Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. júlí 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Jón Árnason verka- maður — í. 16. 9. 1888, d. 9. 7. 1966. t»EGAR ég tek mér penna í hönd til að skrifa nokkur minn- ingarorð um móðurbróður minn, Jón Árnason, verður mér það strax Ijóst, að ýmsir af hans fornu vinum væru miklu færaii til þess. Þeir þekktu Jón meðan Ihann var enn skarpur röskleika- maður, en ég kynntist ekki þess um ágæta frænda mínum fyrr en hann var kominn á efri ár, og þá bar hann menjar efcir lífshættuleg höfuðmeiðsli, er hann hlaut í umferðarslysi fyrir h.u.b. 10 árum. Því verða ætt- menn og vinir Jóns að virða mér það til vorkunnar, þótt þessi iminningarorð mín séu fátækleg. Jón Árnason var fæddur að Hóli á Ufsaströnd. Foreldrar hans voru þau Sigríður Hallgríms dóttir og Árni Jónssön, er bjó lengi að Hæringsstöðum í Svarf aðardal. Tvíburasystir Jóns var Ingibjörg móðir mín, þau ólust ekki upp saman. Jón var ungur að árum tekinn til fósturs að Hóli í Svarfaðardal (Hóli fremra) af ágætishjónunum Ingi björgu Jónsdóttur, föðursystur sinni og Jóni bónda þar, Björns syni. Þar hlaut hann gott atlæti og minntist bernskuára sinna með gleði og þakklæti í garð fósturforeldra sinna og ágætra fóstursystkina. Jón var ungur að árum, þeg- ar hann hélt burt úr sínum bernskuranni, lagði hann leið sína til Hríseyjar og stundaði þaðan sjó árum saman. Hann sagði mér stundum frá svaðil- förum sínum, en hér er ekki rúm til að víkja að þeim. En það er ekkert vafamál, að Jón hefur verið harðfylginn og kappsam- ur sjómaður og hef ég sannfrétt að Jón var nokkrar vertíðir í féiagsskap um hlut með öðruvn dugnaðarmanni. Var engmn meðalmenskubragur á vinnu- brögðum þeirra, enda höfðu þeir oftar en einu sinni hæstan hlut. Jón reri nokkrar hákarlavertíð- ir og lýsti oft fyrir mér þeim kaldsömu veiðiferðum norður í hafi. Hann talaði oft um mann- skaðaveðrið, mikla, þegar togar- inn Leifur heppni fórst. Þá var hann á hákarlaskipi og skall veðrið á, þegar það var statt norður af Vestfjörðum. Var hleypt undan veðrinu, og mátti hver sem betur gat verjast stór sjóunum, en reyna þó jafnframt að höggva klaka af skipinu. Reyndi auðvitað mest á skip- stjórann er stóð við stýrið. Að endingu heppnaðist að komast í var inn á Patreksfjörð. Um tíma var Jón á skipinu Tahsman, og var nýlega farhm af því, er Talisman fórst, en sá atburður er í tölu átakanlegustu sjóslysa þessarar aldar. Þegar Jón var um miðjan aldur fluttist hann suður á Akra nes og var þar í nokkur ár, og stundaði ýmsa vinnu, en var oft ast landmaður við báta. Síðasti strafsvettvangur Jóns var svo hér í Reykjavík, vann hann m.a. í Vélsmiðjuni Héðni og síðast hjá Reykjavikurborg. Eins og áður segir lenti Jón í alvarlegu umferðaslysi fyrir h.u.b. 10 ár- um og var honum vart hugað líf í fyrstu. Eftir slysið bar hann aldrei sitt barr, en stundaði þó störf sin af ótrúlegri seiglu, allt fram til síðastliðins árs, er hann þrotinn af kröftum varð loks að leggja frá sér verkfæri sín í hinztá sinn. Jón var tvíkvaentur, Fyrri kona hans vaf Guðný 'Kristjáns- dóttir og slitu þau samvistum. Þau eignuðust einn son, Sigur- björn Hilmar, er var uppkominn mesti myndar- og efnismaður, en lézt í blóma aldu/u síns. Hann eignaðist þrjár dætur með