hálfri öld, en breidd- ist síðan út um heim og telur nú um 300.000 félaga, sem allir taka virkan þátt í félagsstarf- inu. Kiwanisklúbburinn Hekla var stofnaður í Reykjavík 1963 og telur nú 85 félaga. Að kvöldd laugardags- annar Kiwanisklúbburinn hér á landi, „Katla“ og starfar einnig ins 11. júní sl. var stofnaður í Reykjavík. Félagar Kötlu eru 30 talsins. Stofnfundur Kötlu fór fram að Hótel Sögu á laugar dagslkvöld og voru þar mættir um 90 manns þ.á.m. fulltrúar frá Rotary- Lions- og Zonta- klúbbum í Reykjavík, en full- gildingarskjalið afihenti Harold M. Himbaugh, fyrir hönd yfir- stjómar alþjóðadeildar Kiwanis- hreyfingarinnar. Forseti hins nýja klúbbs er Páll H. Pálsson. — Hafnarfjörður Framhald af bls. 32 Kópavogi þurfa bifreiðar að bíða lengi til að komast inn á veginn eða yfir hann eftir bæj- argötum Kópavogs. Miklar um- ferðartafir verða á veginum sjálfum við gatnamót, þegar bíl ar, sem beygja ætla út af veg- inum til hægri, komast ekki gegnum umferðarstrauminn á móti. Ástand vegarins er allsendis óviðunandi. Yfirborðið er að vísu lagt malbiki, en það er orð ið nær 30 ára gamalt, hnúskótt og margbætt. Undirbyggingin er enn eldri, enda misgengin og missigin og frostlyftingar mjög miklar, svo að vegurinn er að vetrinum nánast ófær til hrað- ari aksturs en 20 km/klst. Af fyrrgreindum atriðum leiðir, að endurbygging vegarins er fyrir löngu orðin tímabær. Er þá næst að athuga, hvernig skuli endurbyggja veginn, hver skuli vera gerð hans og hvaða umferð honum skuli ætlað að bera. Til þess að svara þess- ari spurningu verður að athuga framtíðarskipulag svæðis þess, sem hann liggur um, og þeirra staða, sem hann tengir saman. Nú liggur fyrir aðalskipulag Reykjavíkur næstu 20 ár og í stórum dráttum svæðisskipulag Reykjavíkur og nágrennis, a.m.k. hvað umferðaræðum viðvíkur, og er sá hluti skipulagsins þeg- ar samþykktur af samstarfs- nefnd um svæðisskipulag Reykja víkur og nágrennis. Skv. skipulaginu er Hafnar- fjarðarvegur í beinu framhaldi Kringlumýrarbrautar í Reykja- vík, en hún kemur norðan frá sjó við Kirkjusand. Eins og legu hennar er háttað þvert yfir borg arsvæðið, verður hún ein helzta umferðaræð Reykjavíkur. >ar sem Kringlumýrarbraut og Miklabraut mætast, á hinn nýi miðbær Reykjavíkur að vera skv. skipulaginu, eða nánar til- tekið austah Kringlumýrarbraut ar og sunnan Miklubrautar. Fyrrgreind atriði staðfesta það gildi, sem Hafnarfjarðarveg ur hefur frá öndverðu haft sem aðalumferðaræð, og verður ekki hjá því komizt að líta á Hafnar fjarðarveg og Kringlumýrar- braut sem einu og sömu -m- ferðaræðina. Á skipulagsupp- drættinum sést glöggt, hver líf- æð þessi umferðaræð er og hlýt ur að verða á öllu þéttbýlis- svæðinu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, reyndar að þeim báðum meðtöldum. Á henni byggist það, að byggð er brátt að verða samfelld milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Áður fyrr var öll umferð um veginn milli þeirra staða, en eftir því sem byggð rís meðfram vegin- um, breytist þetta og stöðugt fleiri ferðir verða farnar um veg inn, sem hvorki eiga upphaf né endi í Reykjavík eða Hafnar- firði. Af fyrrgreindum atriðum !eið ir, að leggja verður Hafnarfjarð arveg sem umferðarbaut í fyrsta flokki þ.e. hraðbraut. Til skýr- ingar skal þess getið, að í skipu laginu er götum skipt í tvo flokka: húsagötur og umferðar brautir, en umferðarbrautir síð an flokkaðar eftir hlutverki í þrjá flokka: hraðbrautir, tengi- brautir og safnbrautir. Af hlut- verkinu leiðir síðan tilteknar kröfur um tæknilega gerð hverr ar götu.“ Niðurstöður 1. Álit nefndarinnar er, að rétt sé að byggja Hafnarfjarðar veg í Kópavogi í samræmi við endurskoðaða frumáætlun gerða af verkfræðingunum Gunnari B. Guðmundssyni og Leifi Hann essyni, en grunnmynd af vegin- um er sýnd á fskj. 5. Vegurinn verði undirbyggður fyrir 6 ak- reinar, en slitlag aðeins lagt á 4 akreinar í fyrstu. Kársnes- braut fari undir brú á Hafnar- fjarðarvegi og tengist honum frá norðri og til norðurs. Göngu brú verði yfir Hafnarfjarðar- veg á miðbæjasvæðinu, en stað setning hennar verði háð skipu lagi svæðisins, og er hún því ekki sýnd á grunnmyndinni. Digranesvegur fari yfir Hafnar- fjarðarveg á brú og tengist hon um bæði frá suðri og norðri og til suður og norðurs. Hlíðarveg- ur tengist Hafnarfjarðarvegi ein hliða þ.e. frá suðri og til norð- urs (miðað við hægri handar umferð). 