Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 21
Föstudagur 15. júlí 196f MORGUNBLAÐIÐ 21 — Hérabsmót Framhaid af bls. 19 velmegun áfram? Við vitum all- ir, að þessi velmegun byggist á sjávaraflanum og vinnslu hans. Nú hefur það skeð, að fiskifræð- ingarnir hafa sagt okkur það, að þorskstofninn vaeri þegar of- veiddur. Og við vitum það, sem erum á þessum aldri, að við munum alla þessa flóa og firði Vestfjarða morandi af fiski. Nú er hver fjörðurinn eftir annan tæmdur af fiski. Breiðafjörður- inn, þessi mikla uppeldisstöð og forðabúr, það er eftir. Á sl. vetri italaði ég við marga sjómenn, Ibæði héðan að vestan og frá öðr- um stöðum, þar að þarna var imikill hluti flota landsmanna eaman kominn. Þessir menn hafa verið á einu máli um það, að þeir hafi ekki kynnzt annarri eins rányrku eins og þar hafi verið stunduð á síðasta vetri. — Netastagurinn var svo gífur legur, að sjómenn telja að hægt 6é að drepa sem sagt hvert kvikindi í Breiðafirði. Fjörður- inn er svo lagaður, að þar eru djúpir álar, sem fiskurinn heldur sig í, og þegar að netin eru lö-gð þvers og kruss fyrir þetta, þá er Ihægt að gera þarna mikið tjón. — Ég held, skal ég segja þér, að það væri skynsamlegt ef þing menn Vestfjarðakjördæmis væru þess hvetjandi eða hefðu fram- göngu með það, að kalla saman ráðstefnu hér á Vestfjörðum, kölluðu saman skipstjómar- menn og útgerðarmenn og iræddu þessi mál, og vita hvort ekki væri hægt að komast að einhverri skynsamlegri niður- stöðu um, hvað ætti til bragðs nð taka í þessu máli. Á að halda áfram með þetta, eigum við að láta tæma Breiðafjörðinn líka eða eigum við að gera einhverj- ar ráðstafanir, sem koma í veg fyrir það? Nýr og glæsilegur flugvöllur var gerður á Patreksfirði á síð- asta ári. Við náum tali af Sig- urði Jónassyni, sem er umboðs- maður Flugfélags íslands og Flugmáiastjórnarinnar og spyrj- um um völlinn og flugið til Patreksfjarðar. — Framkvæmdum við flug- völlinn í Sandodda við Sauð- lauksdail hófst í maí í fyrra og vallargerðinni var lokið í end- aðan október. Þarna voru lagðar tvær brautir, aðalbrautin, sem er 1450 metra löng, og þverbraut, sem er um 600 metrar. Þessi flug- völlur er liður í samgönguáæt- un Vestfjarða og ætlaður fyrir þann byggðakjarna, sem hugsað- ur er í kringum Patreksfjörð og nágrenni. Þetta mun vera þriðji etærsti flugvöllur landsins. — Völlurinn er í 217 km. fjar- lægð frá Patreksfirði. Þetta er nokkuð langt að fara, en að sumrinu finnum við ekki fyrir því. Á sl. vetri áttum við í ta-ls- verðum erfiðleikum að komast á flugvöllinn sökum svella- bólstra á leiðinni. Þegar ástand- ið var verst, voru svellin 16, samtals 1700 metrar. Þrátt fyrir þetta var umferð mikil um völl- inn og hann verður að telja ein- hverja mestu samgöngubót, sem við höfum fengið. — Nú eru samgöngur við Reykjavík annan hvern dag, þrjár ferðir í viku og yfir sumar mánuðina heldur Flugfélagið uppi ferðum til Bíldudals og Tálknafjarðar í samibandi við flugið tvisvar í viku, og þær ferðir eru mikil samgöngubót fyrir þau byggðarlög. — Umferð um völlinn hefur verið mikil, eins og ég sagði áð- an, og frá áramótum til síðustu mánaðamóta fóru tæplega 1700 farþegar um völlinn. Þessar flug samgöngur eru svotil einu sam- göngur, sem við höfum haft í vetur og þar til vegir opnuðust. í vetur voru mjög miklir vöru- flutningar með flugvélunum og póstur kemur með hverri ferð. — Ég hef þá trú, að umferð um flugvöllinn eigi enn