Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 17. ágúst 1968 MORCU N B LAÐIÐ 23 Sukarno Indúnesíuforsefi: „Vill fremur tala við þjóðina en þingið...“ — Segist hafa öll völd í sínum höndum Kannar djúpin Nýlega er kominn helm frá Bandaríkjunum Haraldur Ólafsson, kafari. Lauk hann prófi í almennri köfun frá „Xhe Coastal School of Deep Sea Diving“ í Óakland, Kali- forniu, og iekur nú að sér alla almenna köfun. Hefur hann sérþekkingu í neðan- sjávarsprengingum og rafsuðu Hann vinnur hjá Vitamála- stjórn. Myndin er af Haraldi, lítt þekkjanlegum í kafara- búningi sínum. Sýrland Framhald af bls. 1 halda áfrr.m yfirgangi, því að ísraelsmenn væTu staðráðnir í að svara hverri árás þeirra. Ráðuneyticíundinn sat Rabin yfirmaður hersins. Áður hafði Levi Eshkol, for- sætisráðherra,_ rætt við Odd Bull, yfirmann herráðs gæzlu- sveita S.Þ. og gert honum grein fyrir afstöðu ísraelsmanna til átakanna. Lýsti Eskhol algerri sök á hendur Sýrlendingum og sagði þá hvað eftir annað hafa rofið gildandi vopnahléssamn- ing landanna. Að fundum þessum loknum sendi Eshkol harðorð mótmæli til Öryggisváðs Sameinuðu Þjóð- anna — einkum var því mót- mælt, að Sýrlenzka útvarpið hefði birt tilkynningu, þar sem sagði að héðan í frá yrði fylgt sóknarstefnu í stað varnar- stefnu. Af hálfu Sýrlendinga segir hinsvegar, að þeir muni ekki lengur snúa sér til Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóða- samtaka með kvartanir vegna yfirgangs ísraelsmanna, heldur svara umyrðalaust hverri árás ísraelsmanna, hvað svo sem það kosti. Damaskus útvarpið segir, að sökum þessara síðustu at- burða, mnni Sýrlandsstjórn taka upp sóknarstefnu í stað þess að láta sér nægja að Verjast eingöngu. Telur ísra- elsstjórn þetta beina hótun um áframhaldandi árásarað- gerðir. TJpplýsingar ísraelsmanna og Sýrlendinga um það sem gerðist á Génesarevatni í gær eru mjög svo andstæðar og ekki gott að henda reiður á þróun málsins. ísraelsstjórn staðhæfir, að tvær sýrlenzkar flugvélar hafi verið skotnar niður, en Sýrlenzka stjórnin staðhæfir, að 11 varð- bátum ísraels hafi verið sökkt og 50—100 manns hafi farizt. Fékk uppreisn æru. Moskvu, 15. ágúst (NTB). — Sovézki hershöfðinginn Jona Jakir, sem tekinn var af lífi í „hreinsunum,, Stalíns árið 1937, hefur nú fengið upp- reisn æru. Jakir hershöfðingi hefði orðið sjötugur í dag, og er þess minnzt í Moskvublað- inu Pravda. Þar er Jakir sagð- ur hafa verið „innblásinn bolsjevikki og framúrskarandi herleiðtogi“. En fyrir 29 árum var Jakir tekinn af lífi ásamt sjö hershöfðingjum öðrum, án dóms, fyrir „njósnir og land- ráð“. Djakarta, 16. ágúst. NTB-AP. Súkarno, forseti Indónesíu, sagði í ræðu, er hann hélt á þingi í dag, að hann hefði ennþá öll völd í landinu, og talaði um nýskipaða stjóm landsins sem „aðstoðarmenn" sína, har á meðal Suharto hershöfðingja, sem tal- inn er hafa öll tögl og hagldir í landinu. Súkarno ræddi ekki friðar- samninginn, sem gerður var í síðustu viku milli Malaysiu og Indónesiu, en kvaðst mundu ræða Malaysiu-málið á miðviku- daginn, þjóðhátíðardag Indó- nesíu, í stjörnmálayfirlýsingu, er I hann þá gæfi. Til stóð, að forset- inn gerði í ræðu sinni á þinginu grein fyrir því, hvers vegna kommúnistar fengu svo sterk ítök í stjórn landsins, áður en til byltingar kom s.l. haust. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa haft tima til að ganga frá stjórnmála yfirlýsingu, enda óskaði hann etfir að gera þjóðinni allri grein fyrir stefnu sinni, ekki þinginu einu. Gagnrýndi hann þingmenn harðlega og sagði að þeir skildu sig alls ekki, né þá lýðræðishug- mynd, sem staðið hefði að baki stjórnarskránni frá 1945. Meðal Sukarno talaði, voru brynvarðar bifreiðar og vopnað- ir hermenn á verði við þinghúsið. Skömmu síðar las Suharto hers höfðingi, upp stjórnmálayfirlýs- ingu í 20 liðum. Sagði hann þar meðal annars, að hlutleysisstefna Indónesíu í utanríkismálum væri óbreytt. Hann kvaðst vona að friðarsamningurinn við Malay síu skapaði pólitískt jafnvægi í Suð-austur Asíu, en lét þó að því liggja, að það væri ekki alls kostar fullnægjandi. Indónesía, sagði hann, að mundi taka upp öfluga samvinnu við önnur lönd Suð-austur-Asíu, enda væri slík samvinna sterkasta vopnið í bar áttunni gegn heimsvaldastefnu og nýlendustefnu. Indónesískir stúdentar hafa gagnrýnt nýju stjórnina í Indó' nesíu og segja, að ítök hersins séu þar of mikil. Eru 12 herfor- ingjar í stjórninni af 29 mönn- um, er hana skipa. Þá saka stúd entar stjórnarvöldin um tvískinn ung í stefnumálum. í tilefni þjóðhátíðardagsins á miðvikudag, — en þá eru liðin 21 ár frá því Indónesía hlaut sjálfstæði — verður dregið úr refsingum u.þ.b. 50.000 fanga, að því er yfirmaður fangelsismála landsins, Bahrudin Surjobroto. upplýsti í dag. Verður fangavist stytt um 12 mánuði, sem verður til þess, að fjögur Iþúsund manns verða látnir lausir. Þing Indónesíu hefur sam- þykkt einróma, að Indónesía sæki á ný um aðild að Samein- uðu þjóðunum og taki virkan iþátt í starfsemi samtakanna. Arabiskur þotuflug- maður lendir í Israel Tel Aviv, 16. ágúst — NTB HÖFUÐSMAÐUB úr flugher íraks lenti í dag, að eigin ósk, herþotu sinni af gerðinni „MIG- 21“ á flugvelli í ísrael, að því er fregnir frá ísrael herma. Var hann samstundis færður til yfir- heyrslu og er sagt af hálfu Israelsmanna, að hann hafi ósk- að eftir landsvist. Talsmaður stjórnar fraks segir, að hér sé um að ræða staðleysu — óhugs- andi sé, að írakskur flugmaður hafi gert slíkt — enda ekki vit- að til þess, að neinn herflugmað ur hafi horfið. Að sögn Israelsmanna varð vart við þotuna rétt eftir að hún kom inn yfir ísraelskt land- svæði hjá Jórdaníu landmærun- um. Voru herþotur fsraels af gerðinni „Mirage" þegar sendar á loft og vísuðu þotunni frá, en flugmaðurinn gaf þá merki um, að hann óskaði að lenda. Var þotunni þá beint að herflugvelli, þar sem hún lenti um áttaleytið í morgun. Fyrir hálfu þriðja ári kom égypskur þotuflugmaður til ísra els á tékkneskri æfingavél af gerðinni YAK-2 — og óskaði landvistar. Ekki eru þess önnur dæmi, að Arabar leiti á flug- vélum yfir til erkióvinanna, ísraelsmanna. stóð, þrívegis „nei“ og einu sinni „já“. Ýtarleg leit var gerð á ýmsum stöðum í London í nótt, meðal annars í veitingastofum og klúbb um í og umhverfis London. Á öllum flughöfnum og höfnum í landinu var eftirlit hert til þess að hindra að hinir eftirlýstu kæmust burt úr landi. Lögreglan í London viður- kennir að hafa notið aðstoðar ýmissa aðila úr undirheimum stórborgarinnar vegna máls þessa. Hafi morðið á lögreglu- mönnunum gengið fram af öll- um borgarbúum, jafnt hinum harðskeyttustu sem hinum heið- virðustu. Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar fjölskyldum lögreglu mannanna og hafa peningagjafir streymt í hann í dag. Hafði síð- degis safnazt um 1000 sterlings- pund og að því er lögreglan segir, höfðu tvær telpur fimm og sex ára keypt blóm fyrir sparifé sitt, til að leggja á leiði lögreglumannanna. — A eigin Framhald af bls. 1 í gúmmibát sinn. Maðurfan var á reki í gúmmíbátnum úti fyrir hafnarmynninu í Brest, er hafnsögumenn urðu hans varir og færðu i hend- ur lögreglunni. Maður þess heitir Jósep Papp og er búsettur í Montra al. Lögreglan sneri sér þegar til sendiráðs Kanada í París en starfsliðið þar kvaðst eng ar upplýsingar geta gefið um manninn eða bát hans. Er sent var skeyti til Montreal barst það svar, að eiginkona Papps hefði tjáð blaðamönn- um að hann hefði horfið í sl. viku eftir að hafa haft við orð að hann ætlaði yfir At- lantshafið til Bretlands á eig- in kafbáti. Fjölskylduvinur kveðst hafa séð teikningar að báti Papps, og segir að hann hafi verið níu metra langur. Hafði báturinn legið við akk eri við Sorel, utn 65 km frá Montreal 10. ágúst s.l., er Papp fór að heiman. Banda- rískir kjarnorkuknúnir kaf- bátar geta farið yfir Atlants- hafið á tæpum þremur dög- um. — Dauðadómur Framhald af bls. 1. inovitsj hlutu hina þyngstu fangelsisrefsingu. Rabinovitsj hefur verið þekkt- ur í Moskvu sem „milljónamær- ingurinn í Arbatstræti". Hann er sagður hafa notað sér aðstöðu sína sem tæknilegur yfirmaður allmargra vefnaðarvöruverk- smiðja til kerfisbundins þjófn- aðar á vefnaðarvarningi ýmiss konar og tilbúnum fatnaði. Vör- urnar voru síðan seldar víðsveg ar um landið. Sagt er, að Rab- inovitsj hafi tekizt að halda þessari starfsemi uppi í meira en áratug. Hafði komizt upp um viðskipti, sem námu um 370 000 rúblum en talið er, að þau hafi alls numið miklu hærri fjárhæð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Rabinovitsj hafði keypt gull og önnur iverðmæti fyrir það fé, er honum áskotnaðist og fjrrir nokkrum árum hafði hann keypt ríkistryggð skuldabréf fyrir rúmlega milljón rúblur. —- Danir Framhald af bls. 1 aðilar að bandalaginu — jafn- vel án þess að Bretar fái aðild að því. Anders Andersen, forseti land búnaðarráðsins, og aðrir forystu- menn í dönskum landbúnaði ræddu í dag við fulltrúa utan- ríkisráðuneytisins, danska sendi- herra og aðálræðismenn. Var fundurinn upphaf ýtarlegra við ræðna um stöðu Danmerkur gagnvart Efnahagsbandalaginu Fiskiskipi hvolfdi — 13 fórust — 20 saknað Agadir, 16. ágúst NTB. Að minnsta kosti 13 manns drukknuðu er fiskiskip fórst á Agadir flóa við Marokko. 20 var enn saknað er síðast fréttist. Skipið var á skemmtisiglingu með um fimmtíu manns um borð er því hvolfdi nokkur hundruð metrum frá bryggju. Flestir far- þeganna voru konur og börn og er talið að skipinu hafi hvolft við, að flestir farþeganna hlupu út að öðrum borðstokknum. Óttast er að flestir þeir, sem saknað er hafi borizt með straumi til hafs og drukknað. — Lýst eftir Framhald af bls. 1 Maurice, þrítugUr að aldri og John Duddy, 37 ára, báðir af- brotamenn, sem struku úr fang- elsi fyrr á þessu ári. Talið er víst, að þeir séu vopnaðir og hefur lögreglan varað fólk við að koma nærri þeim, en skorað á þá, er kynnu að geta veitt upp lýsingar um þá, að koma þeim á framfæri við Scotland Yord. John Edward Whitney, 36 ára að aldri hefur verið ákærður fyrir morð lögreglumannanna þriggja. Hann var leiddur fyrir rétt í dag, þar sem honum var lesin ákæran óg síðan var hann úrskurðaður í sjö daga gæzlu- varðhald. Gekk þetta fljótt fyrir sig — athöfnin öll tók aðeins tvær mínútur. Mikill öryggis- viðbúnaður var viðhafður og var Whitney allan tímann hlekkjað- ur við varðmann. Whitney sagði aðéins fjögur orð meðan á þessu Decoratör Tek að mér gluggaútstillingar, búðar- skreytingar, skiltaskrift og fleira. Upplýsingar í síma 35153 kl. 9—12 f.h. Blaðburðarfólk Röskir krakkar, eða fullorðið fólk óskast strax til blaðberastarfa í hús við Hveifisgötn 4-62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.