Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 15. júlí 1966 - SVR Framhald af bls. 32 arfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins, full- trúar Framsóknarflokksins lögðu til að hækkunin yrði nokkru minni en fulltrúar kommúnista lýstu sig andvíga öllum hækkunum. Heimildar- ákvæðið til SVR var hins vegar samþykkt með 8 atkv. gegn 7. Hér fer á eftir stuttur úr- dráttur úr umræðum á fundi borgarstjórnar um hækkun- ina: Ræða borgarstjóra. Hér er lögS fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir S.V.R. Fel- ur hún í sér árlega tekjuaukn- ingu, sem áætluð er að nemi 13% eða 7.2 millj. kr. miðað við fjárihagsáæflunina í ár. Hinar einstöku verðbreytingar eru raktar í tillögunni og verða því ekki taldar hér. Fargjöldin voru síðast hækkuð fyrir réttu ári. Vegna þeirrar hækkunar var ár- leg tekjuaukning áætluð 15.9%, en hún reyndist hins vegar sam svara aðeins 9%. Ástæðan fyr- ir því var sú, að farþegar færðu sig til milli -fargjaldaflokka — úr hinum dýrari í þá ódýrari — enda voru ódýrustu farmiðar þá 33% ódýrari en fullt fargjald, og eru nú áætlaðir 36% ódýr- ari skv, tillögunni. Fjölgun farþega varð svo til engin á árinu og af þeim sök- um ekki um tekjuaukningu að ræða. Enda 'hefir þróunin und- anfarin ár verið sú að farþeg- uim með strætisvögnunum hefir fækkað, þrátt fyrir íbúafjölgun- ina í borginni, þenslu íbúða- svæðanna og aukna þjónustu fyrirtækisins. Þetta er út af fyr- ir sig þróun, sem staðfestir, að sífellt fleiri borgarbúar eignast eigin farartæki og verða um leið óháðari áætlunum strætisvagn- anna. Má því segja, að aukin velmegun hafi í för með sér fækkun farþega. Á hinn bó'ginn hlýtur afkoma fyrirtækisins að líða að sama skapi. Með ai:kinni og bættri tækni í rekstri vagn- anna hefir tekizt að brúa þetta bil að nokkru, þótt en»an veg- inn hafi það tekizt *til fu”s. Þessu til staðfestingar vil ég benda á, að síðan árið 1960 hafa árlegar tekjur fyrirtækisins auk izt um tæplega 100% samkvæmt áætlun þessa árs, en nái þessar hækkanir fram að ganga þá hef ir verð á einstökum farmiðum á sama tíma hækkað um 200% en verð í afsláttarmiðum um 160%. Á sama tíma hefir lágmarks- taxti Dagsbrúnar hækkað um 115%, en meðaltekjur verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna hafa hækkað um 170%. Nauðsyn hækkunar þeirrar, eem hér liggur fyrir er þó ein- göngu tilkomin vegna stórhækk aðra launataxta síðan í júlí í fyrra hjá fyrirtækinu, sem nema til jafnaðar 27%. En liækk unin er þannig tilkomin, að grunnlaun fastra starfsmanna hækkuðu í júlí 1966 um 4% og um 7% í janúar í vetur. Auk 'þess hefir verðlagsuppbót á laun hækkað úr 3.66% í 13.42% á tímabilinu. Þetta gera rúmlega 22%. Til viðbótar kemur síð- an hækkun á álagsgreiðslum til vagnstjóra, sem nema ca. 5% í heildarlaunum fyrirtækisins eða alls ca. 27% hækkun frá því í fyrra. Og þar sem launaútgiöld námu 58% af rekstrarkostnaði fyrirtækisins í fyrra þá svarar það til u.þ.b. 15.7% aukningar á rekstrarkostnaði miðað við sama launahlutfall. Nokkrar verðlagghækkanir hafa einnig orðið á sumum hinna smærri rekstrarliða. Er því fargjalda- hækkun um 13%, sem hér ligg- ur fyrir minni en tilefni er til samkvæmt ofansögðu. Enn frern ur má það fullvíst telja vegna fenginnar reynslu að hækkun- in verði minni vegna tilfærslna milli flokka. Þegar ég ræði hér um miklar hækkanir á launum vagnstjóra, þá er það engan veginn svo að ég eða neinr. okkar hér myndi vilja telja þær ettir. Það er ekki um það ágreiningur, að störf vagnstjóra eru ábyrgðarmikil og lýjandi. Og mér