Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun s!mí 40381 !,M,3-ii-eo mmm Volkswagen 1965 og '66. RAUDARÁRSTfG 31 SÍMI 22022 LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1200. Sími 14970 BIFReipJLÍICAH SIMI 33924 ^ÞRBSTUR^ 22-1-75 Þorsteinn Júhusson héraðsdómslögmaður Laugav 22 (inng. Klapparstíg) Sími 14045 - Viðtalstími 2—5. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt / Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Fyrirspurn til Magnúsar Torfa Olafssonar Útvarpshlustandi skrifar: „Magnús Torfi Ólafsson, verzl unarmaður, sem vera mun for- maður ákveðinna stjórnmála- samtaka í Reykjavík, talaði um daginn og veginn í útvarpið á mánudagskvöld. Ekki fannst mér hann gæta hins marglofaða hlutleysis Ríkisútvarpsins i spjalli sínu, heldur var erindið mjög „litað“ og náttúrulega rauðlitað. Hann taldi það afleiðingu „kalda stríðsins“ svonefnda, að smáþjóðir Evrópu hefðu flykkzt undir verndarvæng tveggja stórvelda og sýnt þeim síðan fylgispekt í hvívetna. Hér er þó ólíku saman að jafna um bandalögin tvö. Útjþenslu- stefna Stalíns eftir heimsstyrj- öldina var með þeim hætti, að þjóðir Vestur-*Evrópu urðu að þjappa sér saman, ef Sovétríkin áttu ekki að gleypa þær hverja á fætur annarri, eins og þau höfðu gert í Austur-Evrópu, og þau enduðu ekki fyrr en á Tékkó-Slóvakíu, sem er í Mið- Evrópu, og eftir að Atlantshafs bandalagi'ð hafði verið stofnað til varnar gegn yfirráðasókn Sovétríkjanna. Bandaríkin voru eina hugsanlega aflið, sem gat tryggt öryggi og frelsi þjóða Vestur-Evrópu. 'Því urðu þau forysturíki í NATO. Engin þjóð var knúin til þátttöku í At- lantshafsbandalaginu, heldur gerðust þær aðiljar af frjáls- um vilja. Um tíma var vonað, að allar Norðurlandaþjóðirnar fimm gætu gerzt aðiljar. Þrjár þeirra gerðust það, því að Rússar bönnuðu Finnum þátt- töku, og hættu Svíar þá við að sækja um aðild, til þess áð gera granniþjóð sinni ekki erfið ara fyrir, en Rússar létu ber- lega að þvi liggja, að þeir yrðu „að gera sínar ráðstafanir“ í Finnlandi, ef Svíþjóð gengi í NATO. „Fylgispektin" við Bandaríkin innan Atlantshafs- bandalagsins hefur ekki verið meiri en svo, að hver hefur far- ið sínu fram, eins og kunnugt er af fréttum, og hefur flokks- blað Magnúsar, sem hann starf aði eitt sinn við, ekki sparað áð flytja fréttir af sundrungu innan bandalagsins og hlakkað yfir því að sjálfsögðu. Enginn Norðmaður eða Dani lætur sér til hugar koma, að Bandaríkja menn stjórni landi þeirra, þó að M.T.O. virðist halda, að ein hverjir íslendingar trúi því um ísland. Allt öðru máli er að gegna um hið svokallaða Varsjár- bandalag og forystuhlutverk Sovétrikjanna í Austur-Ev- rópu. Þar var enginn spurður, hvort hann vildi vera með og játast undir lögsogu Sovétríkj- anna, heldur tók Stalín þessi ríki óaðspurð „undir verndar- væng“ sinn og jók þar með við hið nýtízkulega nýlendu- kerfi Sovétríkjanna. Sovétríkin hafa öllu ráðið í leppríkjum sínum, sem þau vilja ráða, og það tjóar ekki að benda sigri hrósandi á nýju stjórnina í Rúmeníu, sem er eitbhvað að derra sig, og enginn veit, hve lengi heldur völdum. Frá því að Sovétríkjunum var komið á stofn fyrir bráðum hálfri öld, hefur opinber stefna þeirra ýmist verið harka og óbilgirni eða sveigjanleiki og sáttfýsi. Hins vegar hefur hin raunveru- lega stefna, sem þau játast und ir í stjórnarskrá sinni með því að aðhyllast kenningar komm únismans, ekkert breytzt. Með henni er stefnt að heimsyfir- ráðum og í boðskap og kenn- ingum kommúnismans er ein- mitt tekið fram, að til þess (þurfi að sýna kænsku, þ.e. undanlátssemi og samstarfs- vilja, þegar svo blæs í heims- málunum, að slíkt er talið væn legra til árangurs en harkan eintóm. Þess vegna stafar frjáls um þjóðum Vestur-Evrópu enn hætta af útþenslustefnu for- ysturíkis kommúnismans í austri, og enn hefur annað afl ekki komið fram á sjónarsvið- ið, sem sterkara gæti verið til verndar frelsi þeirra en Banda ríkin. Annað stórveldi er held- ur ekki líklegra til afskipta- leysis um málefni smáþjóða. M.T.