Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 7
MiBvikudagur 17. Sgúst 1966 MORGU NBLAÐIÐ 7 VEL MÆLT f mannfagnaði, sem haldinn var í Skagafirði eitt sinn voru meðal gesta Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Stefán Vagnsson. Var þar glatt á hjalla og vel veitt. I>egar halda skyldi heimleiðis, bauð sýslumaður Stefáni að sitja í jeppa sínum, og þáði Stefán það, en lögregluþjónn var við stýrið. Á leiðinni kastar sýslumaðu.r fram þessum vísuhelming: Stefán einn höfðingi heitir, sá hatar ei vínin brennd. Stefán botnar: Og tekur sér túr fram um sveitir í tvöfaldri iögregluvernd. Fallegur skápur Hér birtist mynd af einum smíðisgripa Hallgríms Jóns- sonar, er fæddur var 2. des- ember 1717, hann fór til náms í Hólaskóla, og lærði einnig hjá séra Stefáni Ólafssyni á Höskuldsstöðum, síðar varð hann bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, hann var kvæntur og átti 14. börn. — Hallgrím- ur var vitsmuna maður mik- ill og smiður góður og einn kunnasti bíldhöggvari og málari landsins á 18. öld. — Hann var rómaður smiður og einnig skar hann út og skreytti litum marga ágæta smíðisgripi, sem sannarlega geta kallast hinar mestu gersemar. — Ofan á skáp þessum, sem hér er á mynd- inni er fjöl, sem Hallgrimur hefur skorið og málað. Ingibjörg Guðjónsdóttir, (Úr Þjóðminjasafni). eð hann hefði nærri því orðið klumsa, þegar hann kom út í morgunsárið í gær, og fann að eitthvað óvanalegt var að ger- ast. Og viti menn, ekki hafði hann farið langt, þegar hann hitti mann, sem sagði sínar farir slétt- ar, og er það orðið fátítt um menn á þessu landi allskyns fram fara og ævintýra. Storkurinn: Þú lítur út, eins og þér hafi verið gefin „dúsa“ manni minn? Maðurinn með sléttu farirnar: Annað hvort væri. Þeir eru bún- ir að taka það. Samþykkja það. Ég verð sjálfsagt heimsfrægur áður en lýkur. Storkur: Talaðu skýrar, mað- ur minn. Hverjir hafa tekið hvað og samþykkt? Maðurinn: Auðvitað þeir hjá •jónvarpinu. Ég sendi inh nýtt framhaldsleikrit um daginn: Orustan um Klifið, skrifað í Eonanza-stíl ofurlítið kryddað tilvitnunum i „The Untoucha- bles“, aðalleikendur Gamli bónd inn á bænum, Vilhjálmur, sem er mikill friðflytjandi, vill allra manna mál leysa, yngri bróðir hans, sem komist hafði til meiri mannvirðinga, og svo alls kyns Jnenn þeim handgengnir, og á móti eru Eyjaskeggjar, harðsvír- aðir, upptendraðir af sjálfstæðis- baráttu, og þegar á að láta sverfa til stáls, og ekki er beðið eftir öðru, en að lögmenn eyjaskeggja mæti við orustuna, svona til að sjá um að allt fari nú löglega fram, — skjóta eyjaskeggjar sam an, gefa þeim sumarfrí í kringum hnöttinn og máski lengra, — og á meðan er ekkert hægt að gera, orustunni er frestað, allt situr við sama, þar til lögmenn koma heim úr sumarfríi, og þá er mein ingin, að þeim sé einnig gefinn kostur á haustfríi. Svona getur þetta framhalds- leikrit mitt staðið til eilífðarnóns mér og sjónvarpinu til frægðar, og geri aðrir betur. En af þessu sérðu, storkur minn, að Eyja- skeggjar eru hinir klókustu menn, og ekki beint lambið við að eika, og að lokum, hvað vill meginlandið líka vera að skipta sér af fól'ki, sem stóðst sitt Tyrkjarán? Mér er nú svona um og ó að vera þér sammála, maður minn, sagði storkur en eitt er þó gott við þetta framhaldsleikrit þitt, og það er það, að máski getur það opnað augu margra fyrir fá- nýti þess að vera að setja sig að ósekju á háan hest, og allt er svo sem hégómi, eins og í Pré- dikaranum stendur. 