er óhætt að full yrða, að þar hafi Strætisvagnar Reykjavíkur yfirleitt mjög góðu liði á að skipa. Berast mér oft til eyrna orð um greiðvikni þeirra við farþega og lipurð í umferðinm, enda þótt því sem miður fer hjá einstaka manni sé fremur hald.ið á lofti og heildin jafnvel oft áfelld fyrir það í dag blöðum að ósekju. Það er rétt að geta þess hér, að sérleyfisbafar hækkuðu far gjöld sín í marz sl. um 11% og fyrir liggur samþykkt bæjar- ráðs Kópavogs um svipaða hækk un og hér um ræðir. Að því er varðar fargjaldahækkun sér- leyfishafa skal þess getið, að hlutfall launa í rekstri þeirra er 29,4% á móti 58% hjá S. V. R. eins og fyrr er frá greint, enda eru hlutföll rekstrarkostnaðar hjá þeim með nokkuð öðrum hætti en hér. í 3. grein tillögunnar er gert ráð fyrir því að S. V. R. verði heimilað að breyta í framtíð- inni gjaldskrá til samræmis við verðbreytingar á rekstrarliðum fyrirtækisins í þeim hlutföllum, sem síðasta reikningsuppgjör sýnir hverju sinni. Þetta er gert til þess að unnt verði að forðast stórar verðbreytingar og hafa þær heldur minni og jafnari. En þrátt fyrir þetta ákvæði sem jafngildir vísitöluákvæði, þá er fullvíst að bilið á milli tekna og gjalda heldur áfram að breikka fyrirtækinu í óbag vegna vænt- anlegrar fækkunar þeirra far- þega, sem vilja notfæra sér þessa þjónustu, og kemur þá til kasta stjórnar fyrirtækisins og þ.á.m. borgarstjórnar, að finna ráð til þess að halda uppi góðri þjón- ustu á sarmgjörnu verði. Endur skoðun leiðokerfis í samræmi við aðalskipulag borgarinnar og gatnkerfi hlýtur og að miða að því að bæta þjcnustu á sem hag kvæmastan hátt. Að vísu tekur borgarsjóður á sig að greiða 10% af andvirði hvers miða, sem strætisvagnarnir selja. Auk þess greiðir borgarsjóður framlög til byggingar á nýju verkstæði fyr ir strætisvagnana, en hafizt var Á FUNDI borgarstjórnar í gær var hækkun á gjaldskrá Hita- veitunnar til 3. umræðu. Var til- Iaga um 30%. hækkun á gjald- urri hækkun heimaæðagjalda og mælaleigu samþykkt. Bárður Daníelsson (A) dró í efa þann grundvöll sem hlutfalls legur kostnaf ur hitaveitu og olíu kyndingar hefur verið byggður á. Kvaðst hann telja skv. upp- lýsingum olíufélaga að olíunotk un til upphitunar húsa væri ekki eins mikil og þar væri tal- ið. Síðan ræddi hann fyrirhugað ar framkvæmdir Hitaveitunnar og sagði að miðað við fjármagns þörf Hitaveitunnar væri nægi- legt að hækka gjaldskrá hennar um 20%. Hins vegar kvað hann Alþfl. mundu styðja hækkun heimæðagjnlda og mælaleigu. Ennfremur sagði hann að eðli- legt væri að binda gjaldskrá Hitaveitunnar byggingavísitölu og væri það sizt verra fyrir neyt endur að fá bækkunin í smá- skömmtum. Það er rétt sem fram hefur komið í greinargerð hitaveitu stjóra að pað mundi kosta 40— 100 millj. að koma varmamæli fyrir á hverju kerfi en mér hef- ur aldrei dottið það í hug held- ur tel ég fulla ástæðu til að Hita veitan hafi slíkt aðhald að hinn almenni neytandi eigi heimtingu handa um byggingu 1. áfanga þess á þessu ári. En svo sem fram hefur komið í framkvæmda áætlun fyrir fyrirtækið þá þarf það að leggja í mikla fjárfest- ingu á næstu árum. En auk verk stæðisbyggingai innar verður skipt yfir i hægri akstur á árinu 1968, en við það er töluverður kostnaður bundinn auk þess sem á næstu árum þarf að endurnýja vagnakost fyrirtækisins. Kristján Benediktsson (F) sagði að hækkun þessi væri að nokkru leyti afleiðing stjórnar- stefnunnar. Ég viðurkenni að SVR þarf á nokkurri hækkun að halda en ekki má ganga lengra en brýn nauðsyn krefur. En með heimildarákvæðinu, sem