Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 18
18 MORGU N BLAÐIÐ FBstudagur 15. júlí 1966 UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆDISMANNA UM SfÐUSTU helgi voru hald in héraðsmót Sjálfstæðismarma á tveimur stöðum á Vestfjörð- um; í félagsiheimilinu Sævangri í Strandasýslu, og í Skjaldborg, samkomuhúsi Sjálfstæðismanna á Patreksfirði. Á báðum mótun- um töluðu ráðherrar, þingmenn og fulltrúar ungu kynslóðarinn- ar, leikaramir Gunnar Eyjólfs- son og Bessi Bjarnason fluttu skemmtiþætti, hljómsveit Magn- úsar Ingimarssonar skemmti og voru söngvarar með hljóm- sveitinni þau Anna Vilhjálms- dóttir og Vilihjálmur Vilhjálms- son. 1 Sævangri Héraðsmótið að Sævangi er fjölsóttasta mót, sem haldið hef- ur verið í Strandasýslu. Klukk- an að ganga níu á laugardags- kvöld þyrluðust rykmekkir upp um alla sýsluna þegar bændur og búalið hraðaði för sinni að Sæ- vangri, allt sunnan úr Hrútafirði og norðan úr Árneshreppi. Lang ar bílaraðir mynduðust fyrir ut- an félagsheimilið, sem stendur á mjög fögrum stað í landi Kirkju bóls. Brátt fyllist hvert sæti í húsinu og mikill fjöldi varð að standa, en ménn setja það ekki fyrir sig þegar þeir eru komnir langan veg að njóta góðrar skemmtunar með ívafi alvörú- mála líðandi stundar. Láta mun nærri að nokkuð á fimmta hundr að manns hafi sótt héraðsmótið. Hljómsveit Magnúsar „gaf tón inn,“ ef svo mætti segja, eftir að séra Andrés Ólafsson prófastur hafði sett mótið, en hann stjórn- aði því. Ræðumenn á mótinu í Sævangri voru Sigurður Bjarna- son alþingismaður frá Vigur, Jón E. Ragnarsson lögfræðingur og Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra. A milli ræðuhalda skemmti hljómsveitin og Anna og Vil- hjálmur áttu sinn mikla þátt í að auka ánægju samkomugesta. Þeir Gunnar og Bessi vöktu mikinn fögnuð með smellnum gamanþáttum og var einstaklega góð „stemming“, eins og það er kallað, á þessu móti. Stranda- menn voru sjálfir þátttakendur í fjörinu, því að þeir Gunnar og Bessi stóðu fyrir spurningaþætti og kepptu þar annars vegar Guð brandur Benediktsson í Brodda nesi, Jakob Þorvaldsson á Drangsnesi og Jón Sigurðsson símstjóri á Hólmavík, en þeirra andstæðingar voru Jörundur Gestsson á Hellu, Magnús Guð- mundsson á Drangsnesi og Karl Loftsson. Var sú keppni ákaflega hörð og jöfn. Reynt var að fá nokkrar konur til að vera með í keppninni, en þær voru furðu tregar til og veitti Gunnar þeim tilhlýðilegt tiltal fyrir. Að héraðsmótinu loknu var haldinn dansleikur og var þar mikið fjör og kátína og dans- gleði mikil. Á meðan á mótinu stendur er ekki nokkur leið að tala við nokkum mann, því all- ir vilja sjá og heyra dagskrár- atriðin. En strax og dansleikur- inn hefst, kemst meira los á fólkið og við gripum tækifærið til að ræða við Benedikt Gríms son hreppstjóra á Kirkjubóli, og spyrjum hann almæltra tíðinda úr sveitinni. — Veturinn var snjóasamur og kaldur og túnin hafa kalið í vetur og sprettan er því miklu seinna á ferðinni heldur en ver- ið hefur undanfarin ár. Ég gæti trúað að sláttur byrji svona hálf- um