konu sinni. Síðári kona Jóns, Margrét - Minning Hálfdánardóttir, lifir mann sinn Hún bjó manni sínum fallegt og vistlegt heimili og var honum styrk stoð er heilsan bilaði eft- ir hið mikla áfall. Ekki get ég lokið þessum orð um án þess að láta í ljós þakk- læti mitt til Péturs Hannesson- ar verkstjóra, er reyndist Jóni hinn ágætasti vinur eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og bezti hjálparmaður hans síðustu æviárin. Þótt margir vikju góðu að þessum elskulega manni, er sjúkleiki og elli tóku að mæða hann, var Pétur Hannesson þó sá maður er Jón setti sitt mesta traust á og ekki að ástæðulausu. Ég vil að lokum þakka kynni þau, er ég hafði af þessum aldna frænda mínum. í blóma aldurs síns var Jón vaskur maður, er hlifði sér hvergi, en þegar ég sá hann fyrst var hann merkt- ur rúnum aldurs og erfiðis. En hann megnaði þó með hlýju viðmóti sínu og ástúð- leika að gera mér samverustund ir okkar ógleymanlegar. Fyrir þær þakka ég. Ég sendi Margréti Hálfdánar- dóttur innilegar samúðarkveðj- ur, svo og systkinum hins látna og afkoméndum. Kristján Jóhannsson. Hörðnr Sigurvinsson formuður H.U.S. í SnæfeCs- og Hnuppu- dulssýsfu AÐAJÚFUNHUR Héraðssarrubands ungra Sjálfstæðismanna í Snae- fellsnes- og Hnappadaissýslu var haldinn í samkomuhúsinu í Grundarfirði sl- laugardag. Hófst fundurinn kl. 4 sd. Fráfarandi form. Hinrik Finnsson verzim. Stykkishólmi setti fundinn og gerði ha,nn það að tillögu sinni, að fundarstjóri yrði kosinn Árni Emilsson, kennari, Grundarfirði, en fundarritari Ágúst Sveinsson, verzlunarm., Stykkiahólmi, var það samþykkt samihljóða. Gerði formaður siðan grein fyrir störf- um stjórnarinnar síðastliðið starfstímabil. Að lokinni skýrslu formanns fór fram stjórnarkosn- ing. í stjórn sambandsins fyrir næsta starfsár voru kosnir: Hörð- ur Sigurvinssoin, Ólafsví'k, form; Árni Emilsson, Grundarfirði, varaform.; Sigurþór Sigurðsson, Gufuskákim, ritari; Sveinn Fjel- steð, Ólafsví'k, gjaldkeri og Skú'li Víkingsson, StykkishóLmi, með- stjórnandi. Varamenn voru kjörn ir þeir Ágúst Sigurðsson, Stykk- ishólmi; Ágúst Sveinsson, Grund- arfirði; Björn Emilsson, Gufu- skálum; Hilmar Eggeitsson, ól- afsvík; og Sturla Böuvai sson, Ólafsvík. Einnig fór fram kosn- ing í Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé laganna í Snaefellsnes- og Hnappadalssýslu og Kjördæmis ráð Sjálfstæðisfélaganna í Vest- urlandskjördæmi. í fulltrúaráð voru kjörnir þeir Hörður Sigur- vinsson, Ólafsvík; Ágúst Elbergs- son, Grundarfirði; og Þorvaldur Dan, Stykkishólmi, en til vara Skúli Víkingsson. Stykkishólmi og Sturla Böðvarsson, Ólafsví'k. í kjördæmisráðið voru kosnir Ágúst Sigurðsson, Stykkishólmi, Árni Emilsson, Grundarfirði og Sigþór Sigurðsson, Gufuskálum, en til vara þeir Jóihann Vtkings son, Stykkiahólmi og Tómas Ósk- arsson, Grundarfirði. Að aðaLfundarstörfum loknum tók til rnáls Særvar Björn Kol- beinsson, framkvœmd'astjóri Sam bands ungra Sjálfstæðismanna, flutti hann ávarp og kveðju til fundarmanna frá S.U.S. Einnig tóku til máls þeir Halldór Finns- son, sveitarstjóri og Emil Magn- ússon, verzlunarstjóri, báðir frá Grundarfirði og mæltu þeir nokkur hvatningarorð til fundar manna. Þessi aðalfundur H.U.S. í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu var vel sóttur og kom fram Guöfinna Guðmunds- dóttir — F. 18. 