Morgunblaðið - 17.08.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 17.08.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐID Miðvikuiíagur 17 ágúst 1966 Búið að salta 75000 tn. upp í síldarsölur í ár EINS og skýrt var frá í Mbl. fyrir nokkru hefur Síldarútvegs- nefnd gert samninga við Noreg, Sviþjóð, Finnland, Danmörk og Bandarikin um kaup á 383.240 tunnum saltsíldar. Þessi tala hef- ur ekki breyzt síðan, en nú standa yfir viðræður milli salt- sildarkaupenda í Sovétríkjunum og ísrael annarsvegar og Síldar- kaupenda í Sovétríkjunum og ísrael annarsvegar og Síldarút- vegrsnefndar hins vegar um kaup á saltsíld, en ýmislegt ber í milli, um verð og aðra skilmála, að því er Erlendur Þorsteinsson framkvæindastjóri tjáði blaðinu í gær. Erlendur sagði, að Síldarút- vegsnefnd hefðu borizt fyrir- spurnir um saltsíld frá tveimur vesturþýskum fyrirtækjum, en ekkert hefði frekar frá þeim heyrzt. Erlendur sagði að nú hefðu veri'ð saltaðar 75.000 tunnur síld- ar, uppí þegar gerða sölusamn- inga. Norrænir sjálfboða- liðar til Vietnam? Kaupmannahöfn, 1G. ág. NXB. " „Extrabladet" í Kaupmanna- höfn skýrir svo frá, að 16 Danir hafi lýst sig reiðubúna að fara til Vietnam og berjast þar við hlið Viet Cong skæruliða gegn her S-Vietnam og Bandarikjanna Nokkur samtök vinstrimanna hafa hafizt handa um að kanna, hversu margir Danir mundu gefa sig fram sem sjálfboðaliðar og eru þar fremstir í flokki nokkrir menn, sem á sínum tíma veittu Serkjum í Alsír stuðning í bar- áttu þeirra við frönsku nýlendu stjórnina. Danirnir hafa spurzt fyrir um það hjá Vietkong, hvort þeir óski eftir aðstoð og hefur borizt svar þess efnis, að æskilegt sé, að komið verði á laggirnar í Ev- rópu herþjálfuðu varaliði, sem hægt sé að grípa til i skyndi, gerist þess þörf. Blaðið segir, að hafinn sé í Svíþjóð undirbún- ingur að því að senda sjálfboða liða til Vietnam. Meintur morðingi og bunka- ræningi hundtekinn í Svíþjóð Gautaborg, 16. ágúst. NTB. • Lögreglan í Gautaborg hefur handtekið ungan mann, annan af Síldveiði mjög treg í gaer Samkvæmt upplýsingu L.Í.Ú. sem blaðinu bárust í gær hafði verið gott veður á síldarmiðun um undanfarinn sólarhring og ▼eiði góð 180—190 mílur ASA og SA að austri frá Dalatanga. Er blaðið hafði samband við síldarleitina á Dalatanga í gær- kvöldi hafði veiði verið mjög treg um daginn og ekki frétzt af neinu skipi, sem hafði kastað. Veður var þá agætt á miðunum. Sl. sólarhring höfðu 33 skip tilkynnt um afla, samtals 5,976 lestir: Dalatangi Garðar GK lestir 160 Stapafell SH 50 Sigurfari AK 160 Lómur KE 280 Keflvíkingur KE 320 Reykjanes GK 170 Haraldur AK 190 Huginn II VE 250 Krosanes SU 245 Héðinn ÞH 200 Bára SU 120 Gullfaxi NK 230 Bjarmi II EA 386 Húni II. HU 82 Elliði GK 110 Gunnar SU 150 Siglfirðingur Sí 210 Árni Magnússon GK 210 Sig. Jónsson SU 212 Sveinbj. Jakobss. SH 140 Halldór Jónsson SH 160 Kristján Valgeir GK 340 Auðunn GK 160 Þrymur BA 150 Súlan EA 260 Ól. Friðbertsson IS 140 Helga Björg HU 86 Ólafur bekkur ÓF 145 Ingvar Guðjónss. SK 180 Skálaberg NS • 60 Vigri GK 150 Óskar- Halidórss. RE 170 Sólrún ÍS 100 tveimur, sem grunaðir eru um að hafa skotið til bana lögreglu þjón, er stóð þá að bankaráni í Nyköping fyrir um það bil þremur vikum. Maðurinn, sem handtekinn var ára að aldri — en ennþá er leit- að 19 ára pilts að nafni Clark