Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 5
Miðvikudagur 17. ágúst 1966 MOHCUNBLAÐIÐ 5 Ingi Garðar Sigurðsson og kona hans, Kristrún Marinósd óttir. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Á HINU sögufræga býli Reyk- hólum í Reykhólahreppi er tilraunastöð ríkisins í jarð- rækt. Tilraunastjóri er ungur mað'ur, Ingi Garðar Sigurðs- son og er hann jafnframt ný- kjörinn oddviti Reykhóla- hrepps. Við brugðum okkur í heimsókn til Inga Garðars, er við áttum teið fram hjá nú fyrir skömmu og áttum stundarkorn með honum og konu hans Kristrúnu Marinós- dóttur. Ingi Garðar er stórhuga um framfarir hrepps sínsr og vild- um við því gjarnan fræðast um þau mál, sem hann hefur hug á að koma í framkvæmd. Fyrst spurðum við Inga Garð- ar um skólamál hreppsins og hann svaraði: — Skólamál hreppsins eru þannig að við höfum hér á Reykhólum barnaskóla og er námstími fjórir vetur, þrjá mánuði á ári. Hins vegar er mikill áhugi meðal hrepps- búa að komið verði upp unglingaskóla og á síðasta ári héldu forráðamenn fjögurra hreppa hér í A-Barðastrand- arsýslu, Geirdals- Reykhóla-, Flateyjar- og Gufudalshreppa fund, þar sem samlþykkt var að settur yrði á stofn unglinga skóli hér að Reykhólum. í fyrrahaust var sótt um fjárveitingu til Aiþingis um byrjunarframkvæmdir og fékkst þá fyrsta framlag og er nú næsta stigið að fá skóla- húsið teiknað, svo að unnt sé að hefja framkvæmdir sem fyrst. í samabndi við skólamálin mætti og nefna það að sund- laugin hér á staðnum var end urbætt í fyrra og er nú verið að endurbyggja sundlaugar- húsið og vonumst við til að hún verði komin í fullkomið lag í vetur að sundkennsla geti hafizt að nýju. í>að er mjög mikið hags- munamál byggðarlagsins að hér verði komið á fót héraðs- skóla, enda er mikill áhugi hér meðal íbúanna, og von- um við að ríkisstjóm og Al- þingi taki fullt tillit til óska okkar og þarfa í því máli. — Hvað um samgöngumál? — Það er okkar stóra mál hér í A-Barðastrandasýslu. Okkur finnst ekki nægilega mikið fjármagn hafa fengizt til samgöngumála hér. Gils- fjörðxirinn er mikill farar- tálmi. Á vetrum er vegurinn beggja megin fjarðarins hálf- ófær á köflum, þótt mikið hafi verið lagfært á undan- förnum árum. Austan fjarðar- ins eru slæmir kaflar, en þó eru mikið stærri og dýrari verkefni eftir að vinna að vestanverðu. Þá eru vegir hér um allar sveitir ekki annað en bráðabirgðavegir, sneiðing ar og troðningar og mest öll uppbygging þeirra eftir. — Er mikil mjólkurfram- leiðsla hér í hreppnum? — Mjólkurframleiðslan hef- ur aukizt ár frá ári, þótt ekki sé um stórar tölur að ræða. Hún jókst t.d. á sJ. ári um tæp 30%, en allt mjólkur- magnið er flutt til Búðardals. Mjólkurframleiðsla hér er mikil lyftistöng fyrir bændur, þvi að sauðfjárhagar eru tak markaðir og margar jarðir betur fallnar til að bera kúa- bú en fjárbú. Verið er að reisa hér að Reykhólum mjólkurbú, en horfur um fjármagn hafa ekki verið sem beztar. Gott gaeti verið að fá hér einhverja vetr arvinnslu á mjólk, þegar Gils- fjörður teppist og er í athug- un að koma hér upp rjóma- og smjörvinnslu á þeim tíma, sem minnst mjólkurmagn er. Aðalatriðið er að bændur geti losnað við mjólkina. — Hefur verið hugsað nokk uð um að koma hér upp gróð- urhúsarækt? — Hér eru ótvíræðir mögu- leikar á slíkri starfsemi, en nú er efst á baugi hér í sam- bandi við jarðhitann að koma á fót þaravinnslu. Sigurður Hallsson efnaverkfræðingur hefur unnið