gert er ráð fyrir í þessum tillögum er hækkunarvaldið fært í hendur embættismani sem stjórnar SVR frá borgarstjóminni. Þeim mun óhagkvæmari sem rekstur SVR verður, því hærri verða gjöldin skv. þessum tillögum um heim- ild til handa SVR til hækkunar fargjalda í ákveðnum tilvikum. Þannig missir þetta borgarfyrir- tæki nauðsynlegt aðhald, sem felst í þvi að gera borgarráði og borgarstjórn grein fyrir nauðsyn hækkana, sagði borgarfulltrúinn. Ég tel nauðsynlegt að komið verði á betra sambandi en nú er með borgarráði og borgarfyrir- tækjum og borgarráð geti fylgzt betur með rekstri borgarfyrir- tækja. Síðan bar Kristján Benedikts- son fram breytingartillögu, sem gerði ráð fyrir hækkun sem nam % af þeirri hækkun sem lagt var til. Guffmundur J. Guffmundsson (K) kvaðst vera á móti hækkun- inni og móti heimildarákvæðinu. Þessar hækkunartillögur eru þáttur í óðaverðbólgunni. Við- haldskostnaður hlýtur að lækka vegna betri gatna á stóru svaéði. SVR hefur misst tekjur vegna ósamræmis í ferðum til helztu vinnustaða. Hraðfrystihúsin og, ýmis stærri fyrirtæki hafa kom- ið sér upp eigin bifreiðum til þess að flytja starfsfólk sitt. Ennfremur má benda á, að SVR missir tekjur vegna strjálla ferða í Árbæjarhverfið, sagði borgarfulltrúinn. Deila má um hvort SVR þarf endilega að standa undir sér. Farþegar eru aðallega úthverfabúar og efna- minna fólk og miðað við það er á að fá varmamæli á kerfi sitt. Útboðspclitík Hitaveitunnar hefur virkað eins og útungunar vél fyrir smáverktaka og hefur Hitaveitan orðið fyrir ýmsum á- föllum af þeim sökum. Ennfrem ur liggur Hitaveitan undir gagn rýni fyrir það hvaða tilboðum er tekið í ýmis tæki t.d. var fyrir nokkru tekið tilboði í katla sem var 900 þús. kr. hærra en lægsta tilboð og fullnægði það tilboð þó útboðsskiimálum. Þetta bendir til þess að h/ggilegt væri að hafa sérstaka stjórnarnefnd yfir Hita veitunni, sem fjallaði m.a. um slík mál og skipuð væri sérfræð ingum. Einar Ágústsson (F) sagði að það væri ekki rétt túlikun hjá borgarstjóra að tiUögur Fram- sóknarmanna ura 15% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar mundi þýða það að sleppa yrði sumum hverfum. Við viljum viðurkenna sömu hækkuin og á vísitölu fram færslukostnaðar. Það er svo hins vegar matsatriði hvað mikið neyt endur í dag eiga að greiða fyrir fjárfestingu framtíðariinnar. Við höfum sýnt sannginni en leggj- um hvorki til frestun né stöðv- un á framkvæmdum hitaveitunn ar. Það er ekkert nýtt að sagt sé að ekki sé hægt að aifla frek- ari lána. En ég tel að það sé alls ekki fullreynt hvort það er hægt. Að lokum: borgarstjóri hefur lagt til 30% hækkun en Hita- veitustjóri 45% hækikun, Vaeint- anlega þýðir þetta lækkun tekna „ósósíalt" að ekki megi tapa á SVR. Gamalgróið fyrirtæki hér í borg, Fiskhöllin hefur kjörorð- ið „Borðið fisk og sparið“. Ef þessar hækkanir halda áfram geta ýmsir mætir heildsalar, ég nefni t.d. Heildverzlunina Heklu auglýst: „Kaupið bíl og sparið". Björgvin Guðmundsson (A) krvaðst ekki telja þessa' hætokuin of mitola. Spumingin er sú, hvort hækka á fargjöld eða borga meira en 10% af rekstrarútgjöld um SVR með peningum skatt- greiðenda. Ég hygg að skatt- greiðendur yrðu ekki hrifnir af því. Hins vegar leggur Alþýfl. til að afgreiðslu heimildarákvæðis- ins til SVR verði frestað þar sem það þarf nánari athugunar við. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði að ekki væri óeðli- legt að hækkuð laun hefðu áhrif á þjónustugjöld borgarfyrir- tækja, sérstaklega SVR, þar sem launakostnaður er mikill hluti af útgjöldum fyrirtækisins. Því hefur ekki verið mótmælt að launahækkanir hjá SVR hafa numið 27% á einu árL Voru borgarfulltrúar minnihlutafl. á móti þeim launahækkunum sem orðið hafa? Nei, þeir voru með þeim. En hvernig á að mæta auknum útgjöldum? Borgar- fulltr. Alþbl. hér eru á móti öll- um hækkunum. Bæjarfulltrúar Alþbl. í Kópavogi hafa nýlega samþykkt ennþá meiri hækkun á strætisvagnagjöldum. Borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins vilja ekki svona mikla hækkun. En bæjarfulltrúar Fraxnsóknar- flokksins í Kópavogi hafa sam- þykkt ennþá meiri hækkun. Hver er skýringin? Annars veg- ar er tekið á málum af á'byrgðar tilfinningu. Hins vegar ríkir ábyrgðarleysi og lýðsskrum. Tilraunir hafa verið gerðar með flutninga til og frá vinnu- stöðum en þeir reyndust svo strjálir að það borgaði sig ekki. Þá gerði borgarstjóri ítarlega grein fyrir heimildarákv. til SVR um hækkun á fargjöldum í ákveðnum tilvikum og sagði að það fyrirkomulag mundi einmitt skapa meira aðhald í rekstri fyrirtækisins. Benti hann, á að fyrir slíku ákvæði væri fordæmi bæði hjá sérleyfishöfum og einn ig Vörubílastöðinni Þrótti. og með samia rökstuðnimgi og beitt hefur verið gegn okkur spyr ég: Hvaða hverfum vill borgarstjóri sleppa sem Hita- veitustjóri vill taka með? Guffmundur J. Guðmundsson (K). Þetta er í annað sinn eftir nýgerða kjarasamininga, setn gjaldskrá Hitaveitunnar hefur hækkað. Ég álít slík vinnuibrögð hreina blóðisugu. Eftir mínum upplýsingum barst samininga- nefnduim verkalýðsfélaganna eng in formleg tilikynning um hækk- un hitaveitugjalda í fyrra en formanni Daggbrúnar var tjáð það í viðtali sem hann átti við hagstofustjóra. Ef fjárhagur Hita veitunnar var slíkiu.r var alveg eins hægt að koma með þesisa hækkun fyrir samninga eins og eftir þá. Þessi viðbrögð nokkr- um döguim eftir samninga hljóta að virka illa. Slík hækikun á að koma með fjárhagsáætlun. Ég er á móti þessum loddarahætti. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri: Það var ekki fjarri lagi að skilja ummmæli Bárðar Daníels- sonar fyrir viku á þann veg að hann vildi koma varmamælum fyrir á hverju kerfi og í sam- ræmi við það hefur Hitaveitu- stjóri nú gefið upplýsingar um þann kc^tnað sem af því leiðir. Bárður Daníelsson dregur í efa samanburðargrundvöll hitaveitu og olíukyndingar. Þar er tekið skýrt fram að byggt er á meðal- talstölu. Það eru til hús sem nota minni olíu. En það eru einn- ig til hús sem nota minna heitt vatn en þar er reiknáð með. — Framhald á bls. 25 Sími 14160 — 14150. Kvöldsími 40960. 3ja herb. nýleg hæff í sam- býlishúsi við Holtsgötu. Ný teppi, stórt geymsiluloft fylg ir. 3ja herb. vönduð kjallaraíbúff við Drápuhlíð. 3ja herb. mjög góð kjallara- fbúð við Slcipasund. Sérinn- gangur, sérhiti. 3ja herb. endaibúff við Hjarð- arhaga. 5 herb. íbúff í Hlíðunum. 4ra herb. vönduð íbúff við Kaplask j óls veg. Stórglaesilegt parhás til sölu við sjávarsíðuna á Seltjarn- arnesi afhendist fullfrá- gengið að utan með tvö- földu gleri. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Einbýlisihús við Langholtsveg. Útborgun 300 þúsund. Höfum kaupanda aff góðum sölutumi í borginni. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaffur. JÓN L. BJARNASON fasteignaviffskipti. Hverfisgötu 18. \lQekaMii SPORT SKYRTUR bú kín Austurstræti 22 og Vesturveri. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. •r langtum ódýrana aff auglýsa i Morgunblaffinu en öðrum blöðum. Hækkun hitaveitugjalda — samþykkt / borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.