Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Fösludagur 13. júll 1968 „HELGI hét sonr Hrólfs ór Gnúpufelli. Hann var getinn austr ok upplenzkr at móður- ætt. Helgi fór til íslands at vitja frænda sinna. Hann kom í Eyjafjörð, ok var þar þá albyggt. Eftir þat vildi hann útan ok varð aftrreka í Súg- andafjörð. Hann var um vetr- inn með Hallvarfti, en um várit fór hann at leita sér bú- staðar. Hann fann fjörð einn ok hitti þar skutil í flæðar- máli. Þat kallaði hann Skut- ilsfjörð. Þar byggði hann síðan“. Þannig segir Landnáma frá landnámi í Skutulsfirði, nánar til tekið á Skutuls- ísafjörður 100 ára: ísafjaröarkaupstaöur fyrrum „saltfisksins Eldorado", nú höfuðstaður Vestfjaröa Eftir IUagnús Finnsson, blaðamann Morgunblaðsins fjarðareyri, þar sem nú stend ur ísafjarðarkaupstaður. — Líklegt er, að Helgi hafi numið þar land um 920. Þegar einokunarverzlunin er stofnuð, árið 1602 fellur verzl- unarstaðurinn ísafjörður í hlut Kaupmannahafnar ásamt öðrum fimm verzlunarstöðum. Voru 9 lqaupmenn um verzlunina þar og á Dýrafirði. Má segja, að það háíi verið ísfii'ðingum til happs, að (þeir féllu 1 hlut Kaupmanna- hafAarbúa, þar eð þeir stóðu öðr um borgurum í Danmörku fram- ar, enda bættu Kaupmannahafn- arbúar við sig fimm verzlunar- stöðum, þegar einkaleyfið um verzlunina var endurnýjað árið 1614. Lifðu svo íslendingar við eymd og basl undir harðri ein- okun verzlunarinnar í rúm hundr að ár. Þá gerist það, að tveir dansk- ir menn verða fyrstir til þess að benda á skaðsemi einokunar- verzlunarinnar. Voru það þeir Hans Becker, lögmaður, sem ver- ið hafði skrifari hjá Árna Magn- ússyni, þegar hann ferðaðist um hér á landi, og Mathias Jochim- sen Vagel, sem komið hafði hing- að 1729 til brennisteinsrann- sókna og kynnzt háttum og hög- um landsmanna. . Uppástunga um að gera ísaf jörð að kaupstað Becker samdi ritgerð og vakti þar athygli á því, að eitthvað hlyti að vera bogið við verzlun- ina, þar eð konungur hefði ekki meiri afrakstur af íslandi, en af Salthólmanum í Eyrarsundi og þó ynnu landsmenn baki brotnu, úrkula vonar um viðreisn og endurbót. Kenndi hann verzlun- arháttum um. Leggur hann til, áð ísafjörður verði gerður að kaupstað ásamt fjórum öðrum bæjum. Biður hann konung að leggja tillögur sínar fyrir Alþingi og alla embættismenn landsins og skuldbindur sig til þess að verja þær og rökstyðja. Vagel tekur mjög í sama streng og Becker, þótt hann leggi ekki til, að stofnaðir séu kaupstaðir. Hins vegar vill hann, að komið sé á fót stjórnar- og verzlunar- ráði fyrir fsland og að iðnaður sé efldur að miklum mun. Þegar dregur fram á 18. öld tekur svo að vakna áhugi ís- lendinga á bættum verzlunarhátt um og fyrir harðfylgi Skúla í o n irs Þessi mynd er úr bók danskra strandmælingamanna frá 1818 Framkvæmdastjórar sýningarinnar, Jón Páll Halldórsson til vinstri og bæjarfógetinn, Jóhann Gunnar Ólafsson Magnússonar og fleiri, tekst a'ð lokum að fá verzlunina frjálsa við alla þegna Danaveldis árið 1786 með tilskipun dagsettri 18. ágúst. Fengu þá sex þorp kaup- staðaréttindi, þ. á. m. ísafjörður. Var ákveðið, að Stranda- og ísa fjarðarsýslur skyldu leita þang- að. Lóð ísaf jarðar mæld og kortlögð Árið 1787 er lóð ísafjarðar- kaupstaðar mæld og kortlögð af sýslumanninum í ísafjarðarsýlu, Jóni Arnórssyni í Reykjarfirði, og var stærð hennar talin 400725 ferálnir. Sfðan voru höfð maka- skipti á Eyri og Brekku á Ingj- aldssandi við prestinn, er bjó á Eyri og voru skiptin þinglýst ár- ið 1791. Hélt svo ísafjörður kaup staðaréttindum fram til hins 11. september 1816, en þá er hann lækkaður í tign og gerður að „útliggjarastað" eða útibúi frá Grundarfirði á Snæfellsnesi. í tilskipuninni, sem kvað á um þetta var sagt, að lega ísafjarðar- kaupstaðar væri óhagstæð, en þessi ráðstöfun hafði það í för me'ð sér, að skip þurftu að koma við í Grundarfirði, áður en þau færu á Vestfjarðahafnir og af- henda farmskírteini. Lýsti þetta raunar vanþekkingu ráðamanna í Kaupmannahöfn á staðháttum hérlendis. En vegur ísafjarðar tekur að vaxa um 1816 og árið 1863 er lögð fram bænaskrá ísfirðinga um kaupstaðaréttindi „Skutuls- fjarðareyrar" á Alþingi. Á þing- inu 1865 er málið lagt fram sem „konunglegt frumvarp til reglu- gerðar um að gera verzlunarstað inn ísafjörð áð kaupstað og um stjórn bæjarmálaefna þar“. Enn- fremur, að stofnuð skyldi bygg- inganefnd í kaupstaðnum ísafirði, Voru bæði frumvörpin samþykkt á þinginu og hlutu staðfestingu konungs, Kristjáns IX sem reglu- gerð og opið bréf 26. janúar 1866. Voru þá liðin 50 ár frá því, er ísafjörður hafði verið sviptur kaupstaðaréttindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.