Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 24
Heimingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins sekur um af gáleysi I GÆRMORGUN spuröist sa -/i-- fáheyrði atburður, að ein f elzta timburkirkja landsins, ■ Krísuvíkurkirkja, hefði verið : rænd. Frá kirkjuráninu er ■ sagt á bls. 3. Þessi mynd var ; tekin í gær af hinni litlu I kirkju. • (Ljósm. Mbl.: Sv. í>orm.) ' Fundinn manndráp Hafði einnig átt skotvopn án leyfis Stormsvalan slitnaði upp STORMSVALAN, hin 25 tonna seglskúta, sem keypt var til landsins í fyrrahaust, slitnaði upp þar sem hún lá við legu- færi í Fossvoginum um kl. 17 í gær. Rak skipið upp í grýtta fjöruna við sunnanverðan vog- inn. Hvasst var og mikið flæði er seglskútan slitnaði upp. Skemmd ir á því munu hafa orðið til- tölulega litlar, þar' sem trillu- bátaeigendur í Fossvoginum brugðu skjótt við og drógu skút- una aftur út á voginn, þar sem það liggur nú og bíður þess að skemmdir á því verði nánar kannaðar. í GÆR, var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var af ákæru- valdsins hálfu 11. marz s.l. gegn Kristjáni Helgasyni, verkamanni, Stað við Tómasarhaga, fyrir að hafa hinn 23. nóv. f.á. orðið af gáleysi valdur að dauða Haralds Þorsteinssonar, Bjargi við Tóm- asarhaga, og fyrir að hafa átt skotvopn án tilskilins leyfis. Kristján hafði, er hann var við drykkju heima hjá sér ásamt Haraldi og bróður hans, verið að handleika hláðinn riffil og hljóp skot úr honum og lenti í Haraldi með þeim afleiðingum að hann beið þegar bana. Kristján skýrði svo frá, að hann hefði vitað að riffillinn var hlaðinn, og verið í þann veginn að festa öryggislæs- inguna, er Haraldur hefði skyndi lega tekið í riffilinn, og í þeim svifum hefði skotið riðið af. í for- sendum dómsins segir, að gera vei'ði ráð fyrir þeim möguleika að Haraldur hafi gripið til riff- ilsins og þannig átt nokkra sök á óhappinu. Hins vegar var talið mjög gálauslegt af Kristjáni að handleika þannig hlaðinn riffil framan í ölvuðum mönnum, og þótti hann þannig einnig eiga sök á slysinu, og hafa unnið til refs- ingar skv. 215. gr. alm. hegn- ingarlaga (um manndráp af gá- leysi). Einnig hafði hann brotið gegn löggjöf um skotvopn með því að eiga riffil án tilskilins leyf is. y Refsing ákærðs var ákveðin 3 mánaða varðhald. Einnig var hann dæmdur til að sæta upp- töku skotvopnsins og til greiðslu málskostnaðar. Kristján hafði veri'ð í gæzluvarðhaldi 59 daga og var ákveðið að vist sú kæmi refsingunni til frádráttar. Krist- ján óskaði ekki áfrýjunar. Dómurinn var kveðinn upp af Halldóri Þorbjörnssyni sakadóm- ara. Verjandi ákærðs var Jó- hann H. Níelsson, hdl. Mikil síld 200 m. NA af Raufarhöfn Adeins eitt sildarskip þar oð ve/ðum Raufarhöfn, 16. ágúst. f DAG kastaði vélbáturinn Sigurður Bjarnason frá Akur- eyri, á síld 200 mílur NA af Raufarhöfn eða í beina stefnu á Jan Mayen. Skipið fékk 1300 mál í fyrsta kasti af bráð- fallegri síld og kastaði þegar aftur og fyllti sig. Virðist þarna vera um mikla og góða síld að ræða, en báturinn lét þau boð út ganga til síldarleit- arinnar á Raufarhöfn, að hann kæmi þangað með sölt- unarsíld. Eins og nærri má geta lifnaði yfir mönnum hér í plássinu við þessi góðu tíð- indi, en allir héldu, að síld- in væri farin fyrir fullt og allt á miðin fyrir Austfjörðum, og starfsfólk söltunarstöðvanna hér hefur undanfarna daga verið að tínast til Austfjarða- hafnanna. Nokkur reytingur hefur und anfarið verið á Austfjarðar- miðunum, en Sigurður Bjarna son tók sig út úr flotanum þar og hélt einskipa á fyrr- greindar slóðir. Er Sigurður þarna aðeins einn síldarskipa, en sólar- hringsstím er á þessar slóðir fyrir báta á Austfjarðarmið- um. Veður þarna