Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. júlí 1966
M UKU U N B LAtíItí
o
ÞAÐ T>ARF ekki að fara út
fyrir höfuðbortrina til að finna
gróðuvlausa bletti og upp-
blásna, og frá olium þjóðveg
um bjasa þossi svæði við
hvert sem ekið er. En það er
ekkert íhiaupavcrk að ráða á
þessu bof þott mikið væri
unnt að gera með sameigin-
legu átaki.
Nú hafa samtök ein hér í
borg, Liionskiúbburinn Bald-
ur, riðið á aðið og gert öll-
um kleift að Jeggja hér hönd
að verki. Hefja benzínstöövar
hér í Reykjavik í dag sölu á
hæfiiegunt skömmtum af
blönduðum áburði og gras-
fræi, scvn næsja eiga í 50 fer
metra órælttaðs lands. Er á-
Ung stúlka með Baldurs-fö.una.
Takið fötu með í ferðina!
LionskBúbburinn Baldur hvetur ferðamenn til
að leggja fram smáskerf til fegrunar landsins
burðuvipn og fræið afgreitt i
plastfötum með vatnsheldu
plastloki, og kostar hver fata
aðeins 100 krónnr. En fatan
er til margs nýt að upp-
græðslustarfinu loknu, m.a.
tilvalin til bor.iatínslu í haust.
Nokkrir fulltrúar Lions-
klúbbsins Baldurs ræddu við
blaðamenn i gær og skýrðu
frá fyrirætlunum sínufn. Það
var í fyrravor að klúbbur-
inn tók að vinna gegn eyð-
ingu iands og græða uppblást
ur. Fov þá 60 manna hópur
klúbbsfélaga og fjölskyldu-
meðlima þeirra upp að Hvít
árvatni, þar sem sáð var í
stórt iippblásturssvæði. Hafði
hópur.inri meðferðis 2% tonn
af tilbinum áburði og tilsvar
andi magn af grasfræi. Um
haustið. þegar klúbbfélagar
fóru til að kanna árangur-
inn, haíði nukil breyting orð
ið, V’ar svæ'ðið allt að gróa
upp. N’i. um helgina fara
Baldursiélagar enn upp að
Hvítárvatni, og hafa að þessu
sinni með sér 5 tonn af á-
burði ásamt grasfræi. Þá
verða jeppar notaðir ásamt
áburðardreilara, auk þess
sem fiugvél hefur verið feng
in til aðstoðar.
Þegar Baldursfélagar sáu
hvern árangur starf þeirra
við Hvítárvatn bar, hug-
kvæmdist þeím að fá fleiri til
liðs við sig við uppgræðsluna,
bæði einstaklinga og félags-
samtök. En verkefni eru næg,
og þaii ekki leysanleg nema
með almennum áhuga og
sameiginlegu átaki.
Þeir, sem reynt hafa að
komast út frá höfuðborginni
undanfarnar helgar, vita bezt
hve margir aðrir eru í sömu
erindaginrðum. Og þá er oft
numið staðar í fallegri lautu
og snætt nesti eða legið í
sólinni. Allir þessir helgar-
ferðamonn eiga leið framhjá
óræktarsvæðum, og munaði
þá ekki mikið um að hafa.
með sér fötu frá Baldursfélög
um tii að dfiiifa úr á smá
skika. Sama máli gegnir um
þá, sern leita lengra í sumar-
leyfum. ýmist eftir þjóðveg-
Geri aðrir betur — Barn nr. 22
ÞAÐ VAR mikið um að
vera, en hinn þriggja vikna
gamli Breti, David Maxwell
Gordon McNaught, steinsvaf.
Hann gerði ekki svo mikið
sem að líta á bræður sína níu
og systurnar tíu, sem hópuð-
ust umhverfis hann í stofunni
heima í Birmingham. Þetta
var í fyrsta skipti, sem öll
fjölskyldan var saman komin,
börnin tuttugu (tvö létust fyr
ir nokkrum árum) ásamt for-
eldrum, svo að tækifærið var
notað til að taka fyrstu raun-
verulegu fjölskyldumyndina.