7. 1903 — D. 8. 7. 1966. í DAG verður kvödd hinztu kveðju Guðfinna Guðmunds- dóttir, hú^freyja að Urðarstíg 7 A, en hun lézt hér í borg hinn 8. júlí s.l. Veikindi þau, er leiddu hana til dauða, bar mjög brátt að, og er erfitt að trúa því, að hún skuli horfin úr hópi okkar, en hér höfum við enn verið mirmt á það, hversu oft er skammt milli lífs og dauða. Með Guðfinru hverfur sjónum okkar kona, sem ekki lét mikið yfir sér, en er þó minnisstæð öllum, sem hana þekktu sök- um geðprýði sinnar og yfir- bragðs, sem bar vott um góð- vild og hjartagæzku. Það er ekki á mínu færi að rekja ítarlega æviferil frú Guð- finnu Guðmundsdóttur, en stikl- að skal á hinu helzta. Hún var fædd að Kambi í Holtum hinn 18. júlí 1902, yngst fjögurra barna hjónanna Guðmundar Árnasonar og Guðfinnu Sæ- mundsdóttur. er þar bjuggu. 18 ára að aldri flutti Guðfinna með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Hinn 21. desember 1933 gift- ist hún Guðritundi Guðlaugssyni, sem starfaði hjá Nathan & Olsen hér í borg Byggðu þau sér heimili að Urðarstíg 7 A og bjuggu þar alla sína hjóna- bandstíð, sem var mjög farsæl. Guðmundur lézt s.l. haust og er því skammt milli þeirra hjóna. Var fráfal'l hans Guðfinnu mikið áfall. Þau hjón Guðfinna og Guð- mundur, voru bæði sérstaklega hógvær í fasi, en frá þeim staf- aði ætíð traust og hlýja, sem ekki gleymist þeim, er þau þekktu. Við, sem komum oft á heimili þeirra sem vinir barna þeirra, munum ætíð minnast þeirra stunda, er við áttum þar. Við minnumst þeirrar fölskva- lausu hlýju og vinsemdar, er mikill áhugi hjá félagsmönnum um, að starfsemi samlbandsins mætti vera sem blómlegust á næsta starfsári. Fylgi Sjálfstæðisflok'ksins hef- ur farið vaxandi á Snæfellsnesi og nú er búizt við vaxandi fé- lagslífi ungra Sjáifstæðismanna á Snæfellsnesi. Minning þau sýndu, þeirra innilegu og þakklátu gleði er þau glöddust með börnum sinum yfir merk- um áföngum í íifi þeirra. Og ekki sízt minnumst við þeirrar ástúðar og umhyggju, er þau sýndu barnabörnum sínum þremur, sem vissulega hafa misst mikið við fráfall afa og ömmu Þá verður okkur í dag einnlg hugsað til systtir Guðfinnu. Ingimundu, sem eftir lifir, en hun bió ætíð með þeim hjónum að Urðarstíg 7 A, en milli þeirra systra ríkti innilegt samband og samhugur og voru þær hvor annarri til ómetan- legrar styrktar og hjálpar. Börn þeirra Guðfinnu og Guð- mundar votu þrjú' Guðmundur Jóhann, skc astjóri í VilUnga- holti, Guðlaugur Rúnar cand. mag., kennari og Guðfinna Inga, kennari. Var'þeim hjónum mjög annt um, að börn þeirra gætu aflað sér þeirrar menntunar, er hugur þeirra stcð til og studdu þau til þess á ada lund. Nú7 þegar kveðjustundin er runnin upp, koma upp í hug ættingja og vina hinnar látnu margar minningar frá liðnum dögum og i þeirri sorg, sem slíkri kveðjustur.d fylgir, hlýtur það að vera huggun, hversu minningarnar eru bjartar. Hér er kvödd góð kona, ástúðleg og umhyggj'.isöm móðir og amma, trú systir. tryggur vinur. Minn- ingin um slíka konu hlýtur ætíð að varpa birtu og yl í hug þeirra, er hana geymir. H. H. -/fqt fa coior (/(/ Umkehr-frlm Iur Dio poihi f e fíir ForbQtftoöhíHtírt bet Tocjeslichf Pötrone 4 BEZTA LAUSNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.