Ól. taldi Bandaríkin vilja hafa hér herstöð að eilífu og gera ísland að útverði sínum. Ekki rökstuddi hann það með öðru en því, að þau hefðu viljað fá hér aðstöðu til 99 ára fyrst eftir heimsstyrjöldina, og sagið hann það „taka af öll tvímæli" um málið. Ekki er hugsunin á bak við sérlega skarpleg. Á þessum tuttugu árum hefur hernaðartæknin breytzt meira en næstu tuttugu aldirnar á undan. Langdrægar eldflaugar skjótast heimshorn- anna á milli á örstuttum tíma, svo að eitthvað sé nefnt. Og ef Bandaríkin ásælast ísland, hefði þeim verið í lófa lagið að taka það þegjandi og hljóða- laust fyrir löngu, alveg eins og Sovétríkin „innlimuðu Eystra- saltslöndin þegjandi og hljóða laust" í stríðslok. Sá er bara munurinn, a'ð Bandaríkin virða réttindi smáiþjóða, svo að eng- um dettur í hug, að þau taki ísland með valdi, en saga Sovétríkjanna sýnir óumdeilan lega, að hagsmunir þeirra eru alltaf látnir ganga fyrir rétti fámennra (og jafnvel fjöl- mennra) þjóða. Svo er það fyrirspurnin. Fyrirlesarinn ræddi um nauð- syn eþss, að Rússar flyttu heri sína frá Austur-Evrópu og Bandaríkjamenn lið sitt frá Vestur-Evrópu. Til þess, að frekar megi dæma um heilindi í þessu tali, ekki sízt þar sem ræðumaður talaði fjálglega um mikilvægt hlutverk smáþjóð- anna, væri fróðlegt að fá upp- lýst, hvort hann átti einnig við Eystrasaltsríkin, þegar um það er að ræða, að Rússar dragi heri sína til baka. Átti hann líka við það? — Útvarpshlustandi". -&• Slæm varahlutaþjónusta ,;Heiðraður Velvakandi! Eg vildi biðja þig að birta eftirfarandi línur til þess að sýna hvers konar viðskiptahætt ir eru notaðir af sumum bíla- innflytjendum nú til dags. Fimmtudaginn 21. júlí hringdi ég í Bifreiðar- og Landbúnaðar vélar, að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Þetta var nokkru fyrir hádegi nefndan dag. Beint símasamband er og gekk fljótt að ná í afgreíðslumanninn í varahlutaverzluninni. Ég spurði hvort til væru stimplar í GAZ Rússajeppa, tiltók númerið á þeim, svo og þvermál þeirra í millimetrum, svo ekki færi milli mála, hvað það væri, er ég þarfnaðist. Afgreiðslumaður kvað þetta til vera. Spurði ég þá hvort hann gæti sent mér eitt sett, 4 stimpla, og bað ég hann að senda þetta í flugi, því mér lægi á að fá þetta fljótt. Hvenær er flogið til ykk ar? spyr afgreiðslumaður með töluverðum rembingi í rödd. Þrisvar á dag, sagði ég, og næsta ferð er kl. 2 í dag, gott þætti mér ef ég gæti fengið þetta þá, eða með kvöldvélinni. „Lofa engu, skal reyna ef ég get“, var svarað. Nú leið föstudagurinn, en á laugardagsmorgun hringdi Flug félagið til mín og sagði að ég ætti pakka og kröfu hjá því. Sótti ég pakkan strax, greiddi kröfuna, kr. 1392,00 og fór með þetta til bifvélavirkjans, er ætlaði að gera við bílvélina fyrir mig. Hann skoðaði stimpl ana og í ljós kom að ekki kom sú stærð e'ða númer er um var beðið, heldur minni stimplar. Ég bað nú bifvélavirkjann að hringja í fyrirtækið fyrir mig og freista þess að £á hina réttu stimpla, ef kostur væri, hvað hann gerði. Bað hann afgreiðslu manninn að senda sér hina fyrstumbeðnu stærð, ásamfc fjaðurhringum á þá. En af- greiðslumaður kváðst ekkl senda aðra stimpla fyrr en hin- ir hefðu verið sendir til baka. Þetta var á mánudag 25. júlí. Á fimmtudag kemur svo önnur sending, er það rétt stærð at stimplum, en hringirnir? Ó, nei, ekki aldeilis, nú komu hringir á hina endursendu stimpla, sem sagt of litlir og ónothæfir á réttu stimplana, en auðvitað var krafan upp á kr. 509,00 fyrir þeim. Ég vil nú bera fram eina spurningu: Er nokkurt vit i því fyrir menn úti á landi að eiga viðskipti við svona fólk? Ég fyrir mitt leyti svara þeirri spurningu neitandi. Það er ekki nóg að fara út á land, með pomp og prakt, bílasýningar og fögur fyrirheit við væntanlega kaupendur, gefa þeim og fyrir mönnum koktail o.s.frv. Það þarf áð sjá fyrir vara- hlutaþjónustu og hafa menn við hana, sem vita hvað þeir eru að gera, en senda ekki ein hverja vifcleysu út í bláinn, þeg ar beðið er um varahlut í bíL GAZ eigandi á Akureyri". Leiðrétting „Krummi", sem átti hér bréf í gær, biður um leiðréttingu. í bréfi hans, eins og það var prentað, stendur: „Fyrst það er í lögum, að Ríkisútvarpið hafi einokunarrétt á útvarpi (sjón- varp þar vitanlega innifalið) á íslandi, þá . . . . “ í stað „vitan lega“ á að standa „væntan- lega“, og fellst Velvakandi á, að þáð breyti merkingunni nokkuð. PERSTORP PLATTAN SÆNSKA HARÐPLASTIÐ VIÐURKENNDA FYRIRLIGGJANDI í MIKLU ÚRVALI. VERÐLÆKKIiN Smiðjubúðin við Háteigsveg — Simi 21222. Vinna Oss vantar karlmann nú þegar til starfa í kjötverzlun vora. Kjötver hf. Dugguvogi 3 — Simi 31451. Bifvélavirkja vantar, eða menn vana bílaviðgerðum. Bílaverkstæði Hafnafjarðar Hf. Sími 51463.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.