Litlu börnunum var boðið upp
á popkorn, þau eldri fengu
bjór, en hinir hreyknu foreldr
ar, John McNaught, 51 árs, og
eiginkona hans, hin 45 ára
Margaret, fengu sér whisKy-
glas til hátíðabrigða.
Hingað til hefur fjölskyldan
búið í ófullnægjandi húsa-
kynnum með engu baði, en
lætur sig nú dreyma um að
flytja í stærra húsnæði, þat
sem bæði er baðherbergi og
garður fyrir börnin tii að
leika sér í. Þess skal getið að
elzta barnið er 27 ára.
um eða inn f óbyggðir. Það
er allur þessi fólksstraumur,
sem Baldursfélagar leita nú
til og veita tækifæri til að
taka þátt í uppgræðslustarf-
inu. Faían er ódýr og gagn-
leg, en gleðin mikil þegar
komið er að gróðurlundi
næsta sumar þar sem nú er
aðeins uppblástur og órækt.
Auk þess sem Baldurfélag
ar reyna nú að stuðla að upp-
græðslu landsins, hefja þeir
einnig herferð gegn drasli úti
í náttúrunni Hefur Lions-
klúbbuiinn Baldur gefið 15
þúsund plaslpoka á benzín-
stöðvar Rrykiavíkur, sem
ætlaðir eru tii að vera nokk-
urskonai ruslafötur í bílnum.
Má hengja þessa poka upp í
bifreiðum og safna í þá öllu
drasli, sem til fellur, í stað
þess að kasta því út um
gluggann, eins og svo oft
tíðkast. Verða þessir pokar
afhentir ókeypis ineðan birgð
ir endast
Ruslapoki í bíla.
100.000 kr.
peningagjöf
Reykjavík 13. júlí.
Styrktarfélagi lamaðra og fatl
aðra barst nýlega stór gjöf —
eitt hundrað þúsund krónur í
peningum frá konu í Reykja-
vík, sem óskar að láta ekKi
nafns síns getið.
Stjórn félagsins kann gefanda
maklegar þakkir fyrir höfðing-
lega gjöf.
Frá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra.
(Úlilega á vegum
Æskulýðsráðs
EHosfellshrepps
Æskulýðsráð MosfelJshrepps
gengst fyrir útilegu um næstu
helgi. Verður haldið í Maradal
við Hengil og tjaldið þar. Lagt
verður af stað frá Varmá kl. 2
á laugardag og ekið langleiðina
í áfangastað. Gengið verður á
Hengil og umihverfið skoðað.
Öllum Mosfellssveitungum 14
ára og eldri er heimil þátttaka,
og skal tilkynna þátttöku fyrir
föstudagskvöld Katrínu ólafs-
dóttur Ökrum, Kristni Magnús-
syni Reykjabraut eða Þorkeli
Jóelssyni Reykjahiíð.
SIAKSTHNAR
Stálskipasmíði
Tíminn hefur að undanförnn
síundað þá iðju að prenta upp úr
Þjóðviljanum ýinsar firrur um
islenzkan iðnað. Til þessa dags
hefur Þjóðviljinn ekki haft sér-
stakt orð fyrir heiðarlcik í mál-
flutningi og virðingu fyrir stað- ,
reyndum, en greinilegt er, að
ritstjórar Tímans eru ekki vand-
látir á heimildir fyrir skrifum
sinum, ef þeir þykjast sjá tæki-
færi fil að klekkja á ríkisstjórn-
inni. í gær preiítar biaðið upp
úr Þjóðviljanum ummæli um
erfiðleika stálskipasmiðju í Kópa
vogi og segir auðvitað, að þeir
eríiðleikar séu afleiðing stefnu
rikisstjórnarinnar. í beinu fram-
haldi af þessu er sagt, að orsakir
þcssara erfiðleika séu „háir toll-
ar af efnivörum og furðuleg
þvermóðska stjórnarvalda, rekst-
urslánakreppa og vaxtaokur“. En
hverjar eru staðreyndirnar?