eftir að aukast mikið, og ég held að fólk í nágrannabyggðunum hafi varla gert sér fulla grein fyrir því enn, að við höfum fengið jafn örugga og góða flugþjónustu og raun er — Heyrzt hafa raddir um það hér, að heppilegra hefði verið að gera völlinn annars staðar en hjá Sauðlauksdal. Forráðamenn flugmálanna hafa tjáð mér, að aðrir staðir hafi vart komið til greina vestan Kleifaheiðar. Að- flugið að vellinum hér er mjög gott, en sama er ekki hægt að segja um aðra staði. Mikið hefur verið talað um að æskilegt hefði verið að hafa völlinn í Tálkna- firði, og 'hefði það að ýmsu leyti verið ákjósanlegra að hafa völl inni í byggð og léttara að veita þar nauðsynlega þjónustu, en sérfræðingar töldu útilokað að gera þar flugvöll, sem gæti tekið við þeim flugvélum, sem notaðar eru í innanlandsfluginu. Á vellinum hér geta hins vegar lent allar vélar, sem Flugfélag íslands er með í sinni þjónustu í dag, og völlurinn var t.d. opn- aður af samgöngumálaráðherra 19. nóv. sl., og komu þá ráðherr- ann og fleiri gestir hingað með millilandaflugvélinni Gullfaxa. — Flugfélagð hóf áætlunar- ferðir hingað 1. des sl., fyrst í samvinnu við Flugþjónustuna hf., en eftir 1. marz hafa ein- göngu komið hingað DC-3 vélar og Fokker-vélar og stöku sinn- n millilandavélar frá F.í. Þessar áætlunarferðir hafa geng ið mjög vel og sérstaklega orðið breytingar á þeim í vetur vegna veðurs. anda og samkomur ef félagsheim ilin væru í viðunandi lagi, en það eru þau að Keita má hvergi á Vestfjörðum. — Annað mál, sem ég vildi minnast á, er sá mikli fjöldi vest firzkra ungmenna, sem leitar út fyrir Vestfirði til menntunar,. en fæst af þeim kemur aftur til starfa í sinum heimaibyggðum. í þessu efni eru aðallega tvö atriði mikilvæg. í fyrsta lagi, að \menntaskóli rísi á Vestfjörðum og þá yrði höfuðstaður Vest- fjarða kjörinn staður til þess, en það er ísafjörður. í öðru lagi þyrfti ýmiss starfsemi rikis og sveitarfélaga, sem þarfnast há- skólalærðra manna, að flytjst hingað vestur. Þar á ég við marg víslega verkefni í þágu atvinnu- 'Mfsins, þjónustu verkfræðinga, arkitekta og annarra sérfræð- inga, sem alla þarf að sækja suður eins og stendur. Það er eitt mesta vandamál Vestfirð- inga og annarra í strjálbýlinu, að fá þessa sérfræðinga til starfa. Við þyrftum að hafa vestfirzka aðila, sem gætu veitt þessa þjónustu í stað þess að þurfa að leita suður með smátt og stórt. — Hvað veldur því, að við Vestfirðingar höfum sáralitla ópinbera þjónustu frá læknum, lögfræðingum og prestum og öðrum þeim stéttum, sem búnar eru að ljúka háskólanámi, þótt við getum á öllum sviðum boðið þeim betri kjör en víðast hvar annars staðar á landinu? — Við teljum að við getum 'boðið ungum og áhugasömum menntamönnum víðtækt starfs- svið, sem þeim ætti að henta, og við teljum að áhugamenn í hverju fagi ættu að koma út á landsbyggðina og kynnast högum fólksins og kynnast sem flestum þáttum í okkar þjóðlífi. Sá, sem þannig kæmi háskólalærður til Vestfjarða, hann myndi ekki ein- angrast á einhverju vissu og tak mörkuðu sviði, heldur fengi hann alhliða þekkingu og reynslu i sinni grein. Íslandsglíman 1966 Íslandsglíman 60 ára Fulltrúar ungu kynslóðarinnar í ræðustól á héraðsmótinu á Patreksfirði var Eyjólfur Þork- elsson frá Bíldudal. Eyjólfur er ungur maður, sem lauk námi fyr ir skömmu og fluttist aftur í heimbyggðina og hefur tekið þar við verzlunarrekstri afa síns, Jóns Bjarnasonar; veitir sparisjóðnum