mánuði seinna heldur en vanalega. Að vísu er ekki mikið kalið, en þó eru svona smáköl og grasið er gisið og ég veit að það verður rýrt í fallinu. Hér á Ströndum er mestmegn is sauðfjárbúskapur, er ekki svo? — Það má heita að það sé ein- göngu sauðfjárbúskapur. Hér næst Hólmavík eru nokkrir bæ- ir, sem selja mjólk til þorps- ins, en aðallega byggist búskap- urinn hér á sauðfjárrækt. Héraðsmót Sjálfstæðismanna að Sævangri, Strandasýslu sl. la ugardagskvöld, var hið fjölmenn- asta, sem þar hefur verið haldið. Geysifjölmenn héraösmót á Vestfjörðum — HaEdin um ssðustu helgi að Sævangi, StrandasýsEu og á Patrelcsfirði Hvernig miðar ræktun áfram hjá ykkur? — Það hefur nú verið skurð- grafa áð grafa núna hér inn innsýsluna, byrjaði í Bæja- hreppi og hefur haldið áfram og í fyrra val- grafið hér inn í miðja Tungusveit og svo verður haldið áfram hér norðureftir í sumar. — Ég býst að ræktunin hér sé víðasthvar um 20 hektarar og meðalbúið sé um 200 ær hér um slóðir. Nú er búið að skurða hér mikið og ræktunin ætti að geta tvöfaldazt á næstu árum. Stærstu bændur hér munu vera með um 400 ær. Við ræðum við Benedikt í hinu glæsilega félagsheimili Sæ- vangri, sem stendur á mjög fögr um stað í Kirkjubólslandi, skammt frá sjónum. Þetta er ekki mjög stórt félagsheimili, en þó furðu stórt þegar tekið er til- lit til þess, hve hreppurinn er fámennur. Félagsheimilið er rek ið af miklum myndaFbrag og umgengni er þar til mikillar fyr irmyndar. Benedikt gaf þetta fallega land undir félagsheimilið og hann og hans fólk hefur látið sér mjög annt um viðgang þess. — Við byrjuðum að byggja félagsheimilið 1953 og það var vígt 1957. Það, sem gerði, að við gátum byggt þetta, ja, ég vil segja þetta myndarlega félags- heimili fyrir svona lítinn hrepp sem rétt um 100 manns byggja, það var eingöngu því að þakka, að hreppsbúar gáfu alla verkamannavinnu. Við þurftum ekkert að kaupa nema smíða- vinnu. Félagsheimilið er um 213 ferm. að flata-m„A, að heim- ilinu standa hie^^annn, ung- mennafélagið og Kyenfélagið. Við 'höfum haft ax.eg prýðilega Ingólfur Guðjónsson, útgerðar- maður í Ingólfsfirði. Landsfrægt er féð á Ströndum og fallþungi dilka þar, óg við spyrjum Benedikt á hverju það byggist. — Ég hugsa að hér í Stranda- sýslu sé yfirleittt álitið, að féð sé vænzt hérna, og raunin er sú. Þetta byggist fyrst og fremst á ræktuninni, það er farið að fóðra betur en áður fyrr, meira er tvílembt. Haglendi er yfirleitt ágætt hérna, sérstaklega þegar kemur hér inn í Seingrímsfjörð inn, þar er haglendið með því betra, sem að gerist og afréttur- inn hér inni í dölunum mjög góð ur, en heldur rýrari í útsveitinni. reynslu af starfsemi félagsheim- ilisins. Þetta var okkur nú ekki mjög dýrt því að við byggðum áður en dýrtíðin varð jafn mik- il og núna. Þetta er ekki komið nema í rúma milljón, og það þykir ekki mikið núna, þegar þessi stóru félagsheimili, sem nú eru byggð, kosta 10-12 millj. kr. Ég tel að þetta félagsheimili hafi örugglega orðið til þess að efla félagslífið og haft sín áhrif á að fólkið