Morgunblaðið - 17.08.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.1966, Síða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1966 Hjartanlega þakka ég öllum sern glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugs afmælinu mínu 6. ágúst síðastliðinn, en þó sérstaklega börnum, tengdabörnum og barnabörnum, frændíólki og vinum. Guð blessi ykkur öll. Guðný Helga Guðmundsdóttir Seyðisfirði. ^ Hugheilar þakkir til vina, vandamanna og félaga- samtaka sem auðsýndu mér vínsemd með gjöfum, blóm- um og heillaskeytum á sextugs afrnæli mínu. Lifið heil. Eyþór Stefánsson, Akurgerði Bessastaðahreppi. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim. sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 70 ára afmæli mínu, þann 9. águst s.l Árni Einarsson, Minniborg, Grímsnesi. Maðurinn minn og faðir okkar MATTHÍAS EYJÓLFSSON lézt að Hrafnistu 15. ágúst Vandamenn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma KRISTÍN OKTAVÍA ÞORSTEINSDÓTTIR Bergstaðastræti 31 A, sem lézt 12. ágúst s.l. verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 18. ágúst n.k. kl. 1.30. e.h. F.h. aðstandenda. Árni Sófússon. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma INGIBJÖRG G. I,. SIGURÐARDÓTTIR Sigluvogi 12, sem andaðist þann 12. þ.m að Vífilsstöðum verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. þ.m. kl. 3 e.h. Árni Sigurösson, Erla Sigurðardóttir, Sigfús Jónsson, Sigi'iður Zebitz, Gunnar Zebitz, Aldis Sigurðardóttir, Kristófer Gunnarsson, Alda Sigurðardóttir, Gylfi Guðmundsson, ^ og barnabörn. Hjartkær sonur okkar HILMAR ÞÓR MAGNIJSSON sem lézt 10. þ.m. verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 10,30. Guðlaug Bergþórsdóttir, Magnús Jónsson. Útför móður minnar og tengdamóður KATRÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju föstudagian 19. ágúst kl. 10,30 f.h. Blóm afbeðin. — Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Halldór Pétursson, Bergþóra Jónsdóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginmanns míns BJARNA LOFTSSONAR Kirkjubæ, Eyrarbakka. Guðrún Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför c-iginmanns míns HARALDAR FRÍMANNSSONAR Sturiína Þórarinsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar MARGRÉTAR BERGMANN MAGNÚSDÓTTUR Ennfremur viljum við færa öllu starfsfólki Kópavogs- hælis beztu þakkir fyrir alla umönr.un hennar. Sjstkini hinnar látnu. Guðmundur Benjumínsson - K veð ju Fæddur 19. ágúst 1900. Dáinn 11. ágúst 1966. KYNNI mín af Guðmundi Benja mínssyni klæðskerameistara hóf ust er ég fór að taka þátt í fé- lagsskap Klæðskerameistara- félags Reykjavíkur og urðu nán ari eftir því sem árin liðu og samstarfið óx. Störf Guðmundar innan félagsins voru margvís’eg, allt frá ýmsum nefndarstörfum til stjórnarstarfa, en af þeim mun hann lengst hafa gengt rit- arastörfum. Öll störf hans í félagsins þágu einkenndust af miklum áhuga og ósérnlífni. Það féll í mínn hlut að eiga með hon- um langt samstarf að innflutn- ings- og verðlagsmálum, einmitt á þeim árum, sem þau mál vcru hvað erfiðust viðureignar. Hér var um viðkvæm og vandasöm störf inn á við að ræða og ut á við oft takmarkaður skilnmgur þeirra, sem frá yfirvöldum voru til þess kjörnir að fara með þau mál. Kom þá berlega í ljós hví- líka alúð og vinnu Guðmundur lagði í það að fylgja fram þeim málstað, sem hann vann fyrir og taldi réttan. Var þá ekki eftir talin fyrirhöfn og erfiði, sem hann á sig lagði bæði í og utan vinnutíma og það engu síður þótt langt væri komið fram á kvöld. Á 25 ára afmæli Klæðskera- meistarafélags Reykjavíkur var stofnaður ekknasjóður félagsins. Strax í upphafi var Guðmundi falin formennska sjóðsins, sem hann síðan hafði á hendi alla tíð til dauðadags. Það var honum mikið áhugamál, að sjóðurinn gæti, sem fyrst orðið þess megn- ugur