forstöðu og er nú að taka við embætti sveitarstjóra á Bíldudal. Við tökum hann tali og spyrjum fyrst um viðhorf hans og unga fólksins á Vest- fjörðum til framtíðar hinna vestfirzku byggða. — Við, sem erum fædd hér og uppalin og berum hlýjan hug til Vestfjarða, væntum þess í allri framtíð, að við berum ékki lægri hlut en önnur byggðarlög, og 1 framtíðinni verði opinberar framkvæmdir og annað, sem geti stuðlað að velmegun fólksins i byggðarlaginu ekki minni en hingað til og frekar auknar. Frumskilyrðið er að okkar áliti, að innanhéraðssamgöngur á Vestfjörðum verði komið í við- unandi horf og við getum flutt sem flesta þætti þjónustu og verzlunar inn á Vestfirði, þannig að við þurfum ekki að sækja allt suður á bóginn i Faxafló- ann, heldur getum orðið sjálfs- megnugir um sem flesta hluti. — En þetta virðist varla nægja, því að þó að við höfum miklu betri lífskjör að öllu öðru leyti heldur en fólkið, sem fyrir sunnan býr, þá virðist eitthvað vanta, sem dregur heim. f því sambandi má nefna, að þar sem stóriðjuverin rísa á Norður- og Suðurlandi, þá ætti meginuppi- staðan í fiskiðnaði fslendinga að vera á Vestfjörðum. Reisa þar verksmiðjur, sem ynnu matinn tilbúinn fyrir erlenda neytendur í þeim umbúðum, sem þeim henta. — Þetta myndi krefjast aukins vinnuaflas og þetta mætti vinna í ákvæðisvinnu og gæti skapað ungu fólki, sem þarf að koma undir sig fótunum, betri að- stöðu -til þess, en það hefur á Suðurlandi, og þegar það er einu sinni komið vestur, þá munum við búa svo vel að því, að það þurfi ekki og langi ekki til að fara suður aftur. — En það þarf að skapa unga fólkinu fleira en atvinnu. Unga fólkið þarfnast upplyftingar og skemmtana, því að enginn er ungur nema einu sinni. Hér er fátækt Félagsheimilasjóðs mik- ið vandamál, því að við þurfum nýtt og glæsilegt félagsheimili á hverjum stað, sem gæti ýtt undir félagslíf á stöðunum, eink anlega að vetrinum, þegar lítið er við að vera, en myndi strax skapa betri aðstöðu fyrir félags- 1 ÞANN 14. maí síðastliðinn var fimmtugasta og sjötta Is- landsgliman háð í Austurbæjar- bíói, en á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að fyrsta ís- iamdsglíman fór fram á Akur- eyri 20. ágúst 1906. Var þá glímt um Grettisbeltið, og er svo gert enn í dag. Sigurvegari í fyrstu íslandsglímunni varð Ólafur Valdemarsson, sem enn er vor á meðal við beztu heilsu og gengur daglega um bæinn keikur og beinn. Síða.n hefur fslandsglíman verið háð á 'hverju ári að undanskildium heimstyrjaldarárunum 1914- 1918. Alls hafa átján menn Unnið beltið, sumir hvað eftir annað. íslandsglíman í ár hófst á því, að menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason flutti snjallt ávarp, þar sem hann fór mörgum orð- um um gildi glímunnar sem íþróttar. Einnig minntist hann á þau þjóðernislegu áhrif, sem glíman hefði haft fyrr og síðar og lét í ljósi þá eindregnu ósk að æskulýðurinn tileinkaði sér hana í ríkara mæli en væri gert. Þó tók til máls Gísli Halldórs- son, forseti fSf. Rakti hann þró- i|n glímunnar alllangt aftur í tímann og kom víða við. Setti hann síðan mótið, og hófst glíman þegar. Keppendur voru alls átta frá fjórum félögum. Frá Glímufélaginu Ármann í Reykjavík voru þessir: Gísli Jónsson og Valgeir Halldórsson, fná Ulngmennafélaginu Breiða- blik í Kópavogi þeir Ármann Lárusson og ívar Jónsson, frá KR í Reykjavík Þeir Gunnar Pétursson og Sigtryggur Sig- urðsson, frá Ungmennafélaginu Víkverji