Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ ' Miðvikudagur 17. ágúst 1966 T FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER Nasirnar á henni titruðu eins og á kynbótahryssu, sem sér fol ann nálgast. Ég bjóst við því á hverri stundu, að hún færi að krafsa í jörðina. — í>ú veizt, sagði ég, — að Giuseppe Fossi og konan hans hafa verið boðin. Ef hann nú skyldi sjá okkur? Gíetur það ekki sett þessa indælu vináttu ykkar út um þúfur? Hún hló og yppti öxlum. — Hann verður að taka það sem sagði hún. — Auk þess er hann svo uppblásinn af monti að hann tekur áreiðanlega ekki eftir okk ur. Jæja, eigum við þá að fara? Klukkan var ekki nema kortér yfir sjö. Giuseppe Fossi hafði eitthvað verið að minnast á það í bókasafninu að samkvæm ið ætti að vera komið saman kortér yfir átta. Og þetta sagði ég henni. Ég veit það, sagði hún. En ég sting uppá að við borðum snemma, og svo þegar sam- kvæmi Donatis hittist í forsaln- um til þess að fá sér glas á undan matnum, þá læðumst við út úr borðsalnum og sláumst í hópinn. l>á tekur enginn eftir því, að við séum ekki boðin fyrr en seinna þegar fólkið geng ur til borðs. Ég hafði áður haft það hlut- verk að beita svona smábrögðum til að geðjast ferðamönnum mínum. Þá var kvöldinu bjargað hjá þeim, ef þeir gátu komizt eitthvað í námunda við fræga kvikmyndastjörnu eða stjórn- málamann og geta ímyndað, sér þótt ekki væri nema skamma stund að þeir tilheyrðu annarri þjóðfélagsstétt og hærri. — Eins og þú vilt, sagði ég við lagskonu mína. Eina skil- yrðið af minni hálfu er það, að við eltum ekki hópinn inn í borðsalinn, til þess að láta reka okkur út sem aðskotadýr og boð flennur. — Ég skal vera skikkanleg lofaði hún. En það er aldrei að vita. Tala gestanna kynni að koma heim og ef einhver sæti yrðu afgangs, mundi ég taka þau án þess að blikna. Ég efaðist nú um að sam- kvæmi Aldos væri svo illa skipu lagt, en gerði samt engar til- raunir til að skvetta köldu vatni á vonir hennar. Við gengum út á götuna og samkvæmt beiðni hennar settist ég við stýrið á ■ bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan. Við þutum niður eftir götunni framhjá Cyprianusar- kirkjunni og upp brekkuna á- leiðis til Carlo hertogatorgs og stönzuðum fyrir framan hið glæsilega Hotel Panorama. Við komum of snemma til að sjá fólkið úr borginni, sem yrði þama til að glápa, en koma okk ar fór samt ekki framhjá öllum. Dyravörður í einkenningsbún- ingi kom þjótandi til að opna fyrir okkur bílinn. Annar engu óglæsilegri var við hverfuhurð- ina. Ég hugsaði með meðaumkun til hans Longhi kunningja míns í gamla hertogahótelinu. Forsalurinn var stór, með hellu gólfi og súlum, og allt í kring voru appelsínutré í bölum og drjúpandi gosbrunnar. Gluggar lengst burtu, vissu út að garð- inum, þar sem fólk sat stundum og jafnvel borðaði, ef veður var gott. Hótelið, sem var nú á öðru félagi og Elia, deildarforseti V og félagi Elia, deildarforseti V og H-deildarinnar var sagður vera hluthafi. Það kom mér ekki á óvart. — Hugsaðu ekkert um kostnað hvert co CD 3 tér faríð/h ivenær sem þér farið hverr iig sem iþérferöií jf ALMENNAR /®\P0STH0SSTRÍII9 H TRYGGINGAR " SÍM117700 fnrXoolifOofmrrfninrfl TorOdSiySdiryyyiny inn, sagði Carla Easpa. Ég er múruð, ef á þarf að halda. En prísamir hér eru alveg voða- legir. Þetta er auðvitað miðað við ameríska og þýzka ferða- menn. Engir aðrir hafa efni á því, nema þá Milanomenn. Við gengum gegn um veitinga salinn sem nú var næstum tóm- ur. Heljarstórt borð sem komið var fyrir í miðjum sal, minnti mig á samskonar skipulag hjá sjálfum mér, þegar ég var með ferðamenn. Það vantaði