Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1960 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. ' Aðalsfræti ð. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakiff. MIKLAR FRAM- KVÆMDIR í VEGA- GERÐ FRAMUNDAN llf'eð aukinni bifreiðaeign landsmanna hefur þörfin fyrir varanlega vegagerð, sér staklega í mesta þéttbýlinu, orðið mjög knýjandi. Fyrstu skrefin í þá átt hafa þegar verið stigm með lagningu hinnar glæsilegu Reykjanes- brautar, sem nú er lokið og hefur bætt stórlega samgöng- ur við Suðurnes, jafnframt því sem viðhaldskostnaður bifreiða, sem ekið er þessa leið, hefur vafalaust minnkað til muna. Með vegalögunum hefur ríkisstjórnin lagt grundvöll að bættum vinnubrögðum í vegagerð. Vegirnir hafa batn- að og stórátak í varanlegri vegagerð er á næsta leiti. A síðasta ári valdatímabils Framsóknarmanna var 80 millj. kr. varið til vegagerðar, en á árinu 1965 fóru 400 millj. króna til vegaframkvæmda, og svipaðri upphæð mun verða varið til þeirra á þessu ári. Vegagerðarkostn- aður hefur hinsvegar hækk- um 90 af hundraði og er því ljóst að veruleg aukning hef- ur orðið á fjárframlögum dk vegaframkvæmda frá því sem var í stjórnartíð Framsóknar- manna. Það situr því sízt á þeim að ásaka núverandi ríkisstjórn um slælega fram- göngu í vegamálum, og ennþá fráleitara er að eigna Jóhanni Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, algjörlega ó- sönn ummæli um vegamál. Næstu framkvæmdir á sviði varanlegrar vegagerðar verða vafalaust Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur, en knýjandi nauðsyn er að koma* varanlegu slitlagi á þessa vegi, sem mjög erfitt er orðið að halda við á sómasamlegan hátt, en um- ferð um þá hefur aukizt gíf- urlega. Þessi mál eru nú öll í athugun hjá ríkisstjórninni, og er þess að vænta, að já- kvæð niðurstaða fáist hið fyrsta. Varanleg gatna- og vegagerð hefur tekið miklum framförum hér á landi síð- ustu árin, og ber gatnagerðin í Reykjavík og lagning Reykjanesbrautar því glöggt vitni. Við höfum tileinkað okkur þá fullkomnu tækni sem þarf til varanlegrar vega gerðar og því ekkert að van búnaði af þeim sökum að hefjast handa um varanlega vegagerð úti um land. Ríkis- stjórnin hefur tekið á vega- málunum af festu og fram- sýni og svo mun einnig verða í framtíðinni. OPINBERAR BYGGINGAR Á vegum opinberra aðila, ■^ ríkis- og sveitarfélaga, og annarra hálfopinberra aðila, standa nú yfir, sem jafnan áður, verulegar byggingar- framkvæmdir við skóla, sjúkrahús, barnaheimili og byggingar fyrir aðrar opin- berar stofnanir. Margar þeirra bygginga, sem upp hafa risið á undanförnum ár- um, bæði í höfuðborginni >g víðs vegar um land, eru hinar glæsilegustu og stolt þeirra sveitarfélaga, sem þær eru staðsettar í. Hinsvegar er ekki örgrannt um, að þeir, sem fyrir þess- um byggingarframkvæmdum hafa staðið, hafi e.t.v. misst sjónir af tilganginum með þeim. Oft er meira í slíkar byggingar borið en nauðsyn er á, og þótt ánægjulegt sé að eiga fallegar opinberar byggingar í landinu, eru svo mörg verkefni, sem að kalla hér á landi, og fjárskortur verulegur, að ástæðuiaust er að eyða meira fé til opinberra bygginga en brýnustu nauð- syn krefur. Þess vegna er ástæða til að beina því til allra þeirra, sem standa fyrir byggingarfram- kvæmdum hins opinbera, að fyllsta sparnaðar og hagsýni sé gætt í opinberum bygging- um. Þær ber fyrst og fremst að miða við þær þarfir sem þeim er ætlað að gegna, en tildur og íburður á þar ekki heima. Vafalaust er með auknu aðhaldi og meiri hag- sýni hægt að spara talsvert fé við opinberar byggingarfram- kvæmdir, og framkvæma þannig meira fyrir sama fiár- magn. „KOMINN INN l)R OG ER Ntí BÝSNA KULDANUM HEITT...