ötullega að rann- sóknum á þara hér og hefur hann nú sent niðurstöður. rannsókna sinna til Nöregs. Telur Sigurður hér gott hrá- efni og skUyrði góð til þara- mjölsvinnslu. Vatn það, sem nú rennur hér upp á yfirborð ið 80 til 100 stiga heitt mundi tæplega nægja til þaravinnsl- unnar, þess vegna er mjög að kallandi að hér verði borað eftir meira heitu vatni og það sem fyrst til upphitunar húsa hér á staðnum og þá sérstak- lega fyrirhugaðra skólamann- virkja. Yrði þá ef til vill um samveitu skólanna og þara- vinnsluverksmiðjunnar að ræða. — Hve margir íbúar eru I hreppnum nú? — Þeir eru 224 og fækkar ekki, heldur stendur íbúafjöld inn í stað. Hér hafa nokkrir ungir menn hafið búskap hvort tveggja á nýbýlum og á gömlum og grónum jörðum. Meðalaldur bænda í hreppn- um er þannig alls ekki hár. — Hvað um félagslíf? — Félagslíf er hér fremur lítið. Hér eru allmörg félög, en þar sem aðstaða er fremur léleg til að koma saman hefur starfsemi þeirra verið fremur dauf. Til er hreppssamþykkt fyrir félagsheimili að Reyk- hólum, sem jafnframt yrði íþróttahús, en takmarkað fé er til og er ætlunin að láta unglingaskólann sitja í fyrir- rúmi. — Viltu taka eitthvað fram að lokum? — Já, hér hefur verið lækn islaust í sumar, að vísu gegn- ir læknirinn í Búðardal störf- um læknis hér, en við erum uggandi um það ástand, sem getur skapazt hér á komandi vetri. Það er skýlaus krafa okkar hér að heilbrigðisstjórn in geri eitthvað til úrbóta í þessu alvarlega máli. Þetta er í fáum orðum sagt uggvæn- legt ástand, sagði Ingi Garðar að lokum. Reykhólar í Reykhólasveit. Á myndinni sést bæði gamla og nýja kirkjan. Læknisleysiö uggvænlegt — Rætt við Inga Garðar Sigurðsson, tilraunastjóra að Reykhólum Við viljum leigja til geymslu nokkurn hluta af verksmiðjubyggingu okkar sem er í smíðum í Árbæjarliverfinu. Sími 21220. Húsasmiðir óskast í mótauppslátt við skólabyggingu Upplýsingar í síma 33805 á daginn og 34098 milh kl. 12—1 og eftir kl. 7 á kvöldin. Afgreiðslnraaður — Framtíðarstarf Handlaginn, ábyggilegur og reglusamur maður óskast nú þegar. Aldur 25—40 ára. Umsóknir í skrifstofu LUDVIG STORR, Laugavegi 15 2. hæð. Glersl'ipun & Speglagerð hf. Klapparstíg 16. Atvinnurekendur Ungur reglusamur maður ósk- ar eftir vel launaðri atvinnu úti á landi. Er vanur margs konar trésmíði, bifvélavirkj- un og keyrslu stórra bifreiða. Margt annað kemur til greina. Lítil íbúð þarf helzt að fylgja. Þeir, sem vidu sinna þessu, sendi tilhoð á afgr. Mbl., merkt: „Mikíl vinna — 4070 — 4637“. RACNAR JÓNSSON Lögfræðistörf Og eignaums.vsla. hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. LOGI GUÐBRANDSSON héraðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. Við Reynimel Til sölu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir á hæðum í sambýlishúsi við Reynimel. íbúðivnar seljast til- búnar undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð. Hitaveita. Malbikuð gata. Örstutt í Miðbæinn. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. • Suðurgötu 4. — Sími 14314. íbúð óskast til leigu Flugvélstjóri í millilandaflugi óskar eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð til leigu í Hafnarfirði eða Reykja- vík. Upplýsingar í síma 30698 Atvinna Stúlka óskast við afgreiðslustörf scm fyrst. Einnig kona við hreingerningu nú eða um mánaðamót. Upplýsingar á skrifstofu SÆI.A C’AFÉ Brautar- holti 22 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.