Olofsson. Talið er víst að þeir hafi síðan gerzt sekir um banka- rán i Stokkhólmi, þar sem stolið var s.l. föstudag um 400.000 kr. ísl. Fingraför Olofssons fundust á ránsstaðnum. BISKUP íslands, herra Sigur- björn Einarsson hefur auglýst í síðasta Lögbirtingablaði laus til umsóknar eftirtalin prestaköll og er umsóknarfrestur til 1. sept- ember: Bildudal í Barðastrand- arprófastsdæmi, Hrísey í Eyja- fjarðarprófastsdæmi og Skinna- stað í N-Þingeyjarprófastsdæmi. Unnið að uppsetningu sýningarstúkna. Iðnsýningin: Sýningarstúkur afhentar ALLUR undirbúningur fyrir Iðn- sýninguna 1966 gengur sam- kvæmt áætlun. Er lokið uppsetn- ingu sýningarstúkna fyrir um 140 sýnendur, sem munu nú taka við stúkum sinum og hefjast handa um skreytingu þeirra og koma sýningarmunum fyrir. Þeir fyrstu eru þegar byrjaðir á þvi verki. Stærstu sýningarstúkuna hefur Sláturfélag Suðurlands. Hraðað hefur verið ýmsum framkvæmdum við Sýningar- og íþróttahöllina í Laugardal vegna Iðnsýningarinnar, m.a. hefur ver- ið unnið að frágangi í anddyri og aðalsal. Ymislegt verður gert utan húss til skreytingar og til að vekja at- hygli á sýningunni. Fyrirhugað er að reisa stóra grind úr stál- pípum í grennd við húsið og á hún að vera táknræn fyrir iðn- aðinn. A Hópferðir á sýninguna. Til að auðvelda fólki úti á landsbyggðinni til að komast á sýninguna verða sérstakar hóp- ferðir skipulagðar í því skyni. Mun ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir annast hópferöir frá flest- um hinum stærri kaupstöðum og kauptúnum. Þá mun sérstakur strætisvagn fara úr miðfoorginni á hálftíma fresti með sýningargesti. Auglýsingarspjöld á sýning- arsvæðinu. Fyrirtæki, stofnanir og aðrir aðilar, sem ekki taka þátt í sýn- ingunni eiga þess kost að aug- lýsa á spjöldum, sem sett verða upp á sýningarsvæðinu. Spjöldin verða af tveim stærðum, IVz og 3 fermetrar. Iðnsýningarnefnd hefur samið við Jón Ragnarsson, veitinga- mann, um að annast allar veiting- ar á sýningunni. Verða á boð- stólum heitir og kaldir réttir, smurt brauð, kaffi og kökur, öl, gosdrykkir, tóbak o.s.frv. (Fréttatilky nning). Enn um sjónvnrpsmól Vestmnnnaeyingn VEGNA ummæla hér í blaðinu um sjónvarpsmái Vestmanna- eyinga hefur Mbl. lengið eftir- farandi unplýsingar hjá tækni- fróðum mönnum: „Það er ekki rétt, sem segir í fyrirspurn „Krumma" í dálk- um Velvakanda í gær, að sjón- varpssenditækin í Vestmannaey. séu „nákvæmlega eins og sjá Kvennaþingi lokið ÞINGI Alþjóðasamtaka háskóla- kvenna, sem staðið hefur yfir síðan 11. þ. m., lauk í gær. Að þingstörfum loknum kvaddi sér hljóðs fyrsti varaforseti sam- takanna, próf. E. P. Steyn Parvé. Sagði hún m. a., að sér hefði í fyrstu þótt fráleitt að fara næst- um á Norðurpól til að halda þing, en nú færi hún á brott með það í huga að sig langaði til að koma aftur. Þá tók til máls forseti sam- takanna, frú A. K. Hottel, og sagði þingi slitið. í gærkvöldi sat þingheimur boð menntamálaráð- herra. Á þinginu var m. a. ákveðið að veita félagi háskólakvénna í Súdan aðild að samtökunum. Þá var samþykkt að veita háskóla- menntuðum flóttakonum í Evr- ópu áframhaldandi styrki úr hjálparsjóði samtakanna og auka fjárhagslega aðstoð við kven,- stúdenta í Hong Kong. Ákveðið var að fela félögum háskóla- kvenna í hinum ýmsu löndum að glæða áhuga ungra kvenna á verkfræði-, búfræði- og