að gegna hlutverki sínu, það er að styrkja að nokkru þær ekkjur sjóðsmeðlima, sem við erfiðust kjór eiga að búa. Má vafalaust líta á það, sem þátt í lífi hans að verða þeim að liði, sem helzt þurfa þess með. í jafn fámennum félagsskap og Klæð- skerameistarafélagið er, gekk það að vísu seinna en æskilegt er og áhugi Guðmundar sagði til um, mætti sú ósk og von haos rætast þótt seinna verði. Fyrir allmörgum árum hætti Guðmundur að reka klæðskera- saumastofu og sneri sér að öðr- um störfum, sem hann vann að af sama áhuga og ósérhlífni eft ir því sem heilsa og kraftar frekast leyfðu. Fyrir nokkrum árum kenndi hann sjúkdóms — Utan úr heimi Framhald af bls. 12 Hann hafi verið bandarískur borgari frá 1943 og starfað í sextán ár hjá CIA. Þar hafi hann unnið sér virðingu og álit samstarfsmanna sinna. Hinsvegar sé einsdæmi að háttsettur starfsmaður CIA skori leyniþjónustuna á hólm opinberlega eins og hann hafi nú gert. Þá er komið fram, að Tofte hefur fyrr átt í brösum við ráðamenn leyniþjónustunnar, m.a. árið 1944 eftir meirihátt- ar hernaðarráðstafanir, er hann stjórnaði á Adriahafi til stuðnings andspyrnuhreyf- ingu Titos í Júgóslavíu. Segir Tofte, að þá hafi sér verið hótað herrétti, en þegar mál- ið upplýstist, hafi hann verið sæmdur heiðursmerki Banda ríkjahers. Þá átti hann f érfið leikum á áhrifadögum Mc Carthys m.a. í sambandi við mál Austur-Asíu félagsins, sem CIA taldi, að hylmaði yfir kommúnistum og leit við á, að Tofte váéri hrieigðúr til stuðnings við kommúnista. þess, sem svo skyndilega batt enda á líf hans. Þrátt fyrir það, að Guðmundur færi að starfa á öðrum vettvangi en við þá iðn, sem hann upphaflega lærði, átti fagið og félagsskapurinn í hon- um traustan og tryggan félags- mann, sem stöðugt fylgdist með í starfinu og sótti dyggilega fundi félagsins. Slíkt býst ég við að tilheyri algjörlega undantekn ingum. Fyrir þennan vakandi áhuga hans og fórnfúsu störf munu meðlimir Klæðskerameist aarfélagsins minnast hans með þakklæti um leið og ástvinunum eru færðar innilegar samúðar- kveðjur. v.f. Eíginkonur — Húsmæður Óskum eftir að ráða konur á aldrinum 25—45 ára til starfa við kynningu og sö!u á skemmtilegum vörum framleiddum af einum st.ærsta söluhring heimsins. Vinna hluta úr degi. kemur einnig til greina. Upplýsingar í síma 32792 ki. 5—7 í kvöld. Afgreiðslustulka rösk og og áreiðanleg, með góða framkoinu óskast í matvöruverzlun. Upplýsingar í síma 20843 eftir klutkan 7. Rafvirkja og lagtæka menn vana járnsmíða eða raf- virkjavinnu vantar til verksmiðjustarfa í Kópavogi, vesturbæ. — Upplýsingar í síma 4i619. Vantar íbúð fyrir fimm manna íjölskyldu frá i. okt. helzt á skólasvæði Melaskólans. Upplýsingar í síma 20065. Bátavél til sölu Ford diesel 86 ha, hentug við heytlásara. Einnig góð skrúfa við sömu vélastæið. SVAVAR GUNNÞÓRSSON Grtnivík. ÞÚ LIFIR EFTIR DAUÐANN f meira en heila öld hafa sálarrannsóknir hæfustu vísindamanna mannkynsins mætt kjánalegri and- stöðu hálfgeggjaðra trúarofsta-kisnanna og „al- viturra“ efnishyggjumanna. Þrátt fyrir þetta vita nú tugmilljónir manna um heim allan að tekist hefur að sanna svo ekki er um að villast, að mað- urinn lifir Hkamsdauðann. Samvizkusamir vísinda- menn, lausir við allan lærdómsbelging, hafa varið löngum tíma í rannsóknir á ölhim tegundum mið- ilsfyrirbæra og undantekningar'aust sannfærst um, að mannssálin lifir eftir dauðann. „MORGUNN“ tímarit Sálarrannsóknafélags ís- lands, kemur út tvisvar á ári og kostar aðeins kr. 50,— eintakið, fyrir áskrifendur, og greiðist eftir á. Sendið nafn og heimilisfang: „MORGUNN“, póst- hólf 433, Reykjávík. Hiisbyggjendur - Verktakar Tökum að okkur sprengingar í húsgrunnum og hol- ræsum í tíma- eða ákvæðisvinnú. Einnig allt múr- brot. — Upplýsingar i síma 33544

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.