Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID MiSvíkudagur 17. ágúst 1966 Hafrannsóknaskipið Dana viðÆgisgarð í gær. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Rannsaka göngu laxins Hafrannsóknarskipið Dana í Reykjavik DANSKA hafrannsóknarskipið Dana liffgur nú við Ægisgarð í Reykjavikurhöfn. Það hefur nú i þrjá áratugi verið að hafrann- sóknum í hafinu umhverfis ís- land og við Grænland. Hinagð kemur skipið nú frá Grænlandsmiðum, þar sem það hefur verið við rannsóknir á laxagengd og hefur fundið merkta laxa frá Skotíandi, Eng- landi, Svíþjóð og Kanada. Til- gangur þessara rannsókna er að finna göngu laxins um úthöfin, enda hefur menn lengi grunað að laxinn leitaði norður á bóg- inn. Hafrannsóknarskipið E>ana er byggt árið 1937 og er því komið til ára sinna. Má segja að það hafi skapað grundvöll allra haf- rannsókna íslendinga, enda hafa þekktustu vísindamenn fslend- inga á sviði haf- og fiskirann- sókna starfað um bprð 1 því. P. H. Fjelde, skipstjóri tjáði blaða- manni Mbl., er hann kom um borð í gærdag, að nú væri talað um það að smíða nýtt skip, sem leysti þetta af hólmi. Svo gamalt skip sem þetta væri orðið óhag- kvæmt í rekstri, enda þótt því hefði verið haldið vel við. Hins vegar væri ekki vitað hvenær yrði af hinni nýju skipasmíð. Frede Hermann, haffræðingur, sá sem hefur haft allan veg og vanda að rannsóknum skipsins tjáði Mbl. að aðalverkefni skips- ins í þessari ferð hefði verið að kanna göngu laxins til Græn- lands og hefðu þeir veitt lax í reknet. Einnig hefðu þeir verið að leita að rækjumiðum, en ekki hefðu fundist eins stór mið og vænzt hafi verið. Hermann sagði að fyrir strið hefðu Danir rannsakað hafið umhverfis ís- land, eða þar til íslendingar hefðu tekið að sér rannsóknirnar sjálfir og lýsti hann ánægju sinni yfir því samstarfi, sem væri milli þjóðanna. Skipið fór í þennan leiðangur hinn 18. júní frá Kaupmanna- höfn og nú er það fer frá Reykja vík mun það fara til Kaupmanna hafnar, þar sem það mun dvelja í um vikutima, áður en það fer til sildarrannsókna í Norðursjó. Kváðust þeir félagar ávallt hafa gaman af að koma við í Reykja- vik og hitta gamla kunningja, sem þeir ættu marga eftir svo mörg ár við rannsóknir um- hverfis ísland. Strokuhermaöur gaf sig fram af s jálf sdáðum Er kominn til Bandaríkjanna til þess að afplána refsinguna 5 MICHAET* Burt, bandaríski her- maðurinn, er strauk héðan úr bandaríska hernum, og greint hefur verið frá í blöðum fyrr, er nú kominn til Fíaldelfiu í Pennsylvariiafélki í Bandaríkj- unum, þar sem hann mun af- plána refsinguna, sem hann hlýtur fyrir flótta sinn. Burt gaf sig fram við heryfirvöld á Keflavíkurflugvelli af sjálfsdáð- um fyrir tilstilli foieldra sinna. Margret Jónsdóttir, móðir piltsins, greindi Mbl. frá því í gær, að Michael hefði haft sam- band við þau hjónin á þriðju- dag sL, og var hann þá staddur í Sandgerði, bar sem hann hafði að undanförnu verið háseti á v.b. Dagrúnu frá Reykjavík. Þau óku rakleiðis til Sandgerðis, og náðu í Mirhael, og óku honum heim til Innri-Njarðvíkur. Þar yfirveguðu þau málin, og töldu foreldrar Hans rétt fyrir hann að gefa sig fiam, og tók Michael vel í það. Síðar um kvöldið óku þau honum til Keflavíkurflug- vallar, þar sem hann gaf sig íram, og vai hann hufður í varð- haldi um nóttina. Kvöldið eftir höfðu þau hjón- in spurnir aí því. að flytja ætti Michael til Bandaríkjanna, og óku þau þá samstundis til flug- vallarins. Fengu þau hjónin að ræða við Michael einslega í um 15 mínúíur, en síðan var farið með hann út í flugvél, sem átti að flytja hann til Fíladelfíu. Margrét sagði, að henni hefði borizt bréf frá syni sínum, sem hann hafði skrifað í New Jersey, en þar hacði flugvélin viðkomu. Ennfremur hefði henni borizt bréf frá yfirmanni fangelsins þess, sem Michael á að dveljast í Fíladelfíu, bar