50 ára er í dag Greipur Ketils- son, Austurvegi 33, Selfossi. Hann verður að heiman í dag. FRÉTTIR Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 í kvöld kl. 9. Allt fólk hjartanlega velkomið. Kristniboðssambandið: Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í Beta- niu. Allir velkomnir. Rangæingafélagið, minnir fé- lagsmenn á skemmtiferðina um Þjórsárdal og uppsveitir Árnes- sýslu nk. sunnudag. Kvenfélag Laugamessóknar minnir á saumafundinn miðviku daginn 17- ágúst kl. 8.30. Stjórn- in. Orðsending til konunnar, sem spurði eftir skyrtuhnappi, er tapazt hafði á Austurvelli: Hnapp urinn er fundinn og má vitja hans til umsjónarmannsins. Orlof húsmæ®ra í Ámes- og Rangárvallasýslum verður að Laugarvatni dagana 1. — 8. sept. Bræðrafélag Nessóknar býð- ur öldruðu fólki í Nessókn til skemmtiferðar, fimmtudaginn 18. ágúst. n. k. Lagt verður a stað kl. 13 frá Neskirkju og farinn hringurinn: Þingvellir, Þrastarskógur, Hveragerði. Perðapöntunum er veitt mót- taka í símum: 11823 (Þórður Halldórsson), 10669 (Sigmundur Jónsson) og 24662 (Hermann Guðjónsson. Undirbúningsnefndin Kennaranemi óskar eftir 2—3 herb. íbúð, helzt í nágrenni Kennara- skólans. Kennsla kemur til greina. Uppl. i síma 35130 á kvöldin. Leiguíbúð Ungan tæknifræðing vant- ar íbúð frá 1.. nóv. Til greina gæti komið íbúð, sem aðeins væri til leigu fram á næsta vor eða sum- ar. Uppl. í síma 40703. Tvær systur óska eftir 2 herb. og eld- húsi. Uppl. í síma 21874. ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Riffill — Haglabyssa Til sölu tvíhl. haglabyssa cal 22 og riffill með kíki cal 22. Einnig 2 gæsir upp- stoppaðar. Uppl. í síma 14407. Vatnabátur Sem nýr vatnabátur, ásamt 18 ha mótor á tengivagni til sölu. Uppl. í síma 41453. Vantar ráðskonu strax. Má hafa barn. Uppl. í sima 52251 milli 2 og 5. Lítil íbúð til leigu við Langholtsveg. Fyrir- framgr. 1 ár. Tilboð merkt: „Reglusemi 8862“ sendist M'bl. fyrir laugardag 20. ágúst. Vegna linubrengla birtist erindi Kjartans ólafssonar um Hræðsluna aftur i dag að beiðni hans. Hvað veldur því ef vonir mínar deyja? Því veldur efans neyð, og trúardeyfð. Það er svo margt, sem má um lífið segja, og mér er gatan frjáls til enda leyfð. Ég villist oft, og sjálfum Guði gleymi, og get ei vakið mína þakkargjörð. Ég spyr, sem lítið barn í hörðum beimi, og hræðist þessi stríð um alla jörð. Kjartan ólafsson. ÞRIHJÓL VESTUR ÞÝZK VERÐ KR. 475.00 — — «75.00 Stenbergs Maskinbyrá AB Stokkhólmi, bjóða alls konar tiésmíðavélar og tæki til trésmíða, svo sem: Sambyggðar vélar. Sérstæðar vélar, alls konar. Kílvélar. Spónaplötusagir. Spónlagningapress ur. Hitaplötur til spónlagninga. Fyrirliggjandi sambyggðar trésmíðavélar .gerð K.L.A. með 31 cm. borði hentar vel fyrir einstakl- inga — verkstæði og byggingan.eistara. — KRAFT- MIKIL, LÉTT OG AUÐVELD í FLUTNINGI. Einkaumboð fyrir ísland: Jónsson & Júllusson Hamarshúsinu Vesturenda — Súni: 15-4-30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.