tækni- fræðinámi og vekja athygli í þvL kennslukvenna á möguleikum til styrkja til að kynna sér skóla- stjórn. Þá var samþykkt, að fara þess á leit við félög háskóla- kvenna að þau biðji ríkisstjórnir landa sinna að skipa mennta- konur í stjórnarnefndir á alþjóða vettvangi og tilnefna konur í hin- ar ýmsu deildir Sameinuðu þjóð- anna. Að lokum var ákveðið að aðalumræðuefni á ráðstefnunni, sem fram fer í Karlsruhe, Þýzka- landi árið 1968 yrði mannréttindi og ábyrgð einstaklingsins í þjóð- félaginu. Erlendu háskólakonurnar voru hinar ánægðustu með fundinn og létu vel af fundarstað. í dag halda þær í fimm daga férðalög um Norðurland og þriggja daga ferð um Snæfellsnes, ásamt tó- lenzkum háskólakohum. Þá fara nokkrar þeirra upp á eigin spýt- ur í ferðalag að Gullfossi, Geysi og Skálholti. Næsta þing Aliþjóðasamtaka háskólakvenna verður haldið í Indlandi í sepember á komandi ári ög óskað eftir að sém flestar íslenzkar háskólakonur taki þátt má á flestum fjölbýlishúsum hér í Reykjavík“. Þeir magnar- ar, sem hér eru notaðir á nokkr- um stöðum í fjölbýlishúsum dreifa sjónvarpinu í lokuðu kerfi, sem aðrir geta ekki notað, og um takrnarkað svið, en end- urvarpa því ekki út. í Vestmanna eyjum eru tækin hinsvegar not- uð til þesi að varpa sjónvarps- myndum út í loftið, þannig að hver sem er getur tekið þær á tæki sín. Þetta er því beint end- urvarp og tækin, sem notuð eru í Vestmannaeyjum, mastur og magnarar, eru endurvarpsstöð. Rekstur slíkra stöðva er óheimill að lögum á veg ii ai narra en Ríkisútvarpsins. Það er einnig nauðsynlegl að setja skorður við starfi slíkra endurvarpsstöðva af því að þær geta truflað aðra starfsemi. Vestmannaeyingar hafa ekkert leyfi til þessarar starfsemi. Sjónvarpsstarfsemi þeirra er rekin í algeru heimi'd- arleysi og er brot á lög- um og alls ekki sambærilag við þá innanhússmagnara, sem „Krummi“ vill bera hana saman við. TíJdlr af — en heilir á húfi Genf, 16. ágúst. NTB. • Tveir franskir fjallgönru- menn, sem taldir voru af eru nú komnir fram heilir á húfi. Óttast var, að elding hefði orð ið mönnunum að bana, en í Ijós kom, að þeir höfðu aðeins misst meðvitund nokkra stund en rankað við sér aftur og voru ómeiddir. Félagi þeirra, káþólsk- ur prestur, varð hins vegar eid- ingunni að bráð. Óveður mil ið hefur geisað í frönsku og svi s- nesku ölpunum að undanföi nu og valdið mörgum fjallgöngu- mönnum erfiðleikum. Til athugunar VEGNA þess hve margir menn allstaðar frá leitast við að ná sambandi við mig, með bréfa- skriftum, símtölum og heim- sóknum, Ivsi ég því hér með yfir, að ég hefi ákveðið að hætta viðleitni minrii, þeirri sem ég hefi kosið að nefna „hjálp í við- lögum“. Þar, sém verið getur, að lof- orð mín um svör og sambönd í einstaka t.ilfellum hafi ekki verið efnd. vegna anna og gleymsku, yrði ég þakklátur, værí ég minntur á. helst skrif- lega. Slíkar misfellur eru skilj- anlegar, í Öllum bókum felast prentvillur Þegar árm færast yfir, hætta menn fyrst þeim störfum, sem vandasömust eru og mest lífs- afl þarf til að leysa. Starfsdagur minn er þegar liðinn. Með þessari yfirlýsingu, gjöri ég mitt tíl þess að spara fólki ómök og fyrirhafnir, sem engan árangur myndu bera og bæta úr vanefndum, ef einhverjar eru. — Akureyri 20. júlí 1966. Ólafur l'ryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.