sem hann setur þeim hjónunum reglur hvað megi ser.da ,honum í fangelsið, og sé því þar með kominn stað- festing á því, að Michael háfði komizt heilu og höldnu þangað. Margrét upplýsti ennfremur að á meðan hvað mest hefði verið leitað að Michael hér í Réykjavík fyrstu dagana eftir að hann strauk frá herlögreglunni, hafi hann dvaíið hjá KFIJM í Reykjavík. Auk þess hafi hann farið eina ferð með Kronprins Olav til Kaupmannahafnar, en síðustu dagana hafi hann verið háseti á v.b. Dagrúnu. Spossky Fischer Lorsen sigruðu í Kalifoiníu Santa Monica, Kaliforníu, 16. ágúst. — NTB. • Sovézki stórmeistarinn Bor is Spassky bar sigur úr být- um á alþjóðaskákmótinu Santa Monica í Kaliforniu —\ og hlaut fyrstu verðlaunin 5.000 dali. Númer tvö varð Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer, sem hlaut 3.000 dali og þriðji varð Daninn Bent Larsen, sem hlaut í verðlaun 2.500 dali. 1 Jarðskjálftar í Tashkent Moskvu, 16. ágúst NTB. Enn urðu jarðskjálftar i borginni Tashkent í Sovétríkjun um í dag. Mældust þrír kippir að styrkleika 2—6 stig á 12 stiga skala þeim, er notaður er í Sovétrikjunum. Aðalfundur Norræno félngsins í gærkvöldi Einar Pálsson tekur við framkvæmda- stjórastarfi af Magnúsi Gislasyni AÐALFUNDUR Norræna fé- lagsins í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi. Fóru þar fram venju leg aðalfundarstörf. Úr stjóim fé lagsins áttu að ganga Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, Thor- olf Smith fréttastjóri og Sveinn Ásgeirsson fulltrúL Voru þeir Framk væmdast jóraskipti Einar Pálsson forstöðumaður Málaskólans Mímir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norr- æna félagsins í stað Magnúsar Gíslasonar námsstjóri, sem verið hefur framkvæmdastjóri félags- ins í tæplega 12 ár. Hann læiur nú af störfum samkvæmt eigin ösk og mun dveljast í Svíþjóð næsta vetur. Sigurður Bjarhason formaður félagsins þakkaði Magnúsi Gísla syni mikið og gott starf í þágu þess um leið og hann bauð Einar Pálsson velkominn til starfa. Skrifstofa Norræna félagsins er nú flutt í Brautarholt 4 (Málaskólhin Mímir, simi 10004). Á aðalfundinum var gerð grein fyrir starfsemi Norræna félagsins á síðasta starfsáiri og reikningar þess samþykktir. Að lokum var sameiginleg kaffi- drykkja. Magnús Gislason allir endurkjörnir. Aðrir I stjórn félagsins eru: Sigurður Bjarna- son ritstjóri formaður, Páll ís- ólfsson tónskáld, frú Arnheiður Jónsdóttir og Sigurður Magnús son fulltrúL í varastjórn voru kjörnir Bárð ur Daníelsson verkfræðingur, Gils Guðmundsson alþingismað- ur, Páll Líndal borgarlögmaður Hans R. Þórðarson stórkaupm., Helgi Bergs alþingismaður og frú Valborg Sigurðardóttir skólastjóri., Endurskoðendur voru kjörnir Lúðvík Hjálmtýsson fram- kvæmdastjóri og Óli J. Ólason kaupmaður. Einar Pálsson EINS og veðurkortið ber með an, Þokuloft var og rigning sér, var ísland á lægðarsvæði með köflum, en milt veður, í gær cg í hægviðri. Mátti víða 10—15 stiga hiti. Á heita áUleysa á landinu, þó veiðistöðvunum íyrir austan helzt vestanátt á Suðurlandi land var svipað veður og ú og norðaustanátt fyrir norð- sléttur sjór. Vegur lagður yfír Arnarvatnsheiði VEGAGERÐAMENN úr Borgar- firði ásamt Sigurði H. Sigurðs- syni mxlingamanni og Krist- leifi Þorsteinssyni bónda að Húsa feli lögðu nýlega upp í könnun- ar leiðangur yfir Ariiarvatns- heiði. Var tilgangur leiðangurs- ins sá, að kanna hvár heppileg- ast myndi að leggja veg frá Kalmanstungu í Borgarfirði yftr í Víðidal i V-Húnavatnssýslu:1 Seinna fóru vegavinnumihn með ýtum sömu leið og rudþu fyrir vegi, að vísu nökkuð ófúll- komnum en sæmilega akfærilm bifreiðum með tveimur drifum. Verkstjcrn við þessa vegavinnu annaðist Elís Jónsson vegavinþu verkstjóri í Borgarfirði. Er verk- ið ..kostað aí Fjallvegafé. . ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.