Staðreyndirnar eru þær, að
ríkisstjórnin undir ötulli forustu
iðnaðarmálaráðherra, hefur lagt
sérstaka áherzlu á að stuðla að
og efla stálskipasmíði innan-
lands. Þegar samningur liggur
fyrir milli skipasmíðastöðvar og
kaupanda fiskiskips lánar Fisk-
veiðasjóður 75% af andvirði
skipsins. Og það er meginregla,
að viðskiptabankarnir lána jafn-
óðum út á þessi 75%. Fyrir til-
stuðlan stjórnarvalda hefur stofn
lánadeild sjávarútvegsins tekið
sérstaklega að sér að greiða fyrir
skipasmiðum og dráttarbrautum,
jafnframt hafa þessi fyrirtæki
fengið lán úr Framkvæmdabank-
anum og Iðnlánasjóði. Ennfrem-
ur hefur dráttarbrautum verið
heitið ríkisábyrgð vegna sinna
framkvæmda og var það gert að
frumkvæði iðnaðarmálaráðherra.
Þá voru afnumdir allir toliar af
innfluttum dráttarbrautum og
tollur af efnivörum til dráttar-
brauta er endurgreiddur.
Miklar framkvæmdir
Árjð 1965 fól iðnaðarmálaráð-
herra Efnahagsstofnuninni að
rannsaka fyrirhugaðar nýbygg-
ingar dráttarbrauta og skipa-
smíðastöðva. Niðurstöður þeirrar
rannsóknar leiddu í ljós, að gera
þarf stórátak á næstu 4—5 árum
til þess að byggja dráttarbrautir
og skipasmíðastöðvar, líklega
fyrir um 200 milljónir króna.
Þessar framkvæipdir hófust þeg-
ar á sl. ári, m. a. á Akranesi,
Njarðvík og framihald fram-
kvæmda á ísafirði. Stórfram-
kvæmdir eru í undirbúningi á
Akureyri og athuganir hafa stað-
ið yfir í Hafnarfirði. Þá eru
áætlanir uppi á Siglufirði og
Se.vðisfirði og endurbygging
dráttarbrautar í Keflavík. Gert
er ráð fyrir, að hið opin-
bera útvegi 50—55% láns-
fjár, aðilinn sjálfur leggi fram
25% og um 20% fáist í erlendum
lánum. Þessar aðgerðir til efl-
ingar stálskipasmiði í landinu
kallar Tíminn að „drepa í fæð-
ingu jafn sjálfsagðan iðnað og
stálskipasmiðar hljóta að vera“.
Ætlar Tíminn í alvöru að
halda því fram, að atvinnu-
fyrirtæki lendi aldrei i erfið-
leikum nema vegna óhag-
stæðrar stjórnarstefnu? Getur
ekki hugsast að- stjórn fyrir-
tækisins hafi ekki verið nægilega
góð. Er það útilokað, að forráða-
menn þess fyrirtækis, sem Tím-
inn ræðir um, hafi t. d. mis-
reiknað sig og gefið of lág tilboð
í þær skipasmíðar, sem þeir hafa
tekið að sér. Og ef um sJík mis-
tök er að ræða hjá stjórn-
endum fyrirtækja, er það þá
sök ríkisstjórnarinnar? Stálskipa
smíði blómgast nú miög í land-
inu. 1 næsta nágrenni við það
fyrirtæki, sem Tíminn talar um,
er öflug og vaxandi skipasmiða-
stöð og hinar miklu framkvæmd-
ir við byggingu skipasmíða-
stöðva um land allt benda til
annars en þess, að athafnamenn
telji stefnu ríkisstjórnarinnar
óhagstæða skipasmíðum.