2. Nefndin telur rétt, að stofn kostnaður götulýsingar verði talinn sem hluti af heildarkostn- aði við byggingarframkvæmdir, meðan á framkvæmdum stendur en lán, sem stofnað er til vegna götulýsingar, verði greidd af eig in fé kaupstaðarins, þar sem í vegalögum eru ákvæði um, að ekki megi greiða kostnað við götulýsingu af þéttbýlisfram- lagi. Hins vegar má á það benda, að Hafnarfjarðarvegurinn getur ekki í þeirri mynd, sem áætl- unin gerir ráð fyrir, á neinn hátt orðið innanbæjargata í Kópavogi, en er eingöngu megin tengivegur byggðanna á höfuð- borgarsvæðinu. Hin mikla umferð um Hafnar fjarðarveg í Kópavogi, sem að verulegu leyti er óviðkomandi Kópavogskaupstað, veldur því, að gera verður veg þennan úr garði á allt annan og kostnaðar samari hátt en þurft hefði, ef umferðin hefði verið eingöngu til Kópavogs eða frá, þ.á.m. verð ur götulýsing margfalt meiri og dýrari. Öll sanngirni mælir þess vegna með því, að Kópavogskaupsrað sé ekki gert að béra einn þessa greiðslubyrði, og er nefndin sam mála um, að æskilegt sé að koma til móts við hagsmuni kaupstaðarins í þessu efni af rík issjóðs hálfu og að það verði athugað, áður en framkvæmdum lýkur árið 1969, eða í sambandi við breytingai; sem gerðar kunna að verða á vegalögum fyrir þann tíma. 3. Nefndin telur eðlilegt, að viðhaldskostnaður vegarins og reksturskostnaður götulýsingar verði talinn með öðrum bygg- ingarkostnaði, meðan á fram- kvæmdum stendur, þar sem á því tímabili verður erfitt ef ekki ómögulegt, að greina milli viðhalds og raunverulegra fram- kvæmda, og sama gildir um rekst ur götulýsingar, þar sem gera þarf ýmiss konar bráðabirgðalýs ingu, meðan á framkvæmdum stendur. Að byggingartíma lokn um á kaupstaðurinn hins vegar, samkvæmt vegalögum, að standa undir kostnaði við viðhald veg- arins og rekstur lýsingarinnar. Á það ber þó að líta, hvort eðli- legt sé, að kaupstaðurinn taki á sig þennan kostnað (0,8-1 millj. kr. á ári) af vegi með 6 ak- reinum og umferð, sem að veru legu leyti er honum óviðkom- andi, sbr. það, sem sagt er um stofnkostnað lýsingar hér að framan. Nefndin er þvi einnig I þessu efni sammála um, að æskilegt sé að koma til móts við hags- muni kaupstaðarins og að þetta verði athugað nánar, áður en framkvæmdum lýkur, eða í sam bandi við breytingar á vegalög- um, er einhverjar verða gerðar fyrir þann tima. 4. Nefndin mælir með þvi við samgöngumálaráðuneytið, að gerð verði sú breyting á régiu- gerð nr. 44/1965, dags. 8. tnarz 1965, að þéttbýlisvegur Kópa- vogskaupstaðar nái frá brú á Fossvogslæk að norðan að Hlíð- arvegi að sunnan, þar sem sunn- an þeirra marka mun kaupstað- urinn skv. áætluninni enga teng ingu hafa við Hafnarfjarðarveg. Með slíkri reglugerðarbreytingu styttist þéttbýlisvegur Kópa- vogskaupstaðar um 380 m og kostnaður verður þá nær 70 millj. kr. að götulýsingu með- talinni". — Síðan er gert ráð fyrir, að verkið vinnist á ár- unum 1966-1969. Dr. Hjalti Þórarinsson, Arnór H jálmarsson, formaður Kiwanis- klúbbsins Heklu og fulltrúi alþ jóðahreyfingar Kiwanismanna. Harold IVf. Himbaugh við lækningatæki það sem Hekla gaf Lands spítalanum. JÚM B Ö Teiknari; J. M O R A /Sjiamosr Júmbó biður fyrirliða burðarmann- anna að benda þeim á leiðina til verzl- unar Chieng-Fu ...... það gerir Nony með hinni mestu ánægju. Stuttu seinna eru þeir fyrir utan verzlunina. — Hérna sjáið þið JAMES BOND stærstu verzlun bæjarins, segir Nony, hérna er hægt að kaupa allt .. og selja allt. Nony fer með þeim inn í búðina. Hann segir Chieng-Fu að Júmbó og vinir hans ~>f~ -Xr — séu að leita að nokkrum landsmönnum sínum, sjómönnum, sem hefðu átt að vera hér daginn áður. Chieng Fu vissi kannski hvar þessir góðu sjómenn væru niður- komnir. Eftii IAN FLEMING james Bond VIIAN FIEMNM BRAWINC H JOHN McLttSKY f Þetta dugir ekki, Kerim. Að kvöldlagi ertu allt of langt í burtu til að geta náð í höfðingja Búlgaranna. Grímumennirnir fóru í burtu. — — _. Þeir sem enn voru á lifi og ósærðir. — Mikið blóð hefur runnið þessa nótt. — Passaðu þig, Kerim. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.