í Reykjavík þeir Hainn- Þorkelsson og Ingvi Guð- mundsson. Glímustjóri var Eysteinn Þor- valdsson, mótsstjóri Hörður Gunnarsson. Yfirdómari var Gunnlaugur J. Briem, en með- dómefndur Grétar Sigurðsson og Sigfús Ingimundarson. Þá 'hófst glíman, sem fór all- vel fram. Það helzta, sem að má:tti finna, var, hvað kepp- endur voru misjafnir að stærð og aldri, sem stafar af þvi, hversu fáir æfa í seinni tíð og þeir, sem æfa, taka ekki þjálf- unina nógu alvarlega. Samt kom það strax fram, að kepp- etidur voru ákveðnir í að gera sitt bezta í þessari glímu. Dóm- arar náðu strax tökum á giímu- mönnum. Ármann J. Lárusson vann þessa glímu og er það í fjórtánda sinn, sem hann vVin- ur fslandsglímuna. Næstur hon- um að vinningum var Sigtrygg- ur Sigurðsson, KR. Hanln hlaut aðeins byltu fyrir Ármanni. Þriðji var Ingvi Guðmumdsson fró UMF Víkverja. Ha(in hlaut aðeins byltu fyrir Ármanni og Sigtryggi. Aðrir þátttak- endur voru með færri vinninga. Sem heild var glíman betri en oft áður. Áberandi var, hvað hvað keppendur gerðu sér mik- ið far um, að glímafi tækist sem bezt. Hörður Gunnarsson, forim. Glímuráðs Reykjavikur, afhenti verðlaun, en Gunnar Eggertsson formaður Ármanns, sleit mót- inu. Raddir hafa komið fram um það, að þessi sextugasta íslands- glíma hafi ekki farið fram með þeim virðuleik sem skyldi. Þetta er að vissu leyti rétt, ín við erum ekki enn búnir að ætla glímunni þann sess i íþrótta- lífi þjóðarinnar, sem henni ber. Hins vegar stendur það vömandi til bóta. Ég verð þó að álíta, að einmitt hafi verið reynt að vanda til þessarar glímu. Vil ég þar nefna, að hús það, sem glíman var háð í, er eitt af betri húsum borgarinnar og harla frá- brugðið þeim gamla henmanna- bragga, sem oftast hefur verið glímt í að undalnförnu, en þar hefði fslandsglíman aldrei átt að fara fram. f öðru lagi minn- ist ég þess ekki, að mennta- málaráðherra hafi fyrr sýnt glímunni þann sóma að tala á móti seim þessu. Erin fremur er það ekki algengt, að formaður ÍSf haldi merkan og sögulegan þátt á glímumóti. Ég held því, að Ármenningar hafi staðið sig heldur vel við undirbúning og framkvæmd ís- landsglímunnar 1966. Þorsteinn Kristjánsson. — Mwambusta Framhald af bls. 17 kynnti útvarpið í Burundi, að landamærunum hefði verið lok- að — og engum yrði hleypt úr landi. Þjónustumenn ríkisins í hinum ýmsu héruðum hafa verið kallaðir til höfuðborgarinnar, Bujumibura, til Skrafs og ráða- gerða um ástandið í landinu. Charles, prins, kveðst hafa orðið að taka völd í Burundi, sökum þess, að langvarandi fjar- vistir föðurine hafi skapað ólgu og alls kyns vandræði. Mwamlbutsa hefur verið í Genf frá því í nóvemiber sl. og mun dveljast þar eitthvað áfram, að því er talsmaður hans þar upp- lýsir. Leiðrétting í FRÁSÖGN Mbl. í gær af fuíl- trúafundi Sambands norrænna borgarstarfsmanna, misritaðist nafn próf. Steingríms Þorsteins- sonar, er erindi hélt á fundinum. Stóð Thorsteinsson. Blaðið biður afsökunar á mistökunum. BÆJARSTJÓRIM ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR EITT HUIMDRAÐ ÁRA eftir Jóh. Gunnar Ólafsson. Bókin skiptist í 3 aðalkafla: Stofnun bæjarstjórnar, löggjöf og kosningar. Bæjarfulltrúatal, 190 æviágrip með myndum. Árbók ísafjarðarkaupstaðar 1866 — 1966. Verð kr. 537.50 Fæst í bókaverzlunum. Útg. Bæjarstjórn ísafjarðar. Aðalumboð: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar tsafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.