“ Um mál Hans V. Tofte og bandarísku leyniþjónustunar Frá því var skýrt í frétt- um fyrir nokkru að starfs- menn bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, hefðu gert hús leit hjá einum af yfirmönn- um hennar og haft á brott með sér mikilvæg skjöl. Mál þetta hefur vakið mikla athygli og virðist, sem að baki því liggi valdaharátta innan leyniþjónustunnar og ágreiningur um skipulag henn ar. Yfirmaðurinn, sem hér um ræðir er danskrar ættar Hans V. Tofte að nafni, en banda- rískur borgari og hefur unnið hjá leyniþjónustunni hátt á annan áratug. Hann hefur upplýst, að skjöl þau, er tekin voru heima hjá honum, hafi verið heildaráætlun um endur skipulagningu CIA. Miði á- ætlun þessi að því, að banda ríska þingið fái meiru að ráða um skipan þjónustunnar en nú. Tofte segir, að skipan mála CIA sé nú með þeim hætti, að einræðishneigð og kaldrifjuð stjórn gæti sem bezt misnotað hana til þess að koma á lögregluríki í Bandaríkjunum. Tofte, sem er 55 ára að aldri, hefur verið vikið frá um stundarsakir meðan málið er ransakað. Hann skýrði fréttamanni Berlingske Tidende svo frá fyrir helg ina, að hann hefði árum saman unnið að áætlun um endurskipulagningu CIA. Kvaðst hann þeirrar skoðunar eins og margír bandariskir stjórnmálamenn, að skipulag CIÁ sé nú með þeim hætti, að leitt geti til ástands, er fengi flesta forvígismenn sjálf stæðis og lýðræðis í Banda- ríkjunum til að snúa sér við í gröfum sínum. Mál þetta komst í hámæli í lok síðasta mánaðar, er Tofte skýrði frá því, að nokkr ir ungir starfsmenn leyni- þjónustunnar hefðu tekið hjá honum fyrrgreind skjöl. Hefði honum verið tilkynnt, að ekki sæmdi að slík leyndarskjöl væru höfð á glámbekk, og hann sakaður um brot á öryggisrelum CIA. Þá til- kynnti Tofte jafnframt, að horfið hefðu, um leið og leyndarskj ölin, skartgripir að verðmæti um 100.000 krónur ísl. Tofte heldur því og fram, að algengt sé, að yfirmenn CIA taki heim með sér skjöl yfir mál, er þeir vinni að utan venjulegs vinnutíma. Mál þetta vakti þegar geysimikla athygli og hefur ekki verið um annað meira talað í Washington. Brátt fór að kvisast að ekki væru öll kurl komin til grafar, hér væri um að ræða vísi að stór máli. Tofte lét sjálfur frá upphafi að því liggja, að svo væri en sagði ekkert opin- berlega fyrr en á föstudag. Af hálfu CIA var skipuð nefnd til að kanna málið og var skorað á Tofte að sýna samstarfsvilja og hjálp til að upplýsa það. Var það talin vísbending þess, að yfirmenn CIA vildu um fram allt reyna að halda málinu „innan veggja fjölskyldunnar“, ef svo mætti að orði komast. Hans V. Tofte var hinsvegar ekki á því, hann kvaðst áður hafa látið hjá líða að gagn- rýna CIA opinberlega fyrir ýmis störf hennar og haldið gagnrýni sinni innan marka stofnunarinnar, en nú væri nóg komið. Á mánudag skrifaði hann samhljóða bréf til tveggja öldungadeildar- þingmanna, sem fjalla um málefni CIA, þeirra Eugen McCarthy frá flokki republi kana og Bourke Hickenlooper frá demókrötum. Skýrði hann þar mál sitt í smáatriðum og skoraði á þá að gangast fyrir breytingum á skipan CIA. Við fréttamann Berlingske Tidende sagði Tofte, að vildu menn skilja aðstöðu hans skildu þeir lesa bókina „Leyni stjórnin", og það vandlega: CIA gerði allt, sem í hennar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir útgáfu þeirrar bókar. Allt var gert til þess að kasta rýrð á höfundana, grafa undan þjóðfélagsað- stöðu þeirra og eyðileggja persónulegt líf þeirra. CIA tókst þó ekki að „kæfa“ bók ina. En sú er skoðun mín, að þan dag, er þingið hættir að henda reiður á leyniað- gerðum þjónustunnar-aðgerð um, sem hún getur fram- kvæmt í skjóli opinberrar stö ðu sinnar, upphefst lögreglu- ríki í Bandaríkjunum. Leyni þjónustuna er hægt að