aðeins' fánana. Yfirþjónninn, með ein- hverja þræla sína í för með sér, leiddi okkur buktandi að borði □---------------□ 43 □---------------□ sem Carla Raspa var búin að panta fyrirfram og rétti okkur matseðla, sem voru á stærð við dagblað. Ég athugaði minn mat- seðil þegjandi og mér varð hugsað til buddunnar minnar. Carla Raspa lét sér hvergi bregða en pantaði fyrir okkur bæði, og réttirnir — áll og kross fiskur, gerði mig svefnlausan fyrir fram. Kannski var það líka tilgangur hennar. — Svona vildi ég alltaf geta lifað, sagði hún. — En það verð ur nú ekki meðan ég er bara fyrirlesari hérna við háskólann. Ég spurði hana, hvað hún vildi þá heldur. Hún yppti öxl- um. — Ná í einhvern ríkan mann einhvers staðar, — helzt ein- hvern, sem ætti konu heima hjá sér. Ókvæntir menn eru fljótari að þreyta mann, þeir hafa úr svo miklu að velja. — Þú finnur engan slíkan í Ruffano. — Ég veit ekki. Eg lifi í von- inni. Elia prófessor á konu, sem hreyfir sig aldrei frá Ancona. Hún verður ekki hér í kvöld. — Ég hélt, að allt þetta tilstand þitt væri til að vekja eftirtekt á þér hjá Donari? sagði ég og leit á kjólinn hennar. — Ég hef nú ekkert á móti því að ná í þá báða. — En Don- ati er sleipari í hendi. Hinsvegar er mér sagt, að Elia sé lystar- meiri. Þessi hreinskilni hennar gekk fram af mér, og ég fann mig öruggari eftir. Tveggja manna borðið i litla eldhúsinu hennar og svefnsófinn var ekki mér ætlað. — Auðvitað, hélt hún áfram, — ef einhver busi kæmi og beiddi mín, þá mundi ég taka honum. En hann yrði að eiga nóg inni í bankanum. Ég skildi sneiðina og andvarpaði. Hún klappaði á höndina á mér. — En til að vera úti með, geturðu verið fullgóður, og enginn betri. Ef ég næði í minn fisk og þú yrði kyrr í Ruffano, gætirðu setið að krásunum með mér. Ég lét í ljós þakklæti mitt. Við hresstmnst bæði dálítið af einni fösku af Verdicchio, sem við notuðum til að renna álnum niður með. Ég fann, að ég brosti alveg að ástæðulausu. Veggirn- ir í Panorama fjarlægðust. Yfir þjónninn hætti að vera sleikju- legur, og hélt áfram að horfa fram í forsalinn með öllum súl- unum í. — Ertu orðinn saddur? sagði Carla Raspa. — Þá ættum við heldur að færa okkur fram — fólkið er víst farið að koma. Ég heyri það á hávaðanum frammi. Biddu um reikninginn. Reikninguiínn var tilbúinn, samanbrotinn á diski. Við höfð- um ekki borðað nema þennan eina rétt, en af verðinu gat ég glöggt séð, að ekki mundi van- þörf á bankainneigninni, sem hún var að tala um. Ég tók upp veskið, en samferðakona mín rétti mér viðbót undir borðið. Drembilátur eins og einhver guð, sem hefur étið sig saddan áður en hinir ómerkari dauð- legu komu á vettvang, borg- aði ég og leiddi svo samferða- konu mína út úr veitingasaln- um. Við komum fram í forsal- inn, og sáum, að hann var þeg- ar tekinn að fyllast af boðsgest- unum. Þjónar voru á ferð og flugi með glasabakka og buðu gestunum. Eins og Giuseppe hafði varað mig við, voru karl- mennirnir smókingklæddir, en konurnar í kvöldkjólum af öllu hugsanlegu tagi. Og hárgreiðslu- konurnar í Ruffano höfðu ber- sýnilega staðið í yfirvinnu. Carla Raspa greip, alls ófeim- in, glas af bakkanum hjá ein- um þjóninum. Ég fór að dæmi hennar. — Þarna er hann, sagði söku- nautur minn. — Hann er næst- um ennþá glæsilegri í smóking. Alveg gæti ég etið hann. Aldo stóð og sneri að okkur baki, en þrátt fyrir skvaldrið BAHCO Vörugæðin segja til sín. Umboðsmtiin: Þórður Sveinsson & Co. h.f. Reykjavík. BAHCO-verksmiðjurnar búa til skiftilykía, rörtengur skrúfjárn, rörtengur, hnífa, skæri, sporjárn og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.