héldist heima. Fólk- ið er mjög ánægt með þetta fé- lagsiheimili og við erum stolt af því að hafa getað komið þessu upp. Dansinn dunar og fjörið er orðið mikið, en samt náum við í Brynjólf Jónsson bónda á Broddadalsá í Fellshreppi, sem er þriðji syðsti hreppur Stranda sýslu. Brynjólfur segir okkur nokkuð frá- búskaparháttum í sinni sveit. — 1 Fellshreppi eru 9 bæir og okkar mesta áhugamál í svipinn er að fá rafmagn. Dieselstöðvar eru á fjórum bæjum, en ekkert rafmagn á hinum. Við bíðum eftir að £á rafmagn frá samveitu og gerum okkur vonir um að geta fengið rafmagn frá Þverár- virkjun skammt frá Hólmavík. Brynjólfur Jónsson bóndi, Broddadalsá. Standa vonir til að við fáum rafmagn innan eins eða tveggja ára. — 1 okkar hreppi er nokkuð langt á milli bæja og því erum við svona seinir í þessu. Raf- magnsskorturinn háir okkur mik ið og stendur okkur að ýmsu leyti fyrir þrifum. Okkur vantar ýms rafmagstæki, bæði á heimili og við búskapinn sem gæti létt okk ur störfin. Þetta tel ég okkar mesta framfaramál. — Ræktun í hreppnum hefur ekki verið mjög mikil, flestir eru með 12—15 hektara, en rækt unin fer vaxandi og hugur í mönnum að auka hana. — Við erum nær eingöngu með fjárbúskap og hér á eigin- lega að vera algjörlega fjárbú- skapur. Hér er ágætis fé og ég tel upp á, að við ættum að hafa algjörlega fjárbú, en ekkert að hugsa um mjólkursölu. Búin eru hér yfirleitt ekki stór, en prýði- lega arðgæf; sauðland er hér gott. — Hér í sýslunni fellur til mikið kjöt á ári hverju og það er fryst hér í sýslunni, en síð- an flutt nær allt suður. Atvinnu ástandið til sjávarins hér í sýslu hefur verið erfitt á undan förnum árum og því hafa verið Benedikt Grímsson bóndi, Kirkjubóli. uppi raddir um það, að nýta það hráefni, sem fyrir er í sýsl unni og eru margir á þeirri skoðun, að heppilegt gæti verið að koma upp kjötvinnslustöð á Hólmavík. Þetta mál þyrfti að athuga mjög gaumgæfilega. — Fólkinu fjölgar nú ekki í okkar hreppi, en jarðir fara þó ekki í eyði. Að vísu voru tvær komnar í eyði, en önnur þeirra, Steinadalur, byggðist nú aftur og þar er ungur og efnilegur bóndi. Talsvert er byggt hjá okk ur, bæði peningshús og íbúðar- hús, og yfirleitt má segja að góður hugur sé í mönnum. Mað ur heyrir reyndar á stjórnar- andstöðunni að ekki sé allt í lagi, en maður kippir sér ekk • ert upp við það. Ég hugsa að ástandið hjá bændum hafi ekki oft verið betra en nú. Það er náttúrlega dýrt að leggja í fjár- festingu, en það hefur verið það fyrri. Ég held að styrkir og stuðningur hins opinbera til landbúnaðarins hafi aldrei ver- ið meiri en nú. Það eru tíma- bundin vandræði í landbúnaðin- um, en ég myndi segja að það sé lífvænlegt að vera bóndi. — Hitt er svo annað mál, að tíðarfarið er orðið mikið breytt, vorin eru orðn svo hörð og pað er einmitt það, sem steypir bændunum alveg núna. Nær allur kostnaðurinn við búskap- inn er bara einn mánuður síð- ast á vorin, þá er svo kalt, að það verður að gefa öllu þar til allt er borið. Við fáum bafá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.