Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. ágúst 1966 MORGUNBLAÐID 3 KRÍSUVÍKURKIRKJA RÆND KRÍSUVÍKURKIRKJA við ísólfsskálaveg var rænd um helgina. Ekki hefur enn tek- izt að baf? uppi á þjófunum. Úr kirkjunni var stolið tveim ur koparklukkum, tveimur altariskertastjökum, og ljósa hjálmi, einnig úr kopar. Þá var stolið koparhring af kirkjuhurðinni. Ræningjarn- ir komust inn í kirkjuna með því að sprengja upp hurðar- lásinn. Allir þeir gripir, sem stolið var. eru nýir, eða ný- legir, nem?. kirkjuklukkurnar tvær. Sú minni og eldri er frá árinu 1747, og ber hún áletrunina „Enganes 1747“. Hin klukkan er görnul skips- klukka. og her hún áletrun- ina „DSS 1S98“. Eitthvað hef- ur verið um innbrot í kirkj- ur á síðusíu árum, þá aðal- lega til þess að hnupla víni, en þetta mun i fyrsta sinn í dóri Jonssyni frá Þjóðminja- saíninu heimsóttu kirkjuna í gær. N\i eru traðirnar heim að kirkjunni grónar, og regn- þvegnar hellurnar fimm sem liggja að kirkjudyrum. Dyrn- ar eru légar, um einn og hálf ur metri, og aðeins er um tuttugu sentimetrum hærra undir b!ta, þegar inn er kom- ið. Ellefu bekkjr eru í kirkj- unni auk kórhekks, gerðir úr nýlegum viði, enda kirkjan endurbrett og vígð á ný um vorið 1964. Á gafli hægra megin hurðar eru ellefu sálmabækur, og til hliðar þeim á veggnum myndir af prestunum tveim, sem fluttu guðspjailið hér fyrir mörgum áratugum. Séra Eggert Sigfússon f. 22. júní 1840, d. 12. okt. 1908, prestur í Vogs- ósum, þjónaði kirkjunni frá 1884 til dauðadags. Séra Altarið. Hér stóðu stjakarnir tveir. lengrl tíma. eem stolið hefur verið svo miklu á helgum stað. Krísuvíkurkirkja er lítið hús, átta metrar á lengd, fimm á breidd. með grænu þaki og hv'.tum hliðum, sem stendur í helgum einmana- leik þar sem eitt sinn stóð gamli Krísuvikurbærinn: með fjöll sér á eina hlið, en Hælá- vík og sjóinn sér á aðra. Blaðamaður og Ijósmyndari MorgunblaSsins, ásamt Hall- ur var Beinteinn Stefánsson í Arnarfeili. Kirkjan var annexía frá Strönd í Selvogi, en lögð til Stáðar í Grinda- vík með lögum 1907. Eftir 1910 mun kirkjan lítið hafa verið notuð. og síðast var jarðað í garðinum 1917. Kirkj an var endurvígð árið 1964 eftir rækiisga viðgerð". Altarið er rautt og grænt, smátt og heilagt eins og kirkj- an sjálf. Aítaristaflan, sem er fest rækilega við gaflvegginn, sýnir kvcldmáltíðina. Þar fyrir neðan er altarið, en á því liggja BIBLÍA, Nýja Testamentið, saimabók og Passíusálmarnir. Einhver hug ulsamur maður hefur breitt plastdúk. sem nú er löngu rykfallinn, yfir hinar helgu bækur. .4 útleið grípur auga gestsins stiginn, sem liggur Brynjúlfur Magnússon, f. 20. feb., 1881, d 3. julí 1947, prest ur í Grindavík, tók við kirkj- unni árið 1910 og hélt þar guðsþjonustur öðru hverju til ársins 1927. í liægra horni, undir klukkustrengnum, sem er úr kaðl: og liggur gegnum lítið gat ofan af loftinu, má sjá extirfararidi, hulstrað í svörtum glerramma: „Kirkja þessi var reist árið 1857; þá voru um 70 manns í Krísuvíkursókn. Aðalsmið- Séð út með hlið kirkjunnar. Ræningjarnir hafa líka reynt að stela einu hinna átta veggljósa í gömlu kirkjunni. upp á klukknaloftið, nú sneytt dýrgripum sínum. Und ir stiganum húku- lítill koll- ur. Kirkjugarðurinn umhverfis kirkjuna hallar á móti sjó og geymir margt gott fólk úr Krísuvíkursókn. Leiðin eru öll löngu grasi gróin, svo að vart mótar fyrir þeim elztu. Þó, er gengið er frá kirkj- unni niður á veginn má sjá einn legstein standa að kirkju baki, einstæðingslegan á meðal naktra leiðanna í kring. Á honum stendur: Árni Gíslason, sýslumaður, 14-9 1820 - D. 26-6, 1898“. Fjórir gluggar kirkjunnar horfa árvökulir yfir Krísu- vík: lítill krossinn á mæni spyr út bláinn: „Hví ræna menn slíkan stað? Brandur. Kirkjuhurðin. — Farið er eftir koparhringinn. Framtíðarstarf Ungur, áhugasamur maður getur fengið atvinnu á auglýsingaskrifstofu vorri nú þegar. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Uppl. veitir auglýs- ingastjóri blaðsins í dag kl. 1—3 e.h. NATO-styrkir til bæðimanno Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðimanna í aðildarríkjum bandalagsins á háskólaárinu 1967-68. Styrkirnir eru veittir í því skyni að efla rannsóknir á ýms um þáttum sameiginlegrac arf- leifðar, lífsviðhorfa og áhuga- móla Atlantshafsþjóðanna, sem varpað geta skýrar ljósi á sögu þeirra og þróun hins marg háttaða samtarfs þeirfa í rniili — svo og vandamál; sem við er að etja á því sviði. Er að því stefnt, að styrkirnir geti Stuðlað að traustari tengslum þjóðanna beggja vegna Atlantshafs. Upphæð hvers styrks er 2.300 franskir frankar á mánuði, eða jafnvirði þeirrar upphæðar í gjaldeyri annars aðildarríkis, auk ferðakostnaðar. Styrktími er að jafnaði 2—4 mánuðir, ef sérstaklega stendur á allt að sex mánuðir, og skulu rannsóknir stundaðar í einu eða fleiri rí’xj- um bandalagsins. Styrkþegi skal fyrir árslok 1968 skila skýrslu um rannsóknir sínar og er mið- að við að niðurstöður þenra liggi fyrir til útgáfu þrm. man- uðum síðar. Utanríkisráðuneytið veivir all- ar nánari upplýsingar og lætur í té umsóknareyðublöð, en um- sóknir skulu berást ráðimeytinu í síðasta lagi hinin 31. desembér 1966. (Frá- utanrikisráðuneytinu) ’ SIAKSTEIIMAR 40.ooo.ooo.oo Á síðustu þremur árum hefur hallarekstur Skipaútgerðar rik- isins farið ört vaxandi, og nam hallinn á sl. ári rúmlega 40 milljónum króna, sem skattgreið endur í landinu verða að greiða af tekjum sínum. Það er augljóst að við svo búið má ekki standa. Það er e.t.v. mannlegt að starfsmenn, sem Iengi hafa starfað hjá þessu fyrirtæki uni því illa að verulegar breytingar verði gerðar á rekstri þess, en þeir verða þó að gera sér grein fyrir staðreyndum og þvi, að ekki er ár eftir ár hægt að standa undir tugmilljón króna halla á þessu ríkisfyrirtæki. Skipaútgerð rikisins hefur nú starfað á fjórða áratug. Á þvi timabili hafa miklar breytingar orðið í samgöngumálum þjóðar- innar frá því sem áður var. f lug samgöngur eru nú miklar og tíð ari en áður, og samgöngur á landi hafa einnig aukizt mjög' mikið, bæði með fullkomnari langferðabilum og auknum bif- reiðakosti landsmanna. Það er því síður en svo óeðlilegt, þótt breytingar verði gerðar á rekstri Skipaútgerðarinnar mið- að við nýjar aðstæður, og þarf alls ekki að þýða minnkandi þjónustu við hinar drcifðu byggðir landsins, heldur þvert á móti. - r - Ohagkvæmur skipakostur Á sama tíma og mjög hefnr dregið úr farþegaflutningum Skipaútgerðarinnar, þannig að þörfin er mest fyrir vöruflutn- inga, rekur Skipaútgerðin tvö skip, Esju og Heklu, sem sam- tals taka um 300 farþega, en hlut fallslega iitið vörumagn. í marz sl. var sérstök stjórnarnefnd—. sett yfir Skipaútgerðina, og var henni ætlað að gera alvarlega tilraun til þess að lækka rekst- urskostnað útgerðarinnar með breyttum skipakosti með viðun- andi þjónustu við landsbyggð- ina sem markmið. Nú hefur ver ið ákveðið að selja tvö skip, Skjaldbreið og Esju, en ríkis- stjórnin hefur veitt heimild til þess að gengið verði formlega til samninga við erlent skipa- félag um leigu á nýju skipi, sem talið er hagkvæmt til strandsigl inga og tekur mikið vörumagn, en hefur einnig farþegarými. Ef rekstur þessa leiguskips reynist hagkvæmur er hugsanlegt, að það verði keypt til strandsigl- inga. Betri þjónusta Enn hefur áætlun þessa leign- skips ekki verið ákveðin, en óhætt er að fullyrða, að jafnvel þótt ferðum fækki, muni þjón- ustan verða sízt verri en nú er, og jafnvel til muna betri, sér- staklega að því er vöruflutninga varðar. Tilgangurinn með þeim breytingum, sem nú er verið að gera á rekstri Skipaútgerðarinn- ar er því ekki sá, að draga úr þjónustu við landsbyggðina, heldur þvert á móti að gera*~ tvennt í senn, annars vegar að auka og bæta þá þjónustu mið- að við gjörbreyttar aðstæð- ur og jafnframt áð draga úr þeim gifurlega halla, sem verið hefur á rekstri þessa fyrirtækis, og er auðvitað orð- inn algjörlega óverjandi gagn- vart almennum skattgreiðend- um i landinu, sem undir hon- um verða að standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.