mis- nota hræðilega, — segjum að í Hvíta húsið setjist kald- rifjaðir menn með sterka ein ræðishneigð. Og meðan yfir- stjórn leyniþjónustunnar er í höndum atvinnumanna í greininni, getur komið til slíks ástands, að forvígsmenn sjálfstæðis og lýðræðis í Bandaríkjunum snúi sér við í gröfum sínum“. Berlingske Tidende bendir á, að fyrir skijmmu hafi Willi am Fulbright, öldungadeildar þingmaður demókrata á ný hafið baráttu fyrir því, að þingið fái sterkari tök á leyni þjónustunni. Tofte segir, að áætlun Fulbrigt sé góð svo langt sem hún nær — en ekki nálægt því nógu víðtæk „Ég veit, hvað ég er að segja — og yfirmenn CIA vita, að ég veit það“ segir Tofte. Hann staðhæfir við Ber- lingske Tidende, að skjölin sem tekin voru heima hjá honum hafi verið áætlanir hans um breytíngu á CIA, er hann hafði unnið að í frí- stundum sínum árum saman. Sé þar lögð á ráðin um það, hvernig CIA getur unnið hag kvæmar og án hörmulega mistaka, er verði oft sam- fara starfi hennar. Tofte ræðir sérstaklega um innrásina á Svínaflóa í upp- hafi valdaferils Johns F. Kennedys og fordæmir, að ekki skyldu gerðar breytingar á starfsliði CIA eftir þau mis tök. „Sömu menn, sem ráð- gerðu og framkvæmdu þá vitleysu sitja enn sem fastast í aðalstöðvum CIA í betri stöðum en áður. Ég öfunda þá ekki af þessum stöðum Mér virðist aðeins að aðrir menn ættu að skipa þær“. segir Tofte. Þá segir Tofte, að hann hafi sjálfur verið spurður að því í spaugi — á fundi með Kennedystjórninni í Hvita húsinu hvort hann vildi ekki taka að sér yfirstjórn CIA. Því hafði hann svarað, að það væri ekkert gamanmál". Ég hefði ekki aðeins hafnað slíku tilboði samstundis, held- ur og leyft mér að segja, að forseti Bandaríkjanna gæti tæpast gert meiri vitleysu en að skipa yfirmann CIA úr hópi starfsmanna stofnunar- innar, þ. e. atvinnumann í leyniþjónustu. Mér létti því mjög, er Kennedy skipaði John McCone eftirmann All ens Dulles. Fréttamaður Berlingske Ti- dende í Washington segir, að svo virðist sem deilur Tofte og CIA hafi hafizt um það leyti, er árásin var gerð á Kúbu. Tofte kveðst hafa verið meðal þeirra, er mæltu gegn árásinni og þá hafi verið reynt að svæla hann frá starfi Ekki hafði það tekizt, en þó hafði hann skipt um starf þar, verið flutur yfir í þj álfunardeild CIA, þar sem honum gafst betri tími en til þess að kynna sér skipan stofnunarinnar. Þá hefði hann byrjað á breytingaráætlun sinni„enginn einn maður get ur unnið slíkt starf til hlítar, segir Tofte, en þó lagt sinn skerf til þess — og það gerði ég á kvöldin, um helgar og í frístundum mínum öðrum“. Þessar áætlanir fundust á heimili hans, svo og ýmis mikilvæg skjöl varðandi ' Svínaflóaárásina, Domini- kanska lýðveldið, Vietnam og fleiri mál. Tofte kveðst viss um, að ráðamenn CIA hafi vitað að hann vann að þessari breyt- ingaráætlun og húsrannsóknin hjá honum hafi verið vand- lega undirbúin. Kveðst hann hafa verið svo heppinn, að ásamt skjölunum hafi horfið dýrmætir skartgripir, e.t.v. í skjóli þess að málið yrði aldrei uppvíst, — og því hafi hann ákveðið að gera það, sem enginn hafi búizt við, — að skýra frá málinu opin- berlega. Ekki kveðst Tofte vita hvern enda mál þetta fær. Hann, segir, að kona hans sé undir stöðugu eftirliti leyniþjónustunnar og hann geri sér full ljóst, að þau séu bæði í hættu stödd. Hann segir, að enn séu í sínum höndum dagbækur og minnis blöð frá síðustu árum, þar sem finna megi fjölmargar upplýsingar um ýmis við- kvæm mál CIA. „Ég er nú kominn inn úr kuldanum og segi ykkur satt að hér er býsna heitt“. Sagði Tofte. Fréttamaður Berlingske Ti- dende segir að mál Tofte veki feikna athygli í Washington. Framhald á bls. 14 >■#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.