er gott, 2 vindstig og skyggni sæmilegt. — Einar. Reist fiskimjöls- verksmiðja í Orfirisey NÝSTOFNAÐ félag hér í borg, Stjörnumjöl h.f., er byrjað á fram kvæmdum við byggingu fiski- mjölsverksmiðju í Örfirisey. Er þegar hafið að grafa fyrir grunni verksmiðjunnar. Stjórnarformaður Stjörnumjöls h.f. er dr. Jakob G. Sigurðsson forstjóri. Aðrir í stjórn eru: Hörð ur Vilihjálmsson framkvæmda- stjóri Óseyrar h.f., Ármann Friðriksson framkvæmdastjóri, Bjarni Magnússon framkvæmda- stjórj og Sigmundur Jónsson. Blaði'ð hafði í gær samband við dr. Jakob Sigurðsson, sem sagði að verksmiðjan yrði nægilega stór til að vinná fiskúrgang frá fiskverkunarstöðvum í Reykja- vík, en enn væri afkastageta hennar ekki endanlega ákveðin, enda hefði málið verið á umræðu grundvelli nú í nokkurn tíma. En þegar eru hafnar athuganir á vélakaupum til verksmiðjunnar. Byrjað er að grafa fyrir grunni hennar, eins og fyrr segir, en fyrirtækið Steinstólpar h.f. mun reisa bygginguna. Borgarlsjakcr á siglingaleið SAMKVÆMT upplýsingum Veð- urstofunnar eru 5 stórir borgar- ísjakar á reki á siglingaleið 8 sjómílur NNA af Horni. Borgarísiakar geta borist að landinu á hvaða árstíma sem er, þar eð þeir bráðna mun hægar en venjulogur rekís. Áleit Veð- urstofan, að þeir yrðu á svipuð- um slóðuin næstu daga, sökum þess að lognkyrrð ríkir nú á þessu svæði og straumur er hægur. Sjálfstæðisflokksins Héraðsmót um næstu helgi Verða þá á Blonduósi og Hellissandi UM næs'u helgi verða haldin tvö héraðsmót Sjálfstæðisflokks- ins, sem hér segir: Blönduósi, laugardaginn 20. ágúst kl, 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Séra Gunnar Gíslason og Sveinn Sveinsson, bóndi. Hellissandi, sunnudaginn 2,1. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Friðjón Þórðarson, sýslu- maður og Elís G. Þorsteinsson, bóndi. Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar skemmtir á héraðs- mótunum með því að leika vin- sæl lög. Hljómsveitina skipa Magnús lngimarsson, Alfreð Al- ferðsson, Birgir Karlsson og Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Söngvar- ar með hljómsveitinni eru Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vil- hjálmssor.. Þá munu leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyj- ólfsson, flytja gamanþætti. Enn- fremur verða spurningaþættir, sem fram fara með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Magnús Gunnar Friðjón Sveinn Elís Séra Eiríkur Þ. Stefónsson Idtinn SÉRA Eiríkur Þ. Stefánsson frá Auðkúlu, fyrrum prestur og prófastur að Torfastöðum andað ist að sjúkrahúsinu á Selfossi í gærmorgun rúmlega 83 ára að aldri. Með honum er genginn mikill persónuleiki og merkur kennimaður. Séra Eiríkur var fæddur 30. maí 1878 að Bergstöðum í Svart árdal, Foreldrar hans voru séra Stefán M. Jónsson síðar prestur á Auðkúlu og kona hans Þor- björg Halldórsdóttir. Hann lauk stúdentprófi árið 1002 og em- bættisprófi í guðfræði árið 1905. Sama ár voru honum veittir Torfastaðir í Biskupstungum og gegndi hann því prestakalli við miklar vinsældir og virðingu í nær 50 ár. Jafnframt bjó hann stórbúi á staðnum. Séra Eiríkur gegndi jafnframt prestsstörfum í ýmsum nágrannasóknum sín- um. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi hann I héraði, var m.a. sýslunefndarmaður í Árnessýslu árin 1920—1927. Séra Eiríkur fluttist að Laug- arvatni er hann lét af prests- skap og átti þar heimili til dauðadags. Hann kvæntist eftir lifandi konu sinni, Sigurlaugu Erlendsdóttur árið 1906 og áttu þau tvö börn, son, Þórarin Stefán er dó í æsku og dóttur, Þorbjörgu, sem er gift kona á Laugarvatni. Þessa merka manns verður nánar getið síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.