Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1966 pttrj0iiifiMWí$í Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aiiglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið, HUGVEKJA Á ÞJÓÐHÁTÍÐ ¥Tjá því hefur ekki getað farið að þeir, sem vel fylgdust með þeim merku ræðum, sem fluttar voru á þjóðhátíðinni, hafi staldrað við óg íhugað þann boðskap, sem þær fluttu. Allir vöruðu ræðumenn við því að láta. hagsæld og efnishyggju veikja manngildið. Allir lýstu þeir bjartsýni sinni og trú á framtíð lands og þjóðar, en vöruðu þó við hættum þeim, sem samfara eru skeytingar- leysi í menningarefnum, þjóð- ræknis- og trúmálum og skefjalausri kröfugerð. Dr. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: „Hagsældin má ekki veikja manngildið. Styrkur okkar er í því fólginn, að allir fái að njóta sín. En allir verðum við að samlaga okkur landshátt- um og leggja okkar af mörk- um til þess þjóðfélags, sem komið hefur okkur til þroska“. Séra Þorsteinn L. Jónsson lagði út af orðum ritningar- innar: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis“, og sagði m.a.: „Því miður er margur, sem finnst þetta marklaust og létt vægt, bara innantómt hjal. Þeir eru svo margir meðal okkar, sem telja sig hafa full- komlega vit á við Drottin, skapara sinn, og telja réttara að segja honum fyrir verk- um, en að hann segi sér. Og svo er annar hópurinn, sem er hreint alveg sama hvernig allt ræðst, svo að oft læðist sá grunur að heilskyggnum alvörumönnum, að þeir, sem nú standa vörð um fjöregg þjóðarinnar kalli varnaðar- orð sín fyrir lokuðum eyr- um — en fjandsamleg öfl læði því inn í slævða meðvit- und hinna skoðanalausu, að varðmaðurinn fari ekki með satt. Engin þörf sé að hafa Drottin með í neinu verki, hann sé ekki til — kirkjan sé óþurftarstofnun, frjálsri hugs un fjötur og henni fjandsam- leg.“ Og Geir Hallgrímsson, borg arstjóri, sagði: „Við íslendingar lítum ekki á forystumenn og forsvars- menn eins og börn líta á for- eidra, og ætlumst ekki til, að ríkisvaldið þurfi að beita for- eldravaldi við fullorðið fólk. Og við skulum þá heldur ekki biðja um slíka forsjá með því að haga okkur eins og við sjálf bærum ekki ábyrgð á því, sem fram fer í kringum okkur“. Öll eru þessi varnaðarorð í tíma töluð. Þrátt fyrir góðæri og almenna velmegun eru nú ýmsar blikur á lofti. Kröfu- gerðin hefur orðið þjóðholl- ustunni yfirsterkari. Þegar einn fær kröfum sínum fram- gengt, þykist annar eiga rétt til bætts hags, og þannig koll af kolli. Það er þess vegna ekki að furða þótt spurt sé, hvort ríkisvaldið þurfi að beita foreldravaldi við full- orðið fólk. Vonandi kemur ekki til þess, en þá er líka nauðsynlegt, að menn átti sig á því, að nú verður að verða lát á þeirri kröfugerð og öldu sífelldra kaup- og verðhækkana, sem verið hef- ur að rísa um langt skeið. Samtök verkalýðs, vinnu- veitenda, bænda, útvegs- manna, sjómanna, verzlunar- og kaupsýslumanna, iðnaðar- manna og iðnrekenda þurfa að marka þá stefnu, sem ger- ir foreldravald hins opinbera í verðlags- og kaupgjaldsmál- um óþarft. Við viljum búa í ríki, þar sem ríkisváldið eft- irlætur einstaklingunum sem mestan rétt til heilbrigðrar félagsmálastarfsemi, en þann rétt er ekki unnt að varðveita án þroska og ábyrgðar. LAND MIKILLA MENNTA, LISTA OG VÍSINDA T þjóðhátíðarræðu sinni vék ■*■ dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra að því, að lausn vandamálanna yrði að byggjast á öruggri þekkingu og sagði: „En enn er það eins og á dögum Jóns Sigurðssonar, að þekkingin er öruggasta ráðið til að koma góðum málum fram: Þekking á þeim við- fangsefnum, sem við er að etja og þekking á, hvers ann- ars högum, enda munum við þá skjótt sannfærast um, að það, sem sundurskilur, er smáræði miðað við hitt, er sameinar hina íslenzku þjóð.“ Og Geir Hallgrímsson, borg arstjóri, sagði: „Spurningin er: Getum við gert ísland að því mikla menningar, lista- og vísinda- landi, sem víða yrði vitnað til? Eigum við ekki að beita vopni menntunarinnar í bar- áttu okkar fyrir bættum lífs- kjörum og í samskiptum við aðrar þjóðir, og eigum við ekki að beita því vopni fyrir þá sem hjálpar eru þurfi, og um fram allt til þess að öðl- ast frið með sjálfum’okkar?“ Á þjóðhátíðardaginn ritaði Gylfi Þ. Gíslason, mennta- Uppeldi kínverskrar æsku Þess utan hlýða börnin á fyrirlestra ura stjórnmál og hermál, og stundum er tekið upp léttara hjal og rætt um landbúnað og iðnað, farið í 1-eiki og íþróttaæfingar eða dansað. Þessi þjálfun er fram- kvæmd í fullri alvöru og börn in taka hana mjög alvarlega. Meðfylgjandi myndir birt- ust fyrir skömjmu í „The Illustrated London News“. Ljósmyndari bla-ðsins tók þær í nágrenni Shanghai, þar sem verið var að þjálfa flokk þrjú hundruð barna. Það voru eng ar gerfibyssur, sem börnin handléku þar né gerfiskot — sá, er fyrir þeim hefði orðið, hefði ekki þurft um sár að binda. Og þegar skotmörkin voru könnuð kom í ljós, að börnin voru mjög hárná- kvæmar skyttur. Þeim finnst líklega ekki ráð nema í tíma sé tekið þarna fyrir austan. • Ekki verður annað sagt en kínversk börn kynnist „alvöru lífsins“ snemma nú á dögum. Drengir og telpur gerast „sjálf boðaliðar“ í hernum, þegar á aldrinum 7—8 ára, þau eru þjálfuð rækilega og teljast til varaliðs hersins þar til þau eru 16 ára, þá verða þau fullgildir hermenn. Þau yngstu byrja með æf- ingum einu sinni í viku, þeg- ar þau eiga frí í skólanum, þá er þeim safnað saman á skólaleikvöllunum eða úti á víðavangi til æfinga, þar læra þau þegar meðferð skotvopna, læra að skjóta af rifflum og eru æfð í skotgrafahernaði. málaráðherra, ávarpsorð á forsíðu blaðs síns um Háskól- ann, þar sem segir: „Háskóli er einn af horn- steinum sjálfstæðs ríkis. Há- skóli er eitt helzta tákn þjóð- ernis og þjóðlegrar menning- ar. Góður háskóli er ein af nauðsynlegum tryggingum fyrir því, að þjóð geti varð- veitt sjálfstæði sitt og þjóð- menningu.“ Þannig má segja, að menn- ingarmálin hafi verið efst á baugi á þjóðhátíðardaginn, og þá var þess líka minnst, að 55 ár eru liðin frá stofnun Háskóla íslands. Vonandi eru þau orð for- ystumanna í íslenzku þjóðlífi, sem hér hafa verið tilfærð, upphaf þess að ný sókn sé hafin í menningar- og þjóð- ernismáium. Sú sókn á að geta borið ríkulegan ávöxt. Það vopn, sem við íslend- ingar börðumst með, er við endurheimtum sjálfstæði okk ar, var hið ritaða og mæ.ta orð, og enn er það okkur tæki til landvarna. Það á ekki að vera ókleift að stórauka fjár- framlög til menningarmála. Við skulum því sameinast um það íslendingar, að draga um sinn nokkuð úr kröfunum til aukinna lífsþæginda, en